Morgunblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981 13 Sigurlaug Bjarnadóttir: Orkumálin í úlfakreppu Athugasemd við fréttaflutning Þjóðviljans Stundum heyrist kvartað yfir því, að stjórnmálaumræða á Is- landi standi á heldur „lágu plani“. Fréttaflutningur Þjóðviljans sl. miðvikudag af umræðum á Alþingi um orkumál færði undirritaðri dapurlega heim sanninn um, að þessi umkvörtun á við rök að styðjast. Þar eru ummæli sem ég viðhafði um Búrfellsvirkjun og álverið í umræðum í efri deild slitin úr samhengi með ósæmi- legum hætti og sett í fyrirsögn yfir þvera síðu: „Sigurlaug Bjarnadótt- ir viðurkennir mistök Sjálfstæðis- flokksins varðandi orkusöluna til Álversins: Sömdum af okkur með Búrfellssamningunum." Tilgangur Þjóðviljans er næsta auðsær: þeir alþýðubandalags- menn telja sig, með þessari lítilmótlegu aðferð, koma höggi á höfuðandstæðing sinn með því að gefa í skyn — eða öllu heldur staðhæfa, að meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins hafi þeir nú fundið liðsmann sem tekur undir eilífðar-nöldur þeirra og úrtölur í þessu lífshagsmunamáli þjóðar- innar, orkumálunum, sem illu heilli eru um þessar mundir í þeirra forsjá. Þeir vita það vafa- laust og finna, að flokkur þeirra, með orkumálaráðherrann í broddi fylkingar liggur undir ámæli al- þjóðar fyrir háskalegt stefnuleysi og aðgerðarleysi í þessum viður- hlutamikla málaflokki — ella myndi málgagn þeirra hafa sýnt af sér þann mannsbrag að geta að einhverju þeirrar hörðu gagnrýni, sem kom fram í máli mínu á orkumálastefnu Alþýðubandalags- ins. Ég gat þess í upphafi ræðu minnar, að orkumálin væru í 7 ára dreng- ur fótbrotnaði SJÖ ÁRA drengur varð fyrir bifreið á Holtavegi austan Lang- holtsvegar laust fyrir hádegi á þriðjudag. Hljóp drengurinn norð- ur yfir Holtaveginn og lenti á bílnum. Hann brotnaði á vinstra læri og meiddist í andliti. einhverskonar úlfakreppu um þessar mundir og lét svo um mælt, að fyrir mig sem almennan borg- ara, öllu fremur en stjórnmála- mann, hefði það verið óþægileg tilfinning á þessum undangengna stríðlynda vetri að heyra fréttir, sem sífellt dundu yfir af orku- skorti og orkuskömmtun, þegar svo mikil óvissa ríkti um alla framvindu í orkumálum. Ég bætti því við, að þeir „íslendingar, sem af alvöru hugsa um þessi mál hljóta að vera haldnir nokkrum ugg út af þeirri dæmalausu aftur- haldssemi og þröngsýni, sem ræð- ur innan þess flokks, sem nú fer með orkumálin í hæstv. ríkis- stjórn". Það hlyti að vekja undrun, að niðurstaðan af langri ræðu viðkomandi ráðherra, Hjörleifs Guttormssonar væri eiginlega sú, að við skyldum fara okkur nógu hægt. „Þetta kalla ég hættulegt rólyndi með tilliti til aðstæðna eins og þær eru nú.“ Síðan vék ég nokkuð að stór- iðjumálum og í því sambandi Búrfellsvirkjun og Álverinu. Það er rétt eftir mér haft í Þjóðviljan- um, að við verðum að fara með fullri gát og forsjálni í samningum við útlendinga um uppbyggingu orkufrekra fyrirtækja. Það segir sig auðvitað sjálft. Ég taldi líka, að við hefðum samið af okkur við Alusuisse að því leyti, að orkuverð- ið hefði verið of lágt, nauðsynlegt hefði verið að fá inn í samninginn endurskoðunarákvæði um orku- verðið að breyttum aðstæðum. Ég bætti því hinsvegar við, að enginn hefði, á þeim tíma, sem álsamning- urinn var gerður, getað séð fyrir þá byltingu í orkuneyzlumálum heimsins, sem nú væri komin á daginn. Við værum hér einfaldlega reynslunni ríkari, reynslu, sem myndi nýtast okkur í framtíðinni — „og ég vil leggja áherzlu á“ — hélt ég áfram — „að þó að við viljum fara varlega og gæta okkar aðstæðna sem smáþjóðar gagnvart margfalt stærri aðilum, þá megum við auðvitað varast það að láta minnimáttarkennd, einangrunar- stefnu og einhvern hérahátt gagn- vart útlendingum ráða ferðinni í þessum rnálum". Þau rök yrðu ekki hrakin, að sennilega værum við ekki búin að byggja Búrfellsvirkj- un í dag, ef Álverið hefði ekki komið til að borga niður stofn- kostnað af virkjuninni. Ég kom raunar í ræðustól í þessum maraþonumræðum um frumvarp sjálfstæðismanna um byggingu þriggja orkuvera, aðal- lega til að benda á, hvort ekki væri sérstök ástæða nú til að huga að því ákvæði í álsamningnum, sem gerir ráð fyrir, að byggja megi upp smærri iðnað, úrvinnsluiðnað, úr áli, sem Straumsvíkurverksmiðjan framleiðir. Ég hefi áður vakið athygli á þessu atriði á Alþingi og utan þess vegna þess, að mér sýnist þetta álitlegur kostur og Sigurlaug Bjarnadóttir mér er kunnugt um, að málið var á sínum tíma til athugunar en hefir strandað á því, að markaðurinn hér innanlands er of lítill til að standa undir slíkum iðnaði og útflutningur ekki fýsilegur af sam- keppnisástæðum á meðan óðaverð- bólga helzt í landinu. Mér þykir hinsvegar sérstök ástæða til að athuga þetta nú, svo mjög sem álklæðning húsa hefir farið í vöxt hér nú á síðari árum. Þessi álklæðning mun að mestu leyti flutt inn frá Noregi. Iðnaðarráð- herra, Hjörleifur Guttormsson, tók þessari ábendingu minni vel. Kannski „setur hann starfshóp í málið". Að sjálfsögðu þarf hvorki ég né Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur að kippa sér upp við þau viðbrögð og málflutning Þjóðviljans, sem hér hefir verið gerður að umtals- efni. Við þingmenn Sjálfstæðis- flokksins njótum líka þeirra for- réttinda fram yfir kollega okkar innan Alþýðubandalagsins, að við getum tjáð skoðanir okkar sem þingmenn og einstaklingar í senn — sem ég gerði í þessu tilviki — en þurfum ekki að leika fyrirskipað hlutverk pólitískra plötusnúða. Það sem hvergi kom fram Þótt ýmislegt hafi komið fram i fréttum um gíslatökuna í íran, hefur þó margt hió forvitnilegasta og magnaöasta um máliö ekki komið fyrir almenningssjón- ir hér á landi fyrr en nú — í bókinni Gislar i 444 daga. Hér er á ferðinni bók, sem er í senn jafn spennandi og reifari, jafn upplýsandi og bestu fréttaskýringar og jafn lifandi og vönduðustu tímarit. Gislar i 444 daga er því sannarlega óvenjuleg og athyglisverð bók. FRABÆR PÁSKABÓK Furusvefnbekkur utanmál 75x195 cm. Verö kr. 1.580.- meö dýnu og 3 púöum. Áklæði: köflótt og brúnt riflað flauel. OPIÐ TIL HÁDEGIS LAUGARDAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.