Morgunblaðið - 17.05.1981, Síða 2

Morgunblaðið - 17.05.1981, Síða 2
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1981 tonn. Engar græjur voru til að hífa hann upp. En ketillinn kom með gufuskipinu Nova og var honum velt útá firði, og þar tók ég við honum og kom honum í land og inn í verksmiðju, þar sem hann átti að vera. — Þú hefur ekki misst framan af fingrunum í þessum stórræð- um? — Nei, neinei, það var árið 1937. Ég var maður sem búinn var að stunda vélavinnu í 30 ár og svo hendir mig þetta hugsunarleysi og klaufaskapur. Löngutöng og vísi- fingur á vinstri hönd fóru af um þá miðja og þumaifingur klofnaði. En blessunarlega gat ég stundað mína vinnu, eftir sem áður. Það var komið stríð. Marzeli- us Bernharðsson hringdi til mín og sagðist vera í mannahraki og bað mig að koma til sín í þrjár vikur. Ég var hræddur um að það yrði erfitt um efni á Flateyri, því stríðið gat orðið langt, svo ég tók þann kostinn að fara til Marzeliusar. En þessar þrjár vikur urðu að fimm árum. Við Marzelius áttum góð skipti. í stríðslokin hélt ég til Reykja- víkur. Þrjú barna minna voru þá uppkomin þar, og höfðu fengið lóð undir tvíbýlishús í Hlíðunum og báðu mig að koma til að byggja. I Reykjavík hef ég verið síðan. Þar sem við byggðum heitir nú Barmahlíð 34-6. Þá var engin byggð fyrir ofan Lönguhlíð og okkar hús var fyrsta húsið sem byrjað var að reisa í Hlíðunum austan Lönguhlíðar. Ekki þó fyrsta húsið fullbyggt, því ég var einn allan daginn, en eftir vinnu komu synir mínir og tengdasonur. Aðstæður við húsbyggingar svo ofarlega og austarlega í bænum voru skiljanlega ekki góðar, og flest erfitt um aðdrætti. Við þurft- um til dæmis að sækja okkur vatn í tunnum inn í Elliðavog. Og það tók okkur fimm ár að reisa húsið. Við áttum í því hvert handtak, innan sem utan. Grunninn steypt- um við fyrsta sumarið og svo kjallarann og fluttust við María þar inn, en áður höfðum við meðal annars búið í Doktorshúsinu, sem kallað var, við Ránargötuna. Ég hafði fengið Þórð Jasonar- son til að vera meistara, af því að ég mátti ekki vera húsameistari i Reykjavík. Þegar Barmahlíðar- húsið var fullreist, fór ég að vinna úti, fyrst hjá Þórði, svo hjá Hirti Hafliðasyni og loks hjá Ólafi Jónssyni. Ágætis menn allir sam- an, en ég varð að hætta vinnu þegar ég nálgaðist áttræðisaldur- inn og tók þá upp smíðar í kjallaranum fyrir hvern sem vildi hafa. Þar vann ég daglega, þangað til kona mín dó og ég fór á Hrafnistu. Mitt starf hefur verið vinna. Ég hef alltaf haft nóg að vinna, alla tíð, og gaf mér ekki tíma til neins annars en að sjá heimilinu farborða. Og ég hef haft ánægju af vinnu, ekki þekkt annað frá barnæsku. Það eru öll önnur skilyrðin núna til að fram- fleyta sér og ég hefði sjálfsagt ekki látið mér nægja þetta, væri ég að alast upp í dag. En ég hef haft gaman af því að gera það sem öðrum þykir nú erfitt. Ég smíðaði mín hús sjálfur og mín húsgögn líka. — Hefurðu efnast? — Ég hef alla tíð haft nóg fyrir mig og mína. En ríkur er ég, af því ég á góð börn og átti góða konu. — Og nú ertu kominn á Hrafn- istu? — Já, ég vildi ekki íþyngja börnum mínum með gamalmenni, fyrst svona heimili voru til. Við hjónin höfðum sótt um pláss fyrir 3—4 árum, svo ég þurfti lítið að bíða eftir að kona mín dó. Ég kann ágætlega við mig á Hrafnistu, starfsfólkið gott og allur aðbúnað- ur til fyrirmyndar. Ég hef alltaf haft það gott, hvar sem ég hef ■ verið. En núorðið gerir maður lítið. Ég les dálítið, en ég get ekki lesið nema stórt prent. Það er útaf sjóninni. Helst eru þetta minn- ingar og ævisögur sem ég reyni að drepa tímann með. Áður fyrr gaf ég mér aldrei tíma til lestrar. Ég átti þó gott bókasafn, en mest voru það gefins bækur á jólum og afmælum, og maður hristi það venjulega af, að lesa þær bækur, og setti þær svo í skápinn. Já, það hefur margit breyst á 90 árum. Og meiriparturinn, held ég, til góðs. En mér finnst áfengis- neyslan meiri núna, heldur en hún var á mínum ungdómsárum. Þá þótti okkur skömm að því, að láta fullorðna sjá, að maður væri með víni. Þetta breyttist með aðflutn- ingsbanninu. Eftir það þóttist hver manninum meiri, sæist á honum vín. Nei, ég var aldrei ungmennafé- lagsmaður. En það var málfunda- félag á Flateyri, sem ég starfaði svolítið í. Og ég hef fengið orð fyrir að vera pólitískur. Þótti alltaf heldur íhaldssamur og er það enn. Sé ekki annað betra. En ég tók aldrei þátt i neinu pólitísku starfi, ég vildi sniðganga opinber mál sem mest. Ég átti nóg með mitt. — Trúirðu á Guð? — Mér voru kennd kristin fræði, en framan af ævi var ég ekki trúaður. Það hefur þó glæðst með aldrinum, að einhver tilvera sé til önnur en þessi og æðri forsjón. En ég veit ekkert um það. Guðmundur Pétursson og kona hans, María Hálfdánardóttir, á sextugs- afmæli þeirra hjóna. — Heldurðu að þú farir til konunnar þinnar að loknu þessu lífi? — Ef það er til annað líf, já. Og af sögnum sem ég hef heyrt af mönnum í dauðateygjunum, get ég búist við, að eins verði hjá mér, að maður mæti sínum nánustu þegar maður fer yfirum. En trúin á að það taki eitthvað við af þessu lífi glæddist svolítið með mér, eftir að hjá mér var vetrarstúlka á Flateyri, sem var skyggn. Hún sagði mér oft fyrir um hluti, sem ég var sannfærð ur um að hún gat ekki vitað eftir venjulegum leiðum, og reyndust svo réttir. Nei, skyggnt fólk er ekki í minni ætt, en það er samt sagt, að það hafi fylgt henni draugur. Faðir minn sagði mér eitt sinn þessa sögu af afa sínum og langafa mínum: Hann var barnamaður, gamli maðurinn, átti mörg börn. Einn daginn hafði gleymst að ná í dúsuna fyrir yngsta barnið, svo hann fer út í skemmu, sest þar á kistukant, meðan hann þreifar eftir þessu, en veit ekki fyrri til en það er gripið þéttingsfast um herðar hans og hann keyrður aftur. Þá var Selja- lands-Móri kominn, og þeir takast á, langafi minn og Móri, og lýkur svo að gamli maðurinn hefur draugsa, rekur hann af stað og segir honum að fara til þess sem sendi hann. Fylgir honum síðan fram dalinn í áttina norður til Seljaness. Þar eigast þeir við í annað sinn, og rekur sá gamli draugsa aftur af höndum sér, og heldur nú að Móri hafi látið sér segjast. En þegar hann kemur heim undir bæinn þá er Móri kominn á hæla hans og það verður önnur rimma og meiri en hinar tvær fyrri. Enn tapar draugsi og fylgir gamli maðurinn honum nú enn lengra til föðurhúsanna en áður. Skilja þeir á stað sem heitir „á Tagli". Gengur langafi svo einn til síns bæjar. Þegar þangað kemur, er sú litla, sem átti að fá brauðið, háskælandi, og gekk illa að hugga hana. Um morguninn var hún böðuð og kom þá á daginn, að hún er með sár á fæti, líkt og bitið hefði verið stykki úr. Þetta sár greri aldrei, en stúlkan varð síðar kona Jakobs kaupmanns Thorarensens að Kúvíkum. Bónd- inn á Seljanesi, sem átti að hafa vakið upp drauginn og sent hann, missti eina kú í fjósi sínu þá um morguninn. En ég hef aldrei haft nema gott eitt af Seljalands-Móra að segja, hafi hann þá einhvern tímann verið til ... J.F.Á. Fengum það sem við áttum rétt á „VIÐ FENGUM það sem við áttum rétt á, eða svo til,“ sagði Skarphéðinn Jónsson formaður Vörubílstjórafélagsins á Húsa- vík í samtali við Morgunblaðið, en nokkur styrr mun hafa staðið um flutninga á 300 tonnum af sementi og 100 tonnum af borleðju frá Húsa- vík til Kröflu. Skarphéðinn sagði að Hús- víkingar hefðu séð um að flytja efnið úr skipi í geymslu á staðnum, en Norðurverk á Ak- ureyri hefði fengið flutningana til Kröflu. Það kom fram hjá Skarphéðni, að óskað hefði verið eftir tilboðum í verkið, en vörubílstjórar talið tímafrest of skamman. Þó hefðu þeir gert munnlegt tilboð, en því hefði ekki verið tekið. „Eins og skot“ ÁHÖFNIN á Halastjörnunni gerði mikla lukku með plötunni „Meira salt“ sem út kom síð- astliðið sumar, en hún varð söluhæsta plata ársins 1980. Nú kemur út önnur plata Áhafnarinnar á Halastjörn- unni og nefnist hún „Eins og skot“. Líkt og á fyrri plötunni, er Gylfi Ægisson höfundur laga og texta og sá hann jafnframt um útsetningar ásamt Rúnari Júlíussyni og Þóri Baldurssyni. í Áhöfninni eru alls 15 með- limir og eru þá vélstjórarnir tveir, Sigurður Bjóla og Tony Cook taldir með. Söngvarar eru: Ari Jónsson, Viðar Jóns- son, Hermann Gunnarsson, María Helena, María Baldurs- dóttir og Páll Hjálmtýsson sem jafnframt er messagutti á Halastjörnunni. Rúnar Júlí- usson sér um hluta söngsins og leikur á bassa og gítar. Þórir Baldursson sér um hljóm- borðsleik, Árni Scheving blæs í saxafón og leikur á víbrafón, Sigurður Karlsson annast ásláttinn, Finnbogi Kjartans- son plokkar bassann, Tryggvi Hiíbner leikur á gítar og Grett- ir Björnsson leikur á harmon- ikku. Hljóðritun fór fram í Hljóð- rita, Alfa annaðist pressun plötunnar, Prisma annaðist prentun og Ernst J. Backmann hannaði umslagið. Utgefandi er Geimsteinn hf., en Steinar hf. dreifa plötunni „Eins og skot“. (FréttatilkynninK) Handtökur við norræn sendiráð McxíkóhorK. 13. maí. AP. FÁMENNIR hópar sveita- kennara efndu til friðsaml- egs setuvcrkfalls i tvo tíma í sendiráðum Noregs og Finn- lands í dag til að krefjast launahakkana. Annar hópur fór til sendi- ráðs Sviss og krafðist þess að fá að hitta Roland Wermuth sendiherra, en hann neitaði og fór úr sendiráðinu ásamt starfsfólki sínu. Milli 30 og 40 kennarar í bændaklæðum voru handtekn- ir við sendiráð Noregs og Finnlands fyrir truflun á al- mannafriði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.