Morgunblaðið - 17.05.1981, Qupperneq 16
56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1981
Þrengsli standa í vegi fyr-
ir eðlilegri þróun skólans
- segir Jón Nordal skólastjóri
SKÓLASTJÓRI Tónlistarskólans í Reykjavík er Jón Nordal, en hann
tók við stjórn skóians árið 1959 aí Arna Kristjánssyni. Skólinn var þá
ti! húsa í Þrúðvanjíi við Laufásveg í Reykjavík. Jón Nordal er fyrst
beðinn að segja frá hverjar breytingar urðu helstar á starfi skólans á
þessum árum:
— Það má segja, að þáttaskil
hafi orðið í starfi skólans haustið
1959 þegar fyrsta kennaradeildin
tók til starfa. Sú deild var kostuð
af ríkinu og hafði það hlutverk, að
mennta og þjálfa kennara í tónlist
fyrir almenna skóla. Á næstu
árum voru svo settar á stofn að
frumkvæði skólans sjálfs hlið-
stæðar deildir fyrir hljóðfæra-
kennara, píanó-, fiðlu- og blásara-
kennaradeildir. Einnig voru tekin
upp kröfumeiri próf í hljóðfæra-
leik, svokölluð einleikarapróf.
Þannig þokaði námi í skólanum
smátt og smátt nær því að vera
sambærilegt við nám í tónlistar-
háskólum erlendis. Svo var það
árið 1963 að skólinn flytur úr
Þrúðvangi í nýtt húsnæði við
Skipholt, sem var mikil framför á
þeim tíma, en eftir örfá ár var það
húsrými orðið alltof lítið og
þrengsli hafa raunverulega staðið
í vegi fyrir eðlilegri þróun skólans
síðustu árin.
Vantar na*Kan
fjárstuðning
Síðan greinir Jón Nordal stutt-
lega frá tilurð skólans:
— Tónlistarskólinn var stofn-
aður árið 1930 af félögum úr
Hljómsveit Reykjavíkur, en
tveimur árum síðar var Tón-
Iistarfélagið sett á fót fyrst og
fremst til þess að reka skólann og
hefur gert það síðan með styrk frá
ríki og borg. Skólinn er því enn
einkaskóli, en þróunin bendir í þá
átt, að hann verði ríkisskóli áður
en lagt um líður, enda lagasetning
í undirbúningi þar að lútandi.
Rekstrarformið eins og það er
nú hefur ýmsa kosti, en einnig
sína galla, t.d. hefur reynst erfitt
að fá stuðning yfirvalda við bygg-
ingaráform okkar vegna óljósrar
stöðu skólans í ríkiskerfinu. Við
höfum tilbúnar teikningar að nýj-
um skóla, mjög góðar að okkar
mati og lóð á hentugum stað. Það
sem á vantar er nægur fjárstuðn-
ingur til þess að hægt verði að
hefja framkvæmdir. Vonandi
þurfum við ekki að bíða of lengi,
því komist þessi bygging upp eins
og okkur dreymir um, myndi
skólastarfið taka fjörkipp svo um
munaði. Og finnst mér að saga
skólans í hálfa öld hafi sýnt hve
mikilvægu hlutverki hann hefur
að gegna í íslensku tónlistarlífi og
því verður að búa þannig að
honum, að hann geti rækt það með
fullum sóma.
Þá ræðir Jón um tónlistarnámið
sjálft, undirbúning og nám erlend-
is:
— Sá hópur, sem Tónlistarskól-
inn hefur brautskráð á fimmtíu
árum, er kannski ekki ýkja stór,
Jón Nordal skólastjóri
Tónlistarskólans. Liwa.: Emilia
en þar er þó að finna flesta þá,
sem nú bera hita og þunga dagsins
í tónlistarlífi okkar. En síðasta
áratuginn hefur þeim nemendum
fjölgað mikið, sem taka burtfar-
arpróf, bæði sem hljóðfæraleikar-
ar og kennarar. En þeir verða
eflaust fleiri þegar undirbún-
ingsmenntun í tónlist verður kom-
in í það horf sem nú er unnið að,
bæði í almennum skólum og tón-
listarskólum.
Það sem okkur vantar aðallega
nú, eru nógu vel undirbúnir nem-
endur fyrir þær deildir skólans,
sem þegar starfa á háskólastigi.
Skapa þarí starfs-
grundvöll
Hvert fara nemendur frá ykkur,
eru þeir fullnuma?
— Nemendur eru sjálfsagt
seint eða aldrei fullnuma í tónlist
og því fara mjög margir í áfram-
haldandi nám og auka þar við
prófstig sín og menntun. Hins
vegar höfum við kennaralið hér,
sem er í flestum tilfellum jafn
hæft og kennarar erlendis, svo
menn þurfa kannski ekki utan af
þeim sökum, en það eykur víðsýni
að kynnast tónlistarlífi annars
staðar þar sem það er fjölbreytt-
ara og auðugra en hér og þá ekki
síst á meðal stórþjóða.
Einnig er mikils virði að kynn-
ast nýjum viðhorfum og skoðun-
um og að geta unnið við aðstæður,
sem enn er ekki kostur á hér
heima, m.a. hvað tónlistarsöfn
snertir. Nú eru a.m.k. 50 nemend-
ur við tónlistarnám erlendis og
langflestir vilja snúa aftur heim.
En það verður sífellt erfiðara fyrir
vel menntað tónlistarfólk að fá
hér störf við sitt hæfi. Nú er það
brýnt að unnið verði að því að
skapa starfsgrundvöll fyrir þetta
fólk svo við fáum að njóta hæfi-
leika þess hér heima.
Auk hefðbundinnar kennslu
hefur Tónlistarskólinn síðustu ár-
in haldið ýmis konar námskeið.
Segir skólastjórinn þau hafa verið
vel sótt og tekist hafi að fá
frábæra leiðbeinendur erlendis
frá. Auk þess hafa nemendur
komið að utan til að sitja nám-
skeið hjá Tónlistarskólanum, t.d.
Zukofsky-námskeiðið, sem haldið
hefur verið hér í 4 ár, fyrst með 10
til 15 nemendum, en í fyrra voru
þeir orðnir á annað hundrað. Þá
eru oft styttri námskeið og lista-
menn, sem hér eru á ferð, líta við í
skólanum, halda fyrirlestra, spila
og kenna. En Jón Nordal nefndi
áðan aukin umsvif skólans og er
spurður nánar um þau:
Notum alla tónloikasali
— Þau koma kannski einna
bezt fram þegar við lítum á hið
mikla tónleikahald, sem hér fer
fram. Auk tónleika innan skólans
eru haldnir 15 til 20 opinberir
tónleikar á hverju skólaári og
segja má að við notum öll nothæf
tónleikahús og sali í Reykjavík.
Við þurfum að halda einleikstón-
leika, kammertónleika, kór- og
hljómsveitartónleika og ýmsa
blandaða tónleika, nemendur tón-
menntakennaradeildar halda tón-
leika og ekki má gleyma söngnum,
þótt hann hafi orðið meira útund-
an en aðrar greinar hingað til.
Tónleikaröðin, sem við héldum
nýlega á Kjarvalsstöðum gaf
nokkuð góða mynd af þessari
fjölbreytni, en þrátt fyrir það
eigum við enn eftir að hálda 7
tónleika til vors.
Að lokum er Jón Nordal spurður
um starfið sjálft, hvort þetta hafi
verið það sem hann ætlaði að
leggja fyrir sig, en hann hefur
menntað sig í píanóleik og tón-
smíðum:
— Nei, svo sannarlega ekki!
Stjórnunarstörf og sá erill og þær
áhyggur sem þeim fylgja eiga
raunverulega ekki við mig. En að
svo mörgu leyti er þetta heillandi
starf. Fátt jafnast á við það, að
kynnast og fylgjast með gáfuðu
æskufólki, sem hefur fundið sína
réttu hillu í lífinu, sjá það vaxa að
þroska og getu, stundum ótrúlega
hröðum skrefum. Það veitir manni
djúpa gleði og fullnægju, sem
bætir allt annað upp.
Tónlistamám
og strangt ef
- segir Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari
— Mér finn.st merkilegast að staldra við og hugsa um öll þau áhrif,
sem Tónlistarskólinn hefur haft á þessum 50 árum og þar má t.d.
nefna. að eftir stofnun hans hafa sprottið upp tónlistarskólar út um
allt land og við hefðum ekki svo snemma eignast sinfóníuhljómsveit ef
skólans hefði ekki notið við. Frá honum hafa líka komið flestir þeir
tónlistarmenn sem í dag starfa i landinu. sagði Rögnvaldur
Sigurjónsson pínaóleikari og kennari við Tónlistarskólann i Reykja-
vik.
er bæði langt
ná á árangri
Rögnvaldur Sigurjónsson situr hér með einum pianónemenda sinna.
Ljósm.: Emilia
Kennarar mjög sjálfstæðir
Rögnvaldur er yfirkennari
framhaldsdeildar í píanóieik:
— Eg er nú svo sem ekkert yfir,
kennarar eru mjög sjálfstæðir,
kennslan fer fram í einkatíma
með hverjum nemanda og þar
ræður hver og einn kennari ferð-
inni. Tónlistarnám er bæði langt
og strangt ef ná á árangri, en þvi
fyrr sem gáfaðir nemendur geta
losað sig við kennara, því betra.
En námi lýkur aldrei og það þarf
mikinn sjálfsaga þegar menn eru
farnir að vinna sjálfstætt og eitt
aðalatriðið er að hlusta, hlusta á
músík, sækja konserta og hlusta á
plötur, með því lærir maður mest.
Áfram er rætt um Tónlistar-
skólann og þá kennslu sem þar er
að fá. Margir hverfa utan til
frekara náms og Rögnvaldur segir
það aðeins af hinu góða, en hann
vill einnig snúa þessu nokkuð við:
Gætum tekið erlenda
nemendur
— Það gæti hæglega verið
öfugt. Við getum tekið við fólki frá
öðrum löndum og þroskað það hjá
okkur. Því það sem fyrst og fremst
er unnið við að fara í önnur lönd
er að kynnast öðrum kennurum,
viðhorfum og fjölbreyttari tónlist.
En þessi munur er að mínu viti
alltaf að minnka, því hér er nú
þegar orðið allfjölbreytt tónlist-
arlíf.
í þessu sambandi mætti nefna,
að franski hljómsveitarstjórinn
Jean-Pierre Jacquillat, sem er
aðalstjórnandi Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar, og hefur stjórnað
hljómsveitum og farið víða, sagði
við mig nýlega, að hér í Reykjavík
væri mun meira listalíf en í
mörgum stórborgum Frakklands.
Á öllum sviðum, myndlist, leiklist
og tónlist og hann átti þar ekki
síður við gæði en magn. En við
skulum ekki ofmetnast, þetta er
þróunin og útlendingar bera fulla
virðingu fyrir okkur og listum hér.
En Rögnvaldur sagði það ekki
alltaf hafa verið svo. Þegar hann
var fyrir rúmlega þrjátíu árum
staddur á ráðstefnu ISCM, Al-
þjóðasambandi nútímatónskálda,
í Amsterdam var þar m.a. verið að
ræða um þátttöku íslands í þessu
alþjóðasamstarfi. Sagði hann við-
brögð Norðmanns nokkurs hafa
þá verið þau að það lægi ekkert á,
enn væri of snemmt að íslend-
ingar kæmu þar við sögu, íslensk-
ar tónsmíðar væru enn á frum-
stigi !
Vel menntað tónlistarfólk
— En þetta er allt annað í dag,
unga fólkið er vel menntað, við
reynum að taka eins mikið inn af
góðu fólki og hægt er, inntökuskil-
yrðin verða sífellt strangari og
skólinn færist æ meira yfir á
háskólastig.
Rögnvaldur er einnig spurður
hvort hann haldi að ungt tón-
listarfólk fái störf og tækifæri
hérlendis við sitt hæfi á næstu
árum:
— Píanóið er að langmestu
leyti notað sem einleikshljóðfæri,
í fáum tilvikum er það notað sem
venjulegt hljómsveitarhljóðfæri,
en það er auðvitað notað í kamm-
ermúsík og þar eru viss tækifæri.
En píanóleikarar hljóta að verða
að leita út fyrir landsteinana eftir
tækifærum. Annars er verið að
vinna að því að skipuleggja tón-
leikaferðir um landið. En við
skulum gera okkur grein fyrir því
að við erum ekki bara Islendingar
heldur einnig jarðarbúar og þess
vegna finnst mér rétt að tón-
listarfólk reyni að koma sér á
framfæri erlendis að minnsta
kosti um tíma. Ef þetta unga og
efnilega fólk kæmi aftur, sem
maður vonar sterklega, þá væri
kannski hægt að hugsa sér að
stofna aðra sinfóníuhljómsveit
eða bæta við þá sem fyrir er, sem
er æskilegra.
Aftur er rætt um skólann og þá
menntun, sem hann veitir, og nú
um þroskann:
— Það hefur oft verið bent á að
góð tónlist hafi mjög þroskandi
áhrif á fólk og geri lífið ríkara ad
innihaldi. Þess vegna vorkenni ég
þessu fólki, sem alltaf er að tala
niðrandi um tónlist. Það veit ekki
hversu mikils það fer á mis við í
lífinu.
Gömlu verkin liía
Það er sem sagt að mínu viti
auðugra líf að geta hlustað á
klassíska tónlist, en ekki bara
dægurlög, en auðvitað hafa þau
einnig sinn fulla rétt og það er
ekki hægt að segja að annað sé
ómögulegt og hitt gott. Dægurlög-
in eru allt annar hlutur, þau
skemmta mönnum, en þau fara
inn um annað eyrað og út um hitt
og gleymast síðan. En af hverju
hlusta menn enn í dag á Bach, ef
hverju lifa 200 ára gömul verk enn
í dag ? Á því hlýtur að vera
einhver skýring. Við skulum líka
muna, að til voru mörg tónskáld,
sem sömdu ágæt verk, að mati
samtíðar sinnar, en þessi tónskáld
eru nú flestum gleymd. Það eru
aðeins verk helstu meistaranna
sem enn lifa.
Og svo við höldum okkur við
dægurlögin áfram eða poppið, þá
er það ekki fyrir mig, ég þoli illa
popp. Það er líka brot á mannrétt-
indum og lögreglusamþykktum
þegar þessi tónlist er látin öskra á
móti manni eins og villidýr, hér
niður í Austurstræti og víðar.
Aldrei myndi mér detta í hug að
versla í þessum búðum, sem taka
þannig á móti manni og mér
finnst það óskiljanlegt að nokkur
skuli hætta sér innfyrir, en þetta
er látið viðgangast.
Að lokum er rætt um nútíma-
tónlist og Rögnvaldur Sigurjóns-
son er spurður álits á henni:
— íslensku tónskáldin í dag eru
mjög vel menntuð og hafa komið
mörg athyglisverð verk frá þeim
fram í dagsljósið, en eins og ég
sagði áðan, tíminn einn mun ráða
úrslitum um hvaða verk lifa og
hvaða ekki.