Morgunblaðið - 09.07.1981, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1981
27
Fyrstu húsin á Eyrar-
bakka og Stokkseyri
tengd í september
BÚIST er við að fyrstu húsin á
Eyrarbakka og Stokkseyri verði
tenjfd við hitaveitu siðari hluta
septembermánaðar i haust, að
þvi er Einar Sveinbjörnsson
stjórnarformaður Hitaveitu Eyra
sagði i samtali við Morgunblaðið
í jfspr. Hitaveita Eyra er sameign-
arfyrirtæki sveitarfélaganna á
Stokkseyri og Eyrarbakka, cn
heita vatnið er fenjfið hjá Ilita-
veitu Selfoss.
Nú er unnið að fullum krafti við
gerð aðveituæðar frá Selfossi að
sögn Einars, og einnig er unnið að
dreifikerfinu í þorpunum tveimur.
Alls er aðveituæðin frá Selfossi
um 15 kílómetra löng, en húsin,
sem heitt vatn munu fá eru á milli
350 og 400 talsins. Alls vinna við
framkvæmdirnar um 30 manns, á
vegum þriggja verktaka. Einn
þeirra, Kristján Magnússon frá
Akranesi er ráðinn af Selfossbæ,
en auk þess vinna við verkið
Víkurverk hf. frá Grindavík og
Ræktunarsamband Flóa og
Skeiða. Selfossbær sér um að
koma heita vatninu út fyrir bæj-
armörk Selfoss, þar sem Hitaveita
Eyra tekur við.
Einar Sveinbjörnsson sagði, að
reiknað væri með að verkið allt
myndi kosta um 25 milljónir
króna, eða um 2,5 milljarða
gkróna. Vatnið verður um 70
gráðu heitt við inntak húsa, og
sagði Einar gert ráð fyrir að
kostnaður við kyndingu með þessu
heita vatni myndi fyrst í stað
nema um 65% af því sem nú
kostar að hita húsin með olíu.
Allur þorri húsa á Eyrarbakka og
Stokkseyri er hitaður með olíu,
aðeins um 30 til 40 hús eru kynnt
með rafmagni. Einar sagðist búast
við að langt yrði farið í að tengja
öll hús á þessu ári, en fram-
kvæmdum lyki vonandi alveg á
næsta ári. „Þessi hitaveita er
óumdeilanlega mikil lyftistöng
fyrir þessi byggðarlög," sagði Ein-
ar, „og gerir þeim kleift að keppa á
jafnræðisgrundvelli við nágranna-
byggðarlögin Selfoss, Hveragerði
og Þorlákshöfn, sem öll hafa
komið sér upp hitaveitum."
Ljósm.: Sv.P.
Laun bágbor-
in segir Hlíf
Mitsubishi-skrúfuþotan, sem Flugfélag Norðurlands hefur nýlega fengið.
Mitsubishi skrúfuþota til Flugfélags Norðurlands:
Flugf lotinn tekur
nú aHs 61. ferþega
Aðalfundur verkamannafé-
lagsins Illifar var haldinn mánu-
daginn 29. júni s.l. Formaður
félagsins Hallgrímur Pétursson
flutti skýrslu stjórnar og gerði
grcin fyrir ársreikningum félags-
ins. Veruleg aukning var á sjó-
ðum félagsins.
Við stjórnarkjör í félaginu
komu fram tveir listar, en það
hefur ekki skeð í 40 ár.
A-listi var borinn fram af mei-
rihluta uppstillingarnefndar og
trúnaðarráðs og H-listi borinn
fram af minnihluta uppstillingar-
nefndar og trúnaðarráðs félags-
ins.
Stjórnarkjörið fór fram sunnu-
daginn 31. maí s.l. og urðu úrslit
þau, að A-listinn fékk 97 atkv. og
H-listinn 142 atkv.
Stjórn og varastjórn er því
þannig skipuð:
Formaður Hallgímur Pétursson,
varaform., Sigurður T. Sigurðsson,
ritari, Hörður Sigursteinsson,
gjaldkeri, Eðvald Marelsson, var-
aritari, Stefán Björgvinsson, fjár-
málar., Guðbergur Þorsteinsson,
meðstj., Ólafur Jóhannsson.
Varastjórn: Sigurvin Guð-
brandsson, Bjarni Guðnason og
Sófus Berthelsen.
Á fundinum var m.a. samþykkt
eftirfarandi tillaga. Aðalfundur
verkamannafélagsins Hlífar ha-
ldinn 29. júní 1981 telur laun
verkafólks orðin svo bágborin, að
eigi verði við unað. Því skorar
fundurinn á verkafólk um land
allt að búa sig undir harða
kjarabaráttu á komandi hausti.
Jafnframt vill fundurinn minna
háttvirta ríkisstjórn Islands á
aðvaranir verkalýðshreyfingar-
innar fyrr og síðar að fikt við
vísitölu kaupmáttar verði ekki
þolað.
Akurcyri. 6. júlí.
NÝLEGA keypti Flugfélag Norð-
urlands hf. skrúfuþotu af Mitsu-
bishi-gerð frá Venezuela, og var
henni flogið frá Chicago til Akur-
eyrar. Framkvæmdastjóri féiags-
ins, Sigurður Aðalsteinsson,
flaug vélinni heim ásamt Jóhann-
esi Fossdal. flugstjóra. Vélin er
mjög lítið notuð, hefir aðeins
verið flogið 1200 flugtíma. Iiún
er öllu hraðfleygari en Fokker-
vélarnar. hefir 510 km farflug-
hraða á klst.. þannig að hún er
aðcins 40 mínútur að mcðaltali
milli Akureyrar og Rcykjavikur.
Hún þarf ekki lengri flugbraut
en flestar litlar tveggja hreyfla
flugvélar, sem eru i notkun hér á
landi. og á mjög stuttri braut
getur hún hcmlað með hreyflun-
um auk hjólahemla. Gallinn cr
sá, að vegna ha ttu á skemmdum
af steinkasti er ekki gripið til
þessa búnaðar á malarvöllum.
Vélin tekur 10 farþega í sæti, og
hana er hægt að nota á flestum
áætlunarleiðum FN. í Ólafsfirði
er flugbrautin þó of stutt, en á
leiðinni Akureyri-Ólafsfjörður-
Reykjavík mundi vélin henta afar
vel og yfirleitt á öllum lengri
leiðum. Nú er hún notuð til
áætlunarflugs til Egilsstaða og
Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli:
Sættir í vinnudeilu
og setuverkfaUi lokið
Setuverkfalli slökkviliðs-
manna á Keflavikurflugvelli
lauk i gær, er samkomulag tókst
milli þeirra og varnarliðsins i
Filharmóníuhljómsveitin í Stokkhólmi:
Næsta starfsár verð-
ur með íslenzkum blæ
NÆSTA starfsár Filharmóniu-
hljómsveitarinnar i Stokk-
hólmi mun hafa á sér islenskan
blæ. Hljómsveitin er ein hin
þekktasta í Evrópu og hefur
hún aðsetur i Tónleikahúsinu i
Stokkhólmi, þar sem eru tveir
tónleikasalir.
Flutt verða verk eftir íslensk
tónskáld og íslenskir flytjendur
munu koma þar fram sem hér
segir:
19. sept. 1981 leika Guðný
Guðmundsdóttir konsertmeist-
ari, Hafliði Hallgrímsson selló-
leikari og Philip Jenkins píanó-
leikari í Grúnewald-salnum. Á
efnisskránni eru m.a. Píanótríó í
e-moll eftir Sveinbjörn Svein-
björnsson og Origami eftir Haf-
liða Hallgrímsson.
18. nóv. 1981 flytur Fílharm-
óníuhljómsveitin Sögusinfóní-
una eftir Jón Leifs undir stjórn
Jussi Jalas. Þættir úr verkinu
verða endurteknir þann 21. nóv.
29. nóv. 1981 heldur Kamm-
ersveit Reykjavikur tónleika í
Grúnewald-salnum. Stjórnandi
verður Páll P. Pálsson og ein-
söngvari Ruth L. Magnússon. Á
efnisskránni eru verk eftir Jón
Ásgeirsson, Pál P. Pálsson,
Hjálmar Ragnarsson, Atla
Heimi Sveinsson o.fl.
3. des. 1981 heldur Ruth L.
Magnússon tónleika í Grúne-
wald-salnum. Á efnisskránni
verða sönglög eftir íslenska höf-
unda.
16. des. 1981 verður frumflutt
hljómsveitarverkið Hjakk eftir
Atla Heimi Sveinsson. Fílharm-
óníuhljómsveitin leikur undir
stjórn György Lehel. Verkið
verður endurtekið 17. des.
30. jan. 1983 leikur Nils-Erik
Sparf, konsertmeistari, Forleik,
prelúdíu og fúgu yfir BACH
eftir Þórarinn Jónsson.
24. febr. 1982 flytur Fílharm-
óníuhljómsveitin hljómsveitar-
verkið Leiðslu ftir Jón Nordal
undir stjórn Karsten Ander-
sens. Verkið verður endurflutt
25. og 27. febr.
3. mars flytur Fílharmóníu-
hljómsveitin Fiðlukonsert eftir
Þorkel Sigurbjörnsson. Einleik-
ari verður Hannele Segerstam
og stjórnandi Leif Segerstam.
6. apríl leikur Hans Fagius á
nýja orgelið í Tónleikahúsinu
Inngang og passacagliu eftir Pál
ísólfsson.
23. júní 1982 stjórnar Páll P.
Pálsson Fílharmóníuhljómsveit-
inni. Einleikari verður Manúela
Wiesler og leikur hún m.a.
flautukonsertinn Evridís eftir
Þorkel Sigurbjörnsson.
Ennfremur kemur út bækl-
ingur um íslenskt tónlistarlíf,
höfunda og flytjendur á vegum
Tónleikahússins. Höfundur
hans er Göran Bergendal,
þekktur tónvísindamaður og
skipuleggjandi.
Á undanförnum árum hefur
Fílharmóníuhljómsveitin í
Stokkhólmi kynnt eitt Norður-
landanna á hverju starfsári.
Forstjóri Tónleikahússins og
Fílharmóníuhljómsveitarinnar
er Bengt Olof Engström.
(Frétt frá Tónskáldafélagi
Islands).
vinnudeilu er þar kom upp vegna
breytinga á starfstilhögun á
Keflavíkurflugvelli.
Mik Magnússon blaðafulltrúi
varnarliðsins sagði í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins í gær
að málið hefði snúist um breytta
vinnutilhögun við snjóruðning og
hreinsun á flugbrautum, og um
vinnu við svonefndar þotugildrur,
sem þotur varnarliðsins lenda í. —
Að öðru leyti kvaðst Mik Magn-
ússon ekki vilja tjá sig um málið
en ítrekaði að deilan væri leyst og
setuverkfallinu lokið.
Mik sagði einnig að aldrei hefði
verið slakað á neinu í sambandi
við öryggi á flugvellinum, vinnu-
deilan hefði aðeins náð til hliðar-
starfa og daglegra „rútínu starfa"
Sveinn Eiríksson slökkviliðs-
stjóri vildi ekkert um málið segja
annað en að deilan væri leyst. —
Stefán Björnsson talsmaður
slökkviliðsmannanna tók í sama
streng, og taldi málið ekki
blaðamál, það yrði leyst af þeim
aðilum er það snerti.
ísafjarðar auk leiguflugs á lengri
leiðum innanlands og til útlanda
og er þar tiltölulega ódýr í rekstri
miðað við aðrar flugvélar af sam-
bærilegri stærð. Hún gæti t.d.
flogið frá Akureyri til Kaup-
mannahafnar á rúmum 4 klst.
Vélin er með jafnþrýstiklefa.
Vandað hefur verið til þjálfunar
flugmanna á þessari vél, en 5 af
flugmönnum félagsins hafa lokið
þjálfun við stjórn hennar. Fyrsti
maðurinn, sem fékk réttindi til
flugs á Mitsubishi-vélum utan
Japan og býr þ.ví yfir margra ára
reynslu, kom til Akureyrar með
flugvélinni og annaðist bóklega og
verklega þjálfun hinna íslensku
flugmanna.
I flugflota Flugleiða Norður-
lands hf. eru nú 6 flugvélar, þar af
5 farþegavélar, sem geta tekið
samtals 61 farþega i sæti. Auk
nýju vélarinnar á félagið 2 Twin-
Otter-vélar með 19 sætum hvora,
Piper Chieftain með 8 sætum og
Piper Aztek með 5 sætum. Þar að
auki á félagið kennsluflugvél og
rekur flugskóla með bóklegri
kennslu á vetrum og verklegri
kennslu allt árið. Félagið leigir
aðra Twin-Otter-vélina Flugleið-
um hf. í sumar án fiafnar en hin
verður um mánaðartíma í leigu-
flugi á Grænlandi, en slíkt flug
hefir verið mikið stundað undan-
farin ár.
Flugfélag Norðurlands hf. hefir
nú 15 manna starfslið. Flugmenn í
fullu starfi eru 7, þar á meðal
framkvæmdastjórinn, Sigurður
Aðalsteinsson, flugvirkjar eru 5
og svo 1 skrifstofumaður og 1
afgreiðslumaður. Flugleiðir hf.
annast afgreiðslu flugvélanna í
áætlunarflugi, en það sparar mik-
ið mannahald. Auk mikils leigu-
flugs, þ.á m. Grænlandsflugs og
sjúkraflugs, heldur félagið uppi
föstum áætlunarferðum til ísa-
fjarðar, Siglufjarðar, Grímseyjar,
Kópaskers, Raufarhafnar, Þórs-
hafnar, Vopnafjarðar og Egils-
staða, einnig á leiðinni Akureyri-
Ólafsfjörður-Revkjavík.
Sv.P.
íbúasamtök Vesturbæj-
ar funda um skólamál
íbúasamtök Vesturbæjar héldu
aðalfund þann 14. april sl. að
Hallveigarstöðum við Túngötu.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa
voru rædd skólamál hverfisins.
Kristján Gunnarsson fræðslu-
stjóri flutti þar ítarlegt erindi um
skólamál. Formaður fræðsluráðs,
Kristján Benediktsson, sat fund-
inn, ásamt fulltrúum úr fræðslu-
ráði. Núverandi stjórn íbúasam-
taka Vesturbæjar skipa eftirtaldir
menn: Brynhildur K. Andersen,
formaður, Jóhannes Guðfinnsson,
Stefán Örn Stefánsson, Þóra
Benediktsson og Þórunn Klem-
enzdóttir.