Morgunblaðið - 09.07.1981, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 09.07.1981, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ1981 25 Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins tilbúnir að mæta til aukafunda í borgarstjórn hvenær sem er HÉR FER á eftir yfirlýs- ing borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í Reykja- vík og bréfaskipti, sem áttu sér stað í gær milli Davíðs Oddssonar, oddvita bor>;arstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og Jóns G. Tómassonar borg- arloicmanns, sem er settur borgarstjóri í fjarveru Ek- ils Skúla IngiberRssonar: Vegna yfirlýsinga um tillögu þá, sem samþykkt var nýlega í Borg- arstjórn Reykjavíkur og fól m.a. í sér ályktun um að meirihluta borgarráðs væri ekki af hennar hálfu treyst til að fara með stjórn borgarmálefna í sumarleyfi borg- arstjórnar, vilja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka eftirfar- andi fram: Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og varamenn þeirra eru tilbúnir til þess að mæta til aukafunda borgarstjórnar hvenær sem þess kann að gerast þörf, vegna þeirrar óvenjulegu stöðu, sem nú er í málefnum borgarinn- ar. Það ástand sem hefur skapast vegna sundurþykkju núverandi meirirhluta hlýtur að kalla á ný vinnubrögð við stjórn borgarinn- ar. Hún verður nú öll þyngri í vöfum og var ekki á það bætandi. Sjálfstæðisflokkurinn mun gera sitt til að greiða fyrir lausn mála og milda afleiðingar þess, að meirihluti borgarráðs nýtur ekki lengur trausts borgarstjórnar. í dag óskuðu 5 borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir auka- fundi um tvö ágreiningsmála borgarráðs, nk. fimmtudag 9. júlí. Settur borgarstjóri hefur að höfðu samráði við fulltrúa meirihlutans óskað eftir því að slíkur fundur verði ekki haldinn fyrr en mánu- daginn 13. júlí nk. þar sem allir borgarráðsmenn vinstrimeirihlut- ans eru erlendis auk borgarstjóra og borgarritara. Höfum við Sjálf- stæðismenn fallist á það fyrir okkar leyti. F.h. borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Ilavíð Oddsson. Við undirritaðir borgarfulltrúar óskum hér með eftir því við embætti borgarstjóra, að Borgar- stjórn Reykjavíkur verði kölluð saman til aukafundar eigi síðar en fimmtudaginn 9. júlí kl. 17.00. Á dagskrá fundarins verði fundar- gerðir borgarráðs á tímabilinu frá síðasta borgarráðsfundi til þessa dags. Ósk þessi er sett fram með vísun til ákvæða samþykktar fyrir Borgarstjórn Reykjavíkur um aukafundi borgarstjórnar. Reykjavík, 8. júii kl. 11.45. Davíð Oddsson, Albert Guðmundsson, Birgir ísl. Gunnarsson, Ólafur B. Thors, Magnús L. Sveinsson. Til embættis borgarstjórans í Keykjavik c/o Jón G. Tómasson borgarlögmaður. Hr. borgarfulltrúi Davíð Oddsson, Lynghaga 5, Reykjavík. I dag kl. 11.45 móttók ég bréf yðar og fjögurra annarra borgar- fulltrúa, dags. í dag, þar sem sett er fram krafa um aukafund í Borgarstjórn Reykjavíkur 9. þ.m. kl. 17.00. Samkvæmt ákvæði 2. mgr. 7. gr. samþykktar um stjórn Reykavík- urborgar er skylt að halda auka- fundi, ef 5 borgarfulltrúar hið fæsta krefjast þess. Samþykktin kveður hins vegar ekki á um hvenær boða skuli til aukafundar, en í 7. mgr. 8. gr. segir, að dagskrá skuli send með 24 stunda fyrir- vara. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. semur borgarstjóri dagskrá borgar- stjórnarfundar. Verður að ætla, að hann ákveði þar með einnig hven- ær aukafundur skuli haldinn. I bréfi yðar er þess krafist, að á dagskrá aukafundarins verði fundargerðir borgarráðs frá síð- asta borgarstjórnarfundi, þ.e. fundargerðir frá 3. og 6. júlí. í þessum fundargerðum eru 2 ágr- einingsmál, annað varðandi byrj- unarframkvæmdir við byggingu smábátahafnar, hitt varðandi til- boð í gatnagerð og lagnir í Suður- hlíðum. Eins og yður er kunnugt eru þrír borgarráðsmenn, sem tóku þátt í afgreiðslu þessara mála, nú staddir erlendis á vegum Reykja- víkurborgar. Eru þeir væntanlegir heim nk. laugardag. Með hliðsjón af þessu og að því athuguðu, að ekki er talið skipta verulegu máli, hvort afstaða til ofangreindra ágreiningsmála verður tekin á morgun eða nk. mánudag vil ég hér með leita eftir. afstöðu yðar og þeirra borgar- fulltrúa annarra, sem sendu áð- urgreint bréf, til þess, að umrædd- ur aukafundur verði boðaður mánudaginn 13. þ.m. kl. 17.00. Jón G. Tómasson e.u. Sem svar við bréfi yðar dagsettu í dag, varðandi ósk mína og 4 annarra borgarfulltrúa um auka- fund Borgarstjórnar Reykjavíkur vill undirritaður taka eftirfarandi fram: í einu dagblaðanna í dag lætur einn af forsetum borgarstjórnar að því liggja, að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi hug á að nota sér það stjórnleysi og þá upplausn sem innan meirihluta- flokkanna ríki til að tefja fram- kvæmdir á vegum Reykjavíkur- borgar, og er í sama viðtali sérstaklega vitnað til útboðs gatnagerðarframkvæmda vegna nýrrar byggðar í Suðurhlíðum, sem samþykkt var með ágreiningi í borgarráði sl. mánudag. Við afgreiðslu málsins þá kom fram, að þetta útboð hefði átt að geta farið fram í apríl mánuði sl., en borgaryfirvöld drógu það úr hömlu m.a. vegna óvissu og óreiðu í skipulagsmálum borgarinnar. Má sennilega rekja til þess dráttar þá staðreynd, að lægsta tilboð í þessar framkvæmdir var rúmlega 20% yfir áætluðum kostnaði við verkið, og önnur tilboð stórkost- lega hærri. Það er því ljóst að allur dráttur í þessum efnum og það mikla fjárhagstjón, sem lík- Íegt er að af honum leiði er og hefur verið ábyrgð vinstri meiri- hlutans. En vegna þeirra alvarlegu ásak- ana, sem við töldum felast í fyrrgreindu blaðaviðtali vildum við gera okkar til að ágreinings- efnin fengju sem fyrst efnislega niðurstöðu. Þess vegna óskuðum við eftir því, að borgarstjórnar- fundur yrði boðaður við fyrsta tækifæri, sem er fimmtudaginn 9. júlí kl. 17. Borgarlögmaður, sem nú fer með umboð borgarstjóra í fjar- veru hans og fjarveru borgarrit- ara, sem báðir eru erlendis, hefur beint því til okkar sem um fund- inn báðum, að fundarboðun verði frestað til mánudagsins 13. júlí nk. Vísar borgarlögmaður til þess, að allir borgarráðsmenn meiri- hlutans, sem jafnframt gegna öllum forsetaembættum borgar- stjórnar séu erlendis og jafnframt til þess, að ekki sé talið skipta verulegu máli, hvort ágreinings- mál þau, sem þegar hafa orðið í borgarráði verði afgreidd 4 dögum fyrr eða síðar. Ég tel rétt að verða við þessum tilmælum borgaryfirvalda, en vek jafnframt athygli á því, að með þeim er framangreindum óbil- gjörnum dylgjum í garð okkar Sjálfstæðismanna í raun vísað á bug, og það tjón, sem tafir í umræddum málum gætu valdið eru hér eftir sem hingað til á ábyrgð meirihluta borgarstjórnar og borgaryfirvalda. Davíð Oddsson. Hr. Jón G. Tómasson borgarlögmaður. Austurstræti 16, Reykjavík. arráðherra, lagði til í greinargerð, sem hann sendi meðráðherrum sínum 4. september 1980, að aðlög- unargjaldið yrði afnumið í áföng- um þannig, að það yrði lækkað í 2% 1981 og 1% 1982, en síðan fellt niður. Svo vildi til, að daginn eftir átti Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra, fund með Charles Múller, framkvæmdastjóra EFTA, í Kaupmannahöfn um önnur EFTA-málefni. Viðskiptaráðherra skýrði Charles Múller þá frá tillögu iðnaðarráðherra. Múller taldi, að framlenging á gjaldinu, þótt prósentan yrði lækkuð, myndi verða talin brot á genum loforðum ríkisstjórnarinnar og varaði hann eindregið við því, að farið yrði inn á þessa braut. Með hliðsjón af ákveðinni andstöðu Múllers og upplýsingum sendiráðanna í Brússel og Genf, sem viðskiptar- áðuneytið óskaði eftir um afstöðu EBE og EFTA, var aðlögunargj- aldið látið falla úr gildi um síðustu áramót eins og lögin gerðu ráð fyrir. í árslok 1980 samþykkti Alþingi lög um jöfnunargjald og bætti þá við ákvæði til bráðabirgða, sem heimilaði ríkisstjórninni á árinu 1981 að leggja á til viðbótar allt að 2% jöfnunar- og aðlögunargjald eða ígildi þess. Hér var um nokkuð óvanalega og víðtæka heimild að ræða og lýsti Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, þá strax yfir, að hann teldi að vinna bæri að því að bæta stöðu iðnaðarins með því að tryggja honum „ígildi" aðlög- unargjalds. Hafði áður verið skip- uð nefnd til að athuga starfsskil- yrði atvinnugreinanna, og vænti viðskiptaráðherra þess, að á grundvelli niðurstöðu hennar, væri hægt að iækka aðstöðugjöld og launaskatt, sem á iðnaðinn væru lögð. Verkefni nefndarinnar reyndist meira og tímafrekara heldur en gert hafði verið ráð fyrir. Þegar ljóst var, að nefndar- álitið myndi dragast, vildi Tómas Árnason láta á það reyna, hvort ekki fengist samþykki EBE og EFTA fyrir nýju 2% innflutnings- gjaldi eða hvort það yrði látið afskiptalaust. Taldi hann, að það ætti að styðja okkar málstað, að staðið hefði verið við gefin loforð um niðurfellingu aðlögunargjalds- ins, enda þótt forsendur fyrir álagningu nýja gjaldsins yrðu þær sömu og áður. Ráðherrafundur í Brtissel Til að leggja áherslu á þýðingu þessa máls, ákvað viðskiptaráð- herra að flytja það sjálfur gagn- vart EBE, en afstaða þess hlaut að ráða úrslitum. Ráðherra bað því Henrik Sv. Björnsson.sendiherra, um að útvega honum fund með Wilhelm Haferkamp, fram- kvæmdastjóra EBE, sem fer með utanríkismál. Vegna mikilla fjar- vista og anna Haferkamps reynd- ist ekki mögulegt að fá fund með honum fyrr en 2. júní. Fyrir þann tíma eða um miðjan maí var haldinn ráðherrafundur EFTA- landanna í Genf. Ræddi ráðherra þá á ný við Carhels Múller og ýmsa ráðherra um 2% aðlögunar- eða innflutningsgjald, sem gilti til ársloka 1982 og síðan 1% gjald árið 1983 og afhenti sérstaka greinargerð um málið. Sú greinar- gerð var einnig afhent ráðuneytis- stjórum EFTA-landanna og var þeim eins og Múller sagt, að við ætluðum ekki að leggja beiðni okkar formlega fyrir EFTA-ráðið fyrr en vitað væri um viðbrögð ÉBE eftir samtal viðskiptaráð- herra við Haferkamp. Á fundi með Haferkamp 2. júní sl. skýrði viðskiptaráðherra frá þeirri eindreginni ósk ríkisstjórn- arinnar, að EBE léti afskiptalaust, að lagt yrði á tímabundið inn- flutningsgjald. Var málflutningur ráðherrans mjög ákveðinn og beitti hann öllum þeim rökum, sem notuð hafa verið til þess að réttlæta þetta sérstaka tímab- undna gjald. Um frammistöðu ráðherrans geta þeir aðeins borið vitni um, sem sátu fundinn. Er því afar óheiðarlegt að halda því fram, að ráðherrann hafi unnið að þessu máli hangandi hendi, svo að ekki sé minnst á þau ummæli Davíðs Sch. Torsteinsson, að ráð- Þórhallur Ásgeirsson. herrann hafi farið til Brússel og Genfar til að biðja um nei. Slíkar eiturörvar missa algjörlega marks og skaða aðeins þann, sem þeim skýtur. Svar Haferkamps við ósk ríkis- stjórnarinnar var afdráttarlaust nei. Hann benti á þau atriði fríversl- unarsamningsins, sem heimiluðu, að gerðar yrðu séstakar verndarr- áðstafanir, svo sem ef miklir erfiðleikar steðjuðu að hjá ein- stökum iðngreinum eða byggðal- ögum. Hins vegar væri ekki hægt að leggja innflutningsgjald al- mennt á þær vörur, sem tollar hefðu verið felldir niður á sam- kvæmt fríverslunarsamningnum. Það væri brot á grundvallarregl- um EBE og væri ekki hægt að samþykkja það, enda hefði EBE aldrei samþykkt aðlögunargjaldið og aðeins þolað það vegna gefinna yfirlýsinga um, að það yrði fellt niður í árslok 1980. Afstaða Ha- ferkamps og Múllers var svo til alveg eins, enda byggð á sams konar ákvæðum í fríverslunar- samningnum við EBE og EFTA- stofnsamningum. Eins og kunnugt er, höfum við stuðst við þessi undanþáguákvæði, þegar ákveðið var tímabundið innborgunargjald vegna inn- fluttra húsgagna og ennfremur, þegar lagt var tímabundið inn- flutningsgjald á sælgæti og kex, hvort tveggja vegna sérstakra vandamála þessara iðngreina. Á þennan hátt má einnig veita einstökum iðngreinum, sem eiga í erfiðleikum, timabundna aðstoð. Þessa leið hafa forystumenn Fé- lags ísl. iðnrekenda aldrei viljað fara, en hins vegar hafa forystum- enn Landssambands ísl. iðnað- armanna sýnt því meiri áhuga. Viðskiptaráðherra hefur lagt til, að þessi möguleiki sé sérstaklega athugaður í samráði við samtök iðnaðarins. Með því að takast á hendur ferð til Brússel vegna aðlögunargjalds- ins, vildi viðskiptaráðherra undir- strika pólitíska þýðingu málsins. Ráðherra, hvar í flokki sem er, fer ekki slíka ferð nema hann hafi áhuga á að fá framgengt því máli, sem hann er að vinna að. Ég get fúslega vottað, að Tómas Árnason hafði mikinn hug á því að fá ÉBE til að láta málið afskiptalaust. Það voru honum persónuleg vonbrigði, að það tókst ekki. Þrátt fyrir þetta skrifar Jafet Ólafsson, deildar- stjóri í iðnaðarráðuneytinu, „að viljann skorti til að bera þetta mál fram af sannfæringarkrafti og því fór sem fór.“ Jafn fráleitt og staðhæfing Jaf- ets um „ófagmannleg vinnubrögð viðskiptaráðuneytisins", þegar það óskaði eftir staðfestingu á meintum ummælum Bang Ha- nsens. Það væri fyrst ámælisvert eða „ófagmannlegt", ef ekki hefði verið óskað staðfestingar á þess- um ummælum, þar eð yfirmaður Bang hansens, Pierre Duchateau, hafði gert grein fyrir alveg gagn- stæðum sjónarmiðum EFnahags- bandalagsins á fundi sameiginlegu nefndar Islands og EBE fyrr sama dag, 27. maí. Jafet gefur í skyn, að fyrirspurn sendiráðsins til Bang Hansens kunni að hafa haft ein- hver áhrif á afstöðu EBE. Þetta ber því miður vott um vanþekk- ingu á starfsemi og starfsreglum Efnahagsbandalagsins, sem hefur um og einkennt skrif um þetta mál. Niðurlagsorð Svo margt og mikið hefur verið skrifað um aðlögunargjaldið að undanförnu, að ekki er hægt að eltast við það allt. Enginn láir forystumönnum iðnaðarins, þótt þeir berjist fyrir hagsmunum sín- um eins og önnur hagsmunasamt- ök. En gera verður samt kröfu til formanns Félags ísl. iðnrekenda, að málflutningur hans sé málef- nalegur, en ekki byggður á órökstuddum fullyrðingum. For- ystumenn hvar í sveit, sem þeir eru, verða ætíð að gera sér grein fyrir hvaða leiðir eru færar og vinna að framgangi mála sinna eftir þeim leiðum. Því miður hafa forystumenn iðnaðarins eytt of miklum tíma og orku í baráttu fyrir nýju aðlögunargjaldi, og hefur því orðið minna ágengt að fá leiðréttingu sinna mála á öðrum sviðum. Til allra hamingju eru ekki allir iðnrekendur sama si- nnis. Þannig segir virtur iðnrek- andi í viðtali við Morgunblaðið: „Þetta 2% jöfnunargjald er ein- skis virði fyrir iðnaðinn”. Síðan bendir hann á ýms vandamál í sambandi við verðlagningu og gengisskráningu, sem iðnaðurinn á að búa við, og hann telur, að hafi meiri þýðingu að leysa. Efling iðnaðarins og afkoma hans eru mál, sem verða alþjóð og verða stjórnvöld og iðnaðurinn að vinna saman að því að leysa aðsteðjandi vandamál og efla iðn- þróun. Fríverslunarsamstarfið hefur styrkt iðnaðinn, en ekki veikt, þótt einstök fyrirtæki kunni að eiga í erfiðleikum, sem er ekki nýtt fyrirbrigði í íslenskri atvinn- usögu. Ötflutningsiðnaðurinn skipar vaxandi sess í þjóðarframl- eiðslunni og sá fiskiðnaður, sem nýtur góðs af fríverslun, meðtal- inn veitir hann miklu fleiri mönnum atvinnu heldur en inn- lendur samkeppnisiðnaður, sem keppir við tollfrjálsan innflutning vegna fríverslunarsamninga. Það ætti því að vera augljóst mál, að forðast ber þær aðgerðir, sem stefnt geta umsömdum fríðindum útflutnings okkar í voða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.