Morgunblaðið - 17.05.1981, Side 30
70
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAI1981
Nýkjörín stjórn Heimdallar:
Gunnlaugur Snædal
kjörinn varaform.
FYRSTI íundur nýkjörinnar stjórnar Heimdallar,
samtaka unjjra sjálfstæðismanna í Rpykjavík, var
haldinn í Valhöll á miðvikudagskvöldið. Arni Sigfússon
blaðamaður var sem kunnugt er kjörinn formaður
Ileimdallar á aðalfundinum um síðustu helgi, en á
fyrsta stjórnarfundinum skipti stjórnin með sér verkum
að öðru leyti.
Gunnlaugur Snædal há-
skólanemi var kjörinn vara-
formaður, Ásdís Loftsdóttir
fatahönnuður var kjörin rit-
ari, og Þór Fannar verslunar-
AIGIASIM.A-
SÍMINN KR:
22480
maður var kjörinn gjaldkeri
fyrir næsta starfsár. Óll voru
þau kjörin samhljóða.
Stjórnin hefur þegar tekið
til við að skipuleggja starfið
næsta ár, og er þar fjölmargt
á döfinni. Næsta vetur mun
starfsemi Heimdallar mjög
taka mið af borgarstjórnar-
kosningum í Reykjavík vorið
1982, en auk þess er unnið að
undirbúningi félagsmálanám-
skeiða, funda ýmis konar, unn-
ið verður að uppbyggingu fé-
lagsheimilis Heimdallar í Val-
höll, ætlunin er að vinna að
frágangi á lóð Sjálfstæðis-
hússins, gefin verða út blöð
um ferðamál og sjávarút-
vegsmál, farið í gróðursetn-
ingarferð í Heiðmörk og
margt fleira.
Ljósm: Ragnar Axelsson
Nýkjörin stjórn Heimdallar á
fyrsta fundi sinum i Valhöll: talið
frá vinstri: Sverrir Jónsson, Jó-
hannes Sigurðsson, Anders Han-
sen, Viggó Viggósson, Helgi örn
yiggósson formaður Dags FUS i
Árbæjarhverfi, Gunnlaugur Snæ-
dal varaformaður, Árni Sigfús-
son formaður, Ásdis Loftsdóttir
ritari, Jón Stefán Rafnsson for-
maður Þórs FUS í Breiðholti,
Sigurður Óiafsson og Þór Fann-
ar gjaldkeri. Á myndina vantar
tvo stjórnarmcnn, þá Gísla Þór
Gíslason og örn Þorvarðarson.
SINDRA
STALHR
Fyrirliggjandi i birgðastöö
PRÓFÍLPÍPUR
□ □□□t=H=3DODI=ll=lCIinOD
Fjölmargir sverleikar.
Borgartúni 31 sími27222
SINDRA
STALHR
Fyrirliggjandi i birgðastöð
VÉLASTÁL
Fjölbreyttar stæröir og þykktir
• • • • ■ ■ ■---# t •
sívalt ferkantaö flatt sexkantað
Borgartúni31 sími27222
*
Rithöfundasamband Islands:
Nefnd endurskoð-
ar lög og reglur
rithöfundasjóðs
AÐALFUNDUR Rithöfunda-
sambands íslands var haldinn i
apríl sl. og lauk þar með 7.
starfsári þess eftir sameiningu
rithöfundafélaganna tveggja.
Félags islenskra rithöfunda og
Rithöfundaféiags íslands. í ein
sameiginleg hagsmunasamtök
árið 1974. Félagar eru nú 217
talsins.
í upphafi aðalfundar minntist
formaður tveggja félaga, sem
látist höfðu á starfsárinu, þeirra
Eiríks Sigurðssonar, Akureyri,
og Jakobs Jónassonar, Reykja-
vík.
Á fundinum voru kjörnir tveir
menn í aðalstjórn, þau Úlfur
Hjörvar og Ása Sólveig og vara-
maður Anton Helgi Jónsson.
Fyrir í stjórn eru: Njörður P.
Njarðvík formaður, Þorvarður
Helgason varaformaður, Pétur
Gunnarsson og Guðmundur
Steinsson. Félagslegir endur-
skoðendur voru endurkjörnir:
Ási íBæ og Jónas Guðmundsson.
Rithöfundaráð skipa auk ofan-
nefndra sjö stjórnarmanna:
Guðbergur Bergsson, Olga Guð-
rún Árnadóttir, Valdís Óskars-
dóttir og Þorgeir Þorgeirsson.
Varamenn: Elías Mar, Guðrún
Helgadóttir, Hjörtur Pálsson og
Þórarinn Eldjárn.
Fulltrúi Rithöfundasam-
bandsins í stjórn Bandalags ís-
lenskra listamanna er Þórarinn
Eldjárn.
Menntamálaráðherra hefur
skipað nýja stjórn Launasjóðs
rithöfunda til þriggja ára sam-
kvæmt tilnefningu stjórnar Rit-
höfundasambandsins. Stjórnina
skipa: Guðrún Bjartmarsdóttir,
Heimir Pálsson, Reykjavík, og
Tryggvi Gíslason, Akureyri.
í frétt frá stjórn Rithöfunda-
sambands íslands segir að
helstu verkefni sambandsins á
liðnu starfsári hafi verið samn-
ingamálin. Nýr samningur hefur
verið gerður við Þjóðleikhús.
Samningar standa yfir við Félag
íslenskra bókaútgefenda um út-
gáfusamning fyrir þýðingar og
einnig er verið að semja við
Ríkisútvarpið. Samningum við
Námsgagnastofnun hefur verið
sagt upp og ganga þeir úr gildi 1.
júlí. Þá standa einnig yfir samn-
ingar við MÍFA-tónbönd, Akur-
eyri, um afnot höfundarréttar
við útgáfu tónbanda (hljóðbóka).
Langar og miklar samningavið-
ræður hafa átt sér stað við
menntamáiaráðuneyti og fjár-
málaráðuneyti um greiðslur
fyrir ólöglega fjölföldun í skól-
um og er árangurs að vænta í
náinni framtíð. Þá hefur stjórn
Rithöfundasambandsins tekið
þátt í samningu nýs frumvarps
til laga um gjaldtekju af auðum
hljómböndum ásamt STEFi og
Sambandi flytjenda og hljóm-
plötuframleiðenda.
Á fyrsta fundi nýkjörinnar
stjórnar var kosin nefnd til að
gera tillögur um endurskoðun
laga og reglugerðar um Rithöf-
undasjóð Islands. Sjóðurinn
starfar eftir lögum um almenn-
ingsbókasöfn frá 1976 og er hann
framlag ríkisins til höfunda
fyrir afnot af bókum þeirra í
almenningsbókasöfnum, al-
mennt kallað „bókasafnspen-
ingarnir". Formaður sagði á
aðalfundi að hann teldi það
óviðunandi ástand að hvorki
skuli greitt fyrir bókaeign í
rannsóknabókasöfnum né skóla-
bókasöfnum og ennfremur þyrfti
að tryggja þýðendum sómasam-
lega þóknun fyrir afnot verka
þeirra í bókasöfnum. Brýn nauð-
syn væri á sérstakri laga-
setningu fyrir sjóðinn.
Björg Einars-
dóttir á fundi
á Selfossi
Almennur fundur verður hald-
inn hjá Sjálfstæðiskvennafélagi
Árnessýslu n.k. þriðjudagskvöld
kl. 20.30 að Tryggvagötu 8, Sel-
fossi.
Gestur fundarins, Björg
Einarsdóttir, verður málshefjandi
og síðan eru almennar umræður.
Björg Einarsdóttir