Morgunblaðið - 17.05.1981, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.05.1981, Qupperneq 10
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ1981 VER#LD HORFNAR HETJUR Togast á um líkams- leifar Stjórnmálamenn þurfa stund- um að glima við erfið úrlausnar- efni ok þannig er það iíka með William Whitelaw. breska inn- anrikisráðherrann, þessa dag- ana. Honum hefur nefnilega ver- ið falið að skera úr um hvort siðustu líkamsleifar eða aska pólska hershöfðingjans Wlady- slaw Sikorskis. sem var leiðtoKÍ þjóðar sinnar i síðustu heims- styrjöld. skuli áfram geymast í Bretlandi eða verða send til Varsjár. Flestir veðja á, að Whitelaw muni tefja tímann og fara sér að engu óðslega, enda olli það ekki alliítilli furðu þegar pólsk stjórn- völd fóru skyndilega fram á það við Breta, að líkamsleifar Sikorsk- is yrðu sendar til Póllands fyrir SIKORSKI: endurreistur 20. maí nk., en þá verða 100 ár liðin frá fæðingu hershöfðingjans. Wladyslaw Sikorski lést í flugslysi skammt frá Gibraltar árið 1943. Pólsk stjórnvöld hafa alla tíð, eða frá því að kommúnist- ar komust til valda í Póllandi, úthrópað þennan mann sem gagn- byltingarsinna og nefnt hann öðr- um þeim ónöfnum, sem kommún- istum eru tiltæk, en nú hefur það undarlega gerst, að ákveðið hefur verið að snúa við blaðinu og gera Sikorski að þjóðhetju. Gefið hefur verið út frímerki til að minnast aldarafmælisins og gata í Varsjá og flutningaskip hafa verið heitin eftir honum. Pólskir útlagar hafa tekið þess- um tíðindum allt annað en vel, eins og við mátti líka búast, og tengdasonur Sikorskis, sem nú býr á Kýpur, hefur opinberlega mótmælt þessari kröfu við bresku stjórnina. Kazimierz Sabbat, forsætisráð- herra pólsku útlagastjórnarinnar, sagði fyrir nokkru, að „aska Sik- orskis er grafin í kirkjugarði pólska flughersins í Newmark í Cambridge-skíri. Við getum fallist á, að hún verði flutt í kastala konungsfjölskyldunnar í Wawel í Kraká þegar Pólland er orðið frjálst. Nú er þjóð okkar hins vegar undir járnhæl Sovét- mailna". OFSTÆKI Tvennt dæmt til dauða af þjónkun við „sanntrúaða“ I>róun bandarísku geimskutl- unnar hefur vakið ýmsar spurn- ingar um. hvernig koma megi á alþjóðlegum reglum úti í geimn- um, sem hingað til hefur staðið utan við lög og rétt. Víst er um það að tilkoma þessa nýstárlega farartækis mun valda breyttum viðhorfum úti i ómælisgeimnum. Innan tíðar munu menn færir um að framkvæma ýmislegt úti í geimn- um, sem engir alþjóðlegir sáttmálar ná til. Raunar eru til drög að sáttmála, sem gæti orðið mikils- verður áfangi að alþjóðlegri „geim- stjórn". Er þar gert ráð fyrir að auðlindir tunglsins og reikistjarn- anna verði yfirlýstar sameiginleg eign mannkyns og að allar þjóðir eigi jafnan aðgang að þeim. Hins vegar hafa of fáar ríkisstjórnir undirritað sáttmálsdrögin, og hann hefur ekki enn öðlazt gildi. Það er vel líklegt að bandarískar tunglstöðvar, sem reisar verða fyrir atbeina geimskutlunnar, verði farn- ar að grafa eftir járni og öðrum málmum á yfirborði tunglsins áður en nokkur „tunglsáttmáli" gengur í gildi. Það er fleira, sem getur átt sér stað úti í geimnum utan ramma alþjóðlegra laga en hagnýting auð- lindanna. Aætlanir bandaríska her- málaráðuneytisins um nýtingu geimskutlunnar hafa vakið áhyggjur á alþjóðavettvangi um að geimurinn verði átakasvæði stór- veldanna. Rússar hafa lýst yfir að ráðagerð- ir Bandaríkjamanna með geim- skutluna séu upphaf vígbúnaðar- kapphlaups úti í geimnum. Raunar eru Rússar sjalfir önnum kafnir við gerð vígvéia til að nota úti í geimnum, t.d. á langdrægum geisla- byssum og árásarhnöttum, sem granda öðrum gervitunglum. Skutlan getur flutt gervitungl á braut umhverfis jörðu og gert er ráð fyrir, að hún verði einkum notuð til þess að koma njósnahnöttum á loft. Af hálfu hernaðarsérfræðinga hefur einnig komið fram að hún verði ef til vill notuð til þess að byggja skutlu hefðu rétt til handtöku og valdbeitingar úti í geimnum, ef þeir álitu nauðsynlegt. Embættismenn stofnunarinnar sögðu að aukin ferðalög út um geiminn gerðu það að verkum að slíkar reglur væru nauðsynlegar. Fjórir fjölþjóðlegir samningar hafa nú verið gerðir um ferðalög úti í geimnum. Sovétríkin og Bandarík- in hafa undirritað þá alla. Sá fyrsti er frá árinu 1967. Þar er kveðið svo á, að engin þjóð geti krafizt eignarhalds úti í geimnum eða á hnöttum þar. Jafnframt er þar lagt blátt bann við, að gereyðingar- vopn verði höfð úti í geimnum. I samningi frá 1968 er geimförum gert að skyldu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma öðrum geimförum til hjálpar í nauðum án tillits til þjóðernis þeirra. Þriðji samningurinn öðlaðist gildi árið 1973. Þar segir, að þjóð sem kemur af stað geimfari sé ábyrg fyrir þeim skemmdum sem verði, falli eitthvað til jarðar af þess völdum. Loks er til samningur frá árinu 1976, þar sem kveðið er á um að þær þjóðir, sem sendi geimför á braut, tilkynni um þau til aðalritara Sameinuðu þjóðanna. - CHARLES J. IIANLEY CASTRÓ: skýrslurnar ætla hann lifandi að drepa Castró vakti yfir Dracula fram á morgun Gabriel García Márquez, rit- höfundur frá Kólombíu, hefur skýrt fá því hvaða bækur Fídel Castró hafi helzt með sér í háttinn, og þar er Dracula ofarlega á blaði. Reyndar eru einnig ýmis sígild verk að finna á náttborðinu hjá honum, þ. á m. bækur eftir Tolstoi, Dostojevskí, Cervantes, Kafka, Balzac og helzta bókmenntajöf- ur Kúbumanna, Alejo Carpent- er. Félagi Castró á það einnig til að kíkja í bækur eftir Ilarold Robbins, svona til þcss að fá smjörþefinn af auðvaldsheimin- um. García Márques er gamall vinur Castrós og gerir sér tíðförulla til forsetans en nokkur annar útlend- ur gestur, að því er hann segir sjálfur frá. Að jafnaði fer hann til Havana fjórum sinnum á ári og er þar í bezta yfirlæti sem persónu- legur gestur Castrós megnið af dvalartíma sínum. Hann segir, að Castró hafi verið mjög víðlesinn í æsku og haft góðan bókmenntasmekk. Síðar þurftu bókmenntirnar að lúta í lægra haldi fyrir öðrum viðfangs- efnum. García Márques segir: „Eitt sinn spurði Fídel mig hvað ég væri að lesa. Ég svaraði því, en man ekki lengur hvaða bók ég nefndi. Þá sagði hann: Mikið óskaplega áttu gott að geta lesið bækur. Ég verð hins vegar að sitja við að lesa skýrslur alla mína ævi. Svo fórum við að tala um bækur og mér varð fljótt ljóst, að hann hafði alveg frábært bókmennta- skyn. Eftir þetta fór ég að koma með bækur til hans. Síðan eru liðin sex ár.“ Ætla má, að Castró hafi borizt álitlegur bókastafli frá vini sínum á þessu árabili, því að í hvert sinn sem García Márques fer til Kúbu hefur hann meðferðis ferðatösku fulla af bókum. Um það bil helmingur þeirra hefur að geyma sígild bókmenntaverk, hinn helm- ingurinn eru reyfarar og annáð afþreyingarefni. García Márques segir, að Castró hafi vakað heila nótt við að lesa Draeula. Hafi hann fært vini sínum bókina að gjöf að kvöldi og klukkan fjögur næsta morgun hafi hann verið niðursokkinn í lestur- inn. „Sjáið til, það er ekki hægt að hugsa sér betri og þægilegri vin- áttu,“ sagði García Márques ný- lega í viðtali við kólombískt tíma- rit. „Við tölum mjög sjaldan um stjórnmál beinlínis vegna þess að hann lítur þannig á vináttu okkar, að hún sé hvíld og afslöppun frá því álagi sem stjórnmálavafstrið hefur í för með sér.“ En þessi þægilega vinátta hafði óþægilegar afleiðingar fyrir García Márques fyrr á þessu ári, er ríkisstjórn Kolombíu sleit stjórnmálasambandi við Kúbu og lýsti yfir, að Castró léti þjálfa félaga úr M-19-skæruliðasamtök- unum í Kólombíu. Um þær mundir var ekkert sérlega hagstætt að vera í vinfengi við Castró og García Márquez fékk pata af því að herinn ætlaði að láta handtaka hann og yfirheyra. Hann brá á það ráð að leita til sendiráðs Mexíkó í Bogota og þar var honum veitt pólitískt hæli. Síðar fór hann flugleiðis til Mexíkó, en þar hefur hann og fjölskylda hans átt sitt annað heimili árum saman. - GEOFFREY MATTIIEWS „Tunglsáttmáli” aðkallandi risastórar stöðvar úti í geimnum, t.d. njósnastöðvar eða stjórnstöðvar í bardaga á jörðu niðri. Þessi nýja þróun í geimferðum getur einnig snarlega fært Banda- ríkjamönnum upp í hendur einokun- araðstöðu í ábatasömum fjarskipta- viðskiptum með gervitunglum. Með tilkomu geimskutlunnar er unnt að reisa úti í geimnum stöðvar til beizlunar sólarorku og jafnvel verk- smiðjur. Þar væri hægt að vinna steinefni frá tunglinu og annars staðar frá í ýmiss konar fram- leiðslu, svo sem byggingarefni, en þyngdarleysið úti í geimnum hefði ómetanlega kosti fyrir slíka starf- semi. Geimskutlan gæti reynzt þýð- ingarmikill áfangi að stórfelldri uppbyggingu úti í geimnum. Hugmyndin um „landnám" í geimnum kom skýrt fram á sl ári er bandaríska geimferðastofnunin NASA kunngerði nýjar reglur, er kváðu á um, að stjórnendur geim- ALHEIMURI Glimdroðinn í geimn- um fer dagvaxandi Stjórnvöld í arabfsku fursta- dæmunum, sem hingað til haía verið undir sterkum áhrifum frá Vesturlöndum, virðast nú reyna að friðmælast við íslamska bók- stafstrúarmenn með því að taka upp á ný ýmsa forna hætti í anda trúarbragða þeirra. Þetta kom glögglega f ljós í aprflmánuði sl. með hörmulegum og villimanns- legum hætti, er maður og kona frá Omani voru dæmd til þess að verða grýtt tii bana fyrir að hafa drýgt hór og bankaræningi var dæmdur til opinberrar aftöku. Ilér er um að ræða fyrstu dóma sinnar tegundar frá stofnun Sameinuðu arabfsku furstadæm- anna. Þessir líflátsdómar eru báðir í fullu samræmi við Sharia-lögin, hinar fornu reglur um hegðan Múhameðstrúarmanna. Þessar reglur hafa ávallt verið til, en ekki ævinlega verið notaðar. I stjórn- arskrá Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna eru önnur ákvæði, Já- kvæða refsilöggjöfin, sem um margt er sameiginleg réttarfari Vesturlanda. íslamskir bókstafstrúarmenn virðast hins vegar farnir að sækja í sig veðrið og knýja á um breytingu á stjórnarskránni. Þar segir að einkum skuli dæmt samkvæmt Sharia-lögunum. Hinir bókstafs- trúuðu vilja fremur, að þar standi, að eingöngu skuli dæmt eftir þeim. Dómar þeir, sem hér um ræðir og þá einkum sá sem kveðinn var upp yfir bankaræningjanum, eru álitn- ir vera tilraun stjórnvalda til að friða bókstafstrúarmenn. Mjög rækilega var skýrt frá gangi rétt- arhaldanna í fjölmiðlum við Persa- flóa og þykir það nokkrum tíðind- um sæta, þar sem fregnir af glæpum og dómsuppkvaðningum eru oft þaggaðar niður. Dómarinn, sem kvað upp dóm vegna hórdómsbrotsins, átti ekki annarra kosta völ en að haga dómsorðum á þá lund, er hann gerði, því að hin ákærðu viður kenndu sekt sína þrisvar sinnum fyrir rétti! Hefðu þau þrætt fyrir sakargiftir hefði því aðeins verið unnt að dæma þau, ef fjórir karlmenn hefðu orðið vitni að broti þeirra, eða svo segir í Sharia- reglunum. öðru máli gegndi um bankaræn- ingjann. Hann hefði getað hlotið fangelsisdóm eða dóm um aftöku í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.