Morgunblaðið - 31.05.1981, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAl 1981
27
Myndarleg forn steinbogabrú yfir gjá í Marlais.
Myndarlegt fiskasafn er undir þessum granítbjörg-
um, sem hrúgast hafa saman í Coz-Pors og myndað
hellisrými. Óneitanlega furðuleg „bygging“.
Gaman er aö reika um gömlu hverfin í bæjunum, sem enn varöveita 300—400 ára gömul hús og jafnvel
heilar götur.
Bretónsku húsgögnin með út-
skurðinum í gömlum stíl eru
greinilega enn mjög eftirsótt, því
við sáum á leið okkar víða skilti,
þar sem vísað var á verkstæði eða
bóndabæ, sem bauð antik-hús-
gögn. Ferðamenn úr öðrum héruð-
um Frakklands koma gjarnan og
panta sér þessi fallegu borðstofu-
húsgögn, skápa og stóla.
Anna, síðasti her-
togi Hretagne
En bæirnir sjálfir með gömlu
götunum sínum eru raunar oft á
við merkilegasta safn. Við kynn-
umst því strax í bæjunum á
norðurströndinni, St. Malo, og
Dinan, þar sem við snarbrattar
mjóar götur niður að sjónum eru
miðaldahús með verkstæðum iðn-
aðarmanna niðri, en efri hæðin
slútir yfir með pelagoníum í köss-
um. Stundum koma svona perlur
manni alveg á óvart, þótt aðrar
séu heimsóttar skv. ábendingum
Michelin-handbókarinnar góðu.
Svo var t.d. á leið okkar til
Dournenez, þegar við allt í einu
erum í smábænum Lacronan
staddar á torgi frá miðöldum, þar
sem listiðnaðarmenn hafa komið
sér fyrir með vinnustofur sínar.
þessi listiðnaðarbær hefur muni
úr líni, leðri, leir og öllu sem
nöfnum tjáir að nefna.
Gegn um bæinn Marlais liggur
djúp gjá. Yfir hana og gnæfandi
yfir byggðina í dalnum undir,
hefur endur fyrir löngu verið
byggð stærsta steinbogabrú á
tveimur bogahæðum, sem ég hefi
séð. En í miðbænum undir efu
gömlu húsin við örmjóar götur og
halla út yfir þær, sums staðar með
útskurði. Þetta hefur sýnilega
verið blómstrandi staður á 15.—
17. öld, þegar verzlun var þar
mikil við höfnina og frá þeim tíma
eru húsin með útskornu heilagra-
mannamyndunum og púkunum,
sem enn má sjá. Og við Hallar-
torgið er m.a. hús önnu hertoga-
ynju, sem síðast stjórnaði her-
togadæminu Bretagne, hlaut það í
arf 12 ára gömul. Þótt hún giftist
Karli 8. Frakkakonungi hélt það
Á Hallartorginu í gamla bænum
Marlai* má ann ajá hús önnu
hertogaynju, aem síðast stjórnaði
frjálsu Bretagne á 15. öld. Ef vel
er að gáð má greina útskorna
púka á stoðunum.
sjálfstæði sínu. Eftir dauða hans
sneri hún aftur heim 1498, en
giftist svo öðrum Frakkakonungi,
Lúðvík 7. Henni er lýst svo að hún
hafi verið lítil og grönn, hölt og
stórmenntuð, enda vafalaust eftir-
sótt af kóngum, með heilt hertoga-
dæmi á herðunum. Það var ekki
fyrr en eftir dauða hennar, að
dóttir hennar Claude, sem giftist
Fransi I lét endanlega fyrir þrýst-
ing hertogadæmið undir Frakk-
Iandskonung. Þær mæðgur eru því
sögulegustu persónur á Bretagne
og maður rekst sífellt á nafn
Önnu.
Hún bjó semsagt í þessu gamla
gælsilega húsi á 15. öld. En í
safninu í bænum, sem er í gamalli
kirkju, má fá góða hugmynd um
lifnaðarhætti Bretona fyrrum.
Þar var merkileg sýning á steind-
um gluggum, þegar við vorum þar
á ferð.
Þjóðbúningar með
stifuðum höfuðbúnaði
Við ferðakonur á íslandi ökum
þannig frá einum bænum til
annars og sjáum alltaf eitthvað
merkilegt og nýtt, hvort sem
haldið er vestur eftir norður-
ströndinni, þvert yfir skagann eða
með suðurströndinni, þar sem eru
allt öðru vísi strandbæir. Margir
þeirra hafa nú verið byggðir upp
fyrir nútímatúrista með stórum
glæsilegum strandhótelum. Yfir
miðjan daginn bregðum við okkur
oft á ströndina, ef svo stendur á. Á
suðurströndinni er hver yndis-
legur baðstrandarbærinn á fætur
öðrum með sandströndum og
klettum og landslagsfegurð mikil.
Síðdegis einn daginn, eftir
baðstrandardvöl, komum við í litla
þorpið Pont Avon, þar sem Gau-
guin og vinir hans dvöldu löngum
á sumrin um 1880 og mynduðu
Port-Avon skólann hjá gæðakon-
unni Júlíu. Bærinn lifir á fyrri
frægð af dvöl impressionistanna.
Fallegur lítill staður með myllu-
læk í miðjum bænum. Og þar er
mikið um litla sýningarsali með
málverkasýningum.
Lengst vestur förum við til
fiskibæjarins Douarnenez. Ætlum
að sjá þar einn af þessum nútíma
fiskveiðibæjum Bretona, sem sjá
Frakklandi fyrir mestum sjávar-
afla. En fiskimennirnir eru í
verkfalli og stóri uppboðsmarkað-
urinn við höfnina nær auður i
morgunsárið. Aðeins verið að
bjóða þar upp kassa með sardín-
um, sem sardínubátarnir eru að
landa, en þarna eru stór nýtisku
frystihús. Douarnenez er mesti
rækjuaflabær landsins. Ekki er
þar heldur markaðsdagur, en al-
menni markaðurinn í bænum þyk-
ir merkilegur. Við gistum þarna
eina nótt fyrir 45 franka í sæmi-
legu hóteli og fáum ágæta máltíð
fyrir 6 franka. Við hættum við að
elta uppi fiskibæina stóru á suður-
ströndinni, og ákveðum í skyndi
um morguninn að sleppa ysta
oddanum í vestri „Point de Raz“,
en ökum til annars litils bæjar á
suðuroddanum „Point l’Abbé."
Þar um slóðir eru sérkennilegustu
og íburðarmestu þjóðbúningarnir
með háum hekluðum stífuðum
höfuðbúnaði. Raunar sjáum við
tvær konur í slíkum búningum þá
stund, sem við höfum þar viðdvöl
og reikum um litlu búðirnar.
Nokkru seinna, þegar við kom-
um til bæjarins Quimperlei og
lendum á hinu gamla Hótel Evr-
ópu nálægt járnbrautarstöðinni
(með herbergi fyrir 55 franka),
gefst heldur betur kostur á að
skoða gamla húsbúnaðinn og þjóð-
búninginn. Maddama Hervé, sem
sýnilega rekur staðinn með fjöl-
skyldu sinni af mikilli röggsemi og
hefur gert í áratugi, trónar þar við
barinn í bretónskum þjóðbúningi,
svörtum og með íburðarmikinn
stífaðan höfuðbúnað. í hliðarher-
bergi við matsalinn eru húsgögn í
gamla stílnum með útskornum
rekkjubekkjum og skornum tré-
þiljum upp á miðja veggi. Meira
að segja er símaklefinn útskorinn,
svo og barskápar og hillur.
Madame, þér
eruð hættuleg
Ástæðulaust er að rekja þess^
ferð nánar. Eftir 11 daga tökum
við stefnuna norður til borgarinn-
ar Rennes á miðjum skaganum, en
þaðan gengur hin ágæta hraðlest
frá Brest beint til Parísar, það er
því góður staður til að skila
bílaleigubílnum og taka hana.
Rennes er stórborg, og höfuðstað-
ur Bretagne. Þetta er fornfræg
borg, sem brann svotil öll á 18. öld.
Þó eru þar margar fallegar kirkj-
ur frá fornu fari og gamall
bæjarhluti, sem verið er að gera
upp, fróðlegt er að reika þar um.
Þar er líka fallegur botanískur
garður, sem er þess virði að eyða í
dagshluta. Þetta er háskólabær og
á seinni tíma er þar mikill raf-
eindaiðnaður.
Þarna giftist Anna hertogafrú
af Bretagne Karli 8. og þarna er líka
fædd hetjan mikla frá 14. öld, Du
Guesclin, sem miklar sögur fara af
sem hraustum bardagamanni.
Hann barðist fyrir fósturjörð sína
allt frá 17 ára aldri, og átti stóran
þátt í glæsitíma hennar. Við
höfum verið að rekast á hetjusög-
ur af honum frá því við fórum um
Dinan, þar sem hann er grafinn.
Einnig rómantískar sögur. Á þess-
um tíma, þegar riddaraleg fegurð
og glæsimennska skipti höfuð-
máli, þá var hetjan svo óheppin að
vera allra manna ljótastur og leið
fyrir það. En ung fegurðardís, sem
orð fór af, sá hann á burtreiðum
og varð svo ástfangin af hetjunni
að hún gekk að eiga hann og beið
hans trúföst alla æfi meðan hann
var að stríða vítt og breytt, allt
suður til Spánar.
Rennes er sem fyrr segir stór-
borg. Sem við ökum í þriggja
akreina umferð í ókunnri borg,
skimandi eftir skiltum sem vísi á
miðborgina og snarbeygjum við
vegvísi að járnbrautarstöðinni,
kemur æðandi lögregluþjónn á
mótorhjóli upp að bílstjóranum og
öskrar: Madame, þér eruð hættu-
leg umferðinni! Hann blíðkast þó
þegar hann hefur fengið íslenska
ökuskírteinið og bljúga játningu
bílstjórans, sem gefur þá skýringu
að erfitt sé að leita undir stýri að
stað í ókunnri stórborg. En vilji
hann hjálpa til við að finna þá 3
staði, sem við leitum að, þ.e.
járnbrautarstöðina og ákveðna
götu með bílaleiguskrifstofunni
auk hótels þá munum við snarlega
skila bílnum eftir 11 daga ánægju-
legan akstur um Bretagne og ekki
aka meira í því héraði. Þessum
málalokum varð lögregluþjónninn
feginn og sagði: Madame, þér eruð
fyrir framan járnbrautarstöðina
og bílaleigan er í götunni þarna á
móti, og hótelin eru hér allt í
kring! Þar með lauk ferðinni. Eftir
að hafa gist á Hótel Astrid í 80
franka herbergi og borðað kvöld-
verð á skemmtilegu torgi Heilagr-
ar Önnu um kvöldið, tókum við
hina þægilegu og hraðskreiðu raf-
magnslest þessa 379 km löngu leið
til Parísar fyrir 100 fr. á mann og
60 fyrir pantað sæti. Og lýkur svo
Bretagne-ævintýri — E.Pá.
Börn við Kermóafoss i Elliðaán-
um, þegar vatn er i Austurkvisl-
inni. En hólminn með gróðri
sínum og fossinn eru mikið
augnayndi.
Til hvers
og hvernig
skal varð-
veita Elliða-
árdalinn?
Til hvers og hvernig á að
varðveita EHiðaárdalinn? er
spurning, sem 10 félög ræða að
frumkva'ði Framfarafélags Sel-
áss og Árbæjarhverfis i Félags-
heimili Rafveitunnar við Elliðaár
í dag. Hefst ráðstefnan kl. 9.15 og
stendur með matar- og hreyfihlé-
um til kl. 17.30, er hægt að fá
einfaldar veitingar á staðnum.
Verður rætt um hlutverk dalsins
sem náttúrufyrirbæri i borginni
og hlutverk hans fyrir nærliggj-
andi byggðir og starfsemi þá.
sem þegar er tengd dalnum og
Elliðaánum, ásamt Elliðavatni og
Heiðmörk. Verða flutt mörg und-
irstöðuerindi, en siðan pallborðs-
umræður.
Fyrir hádegi talar Vilhjálmur
Sigtryggsson um skógræktina í
dalnum, Sigríður Einarsdóttir
flytur hugleiðingu um þátt Kópa-
vogsbúa (sem eiga hluta af daln-
um á móti Reykjavík), Elías
Ólafsson talar um tengsl EUiðaár-
dals og Breiðholtsbyggðarinnar,
Elín Pálmadóttir talar um Elliða-
árdalinn og umhverfismál, Nanna
Hermannsson lýsir Árbæjarsafni,
Kristján Guðmundsson talar um
hestamenn og hestamennsku i
dalnum, Eyþór Einarsson ræðir
um gróðurinn í dalnum, Árni
Hjartarson útskýrir jarðfræði
EÍIiðaársvæðisins, Árni Reynisson
skilgreinir friðun og fólkvanga,
Árni Waage lýsir fuglalífi í daln-
um, Garðar Þórhallsson segir frá
laxveiði og umhverfismálum, Að-
alsteinn Guðjohnsen lýsir virkjun-
inni í dalnum og Steinn Halldórs-
son talar um íþróttamenn í daln-
um. Eftir hádegi flytja erindi Páll
Líndal um Árbæjarsvæðið, land-
areign og lagaþrætur og Reynir
Vilhjálmsson, Elliðaárdalurinn í
þágu mannlífsins. 8—10 manns
setjast þá að pallborðsumræðum.
Ráðstefnustjórar eru Þorvaldur
S. Þorvaldsson arkitekt og Þórir
Einarsson prófessor, en formaður
FSÁ er Ásmundur J. Jóhannsson,
tæknifræðingur.
Regnboginn
sýnir
„I kröppum
leik“
UM ÞESSAR mundir sýnir
Regnboginn bandaríska mynd,
„í kröppum leik“, með James
Coburn og Omar Sharif í
aðalhlutverkum. Leikstjóri er
Robert Ellis Miller.
Myndin segir frá ævintýrum
tveggja náunga, Nick Casey,
sem kallaður er „Baltimore
Bullet”, og Billy Joe Robb'ns,
félaga hans og nemanda í
billiard-leik og fjárhættuspili,
og viðskiptum þeirra við sína
líka, ástum og óvæntum enda-
lokum.