Morgunblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981
Fjárhagsáætlun Akureyrar samþykkt:
Niðurstöðutala
rekstrarreikn-
ings 102 milli.
Akureyri, 8. apríl.
FJÁRHAGSÁÆTLUN Akureyr-
arkaupstaðar fyrir árið 1981 var
til siðari umræðu á bæjarstjórn-
arfundi i gær og samþykkt þar
með 11 samhljóða atkvæðum.
Viðræður við
EBE í apríllok
ÁKVEÐIÐ hefur verið að viðræður
íslands og EfnahaKsbandalagsins
um fiskveiðimál fari fram i Bruxell-
es dagana 29. og 30. april nk.
í íslenzku viðræðunefndinni verða
Hannes Hafstein skrifstofustjóri í
utanríkisráðuneytinu, formaður, Jón
Arnalds ráðuneytisstjóri, Már Elí-
asson fiskimálastjóri og dr. Jakob
Magnússon fiskifræðingur.
Niðurstöðutala rekstrarreikn-
ings er 102.424.000 krónur og á
eignabreytingum eru 31.925.000
kr.
Helstu tekjuliðir eru útsvör 49
milljónir, aðstöðugjöld 12,5 millj.,
fasteignaskattar 15,7 millj. og
jöfnunarsjóðsgjald 9,6 millj.
Helstu gjaldaliðir eru yfirstjórn
bæjarins 4,27 millj., félagsmál
15,33 miilj., heilbrigðismál 3,3
millj., fræðslumál 11,5 millj.,
menningarmál 3,04 millj., fegrun
og skrúðgarðar 3,7 millj., íþrótta-
og æskulýðsmál 3,6 millj., eld-
varnir 3,28 millj., hreinlætismál
4,48 millj., skipulags- og bygg-
ingarmál 2,8 millj., götur og hol-
ræsi 17,6 millj., fjármagnskostn-
aður 4,3 millj. og fært á eigna-
breytingar 18,1 millj. Sv.P.
Bætur vegna virkjunarframkvæmda:
Samkomulag við
Fljótsdalshrepp
„ÞAÐ ER gert ráð fyrir ræktun
lands i byggð sem bætur fyrir
afréttarmissi vegna miðlunarlóns
og mannvirkja, sem metinn hefur
verið á 2600 ærgildi,u sagði Krist-
ján Jónsson, rafmagnsstjóri, er
Mbl. spurði hann um samkomu-
lag, sem náðst hefur við fulltrúa
Fljótsdalshrepps vegna Fljóts-
dalsvirkjunar.
Kristján sagði að samkomulagið
væri með fyrirvara um samþykki
hreppsnefndar og stjórnvalda.
Mbl. spurði Kristján um viðræð-
ur vegna Blönduvirkjunar og sagði
hann næsta fund ákveðinn í
Reykjavík á þriðjudaginn. „Á síð-
asta fundi á Blönduósi á mánudag
fyrri viku þokuðust mál í áttina og
skýrðust og ég geri ráð fyrir, að
þau skýrist enn meir á fundinum í
Reykjavík," sagði Kristján, en
kvaðst að öðru leyti ekki vilja tjá
sig um málið.
Breiðagerðisskóli 25 ára:
Nemendum hefur fækk-
að úr 1400 í tæplega 300
Breiðagerðisskóli á 25
ára afmæli um þessar
mundir og af því tilefni
verður afmælishátíð í skól-
anum á morgun, laugar-
daginn 11. apríl, frá
klukkan 13 til 18.30. Skól-
inn verður öllum opinn og
nemendur sýna ýmis atriði
í sal skólans, auk þess sem
margvísleg starfsemi verð-
ur í bókasafni, kennslu-
stofum, göngum, leikfimis-
sal og sundlaug. Ennfrem-
ur gefa nemendur út
skólablað. Foreldrafélag
skólans annast kaffisölu i
skólanum.
Breiðagerðisskóli var á sínum
tíma stærsti skóli Reykjavíkur
og veturinn 1963—64 voru tæp-
lega 1400 nemendur í skólanum.
Þá var kennt í þremur húsum,
þ.e. Háagerðisskóla og Víkings-
heimili auk skólans sjálfs, og var
þrísetið á öllum stöðunum. Nú
hefur mikil breyting orðið á,
Smáíbúða- og Bústaðahverfi eru
ekki lengur barnflestu hverfi
borgarinnar og nemendur í
Breiðagerðisskóla eru innan við
300. I Háagerðisskóla er nú
barnaheimilið Staðarborg, Vík-
ingar nota sjálfir félagsheimili
sitt og Breiðagerðisskólinn er
ekki lengur þröngt setinn. Að-
staðan í skólanum er þó eins og
hún bezt gerist, skólinn er vel
útbúinn og m.a. er sundlaug í
skólanum. En börnin vantar í
hverfið.
Skólastjóri í Breiðagerðisskóla
er Hrefna Sigvaldadóttir og yfir-
kennari Ingibjörg Þorkelsdóttir.
Á meðfylgjandi mynd Rögnvalds
Sveinbjörnssonar bíða nemend-
ur í 10 ára H einmitt eftir
kennara sínum Hrefnu Sigvalda-
dóttur, núverandi skólastjóra.
Myndin er tekin fyrir réttum 20
árum og á myndinni þekkjum
við frá vinstri: Jónas Vigfússon,
byggingarverkfræðing og
bónda i Litla-Dal í Eyjafirði,
Hörð Ásgeirsson, skólastjóra á
Hólmavík, Ágúst I. Jónsson,
blaðamann, tviburana Jóhann-
es og Gunnar Árnasyni og á
milli þeirra Ásmund Gíslason,
kennara i Nesjaskóia, Ásgrim
Guðmundsson, jarðfræðing,
Rúnar Björgvinsson, sem nem-
ur mannfræði í Svíþjóð, Flosa
Kristjánsson, kennara, Gunnar
Þorsteinsson, verktaka og for-
stöðumann Krossins í Kópa-
vogi, Gísla Benediktsson, tré-
smiðameistara, Þórhall Jónas-
son, efnaverkfræðing í Nes-
kaupstað, og Sigurð Grímsson,
kvikmyndagerðarmann.
Taugagreinir settur upp á
Grensásdeild Borgarspítalans
Fyrir og um sl. helgi var á Grensásdeild Borgarspítalans
í Reykjavík unnið að uppsetningu taugagreinisins sem
Bandalag kvenna í Reykjavík hefur gefið deildinni. Tækið
sem nefnist Pathfinder II er keypt frá fyrirtækinu Nikolet
Biomedical í Wisconsin í Bandaríkjunum. George Caya
verkfræðingur frá þeirri stofnun vann við uppsetninguna.
Blaðamaður leit við á Grensásdeildinni og ræddi við Caya
og Erni Snorrason og Einar Valdimarsson sem koma til
með að vinna með taugagreininn.
„Tækið mælir “evoked pot-
entials," þ.e.a.s. framkallar svör
við ertingu tauga," sagði Caya.
„Taugagreinar eru mjög út-
breiddir og í Bandarikjunum
eru t.d. um 1000 slíkir í notkun
frá mínu fyrirtæki. Það má
segja að hver meiriháttar spít-
ali þar hafi taugagreini og
einnig margir einkaspítalar.
í Evrópu er og mikið um slík
tæki. Fremstu sérfræðingar í
taugasjúkdómum nota flestir
taugagreina við sín störf."
— Pathfinder II er nýkominn
á markaðinn, hann var fyrst
kynntur í september sl.
„Á sl. 5 árum hafa tauga-
greinar þróast ört, m.a. vegna
mjög örrar þróunar í rafeinda-
tækni," sagði Caya. „Pathfinder
II er nýjasta tæki sinnar teg-
undar sem er á markaðnum og
má segja að það sé einnig
fullkomnasta tæki sinnar teg-
undar í heiminum. Tækið er
byggt upp á einingum sem hægt
er að skipta um og þannig hægt
að breyta tækinu samfara
þróun á þessu sviði. Við reynum
á þann hátt að koma í veg fyrir
að það verði úrelt á skömmum
tíma.
Vöðvaritinn, eins og þið hafið
hér á Landspítalanum, Disa-
ritinn, var aldrei gerður til að
mæla „evoked potentials" eða
hin svokölluðu framkölluðu
svör þó að sagt sé að nota megi
hann til slíks. Það er því ekki
hægt að bera saman Disa-tækið
og Pathfinder II.“
Caya sagðist ekki vita um
nein stofnun sem notaði Disa-
tækið til að mæla „evoked
potentials" jafnvel þótt það
væri auglýst sem mögulegur
viðbætir.
Ernir Snorrason, Einar Valdimarsson og George Caya (talið frá
vinstri) við taugagreininn. Mynd: RAX
Bandalags kvenna í Reykjavik
sem séð hefur um söfnunina til
kaupa á taugagreininum, sagði
að tækið hefði verið afgreitt frá
framleiðendum fyrr en upphaf-
lega var búist við. Forsvarsm-
enn söfnunarinnar hefðu þó
talið sjálfsagt að veita tækinu
viðtöku strax þótt heildarupp-
hæð söfnunarinnar lægi ekki
fyrir. „Það var gert í trausti
þess að sá velvilji sem alls
staðar hefur komið fram gagn-
vart málefninu nægði til að
fleyta því í höfn,“ sagði Björg,
Að sögn Bjargar var aðal-
söfnunartími í Reykjavík frá 22.
„Nýjasta og fullkomn-
asta tæki sinnar tegundar“
„Kemur að miklum
notum við
endurhæfingu“
Ernir og Einar sögðu að þeir
álitu, eins og raunar væri mat
manna um allan heim, að
taugagreinirinn kæmi að mjög
miklum notum við endurhæf-
ingarstarfsemi.
„Helstu erfiðleikar þeirra
sem fást við endurhæfingu er að
fá fram mælanlegar stærðir á
starfrænum truflunum í tauga-
kerfi. Pthfinder II er eina tækið
sem hægt er að nota til slíkra
mælinga," sögðu þeir.
Caya sagði að í Bandaríkjun-
um væru taugagreinar mjög
mikið notaðir í endurhæfingu.
„Þeir eru mikið notaðir til að
meta skaða hjá því fólki sem
fengið hefur höfuðáverka og
jafnframt hjá þeim sem hafa
fengið slag. Þeir framkalla eitt
besta „coma-test“ sem er fram-
köllun viðbragða hjá þeim sem
eru meðvitundarlausir."
Caya var því næst spurður að
því hverjir það væru sem aðal-
lega ynnu með taugagreina?
„Það er fólk sem vinnur við
endurhæfingu, taugasjúkdóma-
fræðingar, heyrnarsérfræð-
ingar og svæfingalæknar nota
þá einnig mikið við taugaskurði
á höfði og mænu. Þetta er
sérhæft mælitæki sem tekur
ákveðinn tíma að læra á, lækn-
ar verða að læra að nota það og
lesa úr niðurstöðum mæl-
inganna. Sá sem vinnur við
tækið hverju sinni kemur til
með að túlka útkomu mæl-
inganna."
— Ernir og Einar sögðu að
taugagreinirinn yrði líklega
ekki tekinn í notkun fyrr en í
desember nk.
„Það þarf fyrst að gera við-
miðunarmælingar á heilbrigðu
fólki en að því loknu er hægt að
hefjast handa. Það vantar einn-
ig viðbót við tækið sem við
vonum að verði komin fyrir
desember."
Söfnunin stendur enn
Björg Einarsdóttir, formaður
nefndar þeirrar á vegum
febrúar til 22. mars. Safnað var
hjá starfsfólki stórfyrirtækja
og stofnana, félagasamtökum
og með merkjasölu á almanna-
færi. Utanbæjar var safnað í
allri Gullbringu- og Kjósar-
sýslu, í þéttbýlisstöðum á Vest-
fjörðum, Vesturlandi og Suður-
landi að Höfn í Hornafirði,
ennfremur á Akureyri og Nes-
kaupstað.
„Söfnunarféð er nú sem óðast
að berast nefndinni og er mark-
miðið að uppgjör liggi fyrir 15.
apríl nk. Fram að þeim tíma
hefur framkvæmdanefndin
opna skrifstofu sína að Hall-
veigarstöðum milli kl. 16 og 18,
mánudaga til föstudaga," sagði
Björg að lokum.