Morgunblaðið - 17.05.1981, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1981
51
Rússar hafa lýst yfir aö ráðageröir Banda-
ríkjamanna meö geimskutluna séu upphaf^^
vígbúnaðarkapphlaups úti í geimnum ... g fj
OFSÓKNIR
Yísindamönn-
um aftur vært
í Rauða-Kína
— Það hefði verið okkur
ollum fyrir beztu. eí Mao hefði
dáið árið 1954 eða 1955, var
nýlega haft eftir mikilsvirtum
visindamanni við eina af
heiztu vísindastofnunum í Pek-
ing. — Þau ár sem hann átti þá
ólifuð. bakaði hann þjóðinni
KÍfurleKt tjón, bætti hann við.
Sá sem svo mælti er eðlisfraeð-
ingur, 74ra ára að aldri. Á sínum
yngri árum var hann kennari við
Chicago-háskóla en árið 1951 fór
hann heim til Kína fullur af
eldmóði og áhuga á að leggja sitt
lóð á vogarskálina til uppbyggingar
hins nýja kommúnistaríkis, sem
stofnað hafði verið tveimur árum
áður.
Raunin varð hins vegar sú, að
hann þurfti að bíða þess í þrjá
áratugi að hæfileikar hans og
menntun fengju notið sín, því að
hann varð illa úti í menntamanna-
ofsóknunum í Kína, sem hófust
snemma á sjötta áratugnum og
lauk ekki fyrr en við dauða Maos og
endalok fjórmenningaklíkunnar.
honum allar leiðir opnar: prófess-
orsstaða, rannsóknaraðstaða, að-
stoðarfólk og fjárhagslegur stuðn-
ingur. í hans augum er þó þyngst á
metunum sú hugarfarsbreyting í
hans garð, sem hann hefur orðið
var við hjá öðrum eðlisfræðingum.
Hann mun þó til dauðadags bera
menjar um þær viðtökur, sem hann
hlaut hjá þjóð sinni áður fyrr.
Hann er kalinn bæði á höndum og
fótum og eru það afleiðingar pynd-
inga, sem hann var látinn sæta á
tímum menningarbyltingarinnar.
Annar kínverskur vísindamaður,
sem stendur hinum jafnvel framar,
á enn sárari minningar frá fyrr-
nefndri „byltingu", en í nokkur ár
eftir 1969 var hann hafður í algerri
einangrun. Þessi maður er stærð-
fræðingur og er áttræður að aldri.
Hann ber einnig merki um með-
KJARNORKA
Sakfelldir sýndir á götum úti
á dögum menningarbyltingar-
innar.
ferðina, sem hann var látinn sæta í
einangruninni, og er rúmfastur
langtímum saman. Ástæðan er sú,
að honum var skipað að beygja sig
í auðmýkt með höfuðið á milli
hnjánna og olli það honum alvar-
legri sköddun á hrygg.
Árið 1972 kom til Kina erlendur
stærðfræðingur, sem hlotið hafði
heimsfrægð. Hann var talinn Kín-
verjum mjög vinveittur.í vináttu-
skyni við hann var hinn aldni
stærðfræðingur leystur úr einangr-
un sinni um skeið, og látinn fylgja
starfsbróður sínum í kádílják
skrýddum rauðum fánum um
stræti Peking, en slíkt er einn hinn
mesti virðingarvottur sem yfirvöld
sýna nokkrum manni.
„Hinn erlendi starfsbróðir minn
vildi fá að sjá stofnunina mína, en
þar hafði ég ekki stigið fæti í fimm
ár. Eg kynnti hann fyrir fólki, sem
ég hafði aldrei séð, svokölluðum
„hugverkamönnum" byltingarinn-
ar, sem þá veittu stofnuninni
forustu, og svo ræddi ég við hann
um stærðfræði, eins og það væru
mínar ær og kýr. Síðan fór hann til
Evrópu og mælti gegn hverjum
þeim, sem dirfðist að gagnrýna
kínversk vísindi undir leiðsögn
flokksins. En ég hvarf aftur til
minnar fyrri iðju, sem var gólf-
þvottur."
JONATIIAN MIRSKY
í árslok 1980 fékk hann bréf frá
flokknum, þar sem frá því var
skýrt, að árið 1952 hefði hann verið
sakaður um að vera njósnari á
snærum Bandaríkjamanna. Væri
verkefni hans í því fólgið að
komast með fingurna inn í kín-
versk vísindi í því augnamiði að
vinna þeim tjón. Eðlisfræðingurinn
hafði aldrei fengið nokkurn pata af
þessum ásökunum fyrr en í fyrr-
greindu bréfi.
Á hinn bóginn varð hann að sæta
afleiðingum þeirra sem og hundruð
annarra manna, sem til Kína höfðu
komið á sömu forséndum. Honum
var synjað um starfsaðstöðu og fé
til að stunda rannsóknir.
I bréfinu, sem honum var sent til
uppreisnar æru, eru taldar upp
ákærur á hendur honum lið fyrir
lið og eru þær allar hraktar.
Rannsóknaraðili á vegum flokksins
hefur þar undirritað sérhverja
ómerkingu. Þetta hefur skipt sköp-
um í lífi eðlisfræðingsins. Nú eru
Óhappið sem
átti ekki
að geta átt
sér stað
Japanir hyggja nú mjög að
aukinni raforkuframleiðslu, en
þegar eru 22 kjarnorkuver í
landinu. Kjarnorkuframleiðslan
sætir þó talsverðri gagnrýni og
fullyrða menn m.a. að i einu
veranna leki geislavirk úrgangs-
efni í hverjum mánuði.
Þeir sem andstæðir eru hagnýt-
ingu kjarnorku hafa stofnað með
sér samtök, sem njóta stuðnings
sósíalista. Einn helzti forvígismað-
ur þessara samtaka er Kuniaki
Sakamoto. Hann segir, að til
skamms tíma hafi öll mistök, sem
átt hafi sér stað í kjarnorkuverun-
Þrítugasta óhappið
á tíu árum
anda bókstafstrúarmanna.
kyrrþey. Skýringin á því, hversu
hart var tekið á máli hans kom
fram í ræðu dómarans. Hann sagði,
að ungi maðurinn, sem raunar var
af palestínsku þjóðerni, hefði
greinilega verið undir áhrifum af
vestrænum kvikmyndum og að
ofbeldisglæpir yrðu með engu móti
umbornir í Sameinuðu arabisku
furstadæmunum.
Muhammad A1 Bakr, dómsmála-
ráðherra Sameinuðu arabísku
furstadæmanna, hefur skýrt frá
því opinberlega að öll lög sam-
bandsríkisins hafi verið endur-
skráð í samræmi við Sharia-regl-
urnar, en hafi þó enn ekki tekið
gildi sem slík. Dómarar hafa einnig
skýrt frá því í einkaviðræðum, að
þeim hafi verið gert að sýna hörku.
En á þessum slóðum hafa líka
ýmsar breytingar verið gerðar í
daglegu lífi, sem ekki snerta rétt-
arfarið. Til að mynda mega karl-
menn ekki lengur starfa á hár-
greiðslustofum fyrir konur, hvort
sem stofurnar eru í eigu Evrópu-
manna eða annarra.
I Dubai eru vestræn áhrif líklega
meiri en í nokkurri annarri borg
við Persaflóa, en þar er nú svo
komið að kabarettsýningar, sem
konur taka þátt í, eru ekki lengur
leyfðar á hótelum. í Qatar og
Bahrain eru og ýmis teikn um
breytta tíma, t.d. hafa nú allar
svínaafurðir verið teknar niður úr
hillum verzlana.
Og nú fyrir skemmstu var fyrir-
skipuð kynskipting í öllum skólum
sambandsríkisins. Ná reglur þessar
einnig til barna frá Vesturlöndum.
Sá sem þar tók af skarið er Saed
Salman, menntamálaráðherra
Sameinuðu arabísku furstadæm-
anna, en hann hefur löngum verið
talinn mikill harðlínumaður í Mú-
hameðstrú. Ekki lét hann þar við
sitja heldur fyrirskipaði einnig að
konur mættu aðeins kenna stúlkum
og karlar piltum.
- ARNOLD DRUMMOND.
um, verið þögguð niður, eða þar til
ljóst var að geislavirk úrgangsefni
komu frá kjarnorkuverinu í Tsur-
uga í vesturhluta landsins. Hann
segir: „Áður viðurkenndu stjórn-
völd aðeins, að um minniháttar slys
væri að ræða. Þau hafa gert sér allt
far um, að japanska þjóðin standi í
þeirri trú að eingöngu sé um
ómerkileg mistök að ræða.“
Ekki reyndist yfirmönnum í
Tsuruga unnt að draga fjöður yfir
þau mistök, sem þar höfðu átt sér
stað, eftir að sá orðrómur hafði
breiðzt út um héraðið, að fólk vildi
ekki snæða fisk úr vatni, þar sem
reyndust vera geislavirk úrgangs-
efni frá kjarnorkuverinu. Fiski-
menn höfðu skýrt frá því, að
fiskurinn úr vatninu væri vanskap-
aður.
Þegar japönsku þjóðinni var
skýrt frá því, að geislavirk úrgangs-
efni kæmu frá kjarnorkuverinu í
Tsuruga urðu viðbrögð hennar
mjög svipuð og viðbrögð Banda-
ríkjamanna við óhappinu við Three
Mile Island í Pennsylvaníu árið
1979.
í japönsku kjarnorkuverunum er
öryggisbúnaður, sem fræðilega séð
útilokar að úrgangsefni streymi út.
Þessi búnaður hefur bilað í Tsuruga
ekki aðeins einu sinni heldur a.m.k.
tvisvar.
Shunichi Suzuki, forseti félags-
ins, sem rekur kjarnorkuverið,
þuldi tárvotur hina hefðbundnu
afsökunarbeiðni til þjóðarinnar
vegna framkomu félagsins og viður-
kenndi jafnframt að 56 starfsmenn
við kjarnorkuverið hefðu orðið fyrir
geislavirkni, er þeir ösluðu um í
vatni, er flætt hafði úr afrennslis-
geymi. Þetta var í þrítugasta sinn,
sem óhapp hafði orðið í verksmiðj-
unni frá því hún tók til starfa árið
1970.
Þrátt fyrir þessar uppljóstranir
er ekki hinn minnsti möguleiki á
því, að Japanir muni draga úr
framleiðslu á kjarnorku og hnika til
þeim áætlunum, sem hafa verið
gerðar þar að lútandi. Hingað til
hafa þeir verið mjög háðir innflutn-
ingi á olíu, og eru staðráðnir í því,
að nú skuli þar verða breyting á.
- DONALD KIRK
• •
Onnur
aukasýning
á KONU
ÁKVEÐIÐ hefur verið að hafa
aðra aukasýningu á Konu eftir
Dario Fd þriðjudag 19. maí kl.
20.30 en það verður jafnframt
allra síðasta sýningin hér i
Reykjavik. að sögn talsmanna
Alþýðuleikhússins. Verður þetta
37. sýningin á verkinu.
. „Kona“ hefur verið sýnd víða í
nágrenni Reykjavíkur nú seinast í
Hrauneyjarfossvirkjun, þar sem
leikhópnum var vel fagnað. Fyrsta
júlí leggur Kona af stað í leikferð
austur og norður um land og
verður fyrsta sýning í Vík og sú
síðasta væntanlega í Grímsey, en
þangað fór Alþýðuleikhúsið sl.
sumar með „Við borgum ekki“
eftir sama höfund.
Leikstjóri Konu er Guðrún
Ásmundsdóttir, leikmynd er eftir
Ivan Török en áhrifahljóð gerði
Gunnar Reynir Sveinsson. Leikar-
ar í syningunni eru Sólveig
Hauksdóttir, Edda Hólm og Guð-
rún Gísladóttir.
Þjóðhátíðar-
dagur
Norðmanna
í dag
í TILEFNI þjóðhátíðardags Norð-
manna, sem er í dag, 17. maí,
hefur stjórn Nordmannslaget tek-
ið saman dagskrá, er hefst með
því að kl. 9.30 verður lagður
blómsveigur á leiði fallinna Norð-
manna, er hvíla í Fossvogskirkju-
garðinum.
Skólahljómsveit Kópavogs leik-
ur.
Kl. 10.30 er haldin samkoma
fyrir norsk-íslensk börn, þar sem
boðið verður uppá veitingar og
fleira.
Um kvöldið verða hátíðarhöld í
Þjóðleikhúskjallaranum kl. 19.30.
Króatar
dæmdir
New York. 13. mai. AP.
FJÓRIR Króatar ákærðir
fyrir samsæri um hryðjuverk í
New York-borg hafa verið
dæmdir í 20 til 35 ára fang-
elsi.
Mennirnir voru félagar í
samtökum króatískra þjóðern-
issinna er kallast „Otpor". Þeir
voru dæmdir fyrir áform um
nokkur sprengjutilræði, m. a. i
boði með júgóslavneskum
stjórnarerindrekum, og sam-
særi um að myrða pólitískan
andstæðing, rithöfundinn Jos-
eph Badurina.
Fjörutíu ára dóm fékk Ivan
Cale, sem yfirvöld segja yfir-
mann New York-deildar
„Otpor“.