Morgunblaðið - 09.07.1981, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 09.07.1981, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1981 37 • • .?••••••••••••«••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• »•••••••••••• >•••••••••••• >•••••••••••• Ný plata frá meist- ara Dylan (Heiðursdoktor í músík frá Prince- ton-háskólanum i Bandarikjunum) Nýrrar plötu frá Bob Dylan er ekki beöið með minni eftir- væntingu í öllum popp bransanum en íslenskir bókmenntaunn endur bíöa nýrrar bókar frá Halldóri Laxness. Og unnendur Dylans fyrirgefa honum vitan- lega þó hann komi ekki með jafn góða plötu og búist var við, og bíða bara í góðri von eftir þeirri næstu. Innan tíðar kemur út ný breiðskífa frá Dylan, en tveggja laga plata kom út í Bretlandi í fyrradag (3. júlí). Á litlu plötunni eru lögin „Heart of Mine“ og „Let it be Me“, en hið síðara er gamalt Everly Brothers lag, og verður ekki á stóru plötunni. Stóra platan heitir „Shot of Love“ og er 21. hans! Þeir sem heyrt hafa lög af henni telja hana vera Spor frá „trúarplötunum": „Slow Train Comming" og „Saved", og frekar í stíl „Street Legal". Sjálfur segir Dylan: „Ég held að þessi nýja plata sé jafn mikil sprengja fyrir mig og „Blonde on Blonde" og „Freewheelin’". Ég hef sömu tilfinningar fyrir þessari plötu og „Bringing it All Back Home“. Þetta er tónlist sem ég hef lengi verið að reyna að gera.“ Meðal laga á plötunni eru „Lenny Bruce is Dead“, „Dead Man Dead man When Will You Arise" og „Watered Down Love“. Ringo Starr, Ronnie Wood auk Jim Keltner, Tim Drummond, Ben Tench og Fred Tackett eru aðal hljóðfæraleikararnir á plötunni, en í hljóm- Ieikasveitinni eru auk Keltner, Drummond, og Tackett, Steve Ripley, og Willie Smith, og söngkonurnar Clydie King, Regina McCreary, Carolyn Dennis og Madeline Quebec. Bob Dylan og hljómsveit eru nú á hljómleika- ferð í Bretlandi. • • V..* ... band sjóðandi ást... Jim Steinman „sýnir“ tónlist! Jim Steinman er ekki þekkt nafn. en tónlistin hans er þekkt, — hann samdi alla tónlistina á „Bat Out of Hell“. Steinman þessi hefur nú sjálfur gert plötu sem heitir „Bad for Good“. Platan átti upphaflega að vera næsta plata Meat Loafs, eða þangað til kom að því að Meat Loaf syngi inn á plötuna. Það var þá eins og Steinman segir frá: „Meat Loaf opnaði munninn en kom ekki upp neinu hljóði! Hann leitaði á náðir lækna og sálfræðinga og allra sem hugs- anlega gátu eitthvað hjálpað! Sex mánuðum síðar kom Meat Loaf aftur en kom ekki enn upp hljóði! Það var þá, sem Steinman ákvað að syngja sjálfur lögin, enda hafði hann hvort eð er haft í hyggju að gera eigin plötu. Söngur Steinmans reynist furðu sterkur og eftir að hafa vanist plötunni kemur í ljós að hún vinnur stöðugt á með lögum eips og „Rock’n’Roll Dreams Come Through", „Stark Raving Love“, „Lost Boys and Golden Girls“ og „Bad for Good“. Steinman segist hafa kvikmyndir í huga þegar hann sé að semja. „Mín hug- mynd er sú að þú setjist niður með heyrnartólin og „hlustir" á kvikmynd!" Karla DeVito og tónlistar- mennirnir eru tengiliðirnir á milli „Bat Out of Hell“ og „Bad for Good“. Tónlistin er líka þrungin sömu spennu, og á „Bat Out of Hell“, og það er jafnvel meiri spenna i rödd Steinmans en Meat Loafs. Og Jim Steinman semur líka tónlistina á Meat Loaf-plötunni, sem er væntanleg bráðum og verður „allt öðru vísi“, enda fékk Meat Loaf rödd- ina aftur! »•• *••• •••• •»•• «•• •»•• •••• *»•• «»•• .»•• «••• .»•• .»•• .»•• .»•• .»•• .»•• ■•••* .»•• .»•• '«»•• ■ «••• ■«••• ■ «»•• .»•• .»•• .»•• .»•• '.»•• '.»•• .»•• '.»•• .»•• ’*»•• ’*»•• ’.»•• .»•• ’.»•• .»•• ’.»•• '.»•• .»•• ■*»•• ■»»•• ’.»•• .»•< i ’•••( > .»•( •••« .»•• .»•• •«»•( > ••»»•( > ••»»•( > ■•»••( i •*•••( > ■••••( > -»••( •»••( ••••i •«•••( -•••i ••••i > ••»•( > -•••i > Hljómplötuútgáfa Akureyringa færist í vöxt - Þrjár útgáfur í gangi Fjórar nýjar plötur hafa borist frá Akureyri undanfarna daga. Viröist górska vera aó færast í útgáfu þar nyrðra jafnt og hér syöra þessa dagana. Hljómplötuútgáfurnar eru þrjár: Tónaútgáfan, sem er elst þeirra, Mífa tónbönd, sem hafa framleitt tónbönd undanfarin ár, og aó lokum Stúdíó Bimbó, sem er í rauninni hljóöritunarstofa á Akureyri. Tónaútgáfan gefur út tvo titla, „Gleöihopp" meö harmónikku- leik Jóns Hrólfssonar, en hann leikur tíu erlend og tvö íslensk lög á hnappaharmónikku viö undirleik frá Birgi Karlssyni á gítar, Finni Finnssyni á bassa og Steingrími Stefánssyni á tromm- um. Hljómsveit Geirmundar Val- týssonar eru flytjendur á seinni plötunni. Plata hljómsveitarinnar er tveggja laga og heita lögin „Sumarfrí" og „Feröalag". Bæöi lögin eru eftir meölimi hljóm- sveitarinnar. Á merki Mífa er platan „í bróöerni” sem þegar hefur sést á topp 12 og vantaöi aöeins herslumuninn aö hún væri inni þessa vikuna. Á þeirri plötu flytja þeir bræöur Arnþór og Gísli Helgasynir frumsamin lög ásamt hljómsveitinni Kaktus. Platan er meö einlægari plöt- um sem komiö hafa út á árinu. Blokkflautuleikur Gísla Helga- sonar er áberandi einlægur og gefur tónlistinni yl og fagran blæ. Fjögur laganna á „I bróöerni“ eru meö texta. Ólafur Þórarins- son syngur tvö þeirra og Guö- mundur Benediktsson hin tvö. Ólafur og Guömundur eru kannski betur þekktir sem Labbi í Glóru og Gummi Ben en báöir léku þeir í Mánum á gullaldarár- um þeirra og sveitaballanna. Útsetningar Helga E. Kristjáns- sonar eru flestar smekklegar og viröast einfaldar, eins og allar góöar útsetningar eiga aö vera sbr. útsetningar Bítlanna. Áberandi bestu lög plötunnar eru „Vestmannaeyjar", sem er eftir Arnþór, „Haustmót" einnig eftir Arnþór, en Guömundur syngur þetta hressilega lag, og Tónlistarlega flokkast piatan undir þaö, sem erlendis kallast „mood“-músík, sem mætti snara á íslensku sem stemmningstón- list. Þess má aö lokum geta aö hulstriö er smekklegt og skýr- ingar viö lögin góöar. Nýyröið hljóðgrefill er líka gott en þaö ætti aö geta komiö í staö enska heitisins „synthesizer", sem gæti aldrei falliö inn í íslensku. Fyrsta platan frá Stúdíó Bimbó er „Árný trúlofast", fjögurra laga plata meö lögum eftir Ingjald Arnþórsson og Hrein Laufdal. Heita lögin „Sjálfstæðisyfirlýs- ing“, „Pæling í E“, „Deildin“ og „Gamla konan og orgeliö". Nokkrar plötur hafa þegar veriö teknar upp í Stúdíói Bimbó. i •»•• ;:»u;s:Í3íí:u:i:!s::ísí:i !•••••••••••••'

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.