Morgunblaðið - 09.07.1981, Side 20

Morgunblaðið - 09.07.1981, Side 20
20 .,; * •T ' MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ1981 Nýtt flugmóðurskip Breta — í íyrri viku var hleypt af stokkunum i Bretlandi nýjasta ílugmóðurskipi brezka flotans. Skipið ber heitið Ark Royal og er fimmta skip brezka flotans frá 1586, sem ber það nafn. Skipið er smíðað til að bera flugvélar sem hefja sig lóðrétt tii flugs ok er hið þriðja sinnar tegundar i flotanum. Kostnaður við smíði skipsins er um 220 milljónir sterlinj?spunda (u.þ.b. 3,3 milljarðar króna). Miklar byggingarfram- kvæmdir á Snæfellsnesi Úr Yarðarferð StykkÍNhólmi 7. júli Miklar byKKÍnKafframkvæmdir hafa staðið yfir að undanförnu á vegum Búnaðarsambands Snæ- fellsnes- ok Happadalssýslu. í fyrra voru byKVfð 3 íbúðarhús og 14 peninxshús og jafnmiklar framkvæmdir eru á döfinni núna og jafnvel heldur meiri. Ólafur Guðmundsson hefur stjórnað þessum byggingar- framkvæmdum og hefur hann að jafnaði 8 til 12 menn í vinnu. Fer flokkur hans víða um sveitir og tekur að sér þessar framkvæmdir, en mikill hugur virðist vera í bændum varðandi uppbyggingu búa sinna. Fréttaritari. eftir Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra Það er mér mikil ánægja og heiður að bjóða ykkur öll velkomin á Vesturland. Svo sem kunnugt er, nær Vesturlandskjördæmi frá Botnsá í Hvalfirði að Brekkuá í Gilsfirði. Á þessu svæði eru fjögur sýslufélög: Borgarfjarðarsýsla, sem skiptist í 9 hreppa, Mýrasýsla með 8 hreppa, Snæfellsness- og Hnappadalssýsla, sem greinist i 12 hreppa og Dalasýsla í 9 hreppa. í Vesturlandskjördæmi eru því alls 38 sveitarfélög, auk Akraneskaup- staðar, sem fékk kaupstaðarrétt- indi árið 1941, og er nú einn af blómlegustu kaupstöðum landsins. Að þessu sinni komum við í Vesturlandskjördæmi af Blá- skógaheiði um Uxahryggi. Við erum nú stödd í Húsafelli í Hálsasveit, á jörð þeirri, sem næst er jöklum í Borgarfjarðarsýslu. Fyrir drykklangri stundu ókum við framhjá þeim bæ, er Signýjar- staðir heita í Hálsasveit. Þar fæddist Þorsteinn Jósepsson, rit- höfundur og blaðamaður, og átti þar heima alla ævi. Fyrir um það bil 30 árum, þegar Þorsteinn var blaðamaður á Vísi og ég fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík, ræddum við daglega saman í síma. Þorsteinn spurði frétta af lög- reglumálum. Síðar gaf hann út bókina Landið þitt, sem hefur að geyma firnamikinn fróðleik um landið og sögu þess, og er í raun og veru sjálfsögð og ómissandi hand- bók hverjum þeim, sem ferðast vill um Island og verða nokkurs vísari um land og þjóð. Þess vegna tel ég mér skylt að skyggnast um og gera ykkur, góðir ferðafélagar, nokkra grein fyrir því, sem fyrir augu ber. Hér skammt frá fellur Hvítá fram. Hún ræður mörkum milli Mýra- og Borgarfjarðarsýslna. Hún á upptök sín í Flosaskarði milli Eiriksjökuls og Langjökuls. Þar er hún aðeins lítill lækur. En þegar hún hefur náð að minnast við bárur Borgarfjarðar, er hún orðin að slíku fljóti, að ekki dugar neitt minna en hin mikla „Borgar- fjarðarbrú" til þess að unnt sé að stikla yfir ósa hennar. Þá hefur hún lagt 77 km vegalengd að baki, en 117 km, sé talið frá upptökum Norðlingafljóts á Stórasandi. Mjúkum hótum huRsun mín, hlýjum mótud kynnum, hvita fljótió. heim til þin. hvarflar ótal sinnum. Þannig kveður Guðmundur skáld á Kirkjubóli í Hvítárvísum sínum. Nálægt okkur er hið fríða fjall „Strúturinn", 938 m að hæð. Því tengist stakan góða og alkunna: Lyn^s vió binj? á grænni ^rund. éjc jclinjcra ojc synjf viA stútinn. þvinjca éj? slynjcan hófahund hrinjdnn i krinjcum Strútinn. Eiríksjökull er einn af fríðustu fjallkóngum þessa lands, 1675 m að hæð. Norðan í Eiríksjökli er Eiríksgnípa. Upp hana rann Eirík- ur, sem fræknastur var Hell- ismanna, þegar byggðarmenn hóf- ust handa til varnar sauðaþjófn- aði og gripdeildum, eins og nánar greinir í þjóðsögunni, Hellis- mannasögu. En svo skall hurð nærri hælum, að byggðarmenn náðu að höggva annan fótinn af Eiríki um ökklalið, þegar hann hljóp upp á jökulinn. Kvað hann þá þessa vísu: Hjartað mitt er hlaðið kurt hverjfi náir skeika. með fótinn annan fór éjc á burt fáir munu eftir leika. Suður af Eiríksjökli er Langjök- ull, annar stærsti jökull landsins, 1021 km2 að flatarmáli, en lítt kannaður enn af vísindamönnum, hvað sem því veldur. Jörðin Húsafell á langa og merka sögu að fornu og nýju. Hér hafa margir gildir bændur búið. Ég nefni aðeins tvö nöfn frá Friðjón Þórðarson, dóms- og kirkjumála- ráðherra, fyrsti þing- maður Sjálfstæðis- flokksins á Vestur- landi, ávarpaði hóp- inn í Húsafellsskógi. Hér fer úrdráttur úr ræðu hans. Friðjón Þórðarson ávarpar þátt- takendur i Varðarferð í Húsa- fellsskógi. genginni tíð. Það eru rímnaskáld- in Bjarni Jónsson, er kallaður var Borgfirðingaskáld (1580—1655), og orti m.a. Aldasöng, og Snorri Björnsson prestur, (1710—1803), sem landskunnur varð fyrir krafta sína. Hann skrifaði fyrsta leikrit sem samið hefur verið á íslenzku. Sagt er og, að hann hafi kveðið niður 80 drauga og einum betur. — Nú er breytt orðið um búskap- arhætti í Húsafelli. Sauðfjárbú- skapur er aflagður. En Kristleifur Nowa, forlag andófsmanna í Póllandi Fyrir nokkru var sýndur í sjónvarpi þáttur um Pólland og pólsk málefni, einkum helgaður andófsmönnum og baráttu þeirra. Talað var við rithöfunda í þættinum og minntust fleiri en einn þeirra á merkilega útgáfu- starfsemi: forlagið NOWA. Hér er um að ræða neðanjarðarút- gáfu sem í blóra við einokunar- útgáfu rikisins hefur komið mörgum verkum á framfæri, bæði fræðibókum og skáldverk- um. Þegar skáldið Czeslaw Milosz kom til Stokkhólms að taka við Nóbelsverðlaunum bauð hann með sér pólskum útgefanda sín- um, Miroslaw Chojecki, en hann er einn stjórnarmanna Nowa. I viðtali í tímaritinu Ord & Bild 1/81 segja þeir Miroslaw Choj- ecki og félagi hans Grzegorz Boguta frá tildrögum þess að Nowa var stofnað og ýmsu varð- andi útgáfuna. Nowa hóf útgáfu haustið 1977, en þá hafði unnist sigur í átökum við valdhafa sem létu undan kröfum verkamanna í Ursus-verksmiðjunni árið áður. Fólk var ekki lengur hrætt, segir Chojecki, menn þorðu að láta óopinberar bækur sjást heima hjá sér og jafnvel eiga litla prentvél án þess að þurfa að óttast margra ára fangelsisvist af þeim sökum. Nowa er árangur samvinnu margra manna og í fyrstu skipti mestu máli að yfirvöld kæmust ekki að hver og hverjir prentuðu og dreifðu útgáfubókunum. Nú vita fulltrúar kerfisins um marga forvígismenn Nowa, sam- anber Chojecki og Boguta, en vel hefur tekist að halda ýmsu leyndu í sambandi við útgáfuna, m.a. með því að dreifa starfsem- inni um allt landið, binda hana ekki við stærri borgirnar. Eins og Chojecki bendir á er það pólsk hefð að leika á yfirvöld með hinu prentaða orði. Til dæmis voru verk þjóðskáldsins Adams Mickiewicz (1798—1855) prentuð erlendis og síðan smyglað inn í Pólland. Á stríðsárunum komu Czeslaw Milosz út þúsund ólögleg tímarit sem beint var gegn hernámi Þjóð- verja. Við erum ekki bara forlag, heldur hreyfing, segir Chojecki. Við aðhyllumst ékki neina ákveðna pólitíska stefnu, en leggjum lið skapandi öflum með Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON eigið frumkvæði. Okkur er mest í mun að koma í veg fyrir að ríkið geti áfram heft ritfrelsi og eitt ráðið hvað kemur út. Við stundum í raun hjálparstarf- semi í landi þar sem sjúk útgáfustefna ræður ríkjum. Ef opinber forlög taka upp aðra og réttlátari stefnu getum við hætt, en ekki fyrr. Chojecki getur þess að útgáfu- félög ríkisins eigi það til að bregðast skjótt við þrátt fyrir seinaganginn sem einkenni þau. Þegar Czeslaw Milosz fékk Nób- elsverðlaunin var lagt kapp á að gefa skáldverk hans út þótt ritgerðasöfn hans komi naumast út fyrst um sinn. Eins og kunnugt er, hefur Czeslaw Milosz lengi búið í Bandaríkjunum og stundar þar háskólakennslu í bókmenntum. í viðtali hefur hann sagt frá því að í Bandaríkjunum sé ekki mikill áhugi á pólskri menningu. Flestir pólskir innflytjendur voru bændur og það hefur mótað álit Bandaríkjamanna á Pólverj- um, gert þá dæmigerða erfiðis^ menn í augum miðstéttanna. í því samhengi nefnir Milosz meinfýsina í garð Pólverja sem birtist í sögum sem ganga undir nafninu polish jokes. Czeslaw Milosz segir að lokum í fyrrnefndu viðtali: Sem rithöfundur á ég ekki einu sinni málið sameiginlegt með þeim Pólverjum sem auð- mýktir eru með polish jokes. Raunverulegir lesendur mínir eru í Póllandi sjálfu, kannski sérstaklega meðal vissrar for- ystusveitar pólskrar æsku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.