Morgunblaðið - 17.05.1981, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 17.05.1981, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAI 1981 45 Gufustrókurinn frá borholunni skyggir á sólu en jöröin umhverfis hana er hvít af kísilútfellingu. Ljósmyndir: Emilia Björg Björnsdóttir Texti: Bragi Óskarsson Saltiö skafiö úr saltkristöllunarpönnum tilraunaverksmiöjunnar meö helJur frumstsaöri aðferö. í fyrirhugaöri saltverksmiöju veröur þessi þáttur vinnslunnar að sjálfsögöu vélvæddur. Gunnar Hásler verkstjóri í til- raunasaltverksmíöjunni stendur þarna fyrir framan eimana tvo en umhverfis hann liggja einangraö- ar gufupípur. Efnafræðingarnir Siguröur V. Hallsson og Sigurður Rúnar Guö- mundsson voru aö gera titraunir varöandi meöferö kísils í fyrirhugaðri 8.000 tonna saltverksmiöju er Morgunblaösmenn bar að. Sigurður V. hefur haft umsjón meö rekstri tilraunaverksmiðjunnar og gert veigamiklar tilraunir með hann. Sigurður Rúnar hefur annast efnafræöilegt eftirlit í verksmiðjunni og séö um ýmsar efnarannsóknir. Hann hefur starfaö mjög lengi að þessu verkefni meö Baldri Líndal og á verulegan þátt í þeim árangri sem náöst hefur. gufar venjulegt magn vatns upp af jarðsjónum en leginum sem eftir verður er hleypt í svokallaðar kísilþrær — þar sem hiti hans lækkar niður fyrir hundrað gráður og kísillinn sest til. Úr kísilþrónum fer lögurinn, sem á þessu stigi er orðinn 15 prósent saltur, í útiþró þar sem mettun saltlagarins er náð. Frá útiþrónum er ieginum dælt í saltkristöllunarpönnur inni í verksmiðjuhúsinu þar sem saltið fellur út. Veigamikið atriði við rekstur tilraunaverksmiðjunnar voru einmitt athuganir í sam- bandi við þetta síðasta stig — að finna út hvaða hitastig og uppguf- unarhraði gæfi þá kristalsstærð salts sem æskilegust væri. Þannig starfar tilraunasalt- verksmiðjan í stórum dráttum. Hluti saltframleiðslunnar hefur verið prófaður við saltfiskverkun og gefist vel. Þá höfum við einnig framleitt þarna matarsalt fyrir innanlandsmarkað. Tilraunum er því lokið þarna hvað varðar fram- leiðslu á salti en rekstri tilrauna- verksmiðjunnar þó verið haldið áfram. Er það bæði til að öðlast meiri reynslu varðandi tæknileg atriði, kanna betur gæði fram- leiðslunnar og frekari vinnslu- möguleika. 40.000 tonna saltverksmiðja Nú liggur frumvarp fyrir Al- þingi um heimild til að reist verði þarna saltverksmiðja er framleiði 40.000 tonn af salti á ári og auk þess 9.000 tonn af kalsíumklóríði og 4.000 tonn af kalí, ásamt fleiri efnum í minna mæli. Við þessa verksmiðju verður væntanlega um 50 manna starfslið. Gert er ráð fyrir að þarna yrði framleidd sú raforka sem verksmiðjan þarf til eigin nota, um 1200 kílówött. Saltverksmiðja af þessari stærð er töluvert viðamikið fyrirtæki — samanlögð stærð verksmiðjuhús- anna verður til dæmis um 3000 fermetrar og bora verður aðra borholu í viðbót við þá sem við höfum. Þar sem hönnun og bygg- ing slíkrar saltverksmiðju tekur allavega nokkur ár er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að byrjað verði á að koma upp 8.000 tonna áfanga sem gæti tekið til starfa næsta vor. Með því móti verður rekstur saltverksmiðjunnar sam- felldari og okkur gæfist tækifæri til að kynna saltið frekar á markaðinum áður en 40.000 tonna áfanginn tæki til starfa en 8.000 tonna áfanginn kemur að fullum notum sem hluti hans. Jafngott salt og sennilega betra Áætlað er að salt verði um 50 prósent af framleiðsluverðmæti verksmiðjunnar til að byrja með. Sá markaður fyrir salt sem mik- ilvægastur verður í byrjun er að sjálfsögðu fisksöltunarmarkaður- inn. Hefur því verið lögð mikil áhersla á að gera tilraunir með söltun á fiski með Reykjanessalti — jafnframt því að við höfum verið með umfangsmiklar tilraun- ir um hvers konar salt henti bezt til fisksöltunar. Það er alls ekki sama hvernig saltið er blandað innbyrðis — hversu mikið af aukasöltum s.s. kalsíumklóríði er blandað í það. Með verksmiðjunni höfum við mikla möguleika til að stjórna þessu og getum raunveru- lega framleitt nær hvaða gerð af salti sem óskað er eftir. í saltfisk- verkun skiptir miklu máli að notuð sé rétt tegund salts — það ræður útliti fisksins, áferð og eins hversu mikið los verður í honum. Auk þess er það salt sem verksmiðjan framleiðir tandur- hreint. Það er einnig framleitt við mikinn hita og þar af leiðandi gerilsnautt. Venjulegt sólarsalt, sem innflutt er, inniheldur mikið af svonefndum roðagerlum sem geta valdið miklu tjóni. Fiskur sem saltaður er með Reykjanes- salti verður yfirleitt ljósari, en slík vara er eftirsótt á sumum mörkuðum erlendis. Ég held að mér sé óhætt að segja að þær prófanir sem gerðar hafa verið með Reykjanessalt hafi lofað góðu um að við getum framleitt að minnsta kosti jafn gott og sennilega heppilegra salt til fiskverkunar en nú er flutt inn. Við kvíðum því engu hvað varðar markaðinn hér þar sem sýnt hefur verið fram á að saltverksmiðjan getur framleitt á samkeppnishæfu verði. Þá mun verksmiðjan einnig framleiða kalí og kalsíumklóríð í töluverðu magni, eins og ég tiltók áðan. Kalí er notað sem áburður — Áburðarverksmiðjan notar tæplega 6.000 tonn af því á ári og mun saltverksmiðjan ekki geta annað þeirri þörf í fyrsta áfangan- um. Kalsíumklóríð er í töluvert háu verði. Það er m.a. notað til ryk- bindingar vega, við olíuboranir og í efnaiðnaði. Sú framleiðsla salt- verksmiðjunnar verður að mestu seld úr landi. Hvað varðar önnur efni þá mun saltverksmiðjan framleiða bæði vítissóda og klór til eigin nota í töluverðu magni — þá framleiðslu verður alltaf hægt að auka ef eftirspurn reynist vera fyrir hendi. Gruhdvöllur að fjöl- breyttari stóriðju Ef litið er til framtíðarinnar þá er grundvöllur fyrir geysimikinn efnaiðnað á Reykjanesi sem salt- verksmiðjan gæti orðið grundvöll- ur að. Þarna er nær ótakmörkuð orka og aðstæður allar mjög ákjósanlegar. Eins og kom fram í skýrslu Rannsóknarráðs væri hægt að framleiða þarna a.m.k. 250.000 tonn af salti á ári. Það er að sjálfsögðu miklu meira magn en þörf er fyrir á innanlands- markað eins og nú horfir en salt er hjálparefni við margháttaðan efnaiðnað, sem hugsanlegt væri að reka í tengslum við saltframleiðsl- una, og væri hægt að stækka saltverksmiðjuna í áföngum eftir því hversu mikið salt þyrfti til efnaiðnaðarins. Við getum tekið magnesíum- vinnslu til dæmis. Salt er hjálpar- efni við vinnslu magnesíummáims — en hún fer fram í tveim þrepum. Fyrra þrepið er fram- leiðsla magnesíumklóríðs og væri þá notað salt sem hjálparefni til að framleiða það úr sjó sem dælt yrði til verksmiðjunnar. Magnesí- ummálmur er svo unninn úr magnesíumklóríði með rafgrein- ingu sem er tiltölulega raforku- frek. Kostnaður við forvinnslu — þ.e. vinnslu magnesíumklóríðs — er venjulega talinn um helmingur af endanlegu verði málmsins en hún gæti að öllum líkindum orðið mjög hagkvæm þarna. Til framleiðslu á þessum málmi þyrfti væntanlega engin efni að flytja inn til lands- ins og hann er í tiltölulega háu verði — 2.500 dollarar tonnið. Það mætti nefna fjöldamörg efni og málma sem hagkvæmt gæti reynst að framleiða þarna og ýmsan iðnað tengdan þessari vinnslu — eftir að saltverksmiðj- an verður tekin til starfa. Hugsan- legt yrði að stór hluti af fram- leiðslu hennar færi til slíks efna- iðnaðar og þarna yrði í framtíð- inni um fjölþætta stóriðju að ræða. Þessi sjóefnavinnsla er þó að- eins á athugunarstigi ennþá en þetta eru allt möguleikar sem opnast fyrst eftir að saltverk- smiðjan hefur tekið til starfa. Það sem skiptir máli nú er að við vitum að 40.000 tonna saltverk- smiðja hefur traustan grundvöll — það stendur aðeins á fram- kvæmdinni. Finnbogi Björnsson hefur verið framkvæmdastjóri Undirbúnings- félags saltverksmiðju á Reykja- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.