Morgunblaðið - 09.07.1981, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.07.1981, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, EJMMTUDAGUR 9. JÚLÍ1981 21 Þorsteinsson, hreppstjóri, sem hér býr, hefur snúið sér að nýjum verkefnum, sem bera vitni um stórhug og öflugt einstaklings- framtak. Hann hefur byggt upp og skipulagt gestamóttöku hér í skóginum, byggt fjölda húsa og sundlaug, lagt hitaveitu, byggt einkarafveitu og flugvöll, svo nokkuð sé nefnt. Einkaframtakið lifir sem betur fer og sést víða. Það þarf t.d. ekki að fara út úr bíl nr. 4 til þess að finna lýsandi dæmi um dugnað og einkafram- tak. Það er Sæmundur sérleyfis- hafi í Borgarnesi, sem er við stýrið. Hann á flesta bílana í þessum flota. Enda man „skattur- inn“ eftir honum. Hann er vel metinn af öllum, sem þurfa að fá „aura í kassann", en einnig af vinum sínum og samherjum. Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um Vesturland, fegurð þess, búsæld og framtíðarmögu- leika. Þar er sjón sögu ríkari. Af því að ég minntist á Hvítá áðan, má geta þess, að árið 1977 voru samþykkt á Alþingi heimildarlög um Hvítárvirkjun við Kljáfoss. Heimildarlög um virkjun Anda- kílsár voru samþykkt 1921, en Andakílsárvirkjun tók til starfa 1947 og hefur reynzt vel. Úr því að minnzt er á kalda vatnið, má aðeins nefna heita vatnið. Þor- valdur Thoroddsen teiur í Eld- fjallasögu sinni 106 heitar upp- sprettur á 28 stöðum í Borgar- fjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar. Deildartunguhver er talinn hvera mestur í heimi, 200 sekúndulítrar af 100 gráðu heitu vatni. Nú er verið að leiða heita vatnið til Akraness og Borgarness og er það stórframkvæmd á vegum Hita- veitu Akraness og Borgarfjarðar. Sé litið um öxl yfir sögu þessa héraðs má greina margs konar átök milli manna og skiptar skoð- anir allt frá dögum Egils Skalla- grímssonar á Borg, Gunnlaugs ormstungu og Sturlunga, en þar urðu oft innbyrðis átök milli frænda og vina, svo sem milli Sturlu Sighvatssonar og Snorra Sturlusonar. En byggð og búseta í héraðinu hefur líka oft á tíðum mótazt af friði og farsæld manna, sem undu glaðir við sitt, nutu gæða landsins og kunnu að meta kosti þess og vinahót. Fararstjóri okkar, Einar Guð- johnsen, minnir okkur á í ferða- lýsingu sinni að lesa bækur Birgis Kjaran, svo sem Auðnustundir, er lýsa samskiptum manns og nátt- úru á heillandi hátt, svo sem alkunna er. Ég nefni aðeins til viðbótar bækur Björns Blöndal, rithöfundar í Laugarholti. Ekki þarf annað en nefna sum nöfn þeirra til þess að fara nærri um, að höfundur lifir í sátt við sitt land: Hamingjudagar, Vinafundir, Vatnaniður, Norðurá fegurst áa, Svanasöngur. — Ég er þess full- viss, að eitt af því allra bezta, sem við getum gert fyrir börn okkar og niðja, er að sýna þeim náttúru Islands og kenna þeim að þekkja iandið og umgangast það af ástúð og virðingu. Af starfsemi sjálfstæðismanna í Vesturlandskjördæmi er það að segja, að við reynum að byggja hana upp með svipuðum hætti og annars staðar skv. skipulagsregl- um flokksins. Hér starfar eitt kjördæmisráð og fulltrúaráð eru fimm, eitt í hverri sýslu og Akraneskaupstað. Auk þess mörg sjálfstæðisfélög um allt kjördæm- ið. Að sjálfsögðu starfa þessi samtök misjafnlega mikið, en eru þó góðar greinar á sama meiði, af sömu rót. Þó að skoðanir séu stundum skiptar um ýmis málefni, svo sem eðlilegt má teljast, leggj- um við ríka áherzlu á samstöðu og einingu í meginmálum. Við metum mikils að varðveita góð kynni við þann stóra hóp manna og kvenna, frænda og vina, sem flutzt hefur frá Vesturlandi til höfuðborgar- svæðisins á undanförnum árum. Þess vegna er það sérstakt ánægjuefni að taka á móti Varð- arfélögum og gestum þeirra. Vörð- ur er eitt elzta, fjölmennasta og öflugasta sjálfstæðisfélag lands- ins, hefur m.a. innan sinna vé- banda marga góða félga, sem eiga rætur að rekja til byggða Vestur- lands. Einlæg samvinna strjálbýl- is og þéttbýlis, til sjávar og sveita, er frumforsenda góðs gengis flokks okkar og þjóðar. Ég vona, að þessi heimsókn til Vesturlands, þessi bjarti sumar- dagur, verði ykkur öllum til gleði og heilla. Verið öll enn á ný velkomin í Vesturlandskjördæmi. tækið hefur: * Hraðspólun með mynd. 4 ★ Snertirofa. jy * „Direct Drive Motor“. * Fjarstýringu. * Kyrrmynd. * „Og síðast en ekki síst BETA-kerfi, sem komin er reynsla ó og hefur útbreiðslu um allan heim. í byrjun þegar Sony framleiddi fyrsta heimilisvideosegulbandið var markmiðiö að ■ koma þeim inn á hvert heimili. Hér kemur nýjasta framlag þeirra, tæki á hagstæöu verði en þó með allar þær nýjungar sem menn hafa almennt not fyrir. C5 1980 model meiri myndgæði Greiðslukjör viö allra hæfi. Myndleiga á staðnum. JAPIS VERÐ AÐEINS -R. 16.500.- Japansk-islenska verslunarfélagið Brautarholti 2, sími 27133. GJAFVERM SG-270H Breidd 540 mm. Hæð 138 mm. Dýpt 397 mm. Hátalarar: Breidd 230 mm. Hæð 375 mm. Dýpt 193 mm. □□ fyrir betri DOLBY upptökur. Útgangsorka 2X32 Wött(MPO) Meiriháttar 7/\i t steríó samstæöa Url 3 tæki í einu, meö hátölurum í vinsæla ,,silfur“ útlitinu. v-»»» »• *» «* i f -m ... - - - . : ;rrz ::r;: ***■•*-■. . . aíSi . . —SiÆ 'Zaá* . - V'M •• » «*0 «* T8 EF m mi JU.1 w — 1 - .... •*........—----------------------------------------------------... ......--...----i.,...... ...--------------------------------------------------------------------------------—.......-Já A1ETAL APSS s;,'!i"9 ,yr,i,r Sjálfvirkur metal kassettur , • ... lagaveljari. Leitar að rétta laginu. Verö kr.: HLJOMTÆKJADEILD m KARNABÆR f LAUGAVEGI 66 SÍMI 25999 Útsölustaðir: Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík — Portið Akranesi — Eplið ísafirði — Álfhóll Siglufirði — Cesar Akureyri — Hornabær Hornafirði — Eyjabær Vestmannaeyjum — M.M. h/f. Selfossi. Patróna Patreksfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.