Morgunblaðið - 31.05.1981, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ1981
19
„Lát engan líta
smáum augum
á æsku þína44
í dag verður önnur konan vígð til
prestsstarfa á íslandi. Er það Dalla
Þórðardóttir sem verða mun prestur
Bílddælinga. Dalla er aðeins 23 ára að
aldri og fær hún undanþágu frá
aldursákvæðum til þess að vígjast.
Verður hún þar með einn yngsti
prestur okkar íslendinga, en slík
undanþága hefur ekki verið veitt í
aldarfjórðung. Foreldrar hennar eru
séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir og
Þórður Örn Sigurðsson lektor. Þess
má geta að meðal vígsluvotta Döllu
verður móðir hennar en hún var eins
og öllum er kunnugt fyrsta konan til
að taka prestsvígslu hér á landi. Af
þessu tilefni brá blm. sér í heimsókn
til þeirra mæðgna og átti við þær stutt
spjall.
„Dalla hefur þú orðið vör
við að fólk hneykslist á því
að kona skuli vera að vígjast
til prestsstarfa?"
„Nei, síður en svo, ég hef
alls ekki orðið vör við neina
fordóma gagnvart því. I Bibl-
íunni er ekki neitt að finna
sem kveður svo að kona geti
ekki gegnt jprestsstörfum,
síður en svo. I Fyrstu Móse-
bók segir m.a. að karl og
kona séu sköpuð til sömu
verkefna. Jesús var ákaflega
frumlegur á sínum tíma með
því að ræða við konur um
þau mál er þær voru yfirleitt
ekki virtar viðlits á þeim
tíma. Hvað varðar túlkun á
orðum Páls postula þá hefur
verið mismunandi eftir tíð-
arandanum hverju sinni.
Menn hafa alltaf mótast af
uppeldi sínu og þeim viðhorf-
um sem eru ríkjandi á hverj-
um tíma. Þannig hafa menn
sjálfsagt einhverntíma feng-
ið þá hugmynd að konur
væru síðri til þessara starfa
en karlmenn."
„Auður, nú varðst þú vör
við mikla fordóma gagnvart
því að kona skyldi ætla sér
að verða prestur, þegar þú
vígðist á sínum tíma. Hvern-
ig lýst þér á þessa ákvörðun
dóttur þinnar?"
„Mér líst mjög vel á hana,
og ég fagna að fleiri konur
skuli nú sækja guðfræðinám
en áður. Það kom mér mikið
á óvart hve mótstaða var
mikil hjá fólki en margir
voru líka jákvæðir. í starfinu
sjálfu hef ég ekki orðið vör
við neitt slíkt, síður en svo.
Ég er hrædd um að þessir
fordómar gætu gosið upp
Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir.
Dalla Þórðardóttir.
aftur ef kona færi út í
kosningar, þó svo að ég voni
að svo verði ekki. Kirkjan
hefur vitanlega þörf á starfs-
kröftum kvenna sem karla í
prestsþjónustu.
Dalla: „Sem kona er ég
hrædd um að ég hefði fallið í
kosningum á móti nær hvaða
karlmanni sem væri. Annars
hef ég haft samband við
nokkur væntanleg sóknar-
börn mín og verið boðin
velkomin. Ég hef því enga
ástæðu til annars en að vera
ánægð."
„Myndir þú Dalla leggja
það til við stúlkur á þínum
aldri að leggja fyrir sig
prestsskap?"
„Hafi þær áhuga þá ættu
þær ekki að vera að setja
fyrir sig neina „prests-
ímynd". Alls ekki að gera
úlfalda úr mýflugu. Ég vil
endilega hvetja allar þær,
sem áhuga hafa á starfinu að
fara út í þetta. Það er alls
enginn bjánaskapur fyrir
stúlkur síður en svo.
„Ekki var upphaflega hug-
myndin hjá þér að gerast
prestur?"
„Nei, upphaflega ætlaði ég
út í tungumálanám, en það
býður helst upp á kennslu,
svo að ég sneri mér að
guðfræðinni. í upphafi var
ekki ætlunin að leggja fyrir
sig prestsskap, en það verður
að segjast eins og er að ég er
ánægð með mitt hlutskipti.
Þetta starf býður upp á
miklu meiri möguleika en ég
hafði gert mér grein fyrir.
Það snertir nær alla þætti
mannlegs lífs. Það krefst
þess að maður gefi hluta af
sjálfum sér þannig að það er
hæpið fyrir þá sem hafa ekki
trúarlega sannfæringu að
leggja út í prestsskap.
Ég vil að lokum gera orð
Páls postula að mínum en
hann segir í Fyrra bréfi til
Timoteusar: „Lát engan líta
smáum augum á æsku þína.“
„Andadrottning“
Flest bendir til að verðbólgan
milli þessara ára verði að meðal-
tali yfir 50%. Þetta þýðir því að
lántökur, einkum erlendar, verða
meiri en áætlunin gerir ráð fyrir,
ef halda á í við framkvæmdamátt;
en ella niðurskurð á raungildi
framkvæmda.
Lífskjara-
ramminn
Lifskjör þjóðar hvíla öðru frem-
ur á tvennu: verðmætasköpun í
þjóðarbúskapnum og viðskipta-
kjörum við umheiminn. Þetta
tvennt ræður þjóðartekjum, sem
eru í raun lífskjararammi okkar.
Þær undirstöður verðmæta-
sköpunar sem tengjast sjávarút-
vegi og landbúnaði, eru á ýmsan
hátt fullnýttar. Þessar atvinnu-
greinar verða áfram burðarásar í
þjóðarbúskapnum, en þó er ein-
sýnt að meira þarf til að koma, ef
tryggja á vaxandi þjóð atvinnuör-
yggi á næstu árum og áratugum
(ekki færri en 25.000 ný atvinnu-
tækifæri þurfa að verða til á
næstu 20 árum) og auka svo á
verðmætasköpun og þjóðartekjur
að þær beri sambærileg lífskjör
hér og í nágrannalöndum. Hvor-
tveggja er nauðsynlegt. Fátt er
hættulegra í íslenzkri byggð, ýtir
meir undir landflótta, en það ef
við drögumst að ráði aftur úr
öðrum þjóðum lífskjaralega.
Það er því að vonum að orku-
mál, virkjanir og orkunýting, hafi
skyggt á önnur þingmál síðustu
vikur liðins þings. Fyrr í vetur
höfðu sjálfstæðismenn borið fram
tvö frumvörp, hið fyrra um skipu-
lag og stefnumótum í orkubú-
skapnum og hið síðara um þrjár
stórvirkjanir á 10 árum, samhliða
tillögu til þingsályktunar í stór-
iðjumálum. Þingmenn Alþýðu-
flokks fluttu og þingmál um sama
efni og þessir flokkar sameinuðu
síðan tillögur sínar í eina tillögu
um stefnumótun í orkufrekum
iðnaði. Ekkert þessara mála fékk
framgang, enda ljóst, að orkuráð-
herra kaus helzt að draga fætur í
þessum þýðingarmikla mála-
flokki, tvístíga í ákvarðanatöku,
samhliða því sem hann beit í
skjaldarrendur andspænis hvers-
konar stóriðju. Hér sem í öðrum
veigamestu málaþáttum þjóðar-
búsins varð stefna Alþýðubanda-
lagsins ofan á. Þó flutti ríkis-
stjórnin sýndarfrumvarp, nánast
til að breiða yfir aðgerðarleysi
sitt, sem hlaut samþykki eftir
óvenju harðar deilur í þinglokin.
Frumvarpid er
óraunhæft
í nefndaráliti Þorvaldar Garð-
ars Kristjánssonar (S), Egils
Jónssonar (S) og Kjartans Jó-
hannssonar (A), um þetta stjórn-
arfrumvarp, sem lagt var fram í
efri deild 25. maí sl., segir m.a.:
„Frumvarp það, sem hér er
fjallað um, verður að skoða í ljósi
þess, hvernig það má þjóna fram-
angreindum þörfum í orkumálum
landsins. Á þann mælikvarða er
frumvarp þetta léttvægt fundið.
Það er ekki til þess fallið að stuðla
að stórátaki í virkjunarmálunum.
Það markar enga stefnu í orku-
málunum, heldur ber vott um
sýndarmennsku og vingulshátt."
I frumvarpinu eru taldar upp
nokkrar stórvirkjanir og virkjun-
aráfangar, sem samtals mundu
jafngilda stórátaki í virkjunum, ef
til framkvæmda kæmi. En af
frumvarpinu sjálfu verður ekki
séð að mikil áherzla sé lögð á
framkvæmdir þær, sem þar eru
taldar upp. Kemur þar margt til.
Engar afdráttarlausar heimild-
ir er að finna í frumvarpinu til
virkjunaraðila, svo sem venja er í
heimildarlögum um virkjanir.
Þótt frumvarpið yrði að lögum,
þarf þannig sérstakt samþykki
ríkisstjórnarinnar fyrir því, að
Landsvirkjun mætti stækka
Hrauneyjafossvirkjun og Sigöldu-
virkjun og virkja við Sultartanga.
Ríkisstjórnin áskilur sér stöðvun-
arvald í þessum virkjunarfram-
kvæmdum, þótt Alþingi veiti
heimild til þeirra.
Svo slæmt sem frumvarpið er
varðandi framkvæmdir á núver-
andi virkjunarsvæði Landsvirkj-
unar tekur ekki betra við um þær
virkjanir, sem ætlaðar eru utan
þess svæðis. Þannig á ríkisstjórn-
inni að heimilast að semja við
Landsvirkjun um að reisa og reka
Blönduvirkjun og Fljótsdalsvirkj-
un. Ekkert er kveðið á um, hvað
ske muni, ef þessir samningar
ekki takast, rétt eins og þá ætti
ekkert að verða af þessum fram-
kvæmdum. Svo bögglingsleg laga-
smíði er að sjálfsögðu til komin
vegna þess að gefizt hefur verið
upp við að lögfesta hlutverk
Landsvirkjunar um allt land sem
aðalorkufyrirtæki. Þetta ber vott
um ráðleysi í skipulagsmálum
orkuframleiðslunnar.
í frumvarpinu er ekkert, sem
kveður á um að undirbúningi að
byggingu orkuveranna svo og
framkvæmdunum sjálfum skuli
hraðað svo sem kostur er. Af því
má ætla, að hægagangur verði á
öllu. Þess gerist heldur ekki þörf
að fara geyst í framkvæmdir, ef
orkunýtingarstefnan er sú að full-
nægja einungis þörfum til heimil-
isnota, húshitunar og almenns
iðnaðar. Ef þetta er tilfellið er
upptalning frumvarpsins á stór-
virkjunum þeim, sem þar greinir,
sýndarmennskan ein.
Hins vegar er frumvarpið alger-
lega óraunhæft, ef ætlunin væri
að reisa á 10 árum eða svo þær
stórvirkjanir, sem frumvarpið
fjallar um. í frumvarpinu er ekki
gert ráð fyrir stóriðju, svo sem
nauðsyn er fyrir stórátaki í virkj-
unarmálunum."
Tekinn versti
kosturinn
Lokakaflinn í nefndarálitinu
hljóðar svo:
„Að svo miklu leyti sem frum-
varpið markar nokkra stefnu, er
þar tekinn versti kosturinn. Þar er
ekki um að ræða framkvæmdir,
sem er einungis sniðinn stakkur
að almennum þörfum heimilis-
notkunar, húshitunar og almenns
iðnaðar. Þar er heldur ekki gert
ráð fyrir stóriðju, sem er grund-
völlur fyrir stórátaki í virkjunar-
málum. Valinn er versti kostur-
inn, sem er stórvirkjanir án nauð-
synlegs orkumarkaðar, sem stór-
iðjan ein getur skapað. Slík stefna
eða réttara sagt stefnuleysi leiðir
til sjálfheldu í orkumálum þjóðar-
innar.
Staðan í orkumálunum í dag
blasir við þannig, að undirmál
iðnaðarráðherra hindra virkjun
Blöndu. Bein andstaða ráðherra
við stóriðju kemur í veg fyrir
Fljótsdalsvirkjun. Stjórnarsátt-
málinn bannar Sultartangavirkj-
un. Frumvarp ríkisstjórnarinnar
boðar lögfestingu á aðgerðarleys-
inu. Þannig svarar þetta frumvarp
ekki þeim kröfum, sem til þess
verður að gera, ef hugur á að
fylgja máli um allt talið um
hagnýtingu orkulinda landsins til
að efla hagsæld og velferð þjóðar-
innar.
Við í minni hluta nefndarinnar
viljum freista þess að koma fram
lagfæringum á frumvarpinu og
berum því fram ásamt öðrum
þingmönnum stjórnarandstöðunn-
ar breytingartillögur á sérstöku
þingskjali. Ef þessar breytingar
ná ekki fram að ganga, munum við
greiða atkvæði gegn frumvarp-
inu.“