Morgunblaðið - 09.07.1981, Síða 16

Morgunblaðið - 09.07.1981, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1981 Hér eru nokkrir starfsmenn sjúkrahússins i Arba Minch fyrir framan bygginguna. Frá kristniboðsstarfí i Eþíópíu: Eþiópinn á myndinni var nýlega sloppinn úr fangavist og lét verða sitt fyrsta verk að heimsækja Jóhannes, sem situr með yngstu dóttur sina, Önnu Svölu. Reynt að takmarka áhrif kristnirinar í santfélaginu segir Jóhannes Ólafsson um afstöðu yfirvaldanna — í EINU fylki Eþíópiu gerðist það að öllum kristniboðum var gert að yfirgefa stöðvar sinar á 24 tímum og allar eignir kristni- boðsins voru gerðar upptækar, hús, húsmunir og bilar, en þó tókst að semja um að fá eitthvað af persónulegum eignum aftur. Þetta gæti einnig gerst annars staðar i landinu, jafnvel hvenær sem er. Það fer nánast eftir yfirvöldum á hverjum stað hver afstaða er til starfsemi kristni- boðanna, en trúfreisi á þó að heita i landinu. Þannig lýsir Jóhannes Ólafsson kristniboðslæknir í Eþíópíu ástandinu þar í landi um þessar mundir og segir hann mjög tilvilj- anakennt hvort yfirvöld hafi ein- hver afskipti af málefnum kristni- boðsins. Jóhannes óiafsson hefur starfað í Eþíópíu í rúm 17 ár í allt, hann fór fyrst utan árið 1960, en það er Samband ísl. kristniboðsfé- laga sem sér um starfsemi ís- lenzkra kristniboða í Eþíópíu og Kenýa. Kona hans er Aslaug Johnsen og eiga þau sex börn. Trúfrelsi í orði kveðnu — í orði kveðnu ríkir trúfrelsi í Eþiópíu, segir Jóhannes, en yfir- völdin tala þó yfirleitt gegn trúar- brögðunum í útvarpi eða öðrum opinberum málgögnum. Beina þeir spjótum sínum einkum að þeim sem þeir nefna öfgahópa, Vottum Jehóva, Hvítasunnumönnum og fleirum og telja þá tæki heims- valdasinna komin til að bæla þjóðina niður. Hlutskipti og at- hafnafrelsi kristinna manna er mjög misjafnt í landinu og vald- hafar hafa frelsi eða taka sér frelsi til að skipa málunum eins og þeim sýnist. Fylkisstjórar ráða miklu og svonefnd bændafélög eða bæjarfélög einnig. Þetta hefur breytzt nokkuð eftir að flokkurinn, verkamannaflokk- urinn, tók til starfa. Þá hefur verið reynt að samræma stefnu og sjónarmið, en það nær þó ekki enn út um allt landið. Jóhannes ólafsson segir að þjóðhöfðingi landsins, Mengistu Haile Mariam, hafi komið í heim- sókn á sjúkrahús það er hann starfaði á, í Arba Minch og farið um þar í nágrenninu. Hópur hermanna búinn vélbyssum hafi gætt hans við hvert fótmál og ekki sagði hann þeim kristniboðunum hafa verið gefið tækifæri til að ræða við hann. En hvernig er starfsaðstaða kristniboða í landinu í dag? Prestar fá ekki að heimsækja söfnuði sína — í okkar fylki, Gamu Gofa, þar sem er Konsó, kristniboðsstöð Islendinga, og Arba Minch, þar sem ég starfaði, hefur prestum verið bannað að fara út af kristni- boðsstöðvunum og geta þeir því ekki lengur heimsótt söfnuði sína úti í þorpunum eða prédikað í kirkjum þeirra. Þetta hefur aðal- lega gilt um prestana, en aðrir starfsmenn hafa fengið að halda áfram. Prestarnir hafa sinnt margs konar fræðsluhlutverki fyrir söfn- uðina, haldið námskeið fyrir safn- aðaröldunga og þar fram eftir götunum og strax og skorið er á allt þetta samband má búast við að það geti haft áhrif á allt safnaðarstarfið. Sumir söfnuðir geta kannski starfað óbreytt áfram, en aðrir þurfa aðstoðar við og því má búast við erfiðleikum hjá þeim eftir að þessi tengsl hafa rofnað. En einnig þetta er breyti- legt og í öðrum hlutum landsins nýtur kirkjan mikils frjálsræðis. Hafa kirkjan og kristniboðið eitthvert svar við þessum aðgerð- um? Reynt að takmarka starf kristniboðsins — Eiginlega ekki. Við höfum lítið getað breytt starfinu, nema að nú er þó meira um að safnaðar- fólk komi á kristniboðsstöðvarnar til að fá fræðslu og aðstoð. Starf- semi kirkjunnar er mest úti í sveitunum, en á kristniboðsstöðv- unum er oftast barnaskóli, sjúkra- skýli og önnur þjónusta sem miðuð er við söfnuðina í heild og reyndar almenning. Þetta bann yfirvalda er tilraun til að tak- marka starf kristniboðsins, en segja má að áhrifin séu kannski ekki komin í ljós. Jóhannes Ólafsson nefnir einnig að nokkrir starfsmenn kirkjunnar hafi verið fangelsaðir eins og fram hefur komið í fréttum. Þannig sátu tveir prestar í Konsó í fangelsi í sex mánuði, en þeir virtu að vettugi bann yfirvalda um að starfa ekki fyrir utan kristni- boðsstöðina. En hvernig horfir með framtíð kristniboðsstarfs í Eþíópíu? — Það er erfitt að spá nokkru um framtíðina. Reynt er að tak- marka áhrif kristninnar í samfé- laginu og þess vegna meðal annars er mikið gert af því að skylda fólk til að mæta á sunnudögum á stjórnmálafundi. En yfirvöldin treysta sér ekki til að ýta starf- semi okkar burtu þar sem við sinnum svo mörgu öðru en aðeins boðun kristinnar trúar. Við rekum hjálparstarf, skólastarf og veitum læknishjálp og það vilja þeir ekki eða geta ekki misst. Kristniboðið bíður átekta má segja, stefna yfirvaldanna er ekki fastmótuð og því erfitt að segja hverju fram vindur. Enn eru sterk öfl í landinu sem vilja hafa okkur áfram og óska kirkjunni meira frjálsræðis í starfi sínu. Jóhannes ólafsson kristniboðs- læknir, sem starfað hefur í rúm 17 ár í Eþíópiu. Ljcism. Emilia. Yfírvöldin vilja aðstoð Versta ógnaröldin er liðin hjá að mínu mati og það er margt sem bendir til þess að yfirvöld vilji áfram fá þessa hjálp, sem kristni- boðar veita, en þeir gera sér grein fyrir að þá þýðir ekki að hindra annað starf kristniboðanna um of. Við viljum og fáum að boða fagnaðarerindið á kristniboðs- stöðvunum, á sjúkraskýlum og sjúkrahúsunum og augljóst er að fáum við það ekki höfum við ekkert í landinu að gera. Boðunin er aðalstarf okkar, en henni fylgir þetta fræðslu- og hjálparstarf, sem ég nefndi áður. í þessu sambandi mætti nefna að sendinefnd frá Eþíópíu var í Noregi og Svíþjóð í vor til að biðja um þróunaraðstoð en Norðmenn Ferðamálaráð mótmælir orðrómi um slæmt eftirKt með umgengni um landið Vegna umræðna í fjöl- miölum að undanförnu um meint brot á lögum um náttúruvernd og slæma umgengni ferðamanna um hálendi íslands, hefur Ferðamálaráð íslands sent frá sér tilkynningu þar sem mótmælt er orðrómi um að Ferðamálaráð hafi verið afskiptalaust og ekki gegnt skyldu sinni um eft- irlit með ferðum manna um landið og bent á ýmsar staðreyndir í því sam- handi. Vegna ásakana um að Ferðamálaráð hafi látið undir höfuð leggjast að banna með öllu ferðir manna um óbyggðir, vill Ferðamálaráð benda á það að engum innan ráðsins hafi komið til hugar að banna ætti umferð ís- lenskra eða erlendra ferða- manna um hálendið eða önnur óbyggð svæði í Iand- inu, auk þess sem engin lagaskylda hvílir á Ferða- málaráði um þau efni, en engu að síður hefur Ferða- málaráð á því fullan skiln- ing að öll náttúra landsins er mjög viðkvæm fyir öllum átroðningi. Vegna þessara stað- reynda hefur Ferðamála- ráð, í samvinnu við Nátt- úruverndarráð, gefið út bækling sem fyrst og fremst er ætlaður erlendum ferðamönnum, en í þeim bæklingi er lýst fyrir mönnum ýmsum stað- reyndum um náttúrfar landsins og óskað samvinnu til verndar landi, jafnframt sem bent er á hvað allur gróður er viðkvæmur. Þess- um bæklingi hefur verið dreift í nokkrum þúsundum eintaka, á bílaleigur, um borð í Smyril og á þá staði aðra þar sem ætla má að hann komist í hendur þeirra erlendra ferða- manna, sem gera víðreist um landið. Þá skal þess getið að Ferðamálaráð hefur látið fara fram könnun um meg- inhluta landsins á aðstöðu til tjaldsvæðagerðar og til að bæta úr þjónustu fyrir þá sem óska að slá tjöldum og á það að sjálfsögðu jafnt við íslenska og erlenda ferðamenn. Um tjaldsvæðin og búnað þeirra hefur Ferðamálaráð látið gera aðgengilegan bækling þar sem fram kemur hvar tjaldsvæði er að finna,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.