Morgunblaðið - 09.07.1981, Síða 5

Morgunblaðið - 09.07.1981, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ1981 5 Kristniboðshátíð Vestfirðinga á Patreksfirði á sunnudaginn ÁRNI Reynisson, sem verið heíur framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs í níu ár, sagði í samtali við Mbl. að hann taldi að óþarflega sterkt hefði verið tekið til orða i frétt blaðsins, sem birtist á miðvikudag, um vatnsmengun á ferðamanna- stöðum. „Niðurstöður kannana, sem gerðar voru á ástandi vatnsins eru að vísu alvarleg viðvörun, en ég tel ekki að takmörkun ferða- manna sé eina lausnin, sagði Arni. „Könnunin var gerð af Heii- brigðiseftirlitinu fyrir beiðni Náttúruverndarráðs og þótt ým- islegt hafi orðið til þess að .'’íðurstöður hennar séu ekki að fullu marktækar kom í ljós að úr mörgu þarf að bæt2 á fjölmenn- ustu ferðamannastööu'nujn. Fyrsta skrefið held ég samt að yrði að reyna að beina ferða- mannastrauminum á fleiri staði á landinu, sérstaklega um byggð- irnar og reyna að hlífa hálend- inu. Ég tel ástæðulaust að aug- lýsa þessa viðkvæmu staðu á hálendinu í jafnmiklum mæli og gert hefur verið, t.d. í ferðabækl- ingum Flugleiða og Ferðamála- ráðs. Á þeim stöðum sem nefndir hafa verið sem hvað verst út- leiknir má gera ýmsar úrbætur. Að Hveravöllum höfum við látið lagfæra botn laugarinnar til að auðvelda vatnsskipti og undir- búningur er hafinn að því að girða svæðið fyrir sauðfé. í Mývatnssveit hefur ekki verið önnur aðstaða til þrifabaða fyrir ferðamenn heldur en Stóragjá og myndi sundlaug þar koma að miklu gagni. I Landmannalaugum hefur nú verið tekið fyrir það að matar- áhöld séu þvegin í lauginni, sett up sérstök aðstaða til uppþvotta og við reynum að koma í veg fyrir að fólk þvoi sér með sápu í lauginni. I Landmannalaugum J;“fur einnig tíðkast sá leiði ósiður að rííá !ei.r úr bökkum laugarinnar og maka honum á sig. Ég tel erfitt í framkvæmd að takmarka aðgang að þessum stöðum með tilskipunum en það er jafn ástæðulaust að auglýsa áva!!t sömu staðina af því kappi sem gert hetur verið. Mikill hluti af vandanum liggur i því að landkynning er ekki nógu vel skipulögð. Á góðum degi í Landmanna- laugum er umferðin svo mikil að það er líkara fjölþjóðlegri um- ferðamiðstöð en öræfavin, þar sem menn koma til að njóta kyrrðarinnar. Það eru ekki minnstu náttúrspjöllin," sagði Árni. ÞANN 12. júli nk., á sunnudag- inn, verður haldin kirkjuhátið á Patreksfirði til að minnast þess, að þúsund ár eru liðin frá komu fyrstu kristniboðanna til lands- ins. Undirbúningur hátíðarinnar hefur staðið yfir að undanförnu hjá kirkjukórum en söngur þeirra verður snar þáttur í dagskrá hátíðarinnar. Kórarnir hafa hist með söngstjórum sínum til sam- eiginlegra æfinga nokkrir saman, nýlega voru t.d. söngbúðir á Núpi í Dýrafirði, þar sem allir kórarn- ir, sem þátt taka í hátiðinni, voru QQ-t KRISTNIBOOSHÁTÍD iQQ-l aO I VESTFIRÐINGA lcJO I Patreksfjörður 12. júlí Dagskrá: Kl. 13:30 Hátíðarmessa Kl. 17:00 Hátídarsamkoma Vestfirskir kirkjukórar syngja saman Vestfirðingar og gestir fjölmennið Prestafelag Vestf|arða Kirk|ukorasamband Vestf|arða á samæfingum. Dagskrá hátíðarinnar á Pat- reksfirði, sem verður í félags- heimilinu þar, er á þá leið, að eftir hádegi verður farin helgi- ganga frá Patreksfjarðarkirkju að félagsheimilinu, þar sem há- tíðarmessa hefst kl. 13.30. Þar verður sunginn hátíðarsöngur sr. Bjarna Þorsteinssonar við messu- texta hinnar nýju handbókar, sem síðasta kirkjuþing sam- þykkti. Við messuna er áformað að allir prestar í Barðastrandar- og ísafjarðarprófastsdæmum þjóni að altarisgöngunni, sem vonandi getur orðið almenn. Kl. 17 verður hátíðarsamkoma í félagsheimilinu. Þar flytur bisk- up íslands, herra Sigurbjörn Ein- arsson, erindi og kórarnir syngja saman sálma og helgisöngva. Á hátíðinni verður til sölu merki hátíðarinnar, sem Prestafélag Vestfjarða hefur gefið út. Vænst Menntamálaráðuneytið hefur sett Heimi Pálsson mennta- skóiakennara skólameistara Fjölhrautaskólans á Selfossi um eins árs skeið frá 15. júli 1981 að telja. Um skólameistarastöðuna er almennrar þátttöku af hálfu Vestfirðinga í hátíðarhöldunum, ef miða má við hátíðina í Vatns- firði 1974. Ileimir Pálsson menntaskóla- kennari. sóttu, auk Heimis, Gísli Sigurðs- son kennari, Guðlaugur R. Guð- mundsson cand. mag., sr. Haukur Ágústsson skólastjóri, Þorlákur H. Helgason fil. kand. og Guðjón Sigurðsson skólastjóri, en sá síð- asttaldi dró umsókn sína til baka. Svava Johansen, fulltrúi íslands i „Miss Young InternationaP keppni, sem fram fer i Manilla á Filippseyjum i þessum mánuði. 17 ára Reykjavík- urmær til Manilla SVAVA Johansen, 17 ára Reykjavíkurmær, hélt í morgun til Amsterdam, áleiðis til Man- iila á Filippseyjum þar sem hún mun taka þátt í keppninni um titilinn „Miss Young Internati- onal“, sem fer fram þar í borg þ. 26. þ.m. Svava varð þriðja í keppni, sem haldin var hér á landi í íyrra fyrir tilstilli Vik- unnar, um titilinn „Fulltrúi ungu kynslóðarinnar“. í þeirri keppni varð Unnur Steinsson hlutskörpust og tók hún þátt í keppninni í Manilla í fyrra fyrir hönd íslands. Vegn- aði Unni þar mjög vel og var m.a. kjörin „Ungfrú vinátta", „Ungfrú stundvís" og „Ungfrú Mabuhai", en það er titill, sem Filippseyingar veita sérstaklega. Unnur fer einnig til Manilla til að krýna næstu „Ungfrú Mabu- hai“ og heldur hún frá London í þeim erindagjörðum þ. 18. þ.m. Þá eru þær Elísabet Trausta- dóttir, „Ungfrú ísland", og Hlíf Hansen einnig á förum til að taka þátt í fegurðarsamkeppni á erlendri grund. Elísabet til New York, þar sem hún mun keppa í keppninni „Ungfrú Alheimur" og Hlíf til Tókíó í „Miss Internati- onal“-keppnina. Svava Jóhanns- dóttir er, eins og áður sagði, 17 ára og stundaði nám í fyrsta bekk Verslunarskóla íslands í vetur. Stúlkurnar dveljast í þrjár vikur í góðu yfirlæti í Manilla áður en keppnin fer fram. Árni Reynisson: Ástæðulaust að auglýsa upp við- kvæmustu staðina JPTOFRA- Ryksugan sem svifur HOOVER Töfradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur undrun. vegna þess hve fullkomlega einföld hún er. Sogstyrkurinn er ösvikinn frá 800 W mótor, og rykpokinn rumar 12 litra. já 12 litra af ryki. HOOVER S 3005 er ennfremur léttasta ryksuga sem völ er á, hun liður um gólfið á loftpúöa alveg fyrirhafnarlaust fyrir þig. svo létt er hún. Egerléttust... búin 800Wmótor og 12 lítra rykpoka. (Made in USA) FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Heimir Pálsson settur skólameistari á Selfossi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.