Morgunblaðið - 17.05.1981, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ1981
71
Umsjón: Sérn Jóv Dulbú Hróbjaiisson
Séra Kurl Siyvrbjörnsson
Siyvrbvr Pdlsson
A U DROTTINSDEGI
Ríkisvaldið
og réttarferið
Samkvæmt boðskap Nýja
testamentisins er til vald, sem á
að standa gegn hinu illa. í
þýðingu okkar er það kallað
„yfirvöld“. Við getum einnig
kallað það „ríkisvald".
Nýja testamentið segir, að
yfirvöldin séu sett af Guði. Það
felur ekki í sér, að þau séu
gallalaus og fylgi ávallt vilja
Guðs, svo að við eigum að beygja
okkur fyrir þeim án gagnrýni,
heldur felur það í sér, að „ekki sé
til nein valdstétt nema frá
Guði“. Guð hefur falið henni
ákveðið valdsvið. Guð vill, að til
sé þjóðfélag og réttarfar. Þess
vegna heldur hann stöðugt
áfram að starfa gegnum þau
góðu öfl, sem í sköpuninni voru
lögð mannkyninu í brjóst. Þann-
ig fær Guð mennina til þess að
skipuleggja þjóðfélög og koma á
fót réttarfari, sem setur ofbeld-
inu og sjálfselskunni takmörk.
Þetta er hluti af því starfi
skaparans að halda öllu við, og
þannig kemur hann í veg fyrir,
að hinn skapaði heimur hrynji
saman í upplausn og óskapnað.
Yfirvöldin heyra til því, sem
Nýja testamentið kallar „öld
þessa", sem mun vara við enn
um hríð, en mun um síðir líða
undir lok. Yfirvöldin geta ekki
komið á hinum nýju reglum
Guðs ríkis. Ríki Krists er ríki
fyrirgefningarinnar, þar sem við
fáum fyrirgefningu og fyrirgef-
um. En hlutverk yfirvaldanna er
að halda uppi lögum og rétti með
valdi með aðstoð lögmálsins.
Yfirvöldin bera ekki sverðið
„ófyrirsynju", heldur geta þau,
ef þörf krefur, beitt vopnum og
valdi til þess að vernda mannslíf
og hindra að óréttlætið sigri.
Þegar yfirvöldin gjöra þetta,
eru þau þjónar Guðs. Þau að-
stoða við það, sem á máli
guðfræðinnar hefur verið nefnt
„fyrsta notkun lögmálsins". Lög-
mál Guðs er nefnilega í fyrsta
lagi gefið til þess að setja ofbeldi
og órétti skorður og viðhalda
góðri reglu hér á jörð. Menn geta
verið samverkamenn Guðs, þótt
þeir trúi ekki. Það gildir um
foreldra, kennara, dómara,
löggjafaraðila og alla þá, sem
taka þátt í því að halda við
einföldum réttarfarshugmynd-
um og leggja sitt af mörkum til
að viðhalda réttlæti og öryggi á
jörðunni.
„Önnur notkun lögmálsins" er
fólgin í allt öðru. Það er það
starf lögmálsins, sem snertir
samvisku okkar á þann hátt, að
það knýr okkur til Krists til þess
að öðlast fyrigefningu. Það verk
vinnur Guð með orði sínu og til
þess notar hann kirkjuna, en
ekki yfirvöldin.
begnar tveggja ríkja
Það er einkenni kristins
manns, að hann er þegn í ríki
Krists, samtímis því sem hann
lifi enn hér í hinum skapaða
heimi. Hann hefur hlutverki og
skyldum að gegna í báðum.
Sem kristinn maður er hann
„sendur í heiminn" til þess með
lífi sínu að bera vitni nýju og
betra réttlæti, sem kom með
Kristi og fyrirgefningu hans.
Samtímis er hann „enn í heimin-
um“ og hefur þar skyldum að
gegna sem þjóðfélagsþegn.
Þetta er hinn tvöfarldi þegn-
réttur, sem veldur því, að krist-
inn maður getur haft tvöfaldar
skyldur. Það getur verið skylda
hans að rétta fram hina kinnina,
jafnframt því sem það getur
verið skylda hans að sjá um, að
einhver sé handtekinn. Sem
kristinn einstaklingur getur
honum verið skylt að líða órétt-
læti, en sem endurskoðanda eða
réttargæslumanni leyfist honum
að breyta. Almenna reglan er sú,
að fulltrúi þjóðfélagsins og rétt-
arins er settur til þess að gæta
laga og réttar með valdi og getur
því ekki breytt samkvæmt fjall-
ræðu Krists, þótt honum sé það
kleift sem kristnum einstaklingi.
Önnur regla segir, að við getum
aðeins slakað til á eigin rétti, en
ekki rétti annarra. Ef ég tefli á
tvær hættur sem einfeldningur í
Kristi, má það aðeins ganga út
yfir sjálfan mig og mína hags-
muni. Fjölskyldufaðir fer t.d.
ekki rétt með fjármuni sína,
nema hann minnist þess, að Guð
hefur falið honum ábyrgð á
velferð fjölskyldu sinnar. En
báðar þessar reglur eru of tak-
markaðar til þess að ná yfir öll
hugsanleg tilvik. Kristinn maður
hegðar sér ekki fyrst og fremst
eftir einhverri reglu, heldur sem
þjónn lifandi Drottins.
Vankantar þjóðfclaRsin.s
Yfirvöldin eru því þjónar
Guðs. En þau eru ekki kristin.
Þau eru ekki byggð á fagnaðar-
erindinu, heldur lögmálinu. Þau
geta því alls ekki verið gallalaus.
Það getur kristinn maður ekki
heldur verið, þótt hann vilji
breyta samkvæmt vilja Guðs.
Við getum því enn síður vænst
þess af yfirvöldunum, því að hjá
þeim er fjöldi manna — einnig á
æðstu stöðum — sem trúa ekki á
Guð og spyrja ekki meðvitað um
vilja hans.
I þjóðfélagi á sér einnig stað
stöðug barátta milli skaparans
og þeirra afla, sem reyna að
hindra vilja hans. Stundum get-
ur litið út fyrir, að þessi niður-
rifsöfl nái yfirhöndinni. En
stundum sigrar réttlætið, oft
fyrir starf manna, sem eiga ekki
trúna. í þessari hólmgöngu milli
hins góða vilja skaparans og
niðurrifsaflanna er kristinn
maður einnig þjófélagsþegn. Það
markar skyldur hans og ábyrgð.
í fyrsta lagi: Kristinn maður
gjörir allt, sem í hans valdi
stendur, til þess að þjóðfélagið
starfi í samhljóðan við tilgang
Guðs, þ.e.a.s. mönnunum til
gagns. Hann er heiðvirður þjóð-
félagsþegn, sem þekkir ábyrgð
sína og gjörir sitt besta. Hann
virðir lög og reglur, ekki aðeins
til þess að komast hjá óþægind-
um, heldur eins og Páll postuli
orðar það „vegna samviskunn-
ar“. Hann notar ekki vankanta
þjóðfélagsins sem afsökun fyrir
því að skjóta sér undan skyldum
sínum. Hann er einnig heiðvirð-
ur, þegar hann án refsingar gæti
aflað sér einkaávinnings á
kostnað almennings.
Biblíulestur
vikuna 17.— 23. maí
Sunnudagur 17. mai Jóh. 16, 5 —15
Mánudagur 18. mai Efes. 5, 8 —14
t»riðjudaKrur 19. maí Jóh. 6, 66 — 69
Miðvikudagur 20. maiKól. 3, 16 — 24
Fimmtudagur 21. maí Matt. 21, 12—17
Föstudagur 22. mai II. Tím. 2. 8 —13
Laugardagur 23. maí I. Sam. 16, 14 — 23
Jesús er nálœg-
ur í anda sínum
U- sd. eftir páska
Jóh. 16,
Stundum er haft á ordi, að
mikid ósamræmi ríki innan
guöspjallanna og þau dragi um
sumt upp ólíkar lýsingar á
atburöum ævi Jesú og oft beri
þeim ekki saman um orð hans.
Aörir svara því til, að þetta
innbyröis ósamræmi, sem ekki
er nema hvað varöar smáatriöi,
öllum aðalatriöum beri saman,
það staðfesti að lýst er lifandi
persónu af lifandi mönnum, og
þar er ekkert samræmi á bak
við, engar formúlur, sem per-
sóna Jesú er síðan látin falla /'.
Persónulýsing guðspjallanna er
ákaflea heilsteypt og lifandi.
Frásagnir þeirra afar blátt
áfram og einfaldar. Kirkjan
hlýtur aö ganga út frá því aö
það sé engin tilviljum hvernig
Nýja testamentið er til okkar
komið, heldur sé þar að baki
leiðsögn heilags anda, sann-
leiksandans, sem leitt hefur
lærisveina Jesú til þekkingar á
sannleikanum. Jesús kenndi
lærisveinum sínum fagnaöarer-
indið og þeir færöu það í letur
smám saman. En ýmislegt af
því, sem þeir námu af honum í
umgengni sinni viö hann var
ekki unnt að tjá með orðum
einum, þ.e. hin persónulegu,
daglegu áhrif hins heilaga,
hreina og sanna. Þó förum við
ekki á mis við það nú, þótt aldir
skilji á milli. Hvernig má það
vera?
Um það talar Jesús í orðum
guöspjallsins sem tilheyrir
þessum sunnudegi. Lærisvein-
arnir skildu fátt af því, sem
Jesú var að tala um er hann á
skírdagskvöld talaði um burtför
sína, dauöa sinn. Þeir voru
gjörsamlega blindir á innsta
leyndardóm guðsríkis, guö-
spjallamaðurinn gerir ekkert til
að draga fjöður yfir þaö. En orö
Jesú leggja grundvöll að nýjum
skilningi með hjálp heilags
anda. Eftir páska og hvíta-
sunnu vaknaöi allt þaö til lífs,
sem Jesús hafði sáð í hjörtu
þeirra og heimur hjálpræðis-
sögunnar laukst upp fyrír þeim.
í öðru lagi: Hann gjörir það,
sem í hans valdi stendur til þess
að bæta úr vanköntunum. Sér-
hver þjóðfélagsþegn í lýðræðis-
ríki hefur tækifæri og skyldur til
þess. Kosningarétturinn felur
ekki aðeins í sér rétt til þess að
gæta eigin hagsmuna. Hann
gefur mönnum færi á því að hafa
áhrif á aðstöðu annarra. Okkur
er því skylt að kynna okkur kjör
annarra. Fagnaðarerindið ætti
alltaf að knýja okkur til þess að
sinna þeim sérstaklega, sem eru
á einhvern hátt gleymdir eða
lítilsmetnir. Kirkjan hefur sér-
stökum skyldum að gegna í
þjóðfélaginu. Og afskipti kirkj-
unnar eru komin undir því, hvað
meðlimir hennar vilja, að hún
gjöri, og hvað þeim virðist vera
ófrávíkjanleg kristileg skylda
hennar. Á vissum sviðum hefur
kirkjan í aldanna rás unnið
brautryðjendastarf á sviði
menntunar, hjúkrunar og þjóð-
félagslegs hjálparstarfs og
þannig skapað nýjar venjur fyrir
mannúð og virðingu fyrir mann-
legu lífi, sem yfirvöldin hafa
síðan fylgt áfram á víðara sviði.
Einnig er þörf á slíku brautryðj-
endastarfi i velferðarríkjum,
sem aldrei eru svo fullkomin, að
ekki megi þar bæta um. Það er
jafnvel einnig þörf slíks braut-
ryðjendastarfs innan kirkjunnar
sjálfrar, þar sem kristnir ein-
staklingar hefja nýtt starf, sem
mótar síðan starf kirkjunnar á
ýmsum sviðum.
5—15
„ Það er yður til góðs aö ég fari
burt,“ segir Jesús um dauða
sinn. Af því að eftir krossinn
kom páskadagsmorgun og síð-
an uppstigningardagur og
hvítasunna. Dauöi Jesú Krists
hefur tilgang, eilífan tilgang.
Krossinn var ekkert slys heldur
þungamiöja verks Guös til aö
opna leiöina milli Guðs og
manna, afplána sektardóminn,
greiða skuldina, gera lífið eilíft.
„Það er yður til góðs að ég fari
burt,“ segir Jesús, „því fari ég
ekki burt, mun huggarinn ekki
koma til yðar. “
Eftir burtför Jesú, kross og
upprisu og himnaför, yrði hann
nálægur þeim á nýjan hátt, í
heilögum anda. Áöur var hann
bundinn tíma og rúmi eins og
þú og ég, í fjötrum mennskunn-
ar, nú er hann þér viö hlið hvert
sem þú ferö og hvar sem þú ert
staddur. Með þér á helgri stund
og í störfum og stríði daganna.
Þú getur umgengist hann,
kynnst honum betur í oröi
hans, í lífi bænarinnar með
honum og viö boröiö hans.
Hann er þér hjá, og himinn
Guös opinn þér yfir.
í Guðspjöllunum kynnumst
við Iffi Jesú, orðum og verkum.
En það er heilagur andi, sem
gerir þennan veruleik fortíöar
að lifandi samtíð, lifandi veru-
leik í söfnuðinum, miölar á
jörðu lífi og veru frelsarans.
Þessvegna getur allt það stór-
kostlega, sem menn reyndu og
sáu foröum viö þaö aö mæta
Jesú frá Nasaret og umgangast
hann, það getur þú eignast nú,
upplifað eins og þeir Pétur,
Jakob og Jóhannes forðum. Á
sama hátt vill hann vinna verk
sitt íþér og með þér, ósýnilegur
í anda sínum, að líf þitt mætti
verða mynd hans meöal með-
bræðra þinna og þú limur á
líkama hans. Guði sé lof fyrír
fagnaðarerindið um Jesúm
Krist, sannleikann, sem frelsar
okkur úr viðjum lífslýginnar,
veginn til hamingju og heilla,
lífiö sanna, lýsandi bjarta.
í þriðja lagi: Allri hollustu eru
takmörk sett. Yfirvöldin geta
orðið verkfæri hins illa. Nýja
testamentið kennir okkur, að til
séu ill yfirvöld. Páll leit jákvæð-
um augum á rómverska ríkið í
samtíð sinni, þótt það væri
heiðið og á margan hátt ófull-
komið. En Nýja testamentið
talar einnig í framtíðarsýn um
einræðisríki, sem setur sig í
Guðs stað og krefst algjörrar
hlýðni við kröfur sínar, einnig
þegar þær eru ósamrýmanlegar
hlýðninni við Guð. í þeirri að-
stöðu á kristinn maður ekki um
annað að velja en neita allri
þátttöku í því, sem felur í sér
afneitun á Guði. Hann verður að
taka afleiðingum þess, jafnvel
þótt það leiði til píslarvættis.
Hitt er Nýja testamentinu al-
gjörlega framandi hugsun, að
menn beiti valdi til þess að
tryggja rétt kirkjunnar til starfs
og lífs.
Ekki er unnt að taka upp
hinar fjölmörgu brennandi sið-
fræðilegu vandamál, sem eru
tengd þjóðfélaginu. Við getum
aðeins stuttlega svarað, hver er
kristin grundvallarafstaða:
Samkvæmt vilja Guðs eiga að
vera yfirvöld, sem halda uppi
lögum og rétti, og við erum skyld
að sýna þeim hollustu. En þeirri
hollustu eru takmörk sett, þar
sem okkur ber framar að hlýða
Guði en mönnum.
(Fyrirmynd: Ágrip af kristinni
trúfræði eftir Bo Giertz biskup.)