Morgunblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ1981 3 Ekki ljóst um afnám verð- stöðvunarlaga? - Tómas Árnason viðskiptaráðherra segir gildi ákvæða þeirra enn til umf jöllunar i ríkisstjórninni „ÉG VIL nú ekkert um það se^ja. Við förum að ra'ða þessi mál öll nánar i ríkisstjórninni. Ék vil bara endurtaka það sem ók hef uft sajrt áður, að auðvitað kemur ekki annað til Kreina en verðlaKsmál- um sé haj;að á þá leið að hæjtt sé að reka fyrirtæki með eðlileKum hætti,“ saKði Tómas Árnason, Farmgjaldatekj- ur jukust um 12,3 milljarða gkr. HeildarfarmKjaldatekjur Skipadeildar SÍS á siðasta ári voru liðleKa 12,3 milljarðar Kkróna á síðasta ári, samanborið við liðleKa 6,6 milljarða árið þar á undan. AukninKÍn milli ára er þvi um 85%. bessar uppIýsinKar koma fram í nýútkomnum Sam- bandsfréttum. Haekkunin varð mest á farm- Kjöldum eÍKÍn skipa, enda lækkaði hlutur leiguskipa í heildarfarm- gjöldum verulega á árinu og varð 16,4%. Heildarflutningur deildar- innar á árinu 1980 voru liðlega 465 þúsund tonn. viðskiptaráðherra, er Mbl. spurði hann, hvort þeir vöruflokkar sem fyrir setningu verðstöðvunarlag- anna nutu frjálsrar verðlagn- ingar væru nú ekki á ný eftir afnám laganna óháðir verðlagseft- irliti. Tómas var einnig spurður hvort hið sama gilti ekki um svonefnda fimm fimmtándu-reglu iðnaðarins, þ.e. að hún ætti nú að vera í gildi eftir afnám laganna. „Ég vil bara segja það sama, að ef aðföng til iðnaðar hækka í verði, þá sé óhjákvæmilegt að taka tillit til þéss.“ — En er hún í gildi? „Ég vona að hún verði það. Verðlagsráð mun hafa samþykkt það í gær að vilja hafa regluna í gildi og ég vona að hún verði það.“ — En lagalega séð? „Lögin segja að Verðlagsráð geri sinar samþykktir, ríkisstjórnin og viðskiptaráðherra staðfesta þessar samþykktir." — En ekki hækkanir vöruteg- unda sem væru með frjálsri álagn- ingu? „Nei, nei, en ég held að það væri heppilegast að hinkra við með hækkanir á þeim og sjá hvað endanlegt verður hjá ríkisstjórn- inni. Það mundi ég gera.“ Samþykktir Verðlagsráðs teknar fyrir í ríkisstjórn á þriðjudag borsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasamhands íslands þannig að þessar hækkanir komist inn í vísitöluna, ef samþykktar verða? „Það veit ég ekki, ég fylgist ekkert með því og það er allt annað mál. Ég vil ekkert um það segja." Þá sagði Tómas að hann hefði fyrst fengið útreikninga frá Hag- stofunni síðdegis í gær. Aðspurður sagði hann að þeir útreikningar sýndu að ef þetta kæmi inn í vísitöluna þá myndi hún hækka eitthvað, en lítið. „Þú skalt spyrja Hagstofuna að því, en það er lítið sem hún hækkar.“ ' Þá sagði Tómas: „Þetta er nú þannig að þetta var samþykkt í Verðlagsráði í gær og síðan fór þetta til útreiknings og það tekur allt sinn tíma. Ríkisstjórnin verð- ur að afgreiða málin á fundi og það verður ekki fundur fyrr en á þriðjudag.“ Tómas var að lokum spurður hvort ríkisstjórnin hefði fjallað um hækkunarrammann á fundi sínum í gærmorgun. Hann svar- aði: „Nei, það er búið að ræða það en ekki búið að taka lokaákvarðanir um það. Menn vilja að sjálfsögðu hafa hliðsjón af því hver verðbóta- vísitalan verður. Það hefur svo mikil áhrif á kostnað, t.d. fyrir- tækja og framleiðslu." Mbl. hafði samband við Hag- stofuna vegna ummæla Tómasar um að unnið hefði verið þar að útreikningum á áhrifum hækkan- anna á vísitöluna. Þar fengust þau svör, að Hagstofan hefði ekki unnið neina slíka útreikninga. Tómas Árnason, viðskiptaráðherra Viðskiptaráðherra ókunnugt um hvort það er of seint til að hækk- anirnar hafi áhrif á vísitöluna „ÉG HEF nú ekkert um verð- lagsmálin að segja.“ var fyrsta svar Tómasar Árnasonar er Mbl. spurði hann alits á stöðu verð- lagsmála í gær. Aðspurður um samþykktir verð- lagsráðs í fyrradag sagði hann: „Ég vil segja það að samkvæmt nýju lögunum sem samþykkt voru nýlega um aðhald í verðlagsmál- um þá á ríkisstjórnin að ákveða þau mörk sem miða á við næstu þrjá mánuði og samkvæmt lögun- um hefur viðskiptaráðherra heim- ild til þess að staðfesta samþykkt- ir Verðlagsráðs sem eru undir þessum mörkum. Ríkisstjórnin hefur ekki enn þá samþykkt þessi mörk þannig að ég hef í raun og veru engar heimildir til að stað- festa eitt eða neitt. Mörkin verða sjálfsagt staðfest alveg á næst- unni.“ — Verða þau staðfest áður en til útreiknings vísitölunnar kem- ur? „Ég skal ekkert um það segja. Þetta var ekki staðfest á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun og næsti fundur ríkisstjórnarinnar er á þriðjudag." — Nú lá þetta fyrir á fundi ykkar í morgun. Var þetta ekki rætt þar? „Það lá nú ekki fyrir til fulls. Það lá t.d. ekki fyrir á fundinum í dag hvaða vísitöluáhrif þetta hefði. Þannig að það lá ekki fyrir með fullnægjandi hætti." — Er ekki orðið of seint að afgreiða þetta á þriðjudaginn Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ: Allar hækkanirnar innan við 40% verðbólgumarkið Geri fastlega ráð fyrir að ríkisstjórnin staðfesti þær „MIÐAÐ við heildarvaldsvið Verðlagsráðs þá er það mitt mat að þessar ákvarðanir séu vel innan þeirra marka sem hugsan- legt er að set ja á þessum ársf jórð- ungi og alveg ljóst, að allar þessar hækkanir eru innan þeirra marka, að 40%-verðbólgu- markið á þessu ári náist og sumar þeirra einmitt teknar i þvi skyni að hækkanir komi fram núna en verði þá minni siðar á árinu og er að þvi leyti skref í þá átt að draga ekki verðhækkanir eins og oft hefur viljað brenna við og það er auðvitað æskilegt,“ sagði borsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands fslands, er Mbi. spurði hann álits á hækkanaheimildum VerðlaKsráðs. „Ég tel að Verðlagsráð hafi tekið á þessum málum af mikilli skynsemi á þessum fyrsta fundi eftir að lögin voru sett. Að vísu er það svo að í allmörgum tilfellum fengu fyrirtækin ekki hækkanir eins og þau undir eðlilegum kring- umstæðum hefðu átt að fá en það var þó ekki gengið jafnlangt í niðurskurði eins og oft áður. Ég geri fastlega ráð fyrir því að með tilliti til þess að þarna er um mjög hófsamar hækkanir að ræða og innan marka laganna muni ríkisstjórnin staðfesta þær. — Ég sé ekki að hún hafi neina ástæðu til annars, því þegar litið er á málið í heild sinni þá er þetta innan marka laganna." f... dráttarvélina, jeppann. vinnuvélar og önnur tæki. úll nota þau einu og sömu fjölþykktar- olíuna á ajja smurstaðl, ajjt árið um kring. nefnilega UNIFARM. UNIFARM er því endanleg lausn á margflóknum smurningsmálum bænda. Einföld og örugg. Einföld vegna þess að hún ein leysir af hólmi nær allar gömlu tegundirnar sem bændur hafa hingað til notað á vélar sínar. Flókinn og dýr lager er úr sögunni og engin hætta er á tjóni vegna ruglings á tegundum. Örugg vegna þess að UNIFARM fjölþykktar- olían státar af hæstu gæðaflokkun sem nokkur vélarolía getur fengið og stenst því fullkomlega þær kröfur sem gera verður til olíu sem notuð er jöfnum höndum á vélina. gírkassann, vökvakerfið, drifið og hemla i olíubaði. Spyrjið um reynslu þeirra sem skipt hafa yfir í UNIFARM nú þegar. UNIFARM- Einfyrirallarhinar. Oliufélagid hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.