Morgunblaðið - 31.05.1981, Side 7

Morgunblaðið - 31.05.1981, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ1981 7 Umsjónarmaöur Gísli Jónsson R.B. í Kópavogi skrifar mér svo skynsamlegt og hófstillt bréf að ég freistast til að birta það óstytt: „Að undanförnu hef ég alloft heyrt og séð klausu sem hljóðar eitthvað á þessa leið: Ferðin var alveg dýrleg. Eina, sem vantaði, var gott veður. Eða: Sýningin var mjög góð. Eina, sem á skorti, er lýsingin. Því miður finn ég ekki blaðið sem birti eitthvað þessu líkt um daginn, en er samt sannfærður um að svona orðafar er býsna al- gengt bæði í ræðu og riti. Sjálfum finnst mér að orðið það þurfi endilega að bætast framan við orðið eina í byrjun seinni setningarinn- ar, og raunar verð ég að játa að fyrst, þegar ég rakst á svona nokkuð á prenti, varð ég að lesa setninguna tvisvar áður en ég skildi hugsunina. Því spyr ég: Er ég svona vitlaus, eða eru þau, sem ekki nenna að nota fornafnið það, óþarflega löt?“ Ég svara fyrst þessari spurningu. Bréfritari spyr vissulega ekki vitleysislega. Þar sem eina er veik beyging af eitt, skortir með því ákvæðisorð. Spurningin í mínum huga er fyrst og fremst sú, hvort við eigum að segja það eina eða hið eina. Ég geri ráð fyrir að hið sé upprunalegra, en muni nú þykja helst til hátíðlegt mál. Ég get því fallist á að eðlilegt væri að taka svo til orða: Ferðin var alveg dýrleg. Það eina, sem vantaði, var gott veður. Takið eftir að bréfrit- ari notar að réttu lagi orð- myndina dýrlegt, en ekki dýrðlegt. í nafnorðinu dýrð, er ð viðskeyti sem á ekkert erindi inn í áðurnefnt lýs- ingarorð. Á sama hátt er dýrlingur myndað og á því einnig að vera ð-laust. R.B. heldur áfram: „Aðra undarlega breytingu á málfari hef ég oft orðið var við upp á síðkastið. Þegar einhverju er ólokið, segir fólk gjarna: Það á eftir að gera þetta. í minni sveit var hins vegar sagt: Það er eftir að gera þetta og þetta. En maður gat líka sagt: Hann eða hún á eftir að gera þetta og þetta. Og aftur spyr ég: Er ég svona vitlaus, eða hvað? Vel á minnst; ég notaði orðið maður sem óákveðið fornafn hér á undan. Ekki man ég hvort þú hefur skrif- að um þessa notkun manns- ins, en mín skoðun er sú, að enda þótt hún sé kannske dönsk að uppruna, eigi alls ekki að fordæma hana og hún geti farið nokkuð vel í ákveðinni stílgerð, þegar frásögnin er einföld og lát- laus.“ Nú verð ég að játa, að mér þykir það, sem bréfritari segir um er og á, orka tvímælis. Skilsmunur þessa fyrir mér er ekki skýr. Ég hneigist til að verja hvort tveggja: Það á eftir að gera þetta og það er eftir að gera þetta. I hinu fyrra dæmi táknar það einhvern óper- sónulegan kraft sem á verkið ógert. En í síðara tilvikinu er verk ógert, eftir er að gera það. Ég er sammála því sem R.B. segir um notkun orðins maður. Hún er ekki með öllu fordæmanleg í ákveðinni stílgerð, þótt það sé haft sem óákveðið fornafn. Steinn Steinarr kvað: Þótt borgir standi í báli og beitt sé eitri og stáli, þá skiptir mestu máli að maður græði á því. í þessu dæmi eins og fleirum er reyndar mjótt á mununum hvort maður greinist óákveðið fornafn eða nafnorð. Gildir um notkun þessa orðs sem oftar að hófsemin hentar best. Þá birti ég meginefni bréfs Ásmundar J. Jóhannssonar í Reykjavík frá 18. maí sl.: „Pistill þinn í blaðinu í gær um áhersluforskeytið hund- rifjaði upp fyrir mér smásögu af einkennilegum talshætti, sem ég hefi oft brosað að. I upphafi bretavinnunnar hér á árum áður sagði eldri maður vinnufélögum sínum frá því, að heldur betur hefði hlaupið á snærið hjá syni sínum, hann væri orðinn túlkur í bretavinnunni. Var karl spurður hvernig það mætti vera, eða hvort sonur- inn talaði ensku. Þá sagði karlinn: „Ég held nú það, strákurinn talar ensku eins og hundur." Að þessu var mikið hlegið og karl spurður hvernig ensku hundar töl- uðu, en hann brást hinn versti við og sagði þá, sem stríddu honum, ekki skilja ______________102. þáttur sitt eigið móðurmál, hvað þá önnur. Eftir að hafa lesið pistil þinn, þá dofnar brosið. í staðinn vaknar sú spurning, sem ég bið þig að reyna að svara, hvort hjá karli hafi lifað löngu fyrnt orðatiltæki, eða þetta hafi aðeins verið aulaleg samlíking." Höfundur gerir sér grein fyrir því að spurningin er þung, því að hann biður mig að reyna að svara henni. Það skal ég gera. Mér þykir síðari tilgátan trúlegri, að þetta sé aulaleg samlíking, eða ein- hvers konar tilburðir þess að tala sérkennilega. Ég kann- ast við ýmsar slíkar samlík- ingar sem ýmist eru fárán- legar eða út í hött: Þetta er eins og að drekka hland með nefinu, er sagt um eitthvað sem á að vera mjög auðvelt. I stað þess að segja: eins og naut i ílagi eða minkur i hænsnabúi. sem hefur ekki þótt nógu frumlegt, hef ég heyrt svo til orða tekið um ólátasegg, að hann hafi hag- að sér eins og ljón í kartöflu- garði. Margt, sem nú þykir ekki lengur frumlegt eða nýstárlegt, ætla ég að sé af þessu tagi, eins og þegar sagt er að eitthvað sé eins og andskotinn upp úr súru. En álappalegt og fáránlegt orðalag er ekki alltjent til komið viljandi. Margur er glapyrðingur af fljótfærni, kunnáttuskorti, klaufaskap og smekkleysi. Þjóðkunnur gáfumaður, sem kunnur var að óheppni í tali, og mismæl- um, sagði eitt sinn: „í þessu máli eru tvær þungamiðjur og báðar grímuklæddar." Undir annars konar slys má flokka hitt, er hvatvís maður og hrekklaus þurfti að standa fyrir útför nákomins ættingja. Honum hafði láðst að velja í tæka tíð hvað syngja skyldi yfir gröfinni. En hann treysti betur Hall- grími Péturssyni en sjálfum sér og bað menn sækja í skyndi Passíusálmana og kvað einu gilda hvað þaðan væri tekið, allt væri jafnfal- legt eftir blessaðan Hall- grím. Síðan fletti hann af hendingu upp í sálmunum og kyrjaði í stað: Sjá hér, hvað illan enda ótryggð og svikin fá. Júdasar líkar lenda leiksbróður sínum hjá. Innflytjendur — útflytjendur Óskum eftir aö komast í samband viö fyrirtæki, sem áhuga hafa á viðskiptum viö Kanada. Vinsamlega skrifið á íslenzku eöa ensku til THORSHAMMER 1950 Ellesmere Rd. Unit 1, Scarborough, Ontario, MLH 2v8 Canada GENGI VERÐBRÉFA 31. MAÍ1981 VERÐTRYGGÐ VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI HAPPDRÆTTISLAN RÍKISSJÓÐS: Kaupgangi pr. kr. 100.- RÍKISSJÓÐS Kaupgengi 1969 1. flokkur 6.497,51 pr. kr. 100.- 1970 1. flokkur 1970 2. flokkur 5.953,09 4.338.86 A — 1972 2.193.89 1971 1. flokkur 3.922,37 B — 1973 1.806,92 1972 1. flokkur 3.402,51 C — 1973 1.544,10 1972 2. flokkur 2.905,07 D — 1974 1.315,21 1973 1. flokkur A 2.160,48 E — 1974 905,67 1973 2. flokkur 1.990,05 F — 1974 905,67 1974 1. flokkur 1.373,85 G — 1975 606,55 1975 1. flokkur 1.123,37 H — 1976 579,83 1975 2. flokkur 846,05 801,53 I — 1976 443,96 1976 1. flokkur J — 1977 414,45 1976 2. flokkur 649,84 Ofanskréð gangi er m.v 4% évöxtun 1977 1. flokkur 603,70 p.é. umfram verötryggingu auk vinn- 1977 2. flokkur 505,56 ingsvonar. Happdraattisbréfin aru gaf- 1978 1. flokkur 411,98 in út é handhafa. 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 325,17 274,96 HLUTABRÉF 1979 2. flokkur 213,35 Tollvöru- Kauptilboð 1980 1. flokkur 165,55 geymslan hf. óskast 1980 2. flokkur 130,57 Skeljungur hf. Sölutilboð 1981 1. flokkur 114,94 Fjérfaatingarf. Sölutilboð M«öalávoxtun spariskírteina umfram varð- íalands hf. óakaat. tryggingu ar 3,5—6% dagar. Sölutím ar 1—3 VEÐSKULDABREF VEÐSKULDABRÉF MEO LÁNSKJARAVÍSITÖLU: OVERÐTRYGGO: Kaupgangi m.v. nafnvaxti Ávöxtun Kaupgangi m.v. nafnvexti 2»/»% (HLV) umfram (HLV) 1 afb./ári 2 afb./ári varðtr. ^ 12% 14% 16% 18% 20% 38% 1 ár 97,62 98.23 5% 1 ár 65 66 67 69 70 81 2 ár 96.49 97,10 5% 2 ár 54 56 57 59 60 75 3 ár 95,39 96.00 5% 3 ár 46 48 49 51 53 70 4 ár 94,32 94.94 5% 4 ár 40 42 43 45 47 66 5 ár 92,04 92,75 5Vi% 5 ár 35 37 39 41 43 63 6 ár 89,47 90,28 6% 7 ár 86,68 87,57 6V4% 8 ár 83,70 84,67 7% 9 ár 80,58 81,63 7 %% 10 ár 77,38 78,48 8% 15 ár 69,47 70,53 8V4% TÖKUM OFANSKRÁÐ VERÐBRÉF í UMBOÐSSÖLU FtÁRPEmnCARrélAC ÚUMDf HP. VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. lönaöarbankahúsinu. Sími 28566. Opiö alla virka daga trá kl. 9.30— 16. Ibúð Óskum aö taka á leigu 2ja—3ja herbergja íbúö á Reykjavíkursvæöinu. Rolf Johansen og Co., sími 86700. Lærið ensku í London Angloschool er á einum besta staö í Suöur London og er viöurkenndur meö betri skólum sinnar tegundar í Englandi. Skólatíminn á viku er 30 tímar og er lögö mikil áherzla á talaö mál. Skólinn er búinn öllum fullkomnustu kennslutækjum. Kynnisferöir eru farnar um London, Oxford, Cambridge og fleiri þekkta staöi. Við skólann er t.d. Crystal Palace, íþróttasvæöi þar sem hægt er aö stunda allar tegundir íþrótta. Er til London kemur býrð þú hjá valinni enskri fjölskyldu og ert þar í fæði. Margir íslendingar hafa veriö viö skólann og líkaö mjög vel. Stórkostlegt tækifæri til aö fara í frí og þú nýtir tímann vel og lærir ensku um leið. 1. tímabil er 1. júní — «. vikur uppaelt 2. timabil er S. júní — 4 vtkur uppselt 3. timabil sr 29. júní — 4. vikur. 4. tímabil ar 8. fúli — 4 vikur. 5. tímabil ar 3. ágúat — 4 vikur. 6. tímabil ar 1. aapt. — 4 vikur. öll aöstoö veitt viö útvegun farseöla og gjaldeyris. Er þegar byrjaö að skrifa niöur þátttakendur. Sendum myndalista. Allar nánari uppl. veitir í síma 23858 eftir kl. 7 á kvöldin og allar helgar. Magnús Steinþórsson Hringdu strax í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.