Morgunblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ1981 KGByíir- heyrði Haugan í Vín fyrir þremur árum Frá Jan Erik Lauró, fróttaritara Mbl. i Ósló, 7. mai. EINS OG satít var írá í Mbl. i gær tókst Svein ErlinK IlauKan að blekkja sovésku leyniþjónustuna KGB. Árið 1974 fengu Sovétmenn IlauKan til að „njósna" fyrir sík ok höfðu sérstakan áhuua á að fá upplýsingar um oliuvinnslu Norðmanna. En IlauKan vann allan tímann i nánu samstarfi við norsku leyniþjónustuna, sem lét hann fá þær upplýsintcar sem hann kom áleiðis til Sovétmannanna. Árið 1978 hitti Haugan sovéskan tengilið sinn, sem var rekinn frá Noregi árið 1977 vegna annars njósnamáls, fyrir utan byggingu sovéskra stjórnarerindreka í Vínarborg. Þeir fara inn í húsið, en þar bíða þeirra 15—20 Sovétmenn. Haugan er leiddur inn í íbúð og þar spyr tengiliðurinn hann hvort hann hafi haft samband við norsku leyniþjónustuna. „Nei,“ svaraði Haugan. Þarna hélt Norðmaðurinn að KGB hefði komist að því hver hann væri. „Hjartað í mér hætti að slá um stund,“ sagði hann. En Sovétmennirnir tóku nei Haugans gott og gilt og skelltu vodka á borðið. Haugan segist halda að Sovétmenn hafi með þessu verið að prófa hann. Ef hann hefði sýnt einhver merki um ótta eða vonda samvisku hefðu þeir fljótlega komist að því að hann var ekki sá sem hann sagðist vera. Haugan hafði gert samning við norsku leynilögregluna um að hafa samband við hana með vissu millibili til að koma í veg fyrir að hann yrði fluttur úr landi ef Sovétmenn kæmust að því að hann léki tveimur skjöldum. -í þessari byggingu hélt ég nokkur skelfileg augnablik að Sovétmenn hefðu komist að því hver ég væri," segir Norðmaður- inn Svein Erling Ilaugan. Myndin er tekin fyrir framan hús það sem sovéskir stjórnarerindrekar búa í í Vínarborg. SINDRA Chad: Miklir bardagar ParÍH. 7. mai. AP. MIKLIR bardagar hafa geysað í hænum Abeche i austurhluta Chad undanfarið. milli stuðningsmanna forseta landsins, Goukouni Oueddei annars vegar og stuðningsmanna utanrikisráðherrans, Ahmed Acyl, hins vegar. Fréttir um bardagana bárust fyrst frá Súdan og hafa franskir embættismenn staðfest. Að sögn embættismanna hefur tjón í átökunum orðið mikið og franskir fréttamenn í landinu segja, að um 300 manns hafi látist í bardögunum 19.—21. apríl sl. Ekki er Ijóst, hvers vegna átökin í Abeche hófust, en fréttaskýrendur telja líklegt, að þau stafi af deilum milli þjóðflokka. Acyl hefur lengi átt vísan stuðn- ing Líbýumanna í flókinni stöðu stjórnmála í Chad sem og í bardög- unum. Goukouni er sagður vera í mjög erfiðri aðstöðu innan bráða- birgðastjórnar sinnar og mun nú reyna að leita liðsinnis meðal þjóða Afríku til að vega upp á móti áhrifum Líbýumanna í landinu. Ferðamaður, sem nýlega kom frá Chad, segir, að Khadafy Líbýuforseti sé að reyna að koma Acyl í sæti Goukounis. Fréttaskýrendur segja, að ef það takist, hafi Khadafy sameinað iöndin tvö „fullkomlega". Khadafy lýsti því yfir 6. janúar sl., að hann hygðist sameina Líbýu og Chad. Líbýumenn héldu inn í Chad í desember sl. til að berjast með mönnum Goukounis gegn varnar- málaráðherranum, Hissene Habre, í borgarastyrjöld, sem þá hafði geysað í 9 mánuði. Styrjöldinni lauk með þvi að Habre var yfirbugaður, en STALHE Fyrirliggjandi i birgðastöð ÁLPLÖTUR (ALMg3) Sæ- og seltuþolnar. Hálfhart efni í þykktum frá 0,8 mm — 6,0 mm. Plötustæröir 1250 mm x 2500 mm. 12.000 líbýskir hermenn urðu eftir í landinu. Þeir hafa undanfarið farið um höfuðborgina N’djamena til að koma í veg fyrir átök þar, en fréttir herma, að þeir séu nú horfnir þaðan og unnið sé að því að koma á eðlilegu lífi í borginni að nýju. (AP-KÍmamynd). Rosaleen Sands (í Ijósu kápunni), móðir Bobby Sands, og dóttir hennar, Marcella, fylgja kistu Sands frá heimili þeirra til Lúkasarkirkjunnar sl. miðvikudaK. Við tilkynnum Fresca FAIstTA Verksmiðjan Vífilfell Borgartúni31 sími27222

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.