Morgunblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981 Japanir sækja fast sumarolympiuleika JAPANSKA iðnaðarborgin Nagoya færir sig jafnt og þétt upp á skaftið varðandi Oiympiu- leikana sem halda á sumarið 1988. Borgin lýsti sig reiðubúna til að halda leikana þegar á siðasta ári og var þá talið að valið myndi standa milli Nagoya og Melbourne i Ástralíu. Mel- bourne dró sig hins vegar úr kapphlaupinu fyrir skömmu, þar sem borgaryfirvöld töldu sig ekki Stefán og Ragnhildur hrepptu gullspaðana STEFÁN Konráðsson, borðtenn- isleikmaðurinn snjalli úr Vik- ingi, tryggði sér endanlega gullspaða BTÍ, er hann hafnaði i öðru sæti i meistaraflokki karla á punktamóti Vikings, en það fór fram i Laugardalshöll fyrir skömmu. Er Stefán vel að ár- angri þessum kominn. En það var Tómas Guðjónsson úr KR sem annars sigraði í flokknum og Vignir Kristmunds- son varð þriðji. í meistaraflokki kvenna sigraði Ragnhildur Sig- urðardóttir UMSB örugglega og hefur hún, eins og Stefán, tryggt sér gullspaðann í kvennaflokki. Ásta Urbancic úr Erninum varð önnur í meistaraflokki kvenna og Guðbjörg Stefánsdóttir þriðja. Sigrún Bjarnadóttir UMSB sigraði í 1. flokki kvenna, Erna Sigurðardóttir varð önnur og Arna Sif Kærnested varð þriðja, en allar eru þær frá UMSB. Ágúst Hafsteinsson frá KR varð hlut- Stefán Konráðsson, einn sterkasti borðtennismaður lands- ins. skarpastur í 2. flokki karla, Krist- inn Már Emilsson varð annar og Framararnir Halldór B. Jónsson og Þorsteinn Héðinsson deildu með sér 3—4 sætunum. að halda árið 1988 fá nægilegan stuðning frá þar- lendum stjórnvöldum. Alþjóðaolympíunefndin tekur ekki ákvörðun fyrr en í september á þessu ári, en eftir að Melbourne gekk úr skaftinu berast böndin að Nagoya. Japanirnir hafa gert viðamikla áætlun sem felst meðal annars í því að reisa gifurleg íbúðarmannvirki sem hýsa eiga keppendur í þeirri 21 íþróttagrein sem keppt er í á sumarleikum. Japanirnir hafa sett leikana á dagana 9.-23. október, sem er heldur seinna en sumarleikar fara venjulega fram. Hitastig mun hins vegar vera heppilegra í október þarna um slóðir heidur en fyrr á árinu. Japanirnir eru bjartsýnir og hafa hugsanlega ástæðu til, þó að svo gæti farið, að Seoul, höfuðborg Kóreu, beri Nagoya ofurliði, en sérstök nefnd skipuð af alþjóða- olympíunefndinni fór nýlega bæði til Seoul og Nagoya. Nefnd þessi mun skila niðurstöðum sínum í sumar og ákvörðun verður síðan tekin í september sem fyrr segir. iSUVHS Guðrún Ingólfsdóttir. Guörún með nýtt og glæsilegt Islandsmet GUÐRÚN Ingólfsdóttir, frjáls- íþróttakonan sterka úr KR, var í essinu sinu á innanfélagsmóti KR í fyrrakvöld. Hún gerði sér þá lítið fyrir og varpaði kúlunni 14,07 metra, sem er nýtt og glæsilegt íslandsmet. „ Er það hvorki meira né minna en 55 sentimetrum lengra kast heldur en gamla íslandsmctið hljóðaði upp á. Guðrún bætti þarna eigið íslandsmet. Heimsmet hjá Svíanum SÆNSKI sundgarpurinn Per Arvidason náði besta tima sem náðst hefur i 100 metra flugsundi er landskeppni Svia og Sovét- manna hófst i Stokkhólmi i fyrra- kvöld. Timi hans var 53,17 sek- úndur. Árangur Arvidasons fæst þó ekki staðfestur sem heimsmet, því keppnin fór fram í 25 metra sundlaug, en heimsmet eru ekki viðurkennd nema þau séu sett í 50 metra laug. Arvidason sigraði í þessari grein á Ólympíuleikunum í Moskvu á síðasta ári. GEFURPÖ FERMINGARGJÖF í fljótu bragði er ekki gott að sjá hvaða iþróttagrein þessi tilþrif tengjast, en skal þó upplýst, að þótt ótrúlegt sé er hér um langstökk að ræða. barf ekki að taka fram að stökkstíll Calvins Cook er ekki eins og gengur og gerist. Þó nær hann merkilega löngum stökkum, allt að 7 metrum. Til þessa hefur hann sloppið óbrotinn frá stil sinum. Hart barist á Á laugardaginn var haldið i Hliðarf jalli við Akureyri svokall- að Aprilmót i stórsvigi. Mótið er fyrir krakka og var góð þátttaka i mótinu. Röð efstu manna var sem hér segir. Stúlkur 7 ára og yngri: 1. Harpa Hauksdúttir 80.54 2. Lauley Árnadóttir 92.77 3. Llnda Pálsdóttir 101.27 Drenidr 7 ára og yngrí: 1. Gunnlauicur MaKnúaaon 75.60 2. InKÓifur Guðmundsaon 82.48 3. Gunnar Ellertaaon 84.57 8 ára atúlkur: 1. Maria MaKnúadóttir 72.84 2. Ellen Óakaradóttir 98.93 3. Mundina Kriatinsdóttir 99.05 8 ára drennir: 1. MaKnús Kariaaon 74.72 2. Sævar Guðmundaaon 78.80 3. BirKÍr Tómaaaon 80.78 aprílmótinu 9 ára atúlkur: 1. Áaa Þraatardóttir 75.48 2. Rakel Reynisdóttir 76.22 3. SÍKriður Harðardóttir 77.33 9 ára drenKÍr: 1. Vilhelm Þorateinaaon 70.38 2. SlKurblðrn ÞorKelraaon 71.11 3. Sverrir RaKnaraaon 71.83 10 ára atúlkur: 1. SólveÍK Gísladóttir 110.30 2. J an Jóhanneadóttir 114.51 3. Þorxerður MaKnúadóttir 139.75 10 ára drenKÍr: 1. Jón I. Árnaaon 85.84 2. Krlstinn SvanberKaaon 99.53 3. Stefán Ákaaon 109.71 11-12 áraatúlkur. 1. Arna ívaradóttir 98.79 2. HelKa SÍKurbjörnadóttir 99.78 3. Kristin Hilmarsdóttir 101.08 11 —12 ára drenKÍr: 1. Hllmar Valsaon 90.20 2. Gunnar Reynisaon 94.68 3. Aðalsteinn Árnaaon 95.20 ÍÁR? Ef svo er.þá viljum vid benda þér á ad værdarvoóir okkar eru vin- sælar fermingargjafir. Værðarvoð er hlý og mjúk, og til margra hluta nytsamleg - sem rúm- ábreida, til þess ad halla sér undir þegar komió er inn úr kuldanum, og til þess að bregda yfir sig og halda á sér hita í útilegum - svo nokkur dæmi séu nefnd. VÆRDARVOÐ- FERMINGARGJÖFIN SEM HLÝJAR. /tafoss- búöin Vesturgötu 2 simi 13404 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.