Morgunblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981 Förum að lögum og jafnvel ólögum eins og í þessu máli — segir Kristján Egilsson, formaður Félags ísl. atvinnuflugmanna _VIÐ ERUM loijhlýðnir menn oj? höfum hugsað okkur að halda áfram að fara eftir löKum og jafnvel ólöKum, eins ok þeim, sem samþykkt voru á alþingi í daj{,“ saiíði Kristján Egilsson formað- ur Félags íslenzkra atvinnuflug- manna, er hlaðamaður Morgun- hlaðsins innti hann eftir því i gær hver viðbröKð fluKmanna við verkfallshanninu yrðu. ÁÆTLAÐUR kostnaður við flugstöðvarbygginguna 4 Kefla- vikurflugvelli er 40 milljónir dollara og auk þess er gert ráð fyrir að stæði, akvegir og elds- neytiskerfi kosti 25 til 30 milljón- ir dollara. Að sögn Helga Ágústssonar, deildarstjóra í varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins mun kostnaður við framkvæmdirnar skiptast þannig að fast framlag Bandaríkjamanna við byggingu flugstöðvarinnar er 20 milljónir dollara auk þess sem þeir taka að F jöl brautaskólar: Enn verkfall hjá kennurum öldungadeilda VERKFÁLL kennara við öldungadeildir fjölbrauta- skólanna i Breiðholti og á Akranesi stendur ennþá og voru ekki í gær fundir með deiluaðilum. Jón Ilnefill Aðalsteinsson. formaður Hins ísl. kennaraféiags, tjáði Mhl. í gær að ekki væri hoðað til funda í dag, en verkföll þessi væru ákvörðun kennaranna sjálfra þótt félagið annað- ist samningamál fyrir þá. I áskorun nemenda í öld- ungadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti er skorað á Ragnar Arnalds fjármálaráðherra að beita sér fyrir lausn þessarar deilu þar sem vinnustöðvun kennara valdi því að skólavist um 250 nemenda á vorönn verði til einskis ef deilan leys- ist ekki hið bráðasta. Stjórn Félags íslenzkra at- vinnuflugmanna sendi samgöngu- málaráðherra, Steingrími Her- mannssyni bréf í gær, þar sem félagið neitaði að verða við þeirri beiðni hans að fresta verkfallinu, þar sem talið var að eðlilegasta lausn málsins væri að leysa það hjá ríkissáttasemjara. Þar var einnig tekið fram, að félagið gæti ekki sætt sig við þar vinnuaðferðir sér gerð og kostnað akvega, stæða og eldsneytiskerfa, sem áætlaður er 25 til 30 milljónir. NIÐURSTÖÐUR athugana á ástandi sjávar og hafís í Austur- fslandsstraumi eru i samræmi við ályktanir hafisrannsóknadeildar Veðurstofunnar um að hafiss sé vart að vænta við landið það sem eftir er vetrar. Jafnframt má álykta að kaldur pólsjór muni væntanlega ekki há lífinu i sjónum á norðurmiðum á komandi vori eða sumri að óbreyttu ástandi, segir 1 frétt frá sjórannsóknadeild Haf- rannsóknastofnunar. í fréttinni segir ennfremur: í fréttatilkynningu 20. febrúar sl. var sagt frá nokkrum niðurstöðum sjórannsókna á rs. Árna Friðriks- syni á hafinu umhverfis ísland í febrúar 1981. Þar sagði m.a. að kaldur pólsjór væri skammt undan landi eins og hafísinn, en hitastigiö í sjónum væri þó fyrir ofan frostmark hans. ísinn var þá (4.-9. febrúar) á um 67°N fyrir Norðurlandi. Síðan rak hann norður fyrir 68°N í ein- dreginni sunnanátt eins og t.d. í fárviðrinu 16.—17. febrúar og hefur hann ekki nálgast landið aftur þrátt fyrir mikið kuldakast í mars. Isinn hefur haldist í Austur-Grænlands- straumi og borist suður um Græn- landssund í norðaustanáttinni. Síðbúnar seltumælingar frá sjó- rannsóknunum í febrúar sýna nú líka að seltan var tiltölulega há djúpt í Austur-íslandsstraumi og um nýísmyndun var ekki að ræða á þeim slóðum. Straumurinn ber þá heldur ekki beinlínis með sér ís eins og Austur-Grænlandsstraumur. Hafíshætta úr þeirri átt var því vart Flugleiða að virða ekki kjara- samninga, eins og talið er að þær séu að gera nú með stöðubreyting- um. Flugleiðir hafi skuldbundið sig til að fara eftir gildandi kjarasamningum þar til nýir hafi verið gerðir. En með því að þvinga flugmenn til starfa með lögum, sé verið að samþykkja áðurnefnd vinnubrögð Flugleiða, sem brjóti í bága við hefðir, sem ríki á hinum almenna vinnumarkaði og alþingi hefur lögfest. „Annars verð ég að segja það, að ef alþingismenn kynna sér al- mennt ekki betur þau mál, sem þeir afgreiða, þá undrar mig alls ekki hvernig komið er fyrir þjóð- inni,“ sagði Kristján ennfremur. „Ég hefði allavega haldið að sjálf- stæðismenn, sem ættu að þekkja vel hve innanflokks deilur eru erfiðar, hefðu átt að kynna sér málið betur. Ég vil einnig óska Flugleiðum til hamingju með þessi langþráðu lög og Steingrími fyrir að hafa losnað við þau.“ fyrir hendi í vetur. Hins ber að gæta að sjávarkuldi fyrir Norðurlandi öllu var óvenju mikill í vetur, svo að hafís, sem rekur undan vindi upp að landinu eins og í febrúar, gæti e.t.v. ílengst. Horfur á að slíkt endurtaki sig eru þó ört minnkandi með hverjum deginum sem líður á vorið. Sjórinn fyrir Suður- og Vestur- landi var í vetur einnig kaldari en oftast áður sl. 10 ár að árinu 1976 undanskildu. Seltan í sjónum þar var aftur á móti tiltölulega há eins og á undanförnum árum nema 1976. Hugsanleg áhrif þessa dálítið óvenjulega ástands á lífið í sjónum og framvindu þess verða könnuð ítarlega í svonefndum klakrann- sóknum á næstu vikum á rs. Bjarna Sæmundssyni. Sementið lækkar Sementsverksmiðjan lækk- aði í gær verð á sementi samkvami fyrirmælum frá verðlagsstjóra. Eins og fram hefur komið í fréttum, heimilaði ríkisstjórnin 10% hækkun á senienti, sem tók gildi á mánudaginn. Það var mat verðlagsstjóra að ríkis- stjórnin hefði ekki heimild til að veita slíkar hækkanir nema Verðlagsráð hefði fjallað um málið og gert tillögur til ríkis- stjórnarinnar. Nú liggur hjá Verðlagsstofn- un beiðni frá Sementsverk- smiðjunni um 19% hækkun á sementi. Flugstöðvarbyggingin: Aætlaður kostnaður um 70 milljónir dollara Bandaríkjamenn borga rúman helming Yart að vænta haf- iss við landið i vor Skipverjar og útgerð á Kap VE: Gáfu 30 tonna afla til Sjálfsbjargar SKIPSHÖFN og útgerð á Kap VE ákvað fyrir skömmu að gefa Sjálfsbjörgu í Vcstmanna- eyjum þann afla sem myndi veiðast 8. apríl, og skyldi verja hlutnum í tilefni árs fatlaðra i upphyggingu verndaðs vinnu- staðar í Vestmannaeyjum. Kap fékk mikinn afla þann 8., tæp 30 tonn, og í gær afhentu skipverjar 81.500 krónur (lið- lega 8 m.gkr.) tii umrædds verkefnis í Eyjum. Morgunblaðið ræddi við Hildi Jónsdóttur, talsmann Sjálfsbjargar í Eyjum, og kvað hún stórkostlegt að fá þessa höfðinglegu gjöf frá sjómönnum og útvegsbændum á Kap. Hildur sagði, að búið væri að teikna 500—600 fermetra hús á einni hæð, og yrði þar vinnuaðstaða fyrir 20—30 manns, félagsaðstaða, hvíldarstaður og góð kaffistofa. Húsið verður byggt á 1.200 fer- metra lóð við Faxastíg og Hlíðar- veg, og er búið að samþykkja byggingu hússins. Kríuhólasjóður Rauða kross ís- lands frá því í eldgosinu ’73 hefur lagt fram um 400.000 krónur (40 m.gkr.), Lionsmenn í Eyjum hafa gefið 10 þúsund krónur, og fleiri hafa lagt málinu lið. Sjálfseignar- félag verður stofnað um byggingu og rekstur hússins, og aðilar að því félagi verða m.a. Berklavörn, Sjálfsbjörg og Rauði kross íslands, og einnig hefur vinnuveitendum í Eyjum og verkalýðsfélögum verið boðin aðild að byggingunni. Hildur kvað geysilegan áhuga fyrir þessu. Svona litur nýi „Þórshafnartogarinn út, en þetta er systurskip hans. Samið um nýjan „Þórshafnartogara“ Kaupverð um 28 milljónir norskra króna Útgerðarfélag Norður-Þingey- inga hefur nú gert samning um kaup á nýjum skuttogara í stað Ingar Iversens, sem áður hafði verið samið um, en síðan slitnað upp úr aftur. Hér er um að ræða skuttogara, sem er í smíðum og afhenda á um næstu áramót i Kristiansund i Norður-Noregi. Skipið er 50,75 metra langt, 10,30 metrar á breidd og búið 2.2oo hestafla aðalvéi af Wichman gerð. Skipið er með kældum lestum og tekur 200 tonn af ísfiski i kössum og er að öllu leyti vel búið tækjum. Kaupverð skips- ins er 28 milljónir norskra króna. Að sögn Benedikts Sveinssonar, milligöngumanns við togarakaup- in er samningurinn gerður með fyrirvara um samþykki stjórn- valda hér á landi og þá mun þurfa að færa ríkisábyrgðina, sem áður hafði fengizt, yfir á nýsmíði, en óljóst er hvort það verður og sennilega verður að taka málið upp að nýju. Benedikt sagði enn- fremur að ef af þessum kaupum yrði, væri endanlega leystur at- vinnuvandi Þórshafnar og Raufar- hafnar, auk þess, sem með þessum kaupum leystist vandi vegna skuldbindinga, sem þegar höfðu verið gerðar um togvinduútbúnað og ætlaður var til nota í Ingar Iversen, þar sem búnaðurinn nýtt- ist allur í nýja skipið. Tældi litla stúlku á heimili sitt FYRIR nokkru handtók lögreglan í Keflavík ung- an mann á heimili hans þar í hænum, en maðurinn hafði tælt 6 ára stúlku heim til sín. Maðurinn, sem er 27 ára gamall hefur áður haft í frammi kyn- ferðislega tilburði við börn og hefur hann nú verið sendur í rannsókn. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar barst henni vitneskja um að maðurinn hefði tælt stúlkuna inn á heimili sitt. Fór hún þegar á staðinn og barði að dyrum en enginn svaraði. Braust lögreglan þá inn í húsið og kom að manninum fáklædd- um og stúlkan var einnig klæða- lítil eða klæðalaus. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöðina. Samkvæmt framburði stúlkunnar, sem stað- festist við læknisrannsókn, hafði maðurinn ekki framið kynferðisbrot gagnvart henni. Jóhann Einvarðsson: Geri það sem flugstöðinni er fyrir bestu „Ég læt ekkert uppi fyrr en við atkvæðagreiðsluna á al- þingi," sagði Jóhann Ein- varðsson um afstöðu sína. Hann sagðist þó aðspurður hafa tekið ákvörðun. „Eg geri það sem verður flugstöðinni og framtíð hennar fyrir beztu," sagði hann. Hef ekkert um málið að segja - segir Tómas Árnason um flugstöðvarmálið „Ég hef ekkert um málið að segja. Ég vísa aðcins til sam- þykktar aðalfundar Framsóknar- flokksins um málið og er fylgj- andi því að byggð verði flugstöð samkvæmt henni,“ sagði Tómas Árnason, viðskiptaráðherra er hlaðamaður Morgunblaðsins spurði hann um afstöðu hans i flugstöðvarmálinu. Það vakti athygli að varamaður Tómasar sat á þingi þegar greidd voru atkvæði um lánsfjárheimild vegna byggingar flugstöðvarinnar þrátt fyrir það að Tómas væri staddur á landinu. Um það sagði Tómas, að það hefði fyrir löngu verið ákveðið að hann færi til London til samninga við BNOC um þessar mundir og því hefði varamaður hans verið boðaður á þing. „Hann var kominn sam- kvæmt fyrirfram ákveðnum tíma og þetta var ekki í neinum tengsl- um við ákveðin mál,“ sagði Tómas.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.