Morgunblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ1981 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ1981 17 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. 'Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freystemn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aoalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Forsendan er margbrostin Alþýðubandalagið hefur haft á hendi pólitíska forystu í tveimur ríkisstjórnum, að því er varðar kjara- og launastefnu, eða allar götur frá haustinu 1978, ef undan er skilin skammtímastjórn Alþýðuflokksins. Alþýðubandalagið gekk til stjórnaraðildar með þá heitstrengingu á vörum að koma sólstöðusamningum frá 1977 í gildi og verja kaupmátt launa. Þessa heitstrengingu hefur Alþýðubandalagið fótum troðið. Ef farið er ofan í saumana á kaupmáttarútreikning- um Kjararannsóknarnefndar kemur í ljós, að sl. þrjú ár, ár stjórnaraðildar Alþýðubandalagsins, hefur kaupmáttur launa aldrei náð því marki sem hann komst í eftir maí-lög ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar 1978. Þá var hann 118,8 stig (miðað við 100 1971). í apríl 1981 er þessi kaupmáttur kominn niður í 104,9 stig og í maí í 102,6 stig. Sama máli gegnir með kaupmátt elli- og örorkulífeyris, að viðbættri tekjutryggingu, sem var 198 stig 1978 en 188,5 stig 1980. Þetta og margt fleira lærdómsríkt kemur fram í fróðlegum greinum Guðmundar H. Garðarssonar um kaupmáttarþróun í Mbl. undanfarna daga. í þessu sambandi er fróðlegt að minna á ummæli Ragnars Arnalds, fjármálaráðherra, í umræðu um stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar á Alþingi í febrúar 1980. Þar sagði hann m.a. orðrétt: „Þrátt fyrir fjölbreyttan tillöguflutning úr ýmsum áttum í stjórnarmyndunarviðræðum síðustu vikna, þar sem fram hafa komið tillögur um meiri eða minni skerðingu lífskjara sem aðalaðferð í baráttu við verðbólgu, er það niðurstaðan að meirihlutastjórn er mynduð sem ekki mun beita lagaþvingunum til að rifta kjarasamningum almennra launþega“. Þetta vóru orð ráðherrans, sem síðan stóð að því, með og ásamt Svavari Gestssyni og Hjörleifi Guttormssyni, að skerða umsamdar verðbætur á laun með bráðabirgðalögum. Sú skerðing náði meðal annars til þá nýgerðs kjarasamnings við BSRB, sem ráðherrann hafði undirritað svo að segja samtímis því sem „kaupránið", svo notuð séu orð Þjóðviljans frá 1978, var skipulagt í ríkisstjórninni. Svo rækilega sviku alþýðubandalagsmenn þann samning, sem kjósendur þess töldu sig hafa gert við þá við kjörborðin 1978 og 1979. Og þingflokkur Alþýðubanda- lagsins, með formann VMSÍ innanborðs, hefur staðfest bráðabirgðalögin um skerðingu verðbóta á laun. Hér skal það ekki gagnrýnt að sjálfvirkni verðbólgunnar sé tekin að hluta úr sambandi með eftirgjöf verðbóta á laun, ef það er liður í samvirkum, árangursríkum efnahagsaðgerð- um, sem ekki er að heilsa nú. Það sem fyrst og fremst er gagnrýnisvert er að þingmenn og stjórnmálaflokkur, sem hrópuðu „kauprán" 1978 og stóð þá fyrir ólöglegu verkfalli og útflutningsbanni, stendur 1981 fyrir enn grófari verðbóta- skerðingu. 1978 náði verðbótaskerðingin ekki til lægstu launa. 1981 er skerðingin hlutfallslega jöfn á lægstu laun og hæstu. 1977 hafði tekizt að ná verðbólgustigi, með samræmdum aðgerð- um, niður í 26%. Núverandi aðgerðir sýnast hjakka í sama 50%-verðbólgufarinu, sem verið hefur fylgifiskur allra vinstri stjórna, samtímis því sem kaupmáttur láglaunafólks hefur fallið úr 118,8 stigum í 102,6 stig í stjórnartíð A lþýðubandalagsins. Alþýðubandalagsmenn sögðu það forsendu stjórríaraðildar að ná kaupmætti sólstöðusamninga 1977 og verja hann. Þessi forsenda er margbrostin. Áframhaldandi seta Alþýðubanda- lagsins í ríkisstjórn, sem svo gjörsamlega hefur mistekizt yfirlýst meginmarkmið sín á sviði verðþróunar og kjara- mála, opinberar einfaldlega þá staðreynd, að kjarastaða almennings var og er aukaatriði á bænum þeim. Hin „nýja stétt“, sem nú ræður ríkjum á Möðruvöllum marxismans á Islandi, hugsar í ráðherrastólum, metorðum og vegtyllum, en ekki almannahag. Hún trónar nú í stjórnarráðinu, klædd gegnsærri sýndarmennskunni, í skjóli furðulegustu uppá- komu íslenzkra stjórnmála frá stofnun lýðveldisins. Og gömlu slagorðin um kjarabaráttu, kauprán og samninga í gildi eru horfin af síðum Þjóðviljans. Davíð Ólafsson seðlabankastjóri: Um greiðslu rekstrar- og afurðalána til bænda í Morgunblaðinu 6. þ.m. er skýrt frá umræðum í Sameinuðu Alþingi um fyrirspurn Eyjólfs Konráðs Jónssonar um framkvæmd á þál. frá 22. maí 1979 þess efnis, að settar verði reglur um rekstrar- og afurða- lán landbúnaðarins, sem tryggi, að bændur fái í hendur þá fjármuni, sem þeim eru ætlaðir um leið og lánin eru veitt. Vegna mikils misskilnings, sem fram kom í ummælum þingmanna, eins og sagt er frá þeim í þingfrétt- um blaðsins, þykir mér óhjákvæmi- legt að greina frá afstöðu Seðla- bankans til þessa máls. Kemur hún bezt fram í bréfi Seðlabankans til landbúnaðarráðu- neytisins, dags. 15. janúar 1980, en það hljóðar svo: „Vísað er til bréfs Landsbanka Islands til landbúnaðarráðuneytis- ins, dags. 3. október sl., sem er svar við bréfi ráðuneytisins, dags. 17. júlí sl., þar sem óskað var tillagna um framkvæmd á ályktun Alþingis frá 22. maí sl., þess efnis, að settar verði reglur um rekstrar- og afurðalán landbúnaðarins, sem tryggi að bændur fái í hendur þá fjármuni, sem þeim eru ætlaðir, um leið og lánin eru veitt. Samhljóða svar mun ráðuneytinu hafa borizt frá Búnað- arbankanum. Einnig óskaði ráðu- neytið eftir tillögum frá oss um þetta mál. Öll framkvæmd í þessum efnum Davið Ólafsson hlýtur eðli málsins samkvæmt að vera í höndum viðskiptabankanna, þar sem þeir eru lánveitendur en endurselja Seðlabankanum síðan hluta þeirra heildarlána, sem þeir veita út á afurðir eða vegna rekstr- ar, og töldum vér því eðlilegt að þeir gerðu tillögur um framkvæmd málsins. Vér áttum þess hins vegar kost að fylgjast með allri athugun málsins. Samkvæmt umsögn bank- anna telja þeir á því mikla ann- marka að stíga það skref til fulls, að lán, hvort sem um er að ræða rekstrár- eða afurðalán, verði veitt beint til bænda, en það væri sú leið, sem bezt næði þeim tilgangi, sem þingsályktunartillagan stefnir að. Mæla bankarnir með því, að slátur- leyfishafar eða umboðsmenn þeirra verði áfram lántakendur, líkt og verið hefur, en andvirði lánanna umfram það, sem færi t.d. til greiðslu rekstrarlána, sem áður hafa verið veitt, mætti ráðstafa beint inn á reikning hvers bónda hjá banka, sparisjóði eða öðrum, enda hefði þá lántakandi í tæka tíð lagt inn hjá bankanum skrá þar að lútandi. Verði þessi leið valin yrði jafn- framt að gera til þess ráðstafanir að kynna bændum vel þann möguleika, sem þeir hefðu til að fá þau lán, sem veitt eru út á afurðir þeirra eða til rekstrar, til ráðstöfunar inn á reikning hjá banka, sparisjóði eða á annan hátt. Yrði frumkvæðið að vera hjá hverjum bónda að óska eftir slíkri ráðstöfun við sláturleyf- ishafa eða vinnslustöð, sem sæi um að koma því áleiðis til bankans, sem veitir lánin, sbr. það sem áður segir þar um. Vafasamt verður þó að telja, að með þessu væri tilgangi þingsálykt- unartillögunnar náð. Til þess mætti hugsa sér aðra leið. Bankar þeir, sem veita rekstrar- og afurðalán til bænda, tilkynntu þá bændum, að þeim stæði til boða að taka lán sín sjáifir, að uppfylltum þeim skilyrð- um, sem bankarnir settu og stæði þá þeim bændum, sem þannig væri ástatt um, opið að taka lánin. Fyrir hina, sem annað hvort ekki æsktu þess eða gætu ekki uppfyllt sett skilyrði, mundu sláturleyfishafar eða vinnslustöðvar vera lántakend- ur eins og nú er. Hvor leiðin, sem farin yrði, er þörf á verulegri kynningarstarfsemi af hálfu bankanna. Teljum vér eðlilegt, að ráðuneytið taki þetta mál upp við viðskipta- bankana hið fyrsta, þar sem lán- veitingar vegna sauðfjárafurða hefjast í raun með veitingu rekstr- arlána síðari hluta vetrar og hringnum er lokað með veitingu lána út á sláturafurðir að haustinu, en þá eru rekstrarlánin greidd upp.“ Þá er þess ennfremur að geta, að í áliti nefndar, sem landbúnaðarráð- herra skipaði 1978, er komið inn á þetta mál, en nefndin skilaði áliti 13. febrúar sl., þar segir frá því, að núverandi landbúnaðarráðherra hafi í bréfi til nefndarinnar 20. marz 1980 sagt svo: „Jafnframt felur ráðuneytið nefndinni að gera tillögur til ráðu- neytisins svo sem fært þykir um tilhögun afgreiðslu rekstrar- og afurðalána landbúnaðarins, sem tryggi, að bændur fái í hendur þá fjármuni, sem þeim eru ætlaðir, um leið og lánin eru veitt, sbr. ályktun Alþingis dags. 27. maí 1979 um beinar greiðslur til bænda.“ Enda þótt nefndin gerði ekki tillögu um breytta tilhögun á veit- ingu rekstrar- og afurðalána, eins og tillagan gerir ráð fyrir, vakti hún í lok nefndarálitsins sérstaka at- hygli á þeirri leið, sem bent er á í ofangreindu bréfi Seðlabankans og lét bréf bankans fylgja nefndarálit- inu. Fékk bréf Seðla- bankans fyrst í dag - segir Tómas Árnason viðskiptaráðherra i tilefni af ummælum seðlabankastjóra, Davíðs Ólafssonar „ÞAÐ RÉTTA í málinu er það, að þetta bréf Seðlabankans, sem ég veit að Davíð ólafsson ætlar að birta út af þessu máli, hef ég ekki séð fyrr en í dag, en það er frá 15. janúar 1980 og stílað til landbúnaðar- ráðuneytisins. Það er ekki hægt að ætlast til þess að ég framkvæmi eitthvað sam- kvæmt þessu bréfi, sem ég hef ekki séð og ég hef í raun engu við að bæta í Jiessu máli,“ sagði Tómas Arnason við- skiptaráðherra í viðtali við Mbl. í tilefni af ummælum Davíðs Ólafssonar Seðla- bankastjóra í Mbl. í gær þar sem hann andmælir ummæl- um Tómasar í Alþingi um að Seðlabankinn hafi verið and- vígur reglum um rekstrar- og afurðalán bænda. Þá sagði Tómas: „Ég vildi bara segja það, að auðvitað álít ég að ráðherra eigi að framkvæma vilja- yfirlýsingu Alþingis. Hitt er annað mál, að Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögur sem erfitt er að framkvæma að mati þeirra manna sem næst þessum málum koma. Það er erfitt að lána út á afurðir sem eru komnar í vörzlu þriðja aðila. Afurðirnar liggja hjá af- urðasölufélögunum, kaupfélögun- um eða Sláturfélagi Suðurlands, en ekki hjá viðkomandi einstakl- ingi og ef þeim eru borgaðir peningar fyrir verðmæti sem eru hjá öðrum aðila þá getur það valdið erfiðleikum í sambandi við veðsetningar og það hafa við- skiptabankarnir bent á. Ég mun taka til athugunar þetta bréf frá Seðlabankanum og athuga hvort það felur í sér lausn, einnig hafa viðskiptabankarnir bent á aðgerðir sem ég athuga. Ég vil gjarnan vinna að því að reyna að framkvæma þetta svona nokkurn veginn, en hvort hægt er að gera það alveg út í yztu æsar treysti ég mér ekki til að segja um og er aldeilis ekki einn um það.“ Björgun lætur gera við Sigurbáruna: Dregin áleiðis til Akureyrar í dag „BJÖRGUN mun láta gera við skipið. og ákvörðun um hugsanlega sölu verður ekki tekin fyrr en að þeirri við- gerð lokinni,“ sagði Kristinn Guðbrandsson forstjóri Björgunar hf. í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, er hann var spurður hvað ákveðið hefði verið um fram- tíð Sigurbárunnar. Fyrir- tækið náði skipinu sem kunnugt er af strandstað á sínum tíma, og hafa síðan verið uppi bollaleggingar um hverjir muni festa kaup á því. Að sögn Kristins Guð- brandssonar mun björgun- arskipið Goðinn draga Sigur- báruna í dag, föstudag, áleiðis til Akureyrar. Þar verður hún tekin í slipp til viðgerðar hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri. Kvaðst Kristinn búast við að viðgerð lyki upp úr miðjum ágúst í sumar, og þá yrði hugsanlega farið að huga að sölu. „Allt sem skrifað hefur verið um sölu á skipinu í blöðum að undanförnu er hins vegar uppspuni, og á ekki við rök að styðjast," sagði Kristinn. „Skipið fer norður til viðgerðar, það eitt er ákveðið." Sigurbáran VE 249, þar sem hún liggur í fjöruborðinu á athafnasvæði Björgunar við Sundin. I dag verður skipið dregið áleiðis til Akureyrar, þar sem gert verður VÍð það. Ljósm.: Ólafur K. Magmisson. Forsætisráðherrahjónin í Svíþjóð: Snæða hádegisverð með konungi í dag Frá Guðíinnu RaKnarsdóttur. frétta- ritara Mbl. í Stokkhólmi, 7. mai. Forsætisráðherrann, Gunnar Thoroddsen og frú Vala, komu i opinbera heimsókn til Sviþjóð- ar í dag. Sænski forsætisráð- herrann. Thorbjörn Fálldin. og kona hans tóku á móti islensku forsætisráðherrahjónunum á Arianda-flugvellinum og buðu tii hádegisverðar. Eftir hádegið átti Gunnar Thoroddsen viðræð- ur við Thorbjörn Fálldin og situr í kvöld boð ríkisstjórnar- innar. Stærsta morgunblað Svíþjóð- ar, Dagens Nyheter, birti í dag grein um heimsókn Gunnars Thoroddsen og þar segir m.a. að Gunnar Thoroddsen hafi sér- stöðu hvað varðar stöðu þar sem hann er forsætisráðherra en um leið varaformaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins. Blað- ið rekur þróun mála áður en Gunnar Thoroddsen varð for- sætisráðherra og segir að sem þaulæfðum stjórnmálamanni hafi honum tekist að sameina hægri og vinstri í tiltölulega stöðugri stjórn. „Innan Sjálfstæðisflokksins eru skoðanir skiptar um Gunnar Thoroddsen," heldur blaðið áfram. „Sumir telja að eigingirni hafi ráðið löngun hans til að mynda stjórn. Aðrir álíta að hann hugsi fyrst og fremst um heill landsins." „En,“ segir blaðið að lokum, „hann er ekki feiminn við að notfæra sér stöðu sína sem aðstoðarformaður í stjórnar- andstöðunni og tekur þátt í fundum og ráðagerðum innan flokksins." I dag, föstudag, mun forsætis- ráðherránn hitta forseta þings- ins, halda blaðamannafund og borða hádegisverð með konung- inum. Um kvöldið er svo boð hjá íslensku sendiherrahjónunum, Ingva Ingvarssyni og frú. Frá kvöldverðarboði sænsku ríkisstjórnarinnar í húsakynnum sænska utanrikisráðuneytisins í gærkvöldi: Frá vinstri: Frú Solveig Fálldin, Gunnar Thoroddsen, Thorbjörn Fálldin og frú Vala Thoroddsen. Simamynd: L«(tur ÁsKclrsson. Dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra: Milli Svíþjóðar og íslands hefur alltaf ríkt einlæg vinátta og samheldni Ræða Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra í kvöldverðar- boði sænsku forsætisráðherra- hjónanna í Stokkhólmi i gær- kvöldi: Virðulegi forsætisráðherra, Thorbjörn Fálldin og frú Solveig Fálldin. Góðir gestir. Fyrir nálega níutíu árum heimsótti íslenskur náttúru- fræðingur Stokkhólm. í minningabók sinni fer hann aðdáunarorðum um sænsk vís- indi, listir, dugnað og glæsileg heimili, sem hann gisti. Hann undraðist, að svo margir gætu lifað svo góðu lífi sem raun bar vitni. En Svíi nokkur fræddi hann á því, að ýmsir þeirra hefðu engin efni á að búa eins vel og þeir gerðu. Þetta sjónarmið Svíans á vissulega við um marga Norður- landabúa í seinni tíð. Ýmsir okkar, bæði einstakl- ingar og samfélög, eyða meira en aflað er. Að ráða bót á þessum vanda er ef til vill aðalverkefni flestra okkar, sem þátt tökum í stjórn- málum, verkefni, sem ekki er ýkja vinsælt en nauðsynlegt. Islenski vísindamaðurinn, sem bjó mestan hluta ævi sinnar á íslandi og í Danmörku, átti Svíþjóð þakkarskuld að gjalda. Fyrst af mörgum vottum um viðurkenningu fyrir skerf hans til vísinda var Linné-heiðursorð- an, sem veitt var af Sænsku vísindaakademíunni; og þegar honum var af hálfu íslands synjað um fjárstyrk til rann- sóknarferða, hljóp sænskur menningarunnandi í skarðið og lagði fram fjármuni, sem nægðu. I menningarsögu Svíþjóðar og íslands gefur að líta fjölmarga þætti, sem orðið hafa til sameig- inlegs gagns fyrir báðar þjóðirn- ar og oft með ánægjulegri gagn- kvæmni. Mig langar að nefna eitt dæmi. Úr fornum sögum íslenskum fékk sænska stórskáldið Esaias Tegnér kveikjuna að snilldar- verki sínu um Ingibjörgu ' og Friðþjóf. Verk Tegnérs þýddi á íslensku eitt af þjóðskáldum okkar. I þessu formi endurheimti þjóð vor Friðþjófssögu, og náði hún feikna vinsældum. Lítum enn lengra um öxl. Sagnfræðingurinn og skáldið Snorri Sturluson lýsir í Heims- kringlu fornum konungum Svía, og var Óðinn fremstur þeirra. Að honum látnum töldu Svíar, að hann vitraðist þeim fyrir stórtíðindum. Veitti hann þá ýmsum sigur, en öðrum bauð hann tii sín, og þótti hvortveggi kostur góður. Óðinn, hinn sænski konungur, og æðstur Ása, var mörgum fágætum kostum búinn. Það var ein af íþróttum Óðins, að hann talaði svo snjallt og slétt, að öllum er á heyrðu, þótti það eina satt. Og nú skulum við líta til nútímans. Grundvöllur norrænnar sam- vinnu er traustur. Sameiginlegar hugsjónir um mannréttindi, frið og jafnrétti. I norrænni samvinnu höfum við náð miklum árangri á sviði menningar- og félagsmála. Á sviði efnahags- og atvinnu- mála gegnir nokkuð öðru máli. Náttúruauðlindir og atvinnulíf eru ólík í hinum ýmsu löndum. Til dæmis eru aðaláuðlindir okkar íslendinga fiskimiðin, vatnsorka, hverir og jarðgufa. Varðandi virka samvinnu á sviði efnahagsmála, orkumála og atvinnulífs megum við vera við því búnir, að torvelt kunni að reynast fyrir Norðurlöndin öll, að fást við sama verkefni og á sama tíma. Þar sem gefst samstarfsvett- vangur, tveggja Norðurlanda eða fleiri, getur verið um að ræða mikilvæga norræna samvinnu. í framhaldi af þessu má benda á, að stofnun Norræna fjárfest- ingarbankans er stórt skref í þessa átt, þar sem hann getur stutt verkefni með þátttöku a.m.k. tveggja Norðurlanda. Kæri forsætisráðherra og frú Fálldin. Kona mín og ég þökkum þetta ágæta boð í opinbera heimsókn til Svíþjóðar. Við lítum á það sem heiður og vott um vináttu í garð lands okkar og þjóðar. Milli þessara þjóða hefur allt- af ríkt einlæg vinátta og sam- heldni. Við óskum þess og vonum, að þessi bönd megi eflast og styrkj- ast í bráð og lengd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.