Morgunblaðið - 17.05.1981, Page 28
68
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1981
tfcimnn
„5AG&I ÚG EKKl AÐ MVMPIW
VÆRI HUMDUEIO/MI.EG ?/"
Ast er...
... að finna dásamleyan
sælustraum, þegar hann
kemur heim.
TM Rto U.S. Pat rtgMs rawvad
• 1981 Loc Angdas Tlms Syndtcate
Viltu skipta á henni systur
minni ok rúlluskautapari?
Með
morgunkaffinu
seija klárinn.
HÖGNI HREKKVÍSI
Sigríður Guðmundsdóttir
skrifar:
„Hvað er að verða um Reykja-
vík, þessa fallegu vel hirtu borg,
þar sem maður gat andað og séð
svolítið frá sér? Ég trúði varla
mínum eigin augum, þegar ég las
í blaðinu að eftir að hafa sam-
þykkt að þrengja að Elliðaár-
dalnum, þá ætli þeir sem nú ráða
ferðinni að halda áfram og
ganga á Laugardalinn. Þetta eru
tvö mikilvægustu útivistarsvæði
framtíðarinnar í Reykjavík.
íþrottafólk og unnendur
n, gróðurs ættu að rísa
upp
Annars vegar er Elliðaárdal-
urinn, þar sem laxveiðimenn,
hestamenn og almennt úti-
vistarfólk á að geta unað sér, en
það er viðkvæmt svæði og
ágangur orðinn mikill, svo að
hætt er við að fuglalífið hverfi
og mikið álag verði á gróðurinn
þegar svona er þrengt að daln-
um. Hins vegar er Laugardalur-
inn, þar sem íþróttamenn eru að
byggja sér upp aðstöðu og hinum
megin er gróðurinn í Laugar-
dalnum með grasgarðinum, sem
Sárt að svo umhverfisfjand-
samleg öfl ráði ferðinni
hann Hafliði Jónsson var að
kynna í sjónvarpinu um daginn.
Hvort tveggja þarf stækkunar-
möguleika og hver veit hvaða
íþróttaaðstöðu eða ræktunar-
hugmyndum þarf að bæta við
síðar, þegar næsta kynslóð
Reykvíkinga tekur við. Ég get
varla ímyndað mér að Reykvík-
ingar taki þessu þegjandi, að
gengið verði á Laugardalinn
fremur en hestamenn gerðu um
Elliðaárdalinn. Hvar voru
laxveiðimennirnir þá eða úti-
vistarfólkið? íþróttafólk og unn-
endur gróðurs ættu að rísa upp.
Það er greinilegt að menn hafa
ekki ansað þessum 9000 borgur-
um, sem mótmæltu því að hugs-
að væri til að ganga á Laugar-
dalinn .
Til hvers er að rækta
þegar allt er lagt í eyði
Annað vakti athygli mína í
fréttum nú í vikunni. Morgun-
pósturinn var að tala við Sigurð
Blöndal skógræktarstjóra, sem
var hinn ánægðasti með „ár
trésins" og sagði eitthvað á þá
leið að einkum hefði verið lögð
áhersla á að fá fólk í þéttbýli til
að rækta í og í nánd við bæi sína.
En sá góði maður, sem á að vera
verndari gróðurs, minntist ekki
á það að hér í Reykjavík er á því
sama ári verið að ganga á
trjáræktina, með því að undir-
búa slátrun á 9000 plöntum í
Ártúnsholti, sem unglingar hafa
verið að gróðursetja. Og einnig
að ákveða að taka undir byggð
trjálundinn, sem krakkarnir í
Melaskólanum voru látnir
planta í tilefni af ári trésins og
áttu að horfa á vaxa. Hvað er
orðið af þessu hugsjónaskóg-
ræktarfólki, að finnast þetta allt
í lagi? Það er að mínum dómi
beinlínis verkefni þessara aðila
að verja ungskóg, sem búið er að
planta, ekki bara hugsa um
nytjaskóg. Ungur sonur minn,
sem plantaði í Ártúnsholti,
sagði: Til hvers er að rækta,
þegar allt er eyðilagt?
Ástandið versnar
í stað þess að batna
Þá las ég í frétt að fjörurnar
séu orðnar svo mengaðar í
Reykjavík að heilbrigðiseftirlitið
mæiist til þess að hvorki börn á
barnaheimilum né unglingar í
vinnuskólanum séu látin vera
þar. Löngum hafa fjörurnar ver-
ið slæmar, en nú keyrir um
þverbak. Ef satt er sem ég las í
frétt fyrr í vor, að búið sé að loka
leiðinni sem stórt ræsi gæti legið
eftir yfir Seltjarnarnesið, til að
koma skolpinu út í straum, þykir
mér það mikil skammsýni. Og
sjálf hefi ég séð hvernig Skúla-
gatan er bara breikkuð án þess
að stútarnir þar séu lengdir út.
Svo ástandið versnar í stað þess
að batna.
Of seint að bjarga
Það er því ekki að undra þótt
manni finnist sárt að svo um-
hverfisfjandsamleg öfl ráði ferð-
inni hér í borginni. Og hvar sem
menn eru í pólitík, þá vil ég nú
mælast til þess að fólk komi til
varnar sínum áhugamálum.
Iþróttamenn til varnar Laugar-
dalnum, ræktendur til varnar
skógarplöntum og gegn þreng-
ingu að gróðri og göngufólk til
að herða á hreinsun á fjörunum.
Einkum sýnist mér liggja á að
íþróttamennirnir drífi sig í það
strax að koma í veg fyrir ágang á
þeirra svæði í Laugardalnum.
Þegar þetta er allt búið og gert,
sem áformað er og virðist rekið
áfram meira af kappi en forsjá,
er of seint að bjarga.
Bay City Rollers:
Óþarfi að sýna þátt-
inn í þriðja sinn
Senor Zýkúrta skrifar 8. maí:
„Kæri Velvakandi.
Hinn 8. maí sl. skrifaði súkku-
laðidrengurinn „herra Flinkur" um
það að hann vildi fá súkkulaði-
hljómsveitina Bay City Rollers
aftur í sjónvarpið. Þó er búið að
sýna þáttinn tvisvar, svo að mér
finnst, ásamt fleirum, óþarfi að
sýna hann í þriðja sinn. Hins vegar
mætti alveg endursýna þættina
með Rory Gallagher og Jethro Tull
(þeir voru sýndir hérna um árið),
þar sem þunga rokkið er að verða
vinsælt aftur.
Nóg af skallapoppi
í Evrópusöngvakeppninni
Mikil jazz-vakning hefur orðið
hér á landi síðustu árin og held ég
að það hafi verið nokkuð margir
félagar Jóns Múla Á. sem horfðu á
Stan Getz og Barböru Thompson. í
minningu Led Zeppelin mætti sýna
þátt með þeim (ef hann er til), því
að þeir eiga örugglega marga
aðdáendur hér á landi. Ef „herra
Flinkur" getur ekki hlustað á
sinfóníur, lúðrasveitir og jazz, þá
getur hann bara slökkt á sjónvarp-
inu og sett Bay City Rollers á
fóninn eða eitthvað svipað. Við
fengum nóg af skallapoppi í
Evrópusöngvakeppninni."