Morgunblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.04.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981 17 Frá aðalfundi Eimskips í gær: Stjórn félagsins ásamt fundarritara, fundarstjóra og forstjóra. Talið frá vinstri: Halldór E. Sigurðsson, Indriði Pálsson, Thor R. Thors, Pétur Sigurðsson, Ingvar Vilhjálmsson, Guðmundur Benediktsson, Axel Einarsson, Hendrik Sv. Björnsson, Halldór H. Jónsson og Hörður Sigurgestsson. Ljósm.: Ólafur K. Ma({nú:is<)n Fiölgað um tvo í stjóm Eimskips SAMKVÆMT nýjum lögum fyrir Eimskipafélag íslands, sem endanlega voru samþykkt á aðalfundi félagsins í gær, var fjölgað í stjórn félaesins úr sjö í níu. Kosnir voru fjórir menn í stjórn í stað tveggja áður, vogna þessara breytinga, og hlutu eftirtaldir einróma kosningu: Halldór H. Jónsson, Ingvar Vilhjálmsson, Pétur Sigurðsson, Jón H. Bergs og Hjalti Geir Kristjánsson. Þeir Hjalti og Jón Bergs eru nýir í stjórn. Halldór E.' Sigurðsson fyrrum ráðherra hefur verið tilnefndur sem fulltrúi ríkisins áfram fyrir næsta ár. Fyrir voru í stjórninni auk þeirra er voru endurkjörnir, þeir Axel Einarsson, Thor R. Thors og Indriði Pálsson. Deilur um hlutafé Eimskips í Flugleiðum: Ástandið væri nú annað hjá Flug- leiðum ef Eimskip réði þar meiru — sagði Halldór H. Jónsson TIL SNARPRA orðaskipta kom á aðalfundi Eimskipafélags íslands i gær, vegna tillögu frá Kristjönu Millu Thorsteinsson, um að Eimskip seldi hlutafé sitt í Flugleiðum hf. í tillögu sinni sagði Kristjana, að með tilliti til þess, að Eimskip ætti nú við fjárhagsörðugleika að stríða, væri fé þess betur varið í að styrkja eigin starfsemi en að liggja sem óarðbær fjárfesting i Flugleiðum. Kristjana sagði einnig, að óeðlilegt væri, að Eimskip ætti á þennan hátt hlut i öðru flutningafyrirtæki, og væri slíkt bannað i fjölmörgum löndum, svo sem í Bandarikjunum. í yfirlitsræðu sinni á aðalfundin- um sagði Halldór H. Jónsson, for- maður stjórnar Eimskipafélagsins, að þótt oftast væri um sömu, örfáu aðila að ræða, sem ræddu hluta- bréfaeign Eimskips í Flugleiðum, væri ástæða til að fara um málið nokkrum orðum. Sagði hann félagið fyrst hafa eignast hlut í Flugfélagi íslands árið 1940, og síðan hefði það keypt hlutabréf á ný árin 1945, 1946 og 1948. Alltaf hefði þetta gerst að ósk Flugfélagsins, en ekki fyrir frumkvæði Eimskips. Fyrir Eim- skipafélaginu hefði á hinn bóginn vakað að styrkja flugið, sem væri framtíðarverkefni og brautryðjenda- verk í íslenskum samgöngumálum. Síðar tók Kristjana Milla til máls, og ræddi frekar um hiutafjáreign Eimskips í Flugleiðum, og sagði meðal annars, að athyglisvert væri, að Eimskip væri nú að hefja sigling- ar til New York, á sama tíma og Flugleiðir væru að draga úr umsvif- um sínum þar. Mergurinn málsins væri sá, að flugfélag og skipafélag ættu að starfa og fá að njóta sín hvort á sínu sviði. Halldór H. Jónsson sagði að lok- inni ræðu Kristjönu, að málflutn- ingur hennar bæri vott um þekk- ingarleysi, auk rangtúlkana og mis- skilnings. Sagði hann stjórnarmenn Eimskips í Flugleiðum ekki ráða þar miklu, en væru áhrif þeirra eins mikil og Kristjana vildi vera láta, væri ástandið örugglega annað en raun bæri vitni hjá Flugleiðum nú. Halldór sagði það vera miður, að Loftleiðir og Flugfélag íslands hefðu í rauninni aldrei sameinast að fullu, og ef til vill ætti sá þrýstihópur, er Kristjana væri fulltrúi fyrir, stærst- an þátt í því. Eitrað andrúmsloft og niðurrifsstarfsemi þessa hóps sagði hann vera mikilvæga ástæðu fyrir erfiðleikum Flugleiða, ásamt utan- aðkomandi ástæðum eins og olíu- verðshækkunum. Halldór sagði alrangt, að víðast erlendis væri flutningafyrirtækjum bannað að eiga hluti hvert í öðru, þvert á móti væri sú einmitt raunin í flestum nágrannalöndum okkar, og unnið væri að breytingum á lögum þar að lútandi í Bandaríkjunum. Halldór lagði að lokum til, að tillögu Kristjönu yrði vísað til stjórnar Eimskipafélagsins. Á eftir Halldóri talaði örn 0. Johnson, stjórnarformaður Flug- leiða, og sagðist hann fagna fram kominni tillögu Kristjönu, því ein- mitt á aðalfundi Eimskips ætti að ræða hana. Tók hann undir ræðu Halldórs H. Jónssonar, er hann skýrði frá tildrögum þess, að Eim- skip eignaðist hlut í Flugfélaginu, og sagði Eimskip þá hafa veitt mikil- væga aðstoð, bæði í hlutabréfakaup- um og lánafyrirgreiðslu. Þetta hefði félagið gert í stað þess að hefja samkeppni í flugsamgöngum, sem þó hefði verið því í lófa lagið. Kvaðst hann ekki skilja hvað fyrir Krist- jönu vekti með þessum málflutningi, sem hefði skaðað Flutleiðir, og gaf hann í skyn að Kristjana hefði staðið fyrir óheppilegum skrifum í blöð um Flugleiðir undir dulnefni. Sagði hann Kristjönu og fjölskyldu hennar vera fjórða stærsta hluthaf- ann í Flugleiðum, og væri vandséð hvað fyrir henni vekti, en tillagan væri móðgun og nánast eins og blautur klútur framan í forráða- menn Eimskips, sem brugðist hefðu drengilega við vanda flugfélagsins á sínum tíma. Óttarr Möller, fyrrum forstjóri Eimskips, tók einnig þátt i umræð- unum og kvaðst ekki skilja rök Kristjönu. Vonandi lærði hún þó eitthvað af þessum umræðum, til dæmis það, að friður gæti verið í fyrirtækjum, þótt svo væri ekki í Flugleiðum. Málflutning hennar sagði hann hafa skaðað tvö stór- fyrirtæki og væri nú mál að linni. Einnig vék hann að þeirri röksemd að óeðlilegt væri, að flutningafyrir- tæki ættu eignir hvert í öðru, og sagði það einkennilegt, að ekki hefði verið vakið máls á því fyfr' af Kristjönu Millu, til dæmis hvað snerti Loftleiðir og síðar Flugleiðir sem ættu dótturfyrirtæki. Til máls tóku einnig Árni Jó- hannsson, Markús B. Þorgeirsson og Anna Þórhallsdóttir. Hörmuðu þau óeiningu um þessi mál, og Árni sagði leitt að heyra á hvern hátt forráða- menn fyrirtækjanna hefðu tekið máli Kristjönu, menn ættu að geta rætt þessi mál af ískaldri ró og án þess orðbragðs er þeir hefðu viðhaft. Kristjana tók einnig til máls og kvaðst harðneita því, að hún hefði skrifað greinar í blöð undir dulnefni, hún hefði jafnan staðið við það er hún hefði til málanna að leggja. Atkvæðagreiðsla um málið fór síðan þannig, að samþykkt var að vísa tillögu Kristjönu til stjórnar. Voru um 2.3 milljónir atkvæða því fyigjandi, um 589 þúsund á móti, um 5 þúsund seðlar voru auðir og 126 þúsund ógildir. Tillaga Kristjönu um að Eimskip seldi hlut sinn kom því ekki til atkvæða. Markaðs- verðmæti JT skipa EI 6 milljaðar- ar g.kr. EIMSKIPAFÉLAG ís- lands seldi fimm flutn- insaskip sín á árinu 1980, og varð söluhaRnaður af þeim samtals 432 milljón- ir króna, að því er fram kom á aðalfundi félagsins í gær. Skipin voru seld í framhaldi af mótun nýrr- ar flutningastefnu félags- ins, sem felur m.a. í sér endurnýjun skipastóls með fjölskipum, svoköll- uðum, og/eða ekjuskip- um. Þau skip, sem seld voru af þessum sökum, voru Kljáfoss, Álafoss, Reykja- foss, Skógafoss og Brúar- foss. Á árinu tók Eim- skipafélagið á leigu tvö skip, er gefið var nafnið Álafoss og Eyrarfoss. I janúarlok í fyrra var einnig gengið frá samn- ingi um að Eimskipafélag- ið keypti allt að 100% hlutafjár í Skipafélaginu Bifröst. Jafnframt keypti Eimskipafélagið meiri- hluta hlutafjár í íslenzk- um kaupskipum, eða hluta Bifrastar í því félagi. Bókfært matsverð skipa Eimskipafélags íslands, en þau eru alls 19 að tölu, eru 12,3 milljarðar gkróna. Félagið hefur kannað hve raunhæft þetta matsverð er með því að fá til samanburðar mat útlends skipamiðlara á áætluðu markaðsverði þessara skipa. Var það niðurstaða þessara skiþa- miðlara, að markaðsverð- mæti skipa Eimskipafé- lags íslands um síðustu áramót væru 16 milljarð- ar gkróna, eða 3,7 millj- örðum hærra, en tilgreint er í reikningum. Á aðalfundi Eimskipafélags tslands i gær: Halldór H. Jónsson stjórnarformaður í ræðustól, en nær situr Hörður Sigurgestsson forstjóri. Ljósm.: Ólafur K. Magnússon Rekstrartap Eimskipafélags- ins rúmir 2,5 miljarðar í fyrra SAMKVÆMT rekstrarreikningi Eimskipaféíags ís- lands fyrir árið 1980, nam rekstrartap félagsins 2.500 milljónum gkróna að meðtöldu rekstrartapi dótturfé- laga. Heildartekjur félagsins á árinu 1980 námu 35.782 milljónum gkróna. Hækkun tekna milli ára, eða veltuaukning, nam 79%. Á árinu störfuðu að meðaltali 890 starfsmenn hjá Eimskipafélaginu og námu launa- greiðslur samtals 9.130 milljónum gkróna. Árið 1979 varð tæplega 46 m. gkr. tap á rekstri félagsins. I skýrslu félagsstjórnar og for- eða samtals 15.407 milljónir stjóra, sem lögð var fram á aðalfundi félagsins í gær, segir, að mikill óstöðugleiki í verðlags- og gengismálum á árinu hafi haft veruleg áhrif á rekstrarafkomu félagsins á árinu. Segir í skýrsl- unni, að fjármagnskostnaður fé- lagsins á árinu 1980 hafi verið mun þyngri en árið áður, vegna mikils ósamræmis milli geng- isskráningar almennra verðlags- breytinga. Stærsti hluti tekna Eimskipafé- lagsins, eða um 92%, voru af farmgjöldum. Af gjöldum voru ferðaútgjöld skipa félagsins hæst, þ.e. kostnaður, sem hægt er að skipta á einstakar ferðir þeirra, svo sem lestunar- og losunar- kostnaður, gámakostnaður og olía, gkróna. Annar stærsti gjaldalið- urinn voru föst útgjöld skipanna, þ.e. laun skipshafna og launatengd gjöld, viðhald þeirra o.s.frv., sam- tals 12.387 milljónir. Afskriftir námu á árinu 3.595 milljónum gkróna, þar af 2.512 vegna skipa. Gengistap á árinu nam 5.315 m. gkr. I skýrslu Eimskipafélagsins kemur fram, að við gerð ársreikn- ingsins 1980 hafi sömu reikn- ingsskilaaðferð verið beitt og árið 1979, en það ár voru verulegar breytingar gerðar á reikningsskil- um félagsins, í samræmi við nýja löggjöf um hlutafélög og tekju- og eignaskatt. Segir í skýrslunni, að hefði árið 1980 verið gert upp eftir hinum gömlu reikningsskilavenjum, hefði hagnaður ársins af rekstri Eimskipafélagsins orðið rúmlega 800 milljónir króna. Samkvæmt efnahagsreikningi EÍ voru heildareignir félagsins í árslok 1980 35.171 milljón króna. Skuldir félagsins námu samtals 24.395 milljónum króna, og var því eigið fé félagsins í árslok 10.776 milljónir króna. Bókfært verð- mæti skipa félagsins, að loknu endurmati, var 12.342 milljónir og véla, flutningatækja og áhalda 2.835 milljónir. Fasteignir félags- ins eru bókfærðar á fasteignamati í ársreikningum og nema 6.635 milljónum króna. Skattar félagsins til ríkis og sveitarfélaga vegna rekstrar árs- ins 1980 verða um 972 milljónir króna. Eru stærstu liðirnir að- stöðugjald og eignaskattur, sam- tals um 409 milljónir króna og ýmis launatengd gjöld 563 millj- ónir króna. Söluskattur, aðflutn- ingsgjöld og önnur óbein opinber gjöld eru ekki talin með í þessum fjárhæðum. Heimilað hlutafé samkvæmt samþykktum félagsins er 1.950 milljónir. Útgefið hlutafé í árslok var 1.913 milljónir króna. Hlut- hafar voru samtals 13.300 í árslok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.