Morgunblaðið - 17.05.1981, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAI 1981
67
SVD skolþurrkan
athyglisverð nýjung
I’annÍK lítur SVD skolþurrkan út. Á mvndinni sést hvernÍK slanKan
frá vatnsdælunni tenKÍst þurrkubiaAinu en vatniA spýtist út úr hvoru
mejfin þurrkublaðsins á víxl eftir þvi hvernÍK þurrkan hreyfist.
NÝ TEGUND af rúðuþurrkum.
svonefndar SVD skolþurrkur,
eru nú komnar á markað hér-
lendis ok er þetta athyKlisverð
nýjunK. Árni SchevinK. heild-
verzlun, hefur umboð fyrir SVD
skolþurrkuna ok fæst hún nú á
flestum benzínstöðvum. Fljótt á
litið virðast skolþurrkurnar i
enKu frábruKðnar venjuleKum
rúðuþurrkum en ef betur er að
Káð sést að Krönn KÚmmíslanKa
er tenKd við neðri enda þurrku-
blaðsins ok þaðan niður í rúðu-
sprautudaluna.
SVD skolþurrkan er útbúin
þannig að vatn rennur í gegn um
hana og út um göt sitt á hvorri
hlið þurrkublaðsins. Þurrkublaðið
sér síðan til þess að vatnið renni í,
rétta átt með því að opna og loka
götunum á víxl. Þegar vatni er
dælt á rúðuna, rennur það fram
gegn um þurrkublaðið og kemur á
þann stað sem það gerir mest
gagn þ.e. fyrir framan þurrku-
blaðið — í stað þess að venjulegur
útbúnaður gefur aðeins frá sér
bunu er dreifist á rúðuna eða
hittir hana alls ekki í hvassviðri.
Því nýtist vatnið einnig betur með
skolþurrkunni en ella og ekki er
hætta á að frjósi í sjálfum þurrku-
blöðunum þar sem gúmmíið press-
ar allan vökva jafnóðum burt.
Ásetning þurrkanna er einföld
og tekur vart meira en nokkrar
mínútur. SVD skolþurrkurnar eru
seldar í settum sem í eru allir
fylgihlutir. Skipt er um þurrku-
blöð á hefðbundinn hátt og síðan
er gúmmíslangan tengd við T-laga
tengi sem síðan er tengt við leiðslu
frá vatnsdælunni. I flestum tilvik-
um er auðvelt að ganga mjög
snyrtilega frá leiðslunum.
I samtali við Mbl. sagði Árni
Scheving heildsali að stór kostur
við skolþurrkuna væri að hún
skrapaði aldrei rúðuna þurra —
það gerðist hinsvegar nær óhjá-
kvæmilega ef venjulegur búnaður
væri notaður þegar þurrkan fer af
stað á þurri rúðunni. Það sýndi sig
líka að skolþurrkan færi mikið
betur með rúður.
Þá venti hann á að skolþurrkan
væri mikið öryggistæki — t.d.
þegar aurgusa kæmi á rúðuna í
akstri úti á landi, þá hverfa
óhreinindin af rúðunni um leið og
skolþurrkan fer af stað en það
gengi ekki eins fljótt fyrir sig með
venjulegum búnaði. Árni kvaðst
hafa kynnt skolþurrkuna úti á
landi í fyrrasumar og hefðu menn
þar sýnt henni mikinn áhuga.
SVD skolþurrkan hefur verið í
notkun í Svíþjóð og víðar í nokkur
ár og hefur reynst mjög vel.
Skolþurrkan er framleidd af Safe-
ty Vehicles Development AB í
Stokkhólmi en einkaumboð á ís-
landi hefur Árni Scheving, heild-
verzlun.
Ófrjósemisað-
gerðir helzta
getnaðarvörnin
Baltimoro. AP.
JOIIN Ilopkins-rannsóknastufti-
unin i Baltimore skýrði frá því
nýlega að nú orðið væru ófnjo-
semisaðgerðir helzta getnaðnr-
vörn sem beitt va“ri í heiminum
og hefði fjöldi slíkra aðgenða
fimmfaldazt á siðustu tíu árum.
Er hér átt við aðgerðir sem
einstaklingar af báðum kynjum
ganKast undir af frjálsum ok
fúsum vilja. en hlutfallsleya er
þessi Kctnaðarvörn algengust í
Kína.
Niðurstöður Hopkins-rannsókn-
arinnar gefa til kynna að þriðj-
ungur allra einstaklinga sem geri
einhverjar ráðstafanir til að
hindra getnað hafi gengizt undir
óf rj ósem i saðgerð.
Á síðustu tíu árum hefur a.m.k.
21 ríki tekið upp rýmri löggjöf um
ófrjósemisaðgerðir en áður var í
gildi og í nokkrum ríkjum, t.d.
Kína, Indlandi og Singapore, róa
stjórnvöld að því öllum árum að
þessari aðgerð sé beitt til að halda
aftur af fólksfjölguninni, sem þar
er gífurlegt vandamál. Aðeins
fjögur ríki, íran, Saudi-Arabía,
Chile og Perú, hafa sett strangari
löggjöf um ófrjósemisaðgerðir.
Noregur:
Fangaverð-
ir leggja
niður vinnu
Osló. 13. maí, írá Jan Krik Lauré.
fréttaritara Morgunhlaðsins.
FANGAVERÐIR um gjörvall-
an NoreK hafa boðað að þeir
muni leKKja niður vinnu i
tvær klukkustundir í næstu
viku til að mótmæla þvi að
geðsjúklingar verði vistaðir i
fangelsum. í stað þess að
dveljast í sjúkrahúsum. Mál
þetta á rót sína að rekja til
þess að ríkisstjórnin hefur
ákveðið að leggja niður
ReitKjerdet-sjúkrahúsið. en
þar hafa til skamms tima
verið hafðir KeðsjúklinKar.
sem sérstaklega erfitt er að
eÍKa við.
Reitgjerdet-sjúkrahúsið hef-
ur á sér óorð, ekki sízt eftir að
upp komst að þar lágu margir
sjúklingar fjötraðir í rúmum
sínum mestallan sólarhring-
inn. Þá kom í ljós að sjúkling-
um var iðulega „refsað", bæði
með barsmíðum og köldum
steypiböðum. Reitgjerdet-
sjúkrahúsið var komið til ára
sinna og eftir því sem fleira
misjafnt varðandi reksturinn
kom á daginn varð erfiðara að
fá hæft fólk til starfa þar. Fór
svo að lokum að ríkisstjórnin
sá sér ekki annað fært en að
leggja sjúkrahúsið niður en
það hafði um árabil verið
miðstöð fyrir geðsjúklinga,
sem ekki var talið fært að vista
annars staðar. í mörgum til-
vikum er um að ræða árásar-
gjarna einstaklinga, sem eru
hættulegir umhverfinu, en
þrengsli og ónógt öryggi I
venjulegum geðsjúkrahúsum
hefur gert það að verkum að
mörgum Reitgjerdet-sjúkling-
um hefur verið komið fyrir í
fangelsum. Bæði fangar og
fangaverðir hafa látið í ljós
megna andúð á þessari ráðstöf-
un og benda á að í fangelsum
sé ekki hægt að láta í té
nauðsynlega læknishjálp. Fé-
lagsmálaráðuneytið hefur heit-
ið fylkjasjúkrahúsum í landinu
auknum fjárframlögum svo
hægt sé að bæta húsakost
þeirra svo að unnt sé að veita
Reitgjerdet-sjúklingum við-
töku.