Morgunblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ1981 2 1
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Sumarbústaðir
Til sölu sumarbústaöir í smíöum
á glaesilegu kjarri vöxnu landl.
ca. 100 km frá Reykjavík. Teikn-
ingar til sýnis á skrifstofunni.
Fasteignasala Hafnargötu 27.
Keflavík s: 1420.
Dyrasímaþjónustan
sími 43517
Uppsetning og viögeröir.
Ljósrítun — Fjölritun
Fljót afgreiösla — Naeg bíla-
staeöi.
Ljósfell, Skipholti 31, s. 27210.
I.O.O.F 12 = 163588V4 = XX
Atkv. — Lokaf.
Hjálpræðisherinn
Kvöldvaka i kvöld, föstudag kl.
20 30. Skuggamyndir frá trú-
boösakrinum. Veitingar. Ofursti
Henry Driveklepp talar.
Allir velkomnir.
I.O.O.F.1. = 163588'/? = Lokaf.
Armenningar
— skíðafólk
Innanfélagsmót í stórsvigi fer
tram í Blátjöllum. laugardaginn
9. maí og hefst kl. 11 meö
keppni í flokkum 10 ára og yngri.
11 — 12 ára og 13—14 ára pilta.
Keppni í karlaflokki, kvenna-
flokki og stúlknaflokki 13—15
ára veröur auglýst síðar.
Mótstjórn.
Fíladelfia
/Eskulýössamkoma í kvöld kl.
20.30. Gestlrnir frá Kanada eru
komnir.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
HMAR11798 og 19531
Dagsferöir
sunnudaginn 10. maí:
1. Kl. 10. Fuglaskoöunarferö um
Miönes — Hafnaberg. Leiö-
sögumenn: Erlingur Ólafsson,
líffræöingur og Grétar Ei-
ríksson. Verö kr. 70,- Ath.
Æskilegt er aö hafa meö
sjónauka og fuglabók AB.
2. kl. 10. Búrfell (612m) í Þjórs-
árdal. Fararstjóri: Hjalti Krist-
geirsson. Verð kr. 80.-.
3. Kl. 13 Straumsvík — Hvassa-
hraun. Fararstjóri: Guörún
Þóröardóttir. Verð kr. 30.-.
Fariö frá Umferöarmiöstööinni
austanmegin. Farm. v/bíl.
Feröafélag íslands.
Frá Guöspeki-
fólaginu
Áskriftarsimi
Ganglera ar
39573.
í kvöld kl. 21.00 veröa Sigvaldi
Hjálmarsson og Geir Ágústsson
meö erindi. .Kenning hjartans".
Lótusfundur.
Kvenfélag
Laugarnessóknar
Fundur veröur haldinn í fundar-
sal kirkjunnar, mánudaginn 11.
kl. 20. Spilaö veröur ••
oijUl I llf I
raöauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
ýmislegt
Sumarbústaðaeigendur
Starfsmannafélag óskar eftir aö taka sumar-
bústaö á leigu í sumar, á fögrum staö
suðvestanlands. Kaup koma einnig til greina.
Upplýsingar í síma 40228.
Hvöt félag sjálfstæöiskvenna í Reykjavík
Vorferö
Hvöt efnir til skoöunarferöar um Reykjavík nk. sunnudag 10. maí.
Lagt af staö frá Sjálfstæöishúsinu, Valhöll, Háaleitisbraut 1. kl. 13.00.
Áætlaöur komutími kl. 17. Fargjöld kr. 50, veitingar innifaldar.
Ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri, (fylgd með fullorönum.
Þátttaka tilkynnist í síma 82900 eöa 82779 fyrir kl. 12, laugardaginn
9. maí.
Fararstórn: Ragnhildur Pálsdóttir,
Leiðsögn: Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins.
Ávarp: Davíö Oddsson, formaöur borgarstjórnarflokks sjálfstæö-
ismanna.
Skemmtinefnd.
Ragnhildur
Davíö
13. þing Landssambands
sjálfstæðiskvenna
laugardaginn 9. maí 1981
í Reykjavík
Fundarstaöur: Valhöll/Háaleitisbraut 1, 1. hæö.
DAGSKRÁ:
Þingið sett: Margrét S. Einarsdóttir, formaöur
Landssambands sjálfstæöiskvenna.
Skýrsla stjórnar.
Tilnefning kjörnefndar.
Reikningar: Helga Guömundsdóttir gjaldkeri
sambandsins.
Skýrslur aöildarfélaga.
Umræöur um skýrslur.
Hádegisveröur aö Hótel Sögu — Átthagasal.
Ávarp: Geir Hallgrímsson, form. Sjálfstæöisflokksins.
Þátttaka kvenna í ísl. stjórnmálum —
Sjálfstæöisflokknum.
Framsögumenn:
Sigríöur A. Þóröardóttir, oddviti Grundarfiröi. Ragn-
hildur Helgadóttir, fyrrv. alþingismaöur. Svanhildur
Ðjörgvinsdóttir, form. kjördæmisráös Sjálfstæöis-
flokksins í Noröurl. eystra.
Umræöur.
Kaffihlé.
Kosningar:
Formanns, stjórnar, flokksráös, endurskoöenda.
Ályktun.
Umrasöur — Önnur mál.
Mngalit.
Ki. 09:15
. 09:30
. 09:45
09:50
10:15
12:15
. 13:45
. 14:40
15:45
16:10
17:10
18:30
Sigríöur Svanhildur
Mosfellssveit —
Viðtalstímar meiri-
hluta hreppsnefndar:
Laugardaginn 9. maí nk. frá kl. 10—12 veröa Bernhard Linn,
forstööumaöur ípróttamannvirkja Mosfellssveitar, og Hilmar Sigurös-
son viöskiptafræöingur til viðtals um málefni sveitarfélagsins í
fundarherbergi í neöri hæö Hlégarös.
Sjálfstæöisfélög Mosfellssveitar.
Landsmálafélagið Vöröur
Kjördæmamálið
Landsmálafélagiö Vöröur efnir til fundar um kjördæmamáiiö
fimmtudaginn, 14. maí, í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og hefst fundurinn
kl. 20.30.
Framsögumenn veröa formaöur stjórnarskrárnefndar, Gunnar Thor-
oddsen torsætisráöherra og Matthías Á. Mathiesen alþingismaöur.
Vitiö þiö, aö 957 kjósendur eru aö baki hvers þingmanns í
Vestfiröingakjördæmi. en 3760 aö baki hvers þingmanns Reykvík-
inga?
Er von á, aö breytingar veröi á þessu ranglæti fyrlr næstu kosningar?
Landsmálafélagið Vöröur
Aðalfundur Heimdallar
veröur haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1
sunnudaginn 10. maí. Fundurinn hefst kl.
13.30.
Dagskrá:
Venjuleg aöalfundarstörf.
Heimdellingar fjölmenniö.
Heimdallur — SUS.
^EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Jóhannes Sigurðsson
Akranesi - Minning
Jóhannes Sigurðsson skipstjóri
á Auðnum á Akranesi er látinn og
er mér bæði ljúft og skylt að
minnast hans að nokkru að leið-
arlokum. Hann fæddist á Bræðra-
parti hér á Akranesi 3. marz árið
1895. Hann var elsti sonur hjón-
anna Guðrúnar Þórðardóttur og
Sigurðar Jóhannessonar sem
seinna bjuggu á Sýruparti. Jó-
hannes byrjaði snemma að stunda
sjóróðra með föður sínum, eða
eins fljótt og hann gat setzt undir
árar. 15 ára fór Jóhannes á skútu
en formaður á 6 manna fari föður
síns um tvítugt.
Þegar vélskipa-tímabilið gekk í
garð, gerðist hann happasæll skip-
stjóri á fleiri skipum, fyrst hjá
Bjarna Ólafssyni & Co. í 14 ár og
síðan hjá föður mínum, Þórði
Ásmundssyni, 16 ár. Jóhannes var
mjög vinsæll bæði hjá hásetum
sínum, sem voru þeir sömu í
skiprúmi ár eftir ár, og hjá
vinnuveitendum mikils metinn
ekki aðeins sem fengsæll skip-
stjóri heldur einnig fyrir það,
hvað hann fór vel með alla hluti
og bar hag útgerðarinnar fyrir
brjósti, sem hans eigið fyrirtæki
væri, og mættu margir skipstjórn-
armenn og aðrir af honum læra, í
því efni sem öðru.
Jóhann var drengur hinn bezti
og átti sér örugglega engan óvild-
armann, og bar þar margt til.
Hann var trölltryggur og hafði
skemmtilega kímnigáfu, en þó
aldrei rætna. En slík gáfa er því
miður allt of sjaldgæf. En að hafa
skopskyn samfara góðvilja í dags-
ins önn er góð hjálp til að viðhalda
hreinleika hjartans.
Það er ekki hægt skrifa um
Jóhannes án þess að hugsa um leið
til konu hans, Guðmundu Sigurð-
ardóttur frá Sjávarborg á Akra-
nesi, sem látin er fyrir mörgum
árum. Þau giftu sig árið 1921, og
höfðu því lifað í farsælu hjóna-
bandi í yfir 40 ár er hún lézt. Þau
eignuðust 5 börn, 4 dætur og 1 son.
Þuríði Öldu, Guðrúnu Sjöfn, Em-
ilíu og Selmu, en einkasoninn
Sigurð misstu þau er hann var um
tvítugs aldur.
Guðmunda var mannkostakona,
sem gladdi marga, ekki síst með
brosi sínu, góðlátlegri kimni og
hnyttnum tilsvörum, sem gerir
hana minnistæða.
Það var því mikið áfall fyrir
Jóhannes að missa sína góðu konu,
þegar hann átti einnig við van-
heilsu að stríða.
Nú að leiðarlokum viljum við
vinir og frændur þakka honum
áratuga vináttu og tryggð og
sendum fjölskyldu hans samúð-
arkveðjur.
Július Þórðarson
ATIIYGLI skal vakin á því. að
afmælis- og minningargreinar
verða að herast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein. sem hirtast á i
miðvikudagsblaði. að berast i
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera i sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið,
af marggefnu tilefni. að frum-
ort ljóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasið-
um Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og með
gfiðu línuhili.