Morgunblaðið - 31.05.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.05.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1981 29 Arni Pétursson - In memoriam Fæddur 18. mai 1927. Dáinn 20. maí 1981. Hann lést á Landakotsspítala 20. maí, á nýbyrjuðu sumri; árstíð sem var honum svo kær. Ég kynntist Árna fyrir 12 árum eða þegar hann hóf störf hjá Landsvirkjun. Árni var hógvær maður og hjartahlýr og lagði gott til allra mála, ávallt reiðubúinn að gera öðrum greiða, þar sem því mátti við koma, og varð ég oft aðnjótandi hjálpsemi hans og hugulsemi í ýmsum tilvikum, þeg- ar ég þurfti á aðstoð að halda. Árni kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni Lilju Huld Sævars árið 1960. Hún bjó manni sínum indælt og notalegt heimili og eignuðust þau tvær dætur, Inu Karlottu og Svövu Kristínu. Ég minnist margra ánægjulegra sam- verustunda á heimili þeirra hjóna, enda var gestrisnin þar í hávegum höfð. Síðastliðið eitt og hálft ár hefur Árni orðið að heyja harða baráttu við þann erfiða sjúkdóm, sem að lokum hafði yfirhóndina. í þessari erfiðu og langvinnu raun hefur eiginkona hans ávallt verið honum hin mikla stoð og stytta með umhyggju sinni og fórnfýsi, þar til yfir lauk. Nú er hann horfinn sjónum okkar, vinurinn, sem miðlaði okkur af hjartahlýju sinni og lífsreynslu. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Árna Péturssyni, þau kynni urðu mér lærdómsrík og skilja eftir svo ótal ljúfar minningar. Fátt er eins erfitt að sætta sig við og ótímabært fráfall góðs vinar, þá vakna oft spurningar um tilgang jarðvistar okkar. Ég kveð Árna og það er bjart yfir endurminningunni um hann. Ég votta Lilju, dætrunum og öðrum ástvinum innilega samúð mína. Blessuð sé minning mæts manns. Ebba H. Gunnarsdóttir. Á morgun mánudaginn 1. júní verður Árni Pétursson til moldar borinn. Árni fæddist í Esbjerg í Danmörku. Hann var sonur hjón- anna Ignatz Peter Michalik og Johanne Charlotte Michalik og var skjrður Ernst að fornafni. Faðir Árna var pólskur að upp- runa og fæddist í Katowice í Póllandi. Móðirin var dönsk dóttir hjónanna Knudsen i Esbjerg í Danmörku. Árni gerðist íslenzkur ríkisborgari árið 1968 og tók sér þá sitt íslenzka nafn. Árni var alinn upp í Danmörku og gekk þar í gagnfræðaskóla. Að því námi loknu hóf hann tré- smíðanám og lauk sveinsprófi í þeirri iðn árið 1948. Með trésmíða- náminu gekk hann einnig í bygg- ingameistaraskólann í Esbjerg og stundaði þar nám í þrjá vetur. Árið 1949 var Árni kallaður í herþjónustu, en árið eftir hóf hann störf sem trésmiður. Árni fór til Grænlands árið 1951 og vann þar um átta mánaða skeið fyrst sem trésmiður við íbúða- byggingar en síðar sem stjórnandi þeirra framkvæmda. Á næstu tveim árum gekk hann í skóla í Kaupmannahöfn og lauk þaðan námi í innanhúsarkitektúr árið 1954. Að þessu prófi loknu gerðist hann ráðgjafi um tíma hjá hús- gagnafyrirtækinu William Watt- ing í Kaupmannahöfn, en seint á árinu 1954 lagði hann leið sína til íslands og réðst þá til starfa á teiknistofu Sveins Kjarval hús- gagnaarkitekts. Hjá Sveini vann Árni í tvö ár, en réði sig síðan til Karls Jóhanns Karlssonar í Neon, þar sem hann fékkst við að teikna neonskilti. Hjá Neon starfaði hann í þrettán ár, eða þar til hann sumarið 1969 réðst til starfa hjá Landsvirkjun, sem forstöðumaður á teiknistofu. Gegndi hann þeirri stöðu óslitið til hinzta dags. Eins og sjá má á því yfirliti sem hér hefur verið rakið átti Árni að baki fjölbreyttan námsferil og víðtæka starfsreynslu, þegar hann réði sig til Landsvirkjunar. Náms- ferill og starfsreynsla Árna nýtt- ust einkar vel í þeirri stöðu, sem hann gegndi hjá Landsvirkjun því verkefnin á teiknistofunni reynd- ust oft æði margvísleg, þar sem reyndi á hæfileika og kunnáttu langt umfram tækniteiknun ein- göngu. Árni var félagslyndur sem lýsti sér meðal annars í því að hann tók virkan þátt í skátahreyfingunni um langt skeið eða á árunum 1939—1951 og gegndi þar trúnað- arstörfum. Árni var einnig félagi í Oddfellow-reglunni. Félagslyndi Árna gerði það að verkum, að hann var ætíð boðinn og búinn til að starfa fyrir starfsmannafélag Landsvirkjunar, þar sem hann lagði jafnan drjúgan skerf til félagsstarfanna. Árni tamdi sér mikla reglusemi í öllu starfi sína og það ásamt skipulagshæfileik- um, lipurmennsku og óeigingjörnu starfi í þágu félaganna aflaði honum virðingar og vinsælda samstarfsmannanna. Fyrir u.þ.b. hálfu öðru ári síðan kenndi Árni sér þess meins, sem að lokum dró hann til dauða. Árni tók því sem að höndum bar með rósemi og karlmennsku á aðdáun- arverðan hátt og vann sitt starf eftir ýtrustu getu, eins lengi og kraftarnir framast þoldu. Árni kvæntist eftirlifandi konu sinni Lilju Huld Sævars sumarið 1960. Þau eignuðust tvær dætur, þær Inu Karlottu og Svövu Krist- ínu. Að leiðarlokum kveðjum við samstarfsmennirnir hjá Lands- virkjun mætan starfsbróður og vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Jóhann Már Maríusson. Kveðja frá Starfsmanna- félagi Landsvirkjunar Oft er því þannig farið, þegar kveðja á góðan félaga, að orð vantar. Að minnsta kosti þau orð, sem virðast best eiga við, þegar að kveðjustundinni er komið. Eins og öðrum félögum er Starfsmannafélagi Landsvirkjun- ar nauðsyn á dugmiklum og virk- um félagsmönnum, sem eru ávallt til taks, þegar á þarf að halda. Mönnum, sem þurfa ekki endilega að vera í stjórn til að starfa í þágu félagsins. Slíkur maður var Árni Pétursson. Hann var jafnan reiðu- búinn að inna af hendi þau verk, sem voru á hans valdi að leysa, og ber þá sérstaklega að nefna undir- búning árshátíða starfsmannafé- lagsins, jólatrésskemmtana auk ýmislegs annars, sem hann tók að sér fyrir félagið. Það, sem þó er mest um vert, er hinn jákvæði andi og hið óeigingjarna hugarfar, sem er sá aflvaki, er gæðir sér- hvert félagsstarf lífi. Árni var gæddur þessum eiginleikum, og starfsmannafélagið naut í ríkum mæli góðs af því. Megi fordæmi Árna Pétursson- ar verða öðrum félagsmönnum hvatning til gifturíks starfs í framtíðinni. Sigurjóna Pálsdóttir Frímann - Minning Fædd 17. júni 1909. Dáin 24. maí 1981. Á morgun verður kvödd í Akur- eyrarkirkju frú Sigurjóna Páls- dóttir Frímann, sem andaðist að morgni sunnudagsins 24. maí. Með henni er gengin mikilhæf mynd- arkona, sem jafnan brá ljóma yfir umhverfi sitt sakir gerðar og glæsileika. Sigurjóna fæddist 17. júní 1909, dóttir hjónanna Guðlaugar Þórð- ardóttur frá Hnjúki í Svarfaðar- dal og Páls Jónssonar, bónda og smiðs á Staðarhóli á Akureyri. Hún var því ein hinna glæsilegu og vel gefnu Staðarhólssystkina, sem einkum létu til sín taka í sönglist og tónlistarstarfi. Sigur- jóna var þar enginn eftirbátur hinna systkinanna, hafði bjarta og hreina rödd og söng lengi í Kirkjukór Akureyrar og Kantötu- kór Akureyrar. Tvítug að aldri giftist hún ungum og andríkum gáfumanni, Jóhanni Frímann frá Hvammi í Langadal, sem þá var nýlega tekinn við skólastjórn Iðnskóla Akureyrar, og fór brúðkaupið fram 27. júlí 1929. Ári siðar gerðist Jóhann jafnframt fasta- kennari við nýstofnaðan gagn- fræðaskóla á Akureyri, og gegndi hann þessum stöðum báðum, þar til Jóhann gerðist skólastjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar árið 1955. Um tveggja ára skeið (1939—1941) bjuggu þau hjónin í Reykholti í Borgarfirði, en Jóhann var þá skólastjóri héraðsskólans þar. Jóhann lét af skóla- og kennslustörfum árið 1964, þannig að um hálfs fjórða áratugs skeið var Sigurjóna nátengd skólastarfi og skólalífi. Gagnfræðaskóli Akureyrar á henni mikið að þakka. Hún studdi eiginmann sinn alla tíð með ráð- um og dáð, eins í starfi hans sem á öllum öðrum sviðum. Hún lét sig hag og heill skólans alltaf miklu skipta og var manni sínum hollur og heilráður vinur í mörgum vanda hins daglega starfs í skól- unum. Hún bjó honum hlýlegt og fagurt heimili, þar sem hann átti yndisreit og veðrahlé. Þar hlynntu þau líka saman að börnunum sínum, Valgarði, Sigyn og Berg- ljótu, og hin seinni árin áttu barnabörnin þar líka öruggt skjól hjá afa og ömmu. Lengi var heimili þeirra Sigurjónu og Jó- hanns að Hamarsstíg 6 í nábýli við systur Sigurjónu, Lovísu, og mann hennar, Kristin Þorsteins- son, en fyrir nærri aldarfjórðungi reistu þau Jóhann sér hús á grunni þess húss, sem verið hafði æskuheimili Sigurjónu, Staðar- hóls, og þar, að Asvegi 22, áttu þau heima síðan. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Er hugsanlegt, að menn kunui að biðja of mikið fyrir einhverjum málefnum? Ég velti því fyrir mér, hvort Guð þreytist á því að hlusta á mig. Ég bið stöðugt fyrir margvíslegum vandamálum minum. Báðum þessum spurningum svara ég alveg eindreg- ið neitandi. Líking Jesú um rangláta dómarann og ekkjuna, sem ekki vildi gefast upp, var sögð, svo að við lærðum, hvernig Guð er — ólíkur rangláta dómaranum, sem hefndi sín á andstæðingum sínum. Um alla Biblíuna erum við hvött með mörgu móti til að halda áfram að biðja. Páll ritaði: „Biðjið án afláts." Hins vegar er hugsanlegt, að við biðjum ekki alltaf af réttum hvötum. Við biðjum t.d. af eigingirni, svo sem um peninga eða metorð og völd. Jesús talar skýrt um þetta í dæmisögunni um faríseann og tollheimtu- manninn (Lúk. 18). Faríseinn fór heim, án þess að verða réttlættur, af þyí að hann hrósaði sjálfum sér í bæninni. Hins vegar hlaut bæn tollheimtumannsins um miskunn hrós. Guðbjörg Eiríksdótt- ir - Minningarorð Fædd 1. júni 1978. Dáin 16. febrúar 1981. Stundum gerast þeir atburðir, sem engan tilgang virðast hafa. Atburðir, sem byrgja alla útsýn í sólarátt, svo tilgangsleysið virðist eitt eftir. Þannig fór okkur, þegar elskulegt barnabarn okkar hvarf yfir landamæri lífs og dauða. Þó væri ef til vill réttara að tala um þáttaskil, því i eilífu lífi er dauð- inn jú þáttaskil, og í faðmi Drottins hvílir hún, stúlkan okkar litla. Eins og lítill sólargeisli dvaldist hún meðal okkar, kát, fjörug og lífsglöð, og sannur gleðigjafi okkur öllum. Skyndilega var hún öll. Við vitum, að í kjölfar harma- fregna, fara stundum gleðitíðindi. Þeir, sem sá með tárum, munu uppskera með gleðisöng, stendur í Davíðssálmum. Og við trúum því, að tregatárin þerri Drottins náð- arsól og í faðmi hans hvíli hún í eilífum friði. .Þótt barnið Krymixt I urafarhlund. þá irúð er vunin um endurfund. Sá lifir. sem Iff til hjó. Hann xieója mun eitt sinn Krætta lund ok Kefa það aftur á sa-lti stund. Þá vaknar vonin. sem dó.“ (IleÍKÍsiðabókin) Amma og afi I Hafnarfirði. Amma og afi i Kópavogi. Við hjónin áttum því láni að fagna að eiga þau Sigurjónu og Jóhann Frímann að vinum, og til þeirra lágu oft leiðir á góðri stund. Alltaf var okkur fagnað af sama innileik, sömu alúð og sömu ástúð, ekki aðeins með góðum kaffisopa, sem alltaf var vís, heldur einnig með glaðværu spjalli og samræðu, uppbyggilegri orðræðu. Húsmóð- irin veitti af rausn og virkt og sá um, að gestina skorti ekkert af því, sem fram var borið, hress og glöð í bragði, þó að nákunnugir vissu, að oft var hún þjáð og þreytt. Aldrei vildi hún þó láta á því bera, heldur bar sig sem hetju sómdi, hvað sem á bjátaði. Fagurt var margt í fari hennar, en það þó ef til vill fegurst, hvernig hún reyndist manni sinum, þegar van- heilsa sótti á. Að leiðarlokum sendum við henni í huganum hjartans þakkir fyrir vináttu og tryggð við okkur hjónin, allt frá því, að við Jóhann gerðumst samstarfsmenn við Gagnfræðaskóla Akureyrar og kynni okkar hófust. Við blessum minningu hennar og biðjum henni góðs gengis í nýjum heimkynnum. Vini okkar, Jóhanni Frímann, og börnum þeirra hjóna og öðru skylduliði sendum við einlægar samúðarkveðjur. Sverrir Pálsson J Hún elsku litla frænka mín er farin í ferð. Öll munum við leggja upp í þá ferð, en hennar ferð var ákveðin svo miklu fyrr, en nokk- urn hafði órað fyrir. Víst eru vegir Guðs órannsakanlegir, en að baki þeim er tilgangur, sem augum okkar er æði oft dulinn. Guð sendi okkur hana, elsku Guðbjörgu litlu frænku mína. Hún ávann sér ást okkar með yndislega, saklausa og lífsglaða brosinu sínu. Og nú kallar hann hana til sín á nýjan leik. Til hvers? Ef til vill til þess, að við sem eigum minninguna um hana, reynumst hvert öðru betur, séum þolinmóðari og umburðar- lyndari. Minningin um litlu stúlk- una okkar laði fram það góða í hjörtum okkar, og við skiljum að Guð er nálægur ekki síður í sorginni, en gleðinni. Guð geymi elsku litlu frænku mína. Gaui frændi. L n egsteinn er varanlegt ilnnismerki Framleiðum ótal tegundir legsteina. Allskonar stærðir og gerðir. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. i BS.HELGASONHF ISTEINSMKUA ■ SKEMMUVEGI 48 SlMI 76677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.