Morgunblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ1981
COSPER
Gallinn er, skal ég segja þér, að útiíjoldin eru dagleg, en tekjur
þínar mánaðarlegar!
ást er...
... ad geta haldib á sér hita
meb fabmlögum á kbldu
vorkvöldi.
TM Reg U S Pat CM -aa rlghta raaarvad
• 1978 Loa Angatas Timaa Syndlcala
Uarftu endileKa að taka ofan i
hvert skipti sem þú mætir
einhverjum sem þú þekkir?
HÖGNI HREKKVÍSI
<-f C 1981
McNaught Synd . Inc
Ckanffs
fiíd' frjeaa
, lATm ÖKKUK SJ'A ..HTT! CR fORMTTVRlNN,
Þzm miKírmmi \>ítw ..."
.f'/.? 51:
pM, 'í ‘d f*í fl \ •; ‘ ú , ! l
íaepin laga-
fsetning
Víðförull hringdi og hafði
I eftirfarandi að segja. — Nú er
l talað um að lögleiða bílbelti. Ég
er fylgjandi notkun þeirra og
mér fin'nst sjálfsagt að reka
sterkan áróður til þess að þau
' verði almennt tekin í notkun, en
lagasetning í því skyni er að
i mínum dómi afar hæpin, þó
£tæðu_
Ef slys verð-
ur vegna notk-
unar bílbelta
Hver ber þá ábyrgðina?
Bíleigandi skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Mig langar til að taka
undir með „Víðförla" sem
skrifar í dálka þína 23. apríl
sl., um lögbindingu bílbelta-
notkunar. I því sambandi
langar mig til þess að spyrja
um það, hver bera muni
ábyrgð atslysum, sem kunna
að verða eingöngu vegna
notkunar bílbelta. Verður
það ríkið? Ekki öfundaði ég
þá, sem greiða slíku frum-
varpi atkvæði sitt, ef þeir
svo stæðu frammi fyrir
þeirri staðreynd, að illa hefði
farið, eingöngu vegna þess
að viðkomandi ökumaður var
njörvaður niður í sæti sitt.“
Fyrst og fremst:
Endursýn-
ið myndina
með Bay
City Rollers
„Ilerra Flinkur“ skrif-
ar:
„Kæri Velvakandi.
Fyrsta maí (föstudag)
fengu sjónvarpsáhorfend-
ur að sjá lúðrasveit
Reykjavíkur, á laugar-
dagskvöld lék svo Vínar-
sinfónían létt( ?????)-
klassíska tónlist í einn og
hálfan tíma og á sunnu-
dagskvöld fengu Jón Múli
og félagar klukkutíma
langan þátt með jazzist-
anum Stan Getz. Því spyr
ég eins og flestir aðrir:
Hvenær fáum við popp-
þátt í sjónvarpið? Nú er
liðinn vel drjúgur mánuð-
ur síðan popp sást síðast
á skjánum (í Skonrokki).
Hve lengu gengur þetta
svona? Mig langar ein-
dregið til að styðja þá
tillögu sem gerð var í
dálkinum fyrir um hálf-
um mánuði um að endur-
sýna þáttinn með Bay
City Rollers sem var á
dagskrá 17. júní 1978.
Einnig mætti endursýna
aðra þætti svo sem þætt-
ina með A1 Stewart,
Blondie, Boomtown Rats
og fleiri. En fyrst og
fremst: Endursýnið Bay
City Rollers.
Veitir ekkert
af öllu mínu
Einn I hjólastól skrifar:
„Kæri borgari.
•' Ég vil gjarnan lýsa þakklæti
mínu fyrir hugulsemi þína, þrátt
fyrir að hún orki tvímælis.
Þannig er mál með vexti, að
fyrir allnokkru síðan varð konan
mín fyrir því óláni að gleyma
seðlaveskinu mínu á búðarborð-
inu í búsáhaldaverslun Þorsteins
Bergmanns við Skólavörðustíg
36. Er við komum heim urðum
við þess vör, að veskið hafði
orðið eftir, og snerum við því
tafarlaust til baka. Er kona mín
kom svo aftur í búðina, að u.þ.b.
20 mínútum liðnum, til að at-
huga um veskið, var það horfið,
og hafði afgreiðsludaman ekki
orðið þess vör.
Gjarnan viljað greiða
þér fundarlaunin sjálfur
Nú hefði ég að sjálfsögðu orðið
þakklátur, ef veskinu hefði verið
skilað strax rétta boðleið, þ.e.a.s.
til afgreiðslukonunnar eða lög-
reglunnar, því að nægjanleg
skilríki voru í veskinu til þess að
hægt væri að koma því til skila.
að vísu var það mér mjög mikils
virði að fá veskið með skilríkjun-
um, en gjarnan hefði ég nú viljað
greiða þér fundarlaunin sjálfur.
Þú valdir hins vegar þann kost-
inn að skammta þér þau sjálf(-
ur), því að af 3300—3400 nýkrón-
um, skildir þú aðeins eftir kr.
37,84 sem voru í veskinu, þegar
það fannst í Hraunbæ sama dag
og skilvís kona fór með það til
lögreglunnar í Árbæ. Verður það
ekki að teljast búðahnupl að
taka eitt og annað ófrjálsri
hendi í verslunum.
Örorkubæturnar
ekki allt of háar
Nú eru það tilmæli mín, í
tilefni árs fatlaðra (en ég er
lamaður og bundinn hjólastól
varanlega), að þú sjáir þér fært
að gera yfirbót og senda mér
helst alla upphæðina, eða þá sem
svarar frádregnum sanngjörn-
um fundarlaunum. Það má gera
á þann hátt að senda ávísun í
bréfi með nafninu mínu innan í,
ef þú manst það, og senda það
merkt gjaldkera Sjálfsbjargar,
Hátúni 12, Reykjavík. Því að
eins og þú e.t.v. veist, eru
örorkubæturnar ekki allt of háar
og veitir mér ekkert af öllu
mínu.“
Þessir hringdu . . .
Skrifað í
fljótræði
8934-2007 hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: — Mig
langar til að taka undir sumt
sem Ágústa Ágústsdóttir segir í
pistli sínum um hávaða frá
kallkerfi Breiðholtssundlaugar-
innar, en hún hlýtur hins vegar
að hafa skrifað þetta í nokkru
fljótræði, því að ónákvæmni
gætir í frásögn hennar. í fyrsta
lagi talar hún um að popp-
hljómlist glymji um nágrennið í
tíma og ótíma, þó mest á
þriðjudagskvöldum og um helg-
ar. Þetta er alrangt, það er
aðeins á mánudagskvöldum,
sem popp heyrist þar að nokkru
ráði, einfaldlega vegna þess að
þá er poppþáttur í útvarpinu. Þá
talar hún um, að friðurinn sé úti
kl. 8 á morgnana. Þetta er ekki
rétt, því að það er ekki opnað
fyrir hátalarakerfið fyrr en kl.
9. Ég bý í næsta nágrenni við
laugina og er þar tíður gestur.
Kann ég því alveg sérstaklega
vel að hafa þar hljómlist og
finnst það upplífgandi. Hins
vegar finnst mér það heldur
hvimleitt, að heyra köllin og
hrópin í sundkennurunum í
gegnum þetta öfluga magnara-
kerfi. Því ætti hins vegar að
vera auðvelt að kippa í liðinn.
Eitt skyggir á
Átfústa Áiíustsdóttlr skrifar:
„Velvakandi!
Alveg er það með eindæmum,
hvað fólki er boðið upp á í okkar
tæknivædda þjóðfélagi. Ég sé t.d.
ekki betur en allt leggist á eitt um
að gera Breiðholtið óbyggilegt
öðrum en vélmennum.
| í gangi allan daginn
Hér er loks komin hin lang-
þráða sundlaug, sem er bæði
j falleg og fullkomin. En eitt skygg-
|ir verulega á. Hátalarakerfi eitt
■ firnavoldugt er þarna í gangi
[allan datrinn og notað'í tíma og
ótíma bæði við kennslu og eftirlit.
Sjálfsagt auðveldar þetta starfs-
fólki störfin við eftirlit á staðnum,
en gagnvart íbúum nærliggjandi
húsa er þetta óafsakanlegt.
Tekur út yfir á þriöjudags-
kvöldum og um helgar
Hávaðinn frá þessum ófögnuði
þrengir sér inn í hvert herbergi
hér við Austurbergið a.m.k., alveg
frá því kl. 8 á morgnana. Það er
varla næði til eins eða neins.
Kannski halda þeir sem þessu
ráða, að fólk sé hér ekki nema yfir