Morgunblaðið - 09.07.1981, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ1981
35
Tvenns konar
taflmennska
Tvenns konar taflmennska:
Nafn á frummálinu: Hopscotch
Handrit: Ryan Forbes/Brian
Garfield.
Leikstjórn: Donald Neame.
AAstoðarleikstjórar: Patrick
Clayton/William Hassel/
Maurice Marks/Cris Carreras/
Kieron Phipps.
Sýninjfarstaður: LauKarásbió.
Það er ósköp notalegt í þessum
björtum sumarmánuðum að
bregða sér á létta gamanmynd
fulla af sólríkum húmor.
„Hopscotch" sem Laugarásbíó
sýnir um þessar mundir er
kannski ekki svo ofsafyndin en
ekki vantar sólskinið. Er óvenju
bjart yfir myndinni allan tím-
ann og ekki sakar að sá tónsnill-
ingur sem hvað sólríkastar
melódíur hefir skapað — sjálfur
Mozart — leggur til tónlistina.
Dettur manni í hug hvort Moz-
art hafi ekki á sínum tíma verið
flokkaður sem „poppari". Svona
eins og Paul McCartney er í dag?
Hver veit hver lifir augnablikið?
Það er nefnilega ekki formið sem
skiptir máli í tónlistinni heldur
melódían. Hvað um það, þá eru
það hinar ljúfu melódíur Mozart
(Puccini o.fl.) sem ljá þessari
hálf gamansömu njósnamynd
fremur geðþekkan hugblæ.
En ekki dugir ljúf músík til að
gera ljúfa kvikmynd. Ef leikar-
arnir eru andstyggilegir, heyrir
maður vart tónlistina eða hún
fer í fínustu taugar. Stórleikar-
inn Walter Matthau er jafn
ljúfur og tónlist Mozarts og án
hans væri þessi mynd hvorki
fugl né fiskur. Skyggir hann
gersamlega á aðra leikara mynd-
arinnar. Þó er eins og Matthau
sé ekki hér í sínu besta formi.
Finnst mér raunar kappinn hafa
slakað full mikið á uppá síðkast-
ið. Hann sé búinn að koma sér
upp býsna þægilegu gervi. Sá
Matthau sem við sjáum á tjald-
inu sé sá sami og við mætum í
kjörbúðinni. Það er varla að
maður þoli Glendu Jackson við
hlið á slíkum öðlingi. Mætti sú
kvenpersóna gjarnan snúa sér að
einhverju öðru en gamanmynd-
um.
Annars er efni „Hopscotch"
ekki sérlega kómískt, raunar
fremur tragískt. Miles Kendig
starfsmaður CIA er settur af.
Yfirmaðurinn sem rekur hann er
dæmigerður kerfisþræll sem
hinn slungi Kendig snýr ræki-
lega á með ýmsum hundakúnst-
um. Ég hef grun um að fyrir-
mynd CIA yfirmannsins sé
Stansfield Turner aðmíráll, sem
Carter skipaði á sínum tíma í
sæti yfirmanns CIA, en Turner
byrjaði sinn feril á að reka 820
gamalreynda starfsmenn —
raunar gætu Schlesinger og Col-
by eins verið fyrirmyndin —
skiptir ekki máli þvi hér er ekki
verið að deila á ákveðinn mann
heldur ákveðna manngerð.
Manngerð þessi hefur það
helst sér til ágætis að vera
gersneydd öllum húmor. Fyrir
henni er lífið sem skákborð þar
Grautfú! Glenda Jackson káss-
ast utaní hinum kostulega
Walter Matthau.
Kvlkmyndlr
eftir ÓLAF M.
JÓHANNESSON
sem hvítu og svörtu reitirnir
skarast ekki. í kvikmyndinni
„Hopscotch" er taflmönnunum í
upphafi raðað snyrtilega á þessa
hvítu og svörtu reiti. Svo kemur
Walter Matasschanskayasky og
sullar þeim út um allt borð.
Einhvern veginn finnst manni
að slíkur sóðaskapur sé helst til
bjargar mannkyninu, en því
miður, ætli það verði ekki þessir
með hvítu flibbana og svörtu
bindin sem tefla fyrir okkur
skákina?
Búnaðarsamband
Vestur-
Húnavatnssýslu
fimmtíu ára
Staðarbakka. 7. Júli.
ÞANN 5. júlí síðastliðinn voru
liðin 50 ár frá þvi að Búnaðar-
samhand Vestur-Húnvetninga
var formlega stofnað. í tilefni
þessara tímamóta bauð stjórn
sambandsins til kvöldfagnaðar i
Staðarskála 3. þessa mánaðar og
voru gestir um 70.
Formaður sambandsins, Sigurð-
ur J. Líndal, Lækjarmóti, setti
hófið, en veizlustjóri var Aðal-
steinn Benediktsson, ráðunautur.
Sigurður flutti yfirlit um störf
sambandsins þessa hálfu öld og
kom þar fram að það hefði verið
frumkvöðull eða tekið virkan þátt
í öllum meiriháttar framkvæmd-
um á sviði búnaðarmála í hérað-
inu á þessu árabili. Fyrsti formað-
ur þess var Gísli Eiríksson bóndi á
Stað og gegndi hann því starfi í 18
ár.
Við þetta tækifæri fluttu ávörp
landbúnaðarráðherra, Pálmi
Jónsson, formaður Búnaðarsam-
bands Islands, formaður Stéttar-
sambands bænda og formenn bún-
aðarsambandanna í Austur-
Húnavatnssýslu og Strandasýslu.
Fyrir nokkrum árum tók sam-
bandið upp þá nýbreytni að veita
viðurkenningu til þeirra, sem á
einhvern hátt sköruðu fram úr á
sviði búnaðarmála. Einu sinni
áður hafði slík verðlaunaafhend-
ing farið fram, en að þessu sinni
hlutu hjónin Hjálmar Pálmason
og kona hans, Guðlaug Sigurðar-
dóttir, Bergsstöðum á Vatnsnesi,
viðurkenningu fyrir sérlega góðan
árangur í heyverkun, votheysgerð
og mjög mikla arðsemi sauðfjár,
en fyrir framúrskarandi snyrti-
mennsku og umgengni fengu við-
urkenningu hjónin á Akurbrekku í
Hrútafirði, Böðvar Þórhallsson og
Kristín Jóhannsdóttir. Á milli
ávarpa og atriða var almennur
söngur, sem Ólöf Pálsdóttir
stjórnaði. Veitingar voru rausnar-
legar og samkoman í alla staði hin
ánægjulegasta.
Benedikt
ntÖt'"s'Wla aö
toa''t'Wo^a.^p\av"a
Heildsöludreifing
iUÍAorhf
Símar 85742 og 85055