Morgunblaðið - 31.05.1981, Side 18

Morgunblaðið - 31.05.1981, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1981 fnttgtu Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Andstaða sjálfstæð- ismanna við ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens magnast með degi hverjum. Nýjasta dæmið um það eru ummæli, sem Jón Magnús- son, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, lét falla í blaðaviðtali í liðinni viku er hann sagði: „Ríkis- stjórnin er að missa flugið. Það er vaxandi andstaða gegn henni, sérstaklega inn- an Sjálfstæðisflokksins. Meirihluti virkra sjálfstæð- ismanna er í andstöðu við ríkisstjórnina." Með þessum ummælum hnykkir formaður Sam- bands ungra sjálfstæð- ismanna á ályktun, sem samtökin sendu frá sér fyrir skömmu þar sem sagði m.a.: „Sú ríkisstjórn, sem nú situr, mótar enga heildar- stefnu í atvinnu- og efna- hagsmálum. Síðasta kák- frumvarp orkumálaráðherra ber þess glöggt vitni...“ Á fjölmennasta aðalfundi, sem haidinn hefur verið í sögu Heimdallar, samtaka ungra sjálfstæðismanna í Reykja- vík, var samþykkt ályktun, þar sem undirstrikað var, að leiða yrði hugsjónir sjálf- stæðisstefnunnar til öndveg- is og síðan sagði: „Um leið er ljóst, að svo mun ekki verða, nema þeir sjálfstæðismenn, sem nú sitja í ríkisstjórn í óþökk meirihluta sjálfstæð- ismanna, segi sig úr ríkis- stjórninni." Af þessum til- vitnunum er ljóst, að unga fólkið í Sjálfstæðisflokknum stendur í órofa fylkingu í andstöðu við ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens. Fleiri eru þessarar skoðunar í hópi sjálfstæðismanna en ungir sjálfstæðismenn. Ný- lega var haldið landsþing sjálfstæðiskvenna. í ræðu, sem Margrét S. Einarsdótt- ir, formáður Landssam- bands sjálfstæðiskvenna, flutti á því þingi sagði hún m.a.: „Það er undarlegt, ef þeir, sem kalla vilja sig lýðræðissinna, sjá ekki þá hættu, sem er því samfara að leiða kommúnista til slíkra valda og áhrifa, sem nú ber vitni í þjóðfélaginu." í ályktun, sem samþykkt var á landsþinginu segir m.a.: „Landsþing sjálfstæð- iskvenna átelur harðlega þá lýðræðissinna, sem leiða kommúnista til slíkra áhrifa í málefnum þjóðarinnar, ekki sízt öryggis- og varn- armálum landsins, sem raun ber vitni og er í engu samræmi við kjörfylgi þeirra." Fyrir u.þ.b. einu ári var mikið veður gert út af því í blöðum andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins, að stjórnar- sinnar hefðu náð undirtök- um í stjórn sjálfstæðis- félagsins á Sauðárkróki og var það talið til marks um stuðning við ríkisstjórnina innan Sjálfstæðisflokksins. Það hefur ekki verið haft eins hátt um það í sömu blöðum, að stjórnarand- stæðingar eru nú í öruggum meirihluta í þessu sama sj álf stæðisfélagi. Það er sama hvort vitnað er til ungra sjálfstæð- ismanna eða sjálfstæðis- kvenna. Alls staðar er sömu sögu að segja: andstaðan við ríkisstjórn Gunnars Thor- oddsens magnast innan Sjálfstæðisflokksins. Ein- hverjir kunna að segja sem svo, að öðru máli gegni um kjósendur flokksins al- mennt. Þeir, sem á annað borð taka mark á skoðana- könnunum Dagblaðsins, verða að játa, að samkvæmt þeim er sömu sögu að segja meðal kjósenda almennt. I fyrsta lagi minnkar fylgi ríkisstjórnarinnar meðal kjósenda almennt. í öðru lagi minnkar fylgi Gunnars Thoroddsens meðal sjálf- stæðismanna í hlutfalli við fylgi Geirs Hallgrímssonar. í þriðja lagi eru andstæð- ingar ríkisstjórnarinnar í meirihluta meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins, ef marka má þessar kannanir. Það gildir því einu, hvort vitnað er til flokks- samþykkta, einstakra trún- aðarmanna Sjálfstæðis- flokksins eða skoðanakann- ana. Niðurstaðan er ein og hin sama: andstaðan við ríkisstjórnina vex innan flokksins og meðal kjósenda hans og fylgi Gunnars Thor- oddsens fer minnkandi. Hann er að einangrast innan Sjálfstæðisflokksins og van- þóknun sjálfstæðismanna og kjósenda flokksins á vinnu- brögðum hans við myndun núverandi ríkisstjórnar eykst stöðugt. Þessi sterka og augljósa þróun hlýtur að verða um- hugsunarefni fyrir þá trún- aðarmenn Sjálfstæðis- flokksins, innan þings og utan, sem hafa verið reikulir í afstöðu til núverandi ríkis- stjórnar. Það er a.m.k. víst, að tvískinnungur í afstöðu til ríkisstjórnarinnar er ekki í samræmi við sjónarmið yfirgnæfandi meirihluta sjálfstæðismanna, sem sam- einast nú í æ sterkari and- stöðu við ríkisstjórnina og forystu kommúnista í mál- efnum hennar. Svo öruggir eru kommúnistar um tök sín á sjálfstæðismönnunum í ríkisstjórninni, sem þeir við stjórnarmyndunina kölluðu „bandingja" sína á lokuðum fundum, að talsmenn þeirra leyna því ekki lengur, að þeir ráði ferðinni. Þannig sagði formaður þingflokks Al- þýðubandalagsins í viðtali við Þjóðviljann í vikunni, að efnahagsstefna ríkisstjórn- arinnar bæri svipmót af stefnu Alþýðubandalagsins frá 1978 og að nú væri tekið tillit til efnahagsstefnu Al- þýðubandalagsins, sem ekki hefði verið gert 1978—1979. Þessi ummæli lýsa í hnot- skurn stöðu Gunnars Thor- oddsens innan ríkisstjórnar- innar. Andstaða sjálfstæðismanna við ríkisstjórnina magnast | Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦<. Laugardagur 30. Átta hundruð milljónir nýkróna Skattheimta ríkisins var nokk- uð svipað hlutfall af þjóðarfram- leiðslu áratuginn 1961—1970 eða 21—22%, ef undan eru skilin árin 1967 og 1968. Alþýðubandalagið fær síðan aðild að ríkisstjórn 1971, fyrri ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar, og þá hækkar hlutfall skatttekna ríkisins strax í 24,1% af þjóðarframleiðslu. Skattheimt- an fór síðan jafnt og þétt vaxandi á næstu árum og komst í tæp 27% 1975. Árið 1976 tókst að færa þetta skattahlutfall niður í 26,2% og 1977 niður í 25% af þjóðarfram- leiðslu. Skattbyrði sem hlutfall af tekjun greiðsluárs minnkaði úr 15,4%, sem hún var 1972, í 10,6% árið 1977. En Adam var ekki lengi í Paradís. Enn smaug Alþýðu- bandalagið inn í stjórnarráðið með óhjákvæmileg áhrif á skatta- þróun í landinu. Á síðari hluta ársins 1978 eru skatttekjur ríkis- ins auknar á ný með afturvirkum lögum og urðu 26,3% af þjóðar- framleiðslu og 1979 urðu þær 27,6%. Skattbyrði af tekjum greiðsluárs, sem var 11,6% 1978, varð 13,7% 1980. Á þessu ári, 1981, má áætla, að aukin skattheimta frá 1978, síð- asta stjórnarári ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar, sé um 800 milljónir nýkróna (80 milljarðar gamalkrónur), eða sem svarar 15.000 nýkrónum (1,5 m.gkr.) á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu i landinu (svokallaða vísi- tölufjölskyldu). Samkvæmt spám, sem fyrir liggja um þjóðarframleiðslu og þjóðartekjur 1981, þótti sýnt, að viðvarandi stöðnun hefði sagt til sín í verðmætasköpun þjóðarbús- ins hin síðari árin og að þjóðar- tekjur, sem eru lífskjararammi almennings, myndu skreppa nokk- uð saman í ár. Við slíkt efnahags- árferði ber stjórnvöldum að draga úr ríkisútgjöldum og skattheimtu, til að auka á ráðstöfunarfé al- mennings og efla verðmætasköp- unina, þ.e. styrkja starfsemi at- vinnuveganna. En ríkisstjórnin valdi þá leið, sem fjármálaráð- herra Alþýðubandalagsins mark- aði, að skera skattheimtunni stærri sneið af minnkandi þjóðar- köku og rýra enn frekar hlut almennings og atvinnuvega. Breytingartil lögur sjálf- stæöismanna Sjálfstæðismenn í stjórnar- andstöðu lögðu fram breytingar- tillögur við stjórnarfrumvarp um tekjuskatt og eignaskatt á liðnu þingi, sem grundvallaðar vóru á þeirri skattastefnu er landsfundir höfðu mótað og samþykkt. Þær vóru einnig í samræmi við þau kosningafyrirheit allra frambjóð- enda á vegum Sjálfstæðisflokksins í þingkosningum 1979, að stuðla að afnámi svokallaðra vinstri stjórn- ar skatta, þ.e. þeirra nýju skatta og skattauka, sem vinstri stjórnir lögðu á 1978 og 1979. Tillögurnar fólu m.a. í sér: • — 1) Breytingu á skattþrepum og skattstigum, bæði varðandi tekjuskatt og eignaskatt, sem stuðlað hefðu að því að heildar- skattaprósenta hefði aldrei farið yfir 50%. Stefna átti að afnámi tekjuskatta í áföngum á almennar launatekjur. • — 2) Breytingu á skattlagningu hlutafjár og arðs af hlutafé. • — 3) Breytingu á skiptingu persónuafsláttar til greiðslu opin- berra gjalda. • — 4) Breytingu á meðferð vaxta og verðtryggingu á náms- lánum. Jafnframt tjáðu sjálfstæðis- menn sig reiðubúna til samstarfs við stjórnarliða um lækkun ríkis- útgjalda til að mæta tekjutapi ríkissjóðs af lægri sköttum. Því miður harðneitaði ríkis- stjórnin og lið hennar allt að fallast á þessar breytingartillög- ur. Alþýðubandalagið réði ferð — og skattastefna landsfunda Sjálf- stæðisflokksins beið lægri hlut, m.a. með atkvæðum nokkurra þingmanna, sem kjörnir vóru með þau fyrirheit á vörum að afnema alla vinstri stjórnarskatta, sem nú hafa verið framlengdir allir með tölu, ef einn er undanskilinn. Lánsfjárstefna ríkis- stjórnarinnar Jafnframt því sem vinstri sjón- armið í skattamálum fengu víta- mínstyrkingu á stjórnarheimilinu var enn skotið stoðum undir stefnu Alþýðubandalagsins í ríkis- fjármálum og stýringu lánsfjár og fjárfestingar í landinu. Megin- einkenni lánsfjárlaga fyrir árið 1981 bera þessu augljóst vitni, en þau eru: • 1) Heildarfjárfesting er enn um eða yfir 26% af þjóðarfram- leiðslu þrátt fyrir áformaðan magnsamdrátt í stórvirkjunum, stóriðju og hitaveituframkvæmd- um. • 2) Opinberar framkvæmdir aukast enn að magni til þriðja árið í röð og er það eini meginliður fjármunamyndunar í landinu sem þróast þannig. • 3) .Stórfelldur samdráttur er fyrirhugaður í fjármunamyndun atvinnuveganna, eða 12,6% að magni til, og fyrirsjáanlegur er samdráttur í íbúðabyggingum þriðja árið í röð. • 4) Erlend lánsfjáröflun til opinberra framkvæmda er aukin um rúmlega 1 milljarð nýkróna (100 milljarða gkr.), eða tæp 105%, og heildarlántaka til opin- berra aðila um 85%. • 5) Erlendar skuldir í árslok 1980 voru tæplega 6 milljarðar nýkróna miðað við áramótagengi. Áformað er að taka ný erlend lán um 1,5 milljarða kr. á árinu. Þetta þýðir 71,4% hækkun erlendra skulda að raungildi á 4 árum. • 6) Greiðslubyrði erlendra lána verður á næsta ári 15,7—16,4% af útflutningstekjum og skuldastað- an 36,6% af þjóðarframleiðslunni í árslok 1981. Greiðslubyrði í prósentum af útflutningstekjum var til samanburðar árið 1977 13,7% og skuldastaðan 31,6% af þjóðarframleiðslu. • 7) Haldið er áfram niðurskurði á framlögum ríkissjóðs af sam- tíma skatttekjum til framkvæmda eins og gert hefur verið síðustu ár, en lána aflað að hluta til þess að halda uppi framkvæmdum. Þetta er í raun nýtt form á hallarekstri ríkissjóðs. Ein af forsendum lánsfjárlaga er sú að verðbólga verði ekki meiri að meðaltali en 42% milli áranna 1980 og 1981. Þessi forsenda er vægast sagt mjög hæpin og þá um leið verðforsenda fjárlaganna. í fyrra reyndist verðbólga um 60% frá upphafi árs til loka, og jafnvel þótt verðbólga verði um 40% á þessu ári, eins og ríkisstjórnin staðhæfir en litlar líkur eru á, því miður, verður meðaltal verðbólgu milli áranna 1980 og 1981 miklu hærri en 42%. Þetta viðurkennir rikisstjórnin í raun í skýrslu sinni um fjárfestingar- og lánsfjáráætl- un 1981 en þar segir orðrétt: „Þótt takist að koma verðlagshækkun- um niður undir 40% á árinu 1981 verður meðalhækkun milli ár- anna 1980 og 1981 meiri en fjárlög ársins miðast við, 42%.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.