Morgunblaðið - 31.05.1981, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ1981
t
Þorsteinn Guðmunds
son, Skálpastöðum
Einn mesti og merkasti búhöldur
Borgfirðinga áttræður í dag
Fyrsti bóndinn, sem við hjónin
komust í kynni við í Borgarfirði,
var Þorsteinn Guðmundsson á
Skálpastöðum í Lundarreykjadal.
Var það tvennt, sem þessu réði.
Annað var það, að hinn farsæli
kaupfélagsstjóri, Þórður Pálma-
son sagði mér, að Þorsteinn væri
annar tveggja þeirra bænda í
héraðinu, sem mundu vera einna
mestir framkvæmdamenn um
ræktun og fyrirmyndar búsýslu,
en auk þessa kom það til, sem ekki
var iéttvægara, að ég vissi, að
hann var kvæntur vestfirzkri
konu, rómaðri að mannkostum og
dugnaði, enda af góðu fólki og
vönduðu í báðar ættir. Þau fágætu
kynni, sem hófust með okkur
hjónum og Skálpastaðaheimilinu,
hafa síðan enzt þann rúman fjórð-
ung aidar, sem liðinn er frá því að
þau hófust, og vissulega hef ég við
hverja komu þangað glaðst yfir að
sjá þar sífellt aukast ræktun og
aðrar framkvæmdir. Og þá hefur
það ekki síður verið okkur hjónum
ánægjuefni, að vita þar á seinustu
áratugum lánast gæfuríkt sambýli
gömlu hjónanna og fjölskyldna
tveggja sona þeirra, sem eru engir
eftirbátar föður síns að hagsýni og
dug til framkvæmda í samræmi
við breyttar og viðsjálar aðstæður
í þjóðfélaginu.
Þorsteinn fæddist að Syðri-
Fossum í Andakíl í Borgarfirði 31.
maí 1901. Foreldrar hans voru
Guðmundur Auðunsson og kona
hans, Guðbjörg Aradóttir. Þau
bjuggu víðar í Borgarfirði, unz
þau fluttust að Skálpastöðum, en
ungur var Þorsteinn þegar þangað
kom. Foreldrar hans voru greind
og vel metin og bjuggu góðu búi að
þeim hætti, sem þá tíðkaðist.
Guðmundur hafði mikinn áhuga á
jarðabótum og vandaði svo til
þeirra, að sumar eru enn óhreyfð-
ar í hinu á að gizka hundrað
hektara túni, sem nú breiðir úr sér
drjúgan spöl til austurs og vesturs
frá bænum og allt niður að hinni
fögru og gjöfulu Grímsá. Bæði
voru bókhneigð og Guðbjörg unn-
andi fagurra ljóða, og er óhætt að
segja, að Þorsteinn hafi tekið
Ijóðástina að erfðum og hún
kostaði hann marga vökustund,
jafnvel eftir erfiða vinnudaga,
enda kona hans sama sinnis um
bókhneigð og ást á ljóðum í
hefðbundnu formi íslenzkra
menningarerfða.
Þorsteinn stundaði nám í ung-
mennaskóla séra Sigtryggs á Núpi
frá 1919 til ’21, og síðan nam hann
búfræði á Hvanneyri og tók þaðan
brottfararpróf 1923. Hann var
síðan um skeið heima, en gerðist
svo sjómaður á Akranesi, var
meðal annars á togara. Honum
féll vel sjórinn, og ef hann hefði
þar haldið áfram, hefði hann
áreiðanlega orðið skipstjóri og
mikill aflamaður. Á Akranesi lágu
á ný leiðir þeirra saman, hans og
skólasystur hans frá Núpi, Þór-
unnar Vigfúsdóttur, bónda og
bátasmiðs Eiríkssonar, í Tungu í
Valþjófsdal í önundarfirði. Og nú
tókust með þeim ástir og árið 1929
voru þau gefin saman í hjónaband.
Upp úr því — eða árið eftir —
bauðst þeim að taka við búi og
jörð á Skálpastöðum, og þar
bjuggu þau þangað tii Þorsteinn
varð sjötugur, að synir hans tveir
tóku við. En á Skálpastöðum hafa
gömlu hjónin dvalið og hyggjast
ekki flytja fyrr en að ber það, sem
enginn fær umflúið.
Þau hafa eignazt sex börn, eitt
þeirra hafa þau misst, efnisdreng
á fimmta ári. Hann hét Vigfús
Önundur. Hin börnin eru þessi:
Guðbjörg, gift sænskum manni,
sem á heima á eyjunni Öland. Þau
hjón eiga tvær dætur. Þá er
Þorsteinn, bóndi á Skálpastöðum,
kvæntur Ásdísi Þorsteinsdóttur
frá Úlfsstöðum í Reykholtsdal.
Börn þeirra eru fjögur, þrjár
dætur og einn sonur. Þriðja að
aldri er Guðrún Kristín, gift
Valgeiri Jónssyni, bónda á Þver-
spyrnu í Hrunamannahreppi. Þar
eru börnin fimm, fjórir synir og
ein dóttir. Næstyngstur er Guð-
mundur bóndi á Skálpastöðum,
kvæntur Helgu Bjarnadóttur, sá
Bjarni frá Hraunsási í Borgar-
firði. Þau eiga tvær dætur og tvo
syni. Svo er þá yngstur Vigfús,
læknir á Landspítalanum, kvænt-
ur Auði Sigurðardóttur, börn
þeirra eru þrjú, ein dóttir og tveir
synir.
Það voru gáfuð, hagvirk, ötul og
viljaföst hjón, sem hófu búskap á
Skálpastöðum fyrir um það bil
hálfri öld, en þó að milli þeirra
ríkti samhugur og samlyndi um
heimilishætti og framkvæmdir,
eru þau að ýmsu ólík. Þorsteinn er
skapmikill og næstum áhuga-
maður um skör fram, þó að ekki
skorti hann greind og glögg-
skyggni á almenn mál frekar en á
möguleikana til framkvæmda,
konan mjúklynd yfirleitt hæglát,
þó að verk gengju henni fljótt frá
hendi — og auga hefði hún fyrir
hvers konar gagnsemi. En Þor-
steinn hefur margsagt mér, að
hún hafi frá því fyrsta haft á hann
mannbætandi áhrif, og þegar ég
hef undrast hagsýni hans og
framkvæmdir, hefur hann þegar í
stað tekið það fram, að það sem
gerzt hafi á Skálpastöðum til
gagns og aukinnar velsældar, sé
jafnvel að meira en hálfu leyti
konu sinni að þakka. Og vissulega
kann hann og vel að meta fagur-
skyn hennar og listfengi um heim-
ilisprýði, en það í eðli hennar
hefur og komið fram bæði í ljóði
og litum. Og víst er um það, að
samhugur þeirra hjóna og vökul
elja hefur þorið árvissan og furðu
skjótan árangur til aukinnar
ræktunar og reisnar staðarins, og
það þegar frá upphafi búskapar
þeirra. Árið 1949 var reist á
Skálpastöðum einlyft steinhús,
stórt að grunnfleti og risið þannig,
að þar gæti orðið til rúmgóð og
hagkvæm íbúð. Var þar sem í öðru
höfð framtíðin í huga. Þá höfðu
verið ýmist bætt eða byggð úti-
húsin á jörðinni.
Nú vík ég máli mínu yfir á
annan vettvang í bili. Þar á ég við
trúnaðarstörf Þorsteins. Vorið
1933 var hann skipaður hrepps-
stjóri og sama ár kosinn í hrepps-
nefnd. Það ár varð hann og
deildarstjóri Kaupfélags Borgfirð-
inga í Lundarreykjadal og einnig
valinn formaður búnaðarfélags
sveitar sinnar. Þá var hann og
forystumaður garðyrkjufélags
Lunddæla. Einnig var hann svo
kosinn af þeirra hálfu í bygging-
arnefnd barnaskólans á Klepp-
jámsreykjum, sem að standa fjór:
ir hreppar Borgarfjarðarsýslu. í
sýslunefnd var svo Þorsteinn val-
inn árið 1958. Ekki hef ég annað
heyrt en að hann hafi gegnt öllum
þessum trúnaðarstörfum með
sóma, en nú hefur hann látið af
þeim öllum nema hreppsstjóra-
starfinu, sem hann hefur sagt
mér, að ekki hafi verið tímafrekt.
Hann gat þess einhverntíma við
mig, að síðan hann kom fyrst að
Skálpastöðum hafi ekki þurft að
birta neinum Lunddæla stefnu.
Hann hefur í fórum sínum sátta-
nefndarbók, þar sem öll blöðin eru
auð ... En þess vegna get ég
þessara trúnaðarstarfa áður en ég
greini frekar en hér að framan frá
búskapnum, að nærfellt öllum
nefndra aukastarfa gegndi Þor-
steinn meðan þungi framfara og
búskaparvanda hvíldi' enn með
öllum sínum þunga á herðum
hinna eljumiklu og samhuga
hjóna ...
En þegar ég hafði mín fyrstu
kynni af Þorsteini, voru þrjú af
börnunum orðin virkir og góðir og
gildir þátttakendur í búskap og
heimilisstörfum. Þorsteinn yngri
vel tvítugur, Guðrún litlu yngri og
Guðmundur átján ára. Öll voru
þau vinnufús og höfðu tekið að
erfðum hagar hendur, en slíkra
var einmitt mikil þörf, því að
komin voru til sögunnar margvís-
31. maí
til
5. júní
Nú bjódum við ykkur að líta
við í versluninni um helgina
bæði laugardag og sunnu-
dag og kynnast nýjustu
tækni í sambandi við mat-
reiðslu í örbylgjuofnum.
Einnig verður boðið upp á
pizzur og Seven-Up, sem
ætti að renna Ijúflega niður.
VIÐ BJÓÐUM YKKUR AÐ HEIMSÆKJA VERSLUN KALMAR-INNRÉTTINGA H/F í
SKEIFUNNI 8, REYKJAVÍK NÚ UM HELGINA OG NJÓTA ÞESSARA ELDHUSDAGA OKKAR.
Einar Farestveit h/f
kynnir
tffýshilm
örbylgjuofna hjá okkur í versluninni í
dag, laugardag, kl. 14—16 og sunnu-
dag kl. 15—17. Dröfn Farestveit kynnir
þá nýja tækni í matreiöslu meö notkun
örbylgjuofna frá TOSHIBA.
Halti
haninn
gefur okkur aö
smakka á pizzum
bæöi laugardag og
sunnudag og Sev-
en-up frá Sani-
tas hjálpar okkur
svo aö renna þessu
niöur.
c ískalt
Seven up.
i 'mjM&M
MI
■ÍÍSii
■ :
.
■
T9f
hressir betur.
í ir*
mmvm
Opið laugardag kl. 10—16 og sunnudag kl. 13—17.
M
ka|mar
Innréttingar hf.
» WtVKJAVm M— MH1.
n
EINAR FARESTVEIT 6. CO HF
IIRGSTAOASTRAT' I0A SlMI |6f««
Halti
nin
Sanitas