Morgunblaðið - 05.03.1981, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981
Jón Ögmundur Þormóðsson, lögfræðingur:
Skrefagjaldið - óeðlilegt
gjald á málfrelsi Islendinga
Núverandi forsætisráðherra, dr.
Gunnar Thoroddsen, sagði m.a. í
háskólafyrirlestri um málfrelsi og
meiðyrði hinn 6. desember 1942:
„Málfrelsi ... felur í sér rétt til að
mæla frjálst, frelsi til að tala og
rita það, sem mönnum býr í
brjósti.“ Atján árum síðar orðaði
annar virtur fræðimaður, Ólafur
Jóhannesson, núverandi utanrík-
isráðherra, skoðun sína á gildi
þess á eftirfarandi hátt í riti sínu
Stjórnskipun íslands: „Málfrelsi
má óefað telja til dýrmætustu
mannréttinda." Hafa viðhorf ís-
lendinga ávallt mótast af þeirri
staðreynd að landnámsmennirnir
komu flestir hingað í leit að auknu
frelsi — og þeim mannréttindum
sem því fylgja. Nú eru þessi
réttindi m.a. vernduð í stjórn-
arskrá lýðveldisins frá 17. júní
1944. Stjórnarskráin er að vísu
fátækleg í orði miðað við stjórn-
arskrár margra annarra ríkja. En
mannréttindi almennt eru óvíða
— ef nokkurs staðar — betur virt
á borði en á íslandi. Hætt er við að
þetta geti breyst ef handhafar
íslensks ríkisvalds og þeir sem þá
hafa kosið beint eða óbeint til
valda, gefa þessum réttindum ekki
stöðugt góðan gaum og hlúa að
þeim.
Eðlilegar takmarkan-
ir á mannréttindum
Jafnvel í þeim ríkjum þar sem
mannréttindi hafa verið hvað best
virt hefur tíðkast að leggja á vissa
skatta og gjöld sem tengjast
þessum réttindum. Þótt eignar-
rétturinn sé t.d. lýstur friðhelgur í
67. gr. íslensku stjórnarskrárinnar
er þó lagður á eignarskattur og
fasteignagjöld, jafnvel stóreigna-
skattar (sem hæstiréttur taldi
standast í meginatriðum) á breiðu
bökin eingöngu. Ríkið nýtur skatt-
tekna af bensínsölu án þess að
ferðafrelsi íslendinga teljist hafa
verið skert á óviðeigandi hátt
(samanber 13. gr. mannréttinda-
yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna
frá 10. desember 1948). í þessu
tilviki skipta olíusparnaðarsjón-
armið nú æ meira máli. Þá eru
lagðar á vissar hömlur og sett
ýmis skilyrði er tengjast mann-
réttindum. Málfrelsið takmarkast
af meiðyrðalöggjöfinni svo að
dæmi sé nefnt. Mergurinn málsins
er að greina rétt á milli eðlilegra
og óeðlilegra takmarkana á
mannréttindum. Vafi ætti að
koma mannréttindunum í hag.
Óeðlilegar tak-
markanir á
mannréttindum
„Vald til skattlagningar felur í
sér vald til eyðileggingar." Þannig
hljóða í íslenskri þýðingu fræg orð
sem John Marshall, forseti
Hæstaréttar Bandaríkjanna, rit-
aði fyrir hönd réttarins í dómi
árið 1819. Oliver Wendell Holmes
yngri, varaforseti réttarins, bætti
um betur í öðrum dómi á árinu
1928 og skrifaði: „Vald til skatt-
lagningar er ekki vald til eyðilegg-
ingar meðan þessi réttur er sett-
ur.“ I samræmi við þessi sjónar-
mið komst Hæstiréttur Banda-
ríkjanna að þeirri niðurstöðu í
dómi árið 1935 að lög Louisiana-
fylkis frá árinu áður um sérstakan
auglýsingarskatt á dagblöð og
tímarit með meira en 20.000 ein-
taka vikuupplagi væru andstæð
prentfrelsisákvæði stjórnarskrár
Bandaríkjanna.
En lítum okkur nær viðvíkjandi
tálmunum fyrir einum mikilvæg-
asta þætti málfrelsisins, prent-
frelsinu. í íslensku stjórnar-
skránni er aðalákvæðið til verndar
málfrelsinu takmarkað við prent-
frelsið eitt af almennum sögu-
legum ástæðum víða um lönd,
aðallega vegna ritskoðunar. Hefur
reynt á ákvæðið. Hæstiréttur ís-
lands komst að þeirri niðurstöðu í
dómi frá 1943 að ákvæði laga frá
1941 um að hið íslenska ríki hefði
eitt rétt til þess að gefa út íslensk
rit sem samin væru fyrir 1400
nema sérstakt leyfi stjórnvalda
kæmi til fæli í sér fyrirfarandi
tálmun á útgáfu rita sem óheimil
yrðu að teljast samkvæmt prent-
frelsisgrein stjórnarskrárinnaf.
Samkvæmt þessu var Halldóri
Kiljan Laxness, útgefanda bókar-
innar Hrafnkötlu, endurprentunar
á Hrafnkels sögu Freysgoða með
nútímastafsetningu, og kostnað-
armönnunum Einar Ragnari Jóns-
syni forstjóra og Einari Ög-
mundssyni prentara ekki dæmd
refsing á grundvelli laganna
vegna útgáfu ritsins án leyfis
stjórnvalda.
Framangreind dæmi nægja til
að sýna að fara ber varlega í að
leggja takmarkanir á mannrétt-
indi í réttarríkjum. Ella væri unnt
að skerða réttindin stig af stigi
með óheppilegum afleiðingum.
T.d. væri unnt að freista þess að
mismuna dagblöðum hér á landi í
reynd með því að leggja með
lögum háa skatta er væru að vísu
klæddir í hlutleysisbúning, t.d.
skatta á fasteignaauglýsingar er
sviptu svo til eingöngu Morgun-
blaðið tekjulind og skatta á smá-
augiýsingar til að ná sér niðri á
Dagblaðinu og Vísi. Þá kynni
einhverjum að detta í hug að láta
Islendinga greiða há gjöld er þeir
flytjast búferlum úr landi (hugsuð
sem endurgreiðsla á menntunar-
kostnaði o.s.frv.) en erlend for-
dæmi eru fyrir slíku.
Skrefagjaldið er
skerðing á mál-
frelsi hvers ein-
asta Islendings
Á það hefur réttilega verið bent
að hið fyrirhugaða skrefagjald
geti bitnað harkalega á hinum
öldruðu, ekki aðeins fjárhagslega,
heldur og andlega — aukið ein-
angrun þeirra. En það vill gleym-
ast að nefna að þarfir Islendinga
til að nota símann eins og verið
hefur, þ.e. án takmörkunar í formi
skrefagjalds, eru mjög víðtækar
og ná langt út fyrir raðir aldraðra.
Hversu oft er ekki unnt að Ieysa
mál sem þurfa talsverða umræðu í
síma? Hvað um þá sem sinna
umfangsmiklum félagsmálastörf-
um á ýmsum sviðum, m.a. í
líknarmálum? Hafa efnalitlir ein-
staklingar ráð á að taka að sér slík
ólaunuð störf sem hleypt geta
símareikningum þeirra eða að-
standenda þeirra upp úr öllu
valdi? Eða eiga menn að efna til
funda í stað þess að nota símann
— auka þannig bensínnotkun á
tímum stórhækkaðs olíuverðs í
heiminum og stóraukins olíu-
sparnaðar? Þarf fólk að hafa
stóraukið eftirlit með símnotkun á
heimilum sínum án þess að tryggt
sé að það fái ekki mjög óvænt háa
símreikninga? Þannig má lengi
spyrja.
Viss linun á skrefatalningu á
kvöldin og um helgar og hugsan-
legt lágt skrefagjald í upphafi eru
aðeins tæki til að auðvelda skerð-
ingu málfrelsisins, fá gjaldið sam-
þykkt. Ætti þetta að vera algert
aukaatriði í umræðu um skrefa-
gjaldið. Skattheimta byrjar oft
smátt en endar stórt, samanber
t.d. söluskattinn sem hefur hækk-
að úr 3% í 23,5% á tæpum
tveimur áratugum hér á landi.
Hér má e.t.v. hafa í huga orð C.
Northcote Parkinsons, höfundar
Parkinsons-lögmálsins um út-
þenslu skriffinnskunnar, að skatt-
ar hafi tilhneigingu til að haldast,
jafnvel stríðsskattar á friðartím-
um. Ekki ætti að þurfa að hengja
alla símnotendur fyrir fáein tölvu-
fyrirtæki sem nota símann á
óvenjulegan hátt. Slíkt mál hlýtur
að mega leysa án skrefagjalds á
almenna símnotendur eins og hjá
þorra vestrænna landa.
Síminn er einn þátturinn í
nútímalegri beitingu málfrelsis,
„hornsteins lýðræðisins", og hefur
því ómetanlegt gildi. Skrefagjald
mundi fyrst og fremst bitna á
hinum efnalitlu, öfugt við flesta
aðra skatta, og þeim sem síst
mættu við fjárhagslegum skakka-
föllum um skeið, t.d. íbúðarbyggj-
endum. Gjaldið er ekki aðeins
skerðing á málfrelsi hvers einasta
Reykvíkings, ekki aðeins skerðing
á málfrelsi hvers einasta bæjar-
búa í öllum kjördæmum, heldur
skerðing á málfrelsi hvers einasta
Islendings, og ekki óbeint, heldur
beint, aðeins í mismunandi ríkum
mæli eftir þörfum og aðstæðum
hvers og eins. Eða nota t.d.
bændur og makar þeirra, synir
þeirra og dætur, ekki líka síma
þegar þeir eru staddir eða búa í
bæjum?
Skrefagjaldið er
óeðlilegt gjald á
málfrelsi Islendinga
Ekki verður því haldið fram hér
ÞREMUR umferðum er nú lokið í
skákkeppni stofnana, sem Taflfé-
lag Reykjavikur gengst fyrir.
Skáksveit Otvegsbankans er í
fyrsta sæti með 10 vinninga af 12
mögulegum. Fast á hæla sveitar
ÍJtvegsbankans er sveit Búnaðar-
bankans með 9,5 vinninga.
í þriðja til fjórða sæti eru
sveitir Verkamannabústaða og
að skrefagjaldið brjóti í bág við
bókstaf íslensku stjórnarskrár-
innar. Þá verður ekki kannað hér
hvort gjaldið muni hafa næga stoð
í gildandi lögum eins og tilskilið er
með stjórnvaldsákvörðun sem
þessa en aðeins tekið fram að það
virðist talsvert vafasamt. Hitt ber
að meta hvort þessi skerðing á
málfrelsi sé eðlileg eða óeðlileg.
Sýnt hefur verið fram á með
gildum rökum að nauðsynlegt sé
að ná sem mestum jöfnuði í
símnotkunarkostnaði landsmanna
enda samþykkti Alþingi ályktun í
þeim anda hinn 28. mars 1974.
Markmiðið er gott hér sem oft
endranær. Um það eru væntan-
lega flestir sammála. En ágrein-
ingur í mannlegum samskiptum er
oftast um leiðirnar að markmið-
unum, einnig í þessu tilviki.
í ofangreindri þingsályktunar-
tillögu er gert ráð fyrir gjald-
skrárbreytingu, svo að símgjöld
innan eins svæðisnúmers eða
landshluta, verði hin sömu um allt
land og gjöld fyrir símtöl úr
dreifbýli til höfuðborgarsvæðisins
lækki verulega. Lög um stjórn og
starfrækslu póst- og símamála frá
13. maí 1977 hníga í sömu átt.
Ekkert benti til hins óvenjulega
skrefagjalds í ályktuninni né lög-
unum. Þá verður ekki séð að við
afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1980
hafi verið vakin sérstök athygli
þingmanna á kostnaði vegna
kaupa á skrefatalningarbúnaði, að
upphæð 395.720 sænskar krónur
eða um 560.000 nýkrónur (56
milljónir gamalla króna) á sölu-
gengi hinn 25. febrúar 1981. Að-
flutningsgjöld eru ekki talin með.
Svo til aftast í um 160 blaðsíðna
löngum fjárlögum, í sérstöku yfir-
liti um almenna fjárfestingu Pósts
og síma, kemur fyrir undir fyrir-
söginni sjálfvirkar símstöðvar lið-
urinn „Karlssontalning" (100
milljónir gamalla króna). Er óvíst
hvort alþingismenn hafi getað
skilið orðið sem skrefagjaldsbún-
að án sérstakrar skýringar. Eða
þarf ekki einhvern talningarbúnað
til að mæla hin hefðbundnu um-
framskref símnotenda nú? Vænt-
anlega stafar upplýsingaskortur-
inn af afsakanlegri annríkisvangá.
Almenningur er fyrst upp á
síðkastið að vakna tii rækilegrar
vitundar um hvert stefnir í þessu
máli þótt búast megi við að
Landsbankans með 8,5 vinninga.
Þá koma sveitir Þýzk-íslenzka
verzlunarfélagsins og Ríkisspítal-
anna með 8 vinninga. í 7.-9. sæti
eru sveitir Flensborgarskóla,
Menntaskólans við Sund og Þjóð-
viljans með 7 vinninga.
Margir kunnir kappar tefla á
mótinu. Þar fara fremstir Guð-
einungis lítill hluti viðbragða hafi
enn komið fram. Mótmælin hafa
þó þegar verið það öflug að
fullyrða má að fólk almennt telji
skrefagjaldið óeðlilega leið að
ofangreindu jafnaðarmarkmiði.
Breytir engu þótt benda megi á
fordæmi í líki skrefatalningar
erlendis. Ábyrgir aðilar hafa ekki
getað nafngreind nema 15 ríki —
innan við tíunda hluta aðildar-
ríkja Sameinuðu þjóðanna — þar
af 8 eða einungis þriðjung vest-
rænna ríkja. Byggja þeir þá könn-
un erlends fyrirtækis sem tók til
56 ríkja. Ástæðurnar fyrir skrefa-
gjaldskerfi í þessum ríkjum geta
verið mismunandi. I höfuðborg
Noregs, Osló, er t.d. sagt nauðsyn-
legt að létta álagi af ofhlöðnu
símakerfi. Slíkum vanda er ekki
til að dreifa í bæjum hér. íslend-
ingar verða a.m.k. að velja leið
sem hentar íslenskum aðstæðum
en flytja ekki þéttbýlisvandamál
fjölmennari landa inn til íslands
þegar enga nauðsyn ber til. Ef
fyrirhugað væri að fara hefð-
bundna eðlilega gjaldskrárbreyt-
ingarleið, t.d. í formi hækkunar á
hvert umframskref í innanbæjar-
símtölum innan allra svæðisnúm-
era, veittu sennilega fáir því
athygli, hvað þá að þeir mót-
mæltu, en jöfnuður mundi samt
nást. Með hliðsjón af því að
fara má hefðbundna gjaldskrár-
breytingarleið í stað þess að
skerða málfrelsi hvers einasta
íslendings á hvimleiðan hátt ættu
flestir að geta fallist á að skrefa-
gjaldið sé óeðlilegt gjald á mál-
frelsi Íslendinga.
Byrgjum brunninn
í tæka tíð
Þeir eru ófáir sem vænta þess
að Steingrímur Hermannsson
símamálaráðherra taki ákvörðun
um að hætta við hina óeðlilegu
skrefagjaldsleið til að jafna síma-
kostnað landsmanna og að fara í
þess stað eðlilega gjaldskrárbreyt-
ingarleið til að ná sama marki, t.d.
með hækkun umframskrefa í inn-
anbæjarsímtölum innan allra
svæðisnúmera. Þá mundi fjöldi
símtala skipta máli eins og verið
hefur en ekki lengd þeirra. Búnað-
inn, sem kaup hafa verið fest á
fyrir um 560.000 nýkrónur aðeins
(56 milljónir gamalla króna) ætti
að vera unnt að selja úr landi:
Þetta er lausn sem góð eining ætti
að geta verið um, þ.e. ekkert
skrefagjald, hvorki hátt né lágt.
Þannig má koma í veg fyrir
óeðlilegt gjald á málfrelsi íslend-
inga. Slíkt verður ekki metið til
fjár fyrir íslendinga nú og í
framtíðinni. Því fyrr sem brugðist
verður við því betra fyrir alla. Það
er of seint að byrgja brunninn
þegar þjóðin dettur ofan í.
mundur Sigurjónsson, stórmeist-
ari og Margeir Pétursson, alþjóð-
legur meistari, fyrir Morgunblað-
ið, Helgi Ólafsson, alþjóðlegur
meistari, fyrir Þjóðviljann, Jón L.
Árnason, alþjóðlegur meistari,
fyrir Dagblaðið, og Ingi R. Jó-
hannesson, alþjóðlegur meistari,
en hann leiðir sveit Útvegsbank-
ans, sem trónir í efsta sæti.
Frá viðureign Morgunblaðsins og Dagblaðsins, sem endaði með jafntefli. í sveit Mbl. tefldu Guðmundur
Sigurjónsson, Margeir Pétursson, Halldór Blöndal og Gísli Steinar Jónsson. Meðal DB-manna má sjá Jón L.
Árnason og Ogmund Kristinsson.
Skákkeppni stofnana:
Útvegsbankinn í efsta sæti