Morgunblaðið - 17.05.1981, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.05.1981, Qupperneq 4
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1981 “U SALTVERKSMIÐJA A REYKJANESI Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp þess efnis að reist verði saltverksmiðja á Reykjanesi. Mál þetta hefur verið í athugun áratugum saman en nefnd á vegum iðnaðarráðuneytisins fjallaði um málið allan síðastliðinn vetur. Undirbúningsfélag um saltverk- smiðjuna var stofnað í hlutafélagsformi fyrir nokkrum árum og tilraunasaltverksmiðja hefur verið starfandi á Reykjanesi í rúmlega 2 ár. Eru margir, ekki síst hluthafar í Undirbúningsfélaginu, sem eiga hagsmuni undir hver framtíð þessa fyrirtækis verður. Nú líður að þinglokum og mun það sennilega ráðast á næstu dögum hvort af framkvæmdinni verður. En hverskonar fyrirtæki er saltverksmiðjan? Er hún smáfyrirtæki eða stóriðja? Er hún samkeppnis- fær og er traustur grundvöllur fyrir rekstri hennar? Til að fá svör við þessum spurningum og mörgum fleiri sneri blaðamaður Morgunblaðsins sér til tveggja manna sem báðir eru þaulkunnugir málefn- um saltverksmiðjunnar, þeirra Baldurs Líndals, efnaverkfræðings, sem starfað hefur að verkefnum tengdum saltvinnslu hérlendis um áratugi og er raunverulega höfundur þess kerfis sem saltvinnslan á Reykjanesi kemur til með að byggjast á, og Finnboga Björnsson, framkvæmdastjóra Undirbún- ingsfélags að saltverksmiðju á Reykjanesi hf. — Hugmyndin um saltverk- smiðju á Reykjanesi og bygging tilraunaverksmiðju þar á sér nokkra sögu að baki sem vert er að hafa í huga, sagði Baldur Líndal, er ég bað hann að greina frá aðdraganda hugmyndarinnar um að starfrækja saltverksmiðju á Reykjanesi. — Sú hugmynd að framleiða salt hér á landi er alls ekki ný — þegar á landnámsöld voru forn- menn með saltbrennslur hér, eins og mörg örnefni frá þeim tímum vitna um. Það hefur alla tíð verið þörf fyrir salt. Á Reykjanesi við Djúp starfaði meira að segja saltvinnsla í nokkur ár um 1780 og var þar notað hveravatn til að sjóða salt úr sjó. I skýrslu er samin var fyrir stríð og oft er nefnd „rauðka" í gamni, er fjallað um ýmsa kosti til að nýta auðlindir landsins. Þar er töluvert fjallað um þann mögu- leika að vinna salt á Reykhólum og fleiri stöðum. Rannsóknir á mögu- leikum til saltvinnslu Þegar ég tók til starfa hjá Raforkumálaskrifstofunni vann ég þar í jarðboranadeild. Eitt fyrsta verkefnið sem ég fékk var að kanna möguleika á saltvinnslu í Hveragerði sem starfa skyldi með þeim hætti að sjónum væri dælt uppeftir og eimaður þar við hverahita. Þetta virtist þó ekki geta orðið hagkvæmt. Næst könn- juðum við möguleika á framleiðslu salts í Krýsuvík og gerðum um- fangsmikla athugun á því hvort saltvinnsla væri möguleg þar. Þessi kostur þótti ekki heldur nógu arðvænlegur og var ekki talið rétt að verja meira fé til að halda athugunum áfram og féllu þær niður 1959. En á þessum árum var gerð önnur athugun sem átti eftir að verða afdrifarík. — Salt hvera- vatn rennur úr hverum á Reykja- nesi og virtist hugsanlegt að nýta það beint til saltvinnslu. En á þessum árum var lítið sem ekkert vitað um jarðhitasvæðið á Reykja- Mögulejít að reisa 250.000 tonna saltverksmiðju Árið 1966 hóf Rannsóknarráð ríkisins rannsóknir varðandi sjó- efnavinnslu á víðtækari grundvelli en áður hafði verið, og þar á meðal möguleikum til efnavinnslu úr hveravatninu á Reykjanesi, sem kallað var jarðsjór þegar hér var komið. Um sama leyti fór svo fram mjög víðtæk jarðfræðileg könnun á svæðinu á vegum Orkustofnunar og stóð hún nokkur ár. Voru niðurstöður lagðar fram í skýrslu sem kom út 1972. Samkvæmt niðurstöðum Rann- sóknarráðs virtist bæði jarðfræði- lega og tæknilega mögulegt að reka saltverksmiðju á Reykjanesi er framleiddi allt að 250.000 tonn nesi og almennt talið að saltvatnið væri yfirborðsvatn og því í alltof litlu magni fyrir saltvinnslu í stórum stíl. Árið 1956 var gerð þarna bor- hola, 156 metra á dýpt. Niðurstöð- ur athugana sem gerðar voru í tengslum við þessa borholu og aðra er boruð var á aðalhvera- svæðinu skömmu síðar, voru þær, að saltvatnið væri hið eðlilega frástreymi svæðisins og þarna væri því unnt að fá verulegt magn af því. Eg fylgdist sjálfur með fyrstu borholunni í ein 10 ár og kannaði hvort um breytingu yrði að ræða á efnasamsetningu frárennslisins en svo reyndist ekki vera. Vatnið er 40 prósent efnaríkara en venju- legur sjór og inniheldur einnig nokkuð önnur efni. Hlutfallslegt magn natríumklóríðs — salts — er samt álíka og í sjó, eða um 4 prósent í þessu tilviki. Þá inni- heldur jarðsjórinn kalsíumklóríð í stað þess að í sjó er magnesíum- klóríð — þessi efnabreyting verð- ur er sjórinn sem seytlar inn í jarðlög undir Reykjanesinu kemst í snertingu við mjög heit berglög. Jarðsjórinn hefur um fjórum sinnum meira í sér af kalí en sjór og auk þess er í honum meira magn af ýmsum snefilefnum s.s. lítíum. Borholan sem tilraunasaltverksmiðjan fær jarðsjó og gufu frá. Liggur röriö til hennar til hægri. Þessi hola mun aö verulegu leyti standa undir framleiðslu fyrirhugaðrar saltverksmiðju. Hljóödeyfir hefur verið settur þar sem gufan kemur út úr rörinu til aö draga úr þeim feikna hávaöa sem myndast er gufan losnar. á ári. Slík verksmiðja myndi opna nýjar leiðir til iðnþróunar á ís- landi og gæti haft mjög jákvæð áhrif á efnahagslífið. Hins vegar skyldi það haft í huga við upp- byggingu fyrirtækisins, að áhættuminna og ef til vill hag- kvæmara væri að byggja það upp í þrepum en í einum áfanga. Á þessu stigi var málinu visað til iðnaðarráðuneytisins sem eftir að hafa kannað það gaumgæfilega frá ýmsum hliðum, gekkst fyrir því árið 1976 að sett voru sérstök lög um Undirbúningsfélag salt- verksmiðju á Reykjanesi hf. og var það stofnað ári síðar, hinn 15. febrúar 1977. Tilgangur félagsins var í stuttu máli sá að kanna nánar aðstæður til að reisa og reka saltverksmiðju á Reykjanesi og annast undirbún- ing þess að slíku fyrirtæki yrði komið á fót. Ríkið á stóran hluta hlutafjár en alls eru hluthafar um 500. Formaður er Guðmundur Einarsson verkfræðingur og fram- kvæmdastjóri Finnbogi Björns- son. Tilraunasaltverksmiðjan tekur til starfa Undirbúningsfélagið lét byggja tilraunasaltverksmiðju á Reykja- nesi, og tók hún til starfa 1979. Verksmiðjan stendur í svonefnd- um Sýrfellsdrögum norðan við hverasvæðið á Reykjanesi og er fyrirhugað að saltverksmiðjan verði reist á þessum sama stað. Skammt þaðan er öflug borhola, sem boruð var 1970 og fær til- raunasaltverksmiðjan bæði gufu og jarðsjó þaðan. Við rekstur tilraunaverksmiðj- unnar komu þegar í byrjun fram miklir erfiðleikar í samþandi við kísiiskeljun í eimingartækjum en okkur tókst fljótlega að ráða bót á því. Saltvinnslan er í aðalatriðum fólgin í því að vatn er fjarlægt úr saltlegi þar til hann mettast — þegar því stigi er náð fer saltið að kristallast út ef vatnsuppgufun er látin halda áfram. Stærð salt- kristallanna ræðst af því hversu hratt uppgufunin er látin ganga fyrir sig. I tilraunaverksmiðjunni er saltið unnið úr hveravatninu, sem er sjór umbreyttur að efna- innihaldi sökum snertingar .við berglög undir háum hita, eins og ég vék að áðan. Við uppgufun á þessum saltlegi fellur út fleira en salt — það er kísillinn sem fellur út fyrstur og olli það okkur töluverðum erfið- leikum, því hann vildi setjast fyrir í eimunum, eins og ég minntist á áðan. Þegar kistöllun saltsins lýk- ur byrjar kalí að falla út við frekari eimingu og lokalögurinn er mestmegnis kalsíumklórið. Hlut- föll þessara salta eru þau, að á móti 100 hlutum af salti fást 10 hlutar af kalí og 17 hlutar kalsí- umklóríðs. Kísill sem fellur út nemur um 4 prósentum saltsins. Sú aðferð sem notuð er til að vinna salt í tilraunasaltverksmiðj- unni er í stórum dráttum sú sama og notuð verður í saltverksmiðj- unni sem reist verður ef frum- varpið nær fram að ganga á Alþingi. Saltvinnsla fer hvergi annarsstaðar í heiminum fram með þessum hætti — það má segja að við höfum þróað aðferðina og þreifað okkur áfram með tilraun- um og rannsóknum. Helztu þættir salt- vinnslu úr jarðsjó Tilraunaverksmiðjan fær jarðsjó og gufu úr einni stórri borholu sem gefur ríflega 50 sekúndulítra en afl hennar er trúlega um 8 megawött. Þessi eina borhola gæti staðið undir 30 Baldur Líndal, efnafræðingur. Hann hefur starfaö aö rannsókn- arverkefnum tengdum salt- vinnslu um áratuga skeiö og er raunverulega höfundur þess kerfis er saltvinnslan mun byggj- ast á. Rætt við Baldur Líndal efnafræðing og Finnboga Bjöms- son framkvæmda- stjóra um fyrirhug- aða saltverksmiðju á Reykjanesi og vænt- anlegan hennar. rekstur Finnbogi Björnsson fram- kvæmdastjóri Undirbúningsfé- lags saltverksmiðju á Reykjanesi hf. þúsund tonna saltframleiðslu á ári þannig að tilraunaverksmiðjan nýtir aðeins um einn hundraðasta af henni en framleiðslugeta henn- ar er 1 til 2 tonn af salti á dag miðað við stöðuga keyrslu. Starfsemi tilraunasaltverk- smiðjunnar er í stórum dráttum þannig að jarðsjór og gufa frá borholunni eru skilin að í gufu- skilju fyrir utan verksmiðjuhúsið. Jarðsjórinn, sem er um 140°C heitur, er tekinn inn á eima, en gufan, sem er allt að 180°C heit og ' þrýstingurinn allt að 10 kg á fersentimetra, notuð til að hita upp sjóinn í eimunum. í eimunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.