Morgunblaðið - 09.07.1981, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ1981
39
Frá Orkuþingi
Kostnaðarspá húshitimar 1981—1985;
„Þrátt fyrir verulegt átak
í húshitunarmálum haf a
óleyst verkefni vaxið,“
— sagði Jónas Elíasson, prófessor, á Orkuþingi
m Æs. mm
Jónas Elia8Son, prófessor
Kostnoðorspó húshitunar 1981-1985
I9731'74' 75' 76' ’ 7 7' '78' ' ?9 ,8o' ’01' '82' ‘83' '841 '85
Kostnoður iandsmanno við húshitun 1973-1980,
-Kipt niður ð orkugjafo Verðlog mars 1981.
Jarðh iti
Rofmogn
. 011 o
Kostnaóarspá húshitunar 1981 — 1985.
Meginniðurstöður i erindi Jón-
asar Eliassonar, prófessors, „Um
húshitun“, sem hann flutti á
Orkuþingi, vóru þessi:
• Þrátt fyrir mjög mikilvægar
framkvæmdir hér á landi til að
auka hlut innlendra orkugjafa i
húshitun, sem leitt hafa til veru-
legs samdráttar i oliunotkun,
hefur kostnaðarhlutur oliunnar i
heildarorkunotkun til húshitun-
ar haldizt.
• Oliuverð mun halda áfram að
hækka og vaxandi notkun á
jarðvarma og raforku til húshit-
unar mun ekki leiða til lækkaðs
verðs á þessum innlendu orku-
gjöfum frá þvi sem nú er.
• Heildarkostnaði við húshitun
má þó halda innan núverandi
kostnaðar með umtalsverðum og
fjárfrekum framkvæmdum, sem
enn gengu á hlut oliu i heildar-
notkun okkar, i samræmi við þá
áætlun sem orkuspá orkuspár-
ncfndar felur i sér.
Hækkanir frá 1973
Jónas Elíasson sýndi fram á það
með niðurstöðum úr könnun á
þróun raunverðs orku til húshit-
unar, að það hefði hækkað um
34% á hverja orkueiningu á tíma-
bilinu 1973—1979. Meginorsök
þessa er sú að kostnaðarhlutur
olíunnar hefur haldizt í ,heildar-
kostnaði húshitunarþáttarins,
þrátt fyrir stórminnkaðan magn-
hlut hennar.
Spá um hitunarkostnað lands-
manna fram til 1985 sýnir að
meðalverð orkugjafanna á eftir að
hækka, þegar miðað er við raun-
verð á orkueiningu. Meðalverð
hitakostnaðar á orkueiningu á
hins vegar að geta haldizt stöðugt
fyrir landið í heild, sagði Jónas, ef
tekst að útrýma olíukyndingu í
þeim mæli sem húshitunarspá
orkuspárnefndar gerir ráð fyrir og
hagkvæmur orkusparnaður kemst
í framkvæmd að öðru leyti. En til
þess þarf að leggja fram „mikla
fjármuni í hitaveituframkvæmdir
og rafhitun á næstu 6 árum.
Hagkvæmni reiknast nokkur af
þessum framkvæmdum, en sú
niðurstaða er ekki ótvíræð, og
þetta atriði þarf nánari athugunar
við. í þeirri athugun þarf að
styðjast við nákvæmari kostnað-
aráætlanir en hér eru tiltækar.
í stuttu máli má segja að
hitunarkostnaður landsmanna
hefur hækkað verulega á síðustu 6
árum, og sú hækkun verður var-
anleg. Verulegt átak þarf til að
halda í horfinu næstu 6 árin svo
hitareikningur landsmanna haldi
ekki áfram að hækka."
Helmingur 1973 —
fimmtungur 1979
Jónas Elíasson sagði að hlutur
olíu hefði að magni til, mælt í
orkueiningum, verið helmingur
þess er landsmenn nýttu til hús-
hitunar 1973. Þessi hlutur er
kominn niður í fimmtung nú.
Þrátt fyrir þetta heldur kostnað-
arhlutur olíunnar í heildarnotkun
velli. Slík eru áhrif olíuverðs-
hækkana. Hlutföll orkutegunda í
húshitun vóru þessi 1979: Jarðhiti
71,1%, rafmagn 10,7% og olía
18,2%. Tilsvarandi tölur um
kostnað eru þessar: jarðhiti
33,9%, rafmagn 15,4% og olía
50,7%.
Kostnaði við húshitun er og
mjög misskipt eftir landshlutum,
en það eru ekki nema tveir
landshlutar sem hafa jarðhita að
marki: Suðurland og Norðurland,
sem eldvirka beltið liggur um.
Óleyst verk-
efni hafa vaxið
Því næst fjallaði Jónas Elíasson
um hitunaraðferðir, m.a. með
hliðsjón af hagkvæmni, og kom
þar fram að 108 þúsund lands-
menn nota einfalda hitaveitu, 50
þúsund tvöfalda hitaveitu, 27 þús-
und rafmagn og 42 þúsund olíu.
Þegar þessar tölur eru skoðaðar,
sagði Jónas, veldur það óhjá-
kvæmilega nokkrum vonbrigðum
að olíukostnaður við hitun húsa
hefur haldið velli þrátt fyrir
miklar og dýrar gagnaðgerðir.
Ef hinsvegar er litið til þess
kostnaðar sem verið hefði ef
notkun einstakra orkugjafa hefði
verið hin sama 1979 og 1973 kemur
í ljós að heildarkostnaður við
húshitun hefði verið 47,6% hærri
1979 en raun varð á. Hér verður þó
að hafa í huga að hér er fremur
um reikningslegar afleiðingar
olíuverðshækkana að ræða en
raunverulegan sparnað. Raun-
veruleikinn er sá að landsmenn
borga 34% meira fyrir hverja
orkueiningu 1979 en þeir gerðu
1973. Auk þess er orkuverðið bæði
á dýrari hitaveitum og rafhitun
niðurgreitt svo raunveruleg hækk-
un er meiri en 34%. Þetta verða að
teljast nokkuð alvarleg tíðindi því
þau sýna að „þrátt fyrir verulegt
átak í húshitunarmálum hafa
óleyst verkefni vaxið“. Með öðrum
orðum brýn nauðsyn er til sparn-
aðar í húshitunarmálum.
Eftir að hafa farið ofan í
saumana á orkukostnaði í húshit-
un, aflkostnaði og fleiri þáttum
þessa athugunarsviðs komst Jónas
að þeirri niðurstöðu, að hugsan-
lega megi spara 33% af orkunotk-
un olíukyntra húsa og 35% af
orkunotkun rafhitaðra húsa, ef
hagkvæmum orkusparnaði er
beitt til hins ýtrasta.
Ilorft til framtíðar
Síðan ræddi Jónas Elíasson um
húshitunarspá fram til 1985, en
þar er m.a. reiknað með að
olíuverð tvöfaldist fram til þess
tíma, rafhitun hækki um 30%, og
að náðst hafi 30% orkusparnaður í
olíukyndingu og 15% orkusparn-
aður í rafhitun. Rakti hann í
ítarlegu máli forsendur spárinnar,
sem hér er ekki rúm til að rekja
nánar. Lokaorð hans vóru þessi:
„Á grundvelli þessara kostnað-
artalna og orkuspárinnar má
reikna spá um húshitunarkostnað
fram til 1985. í spánni er tekið
tillit til orkusparnaðar að hluta.
Niðurstaðan er sú, að raungildi
hitunarkostnaðar alls landsins
mun hækka í réttu hlutfalli við
orkumagn, en meðalverð ein-
stakra orkugjafa hækkar. Meðal-
orkuverð helzt þó stöðugt vegna
minni olíukyndingar. Til að ná
þessum árangri þarf hins vegar
miklar fjárfestingarframkvæmdir
í nýjum hitaveitum og rafhitun.
Beinn hagnaður af þessum fram-
kvæmdum verður væntanlega
miklu minni en hagnaðurinn af
tilsvarandi framkvæmdum
1973—1979. Því er ástæða til að
gæta fyllstu varkárni og hag-
kvæmni í öllum þessum fram-
kvæmdum. Niðurstöðurnar benda
því ekki til að ástæða hafi verið til
að fara hraðar í þessar fram-
kvæmdir en gert hefur verið".
„Versin mín“
Sjaldan eða aldrei, þótt vel
hafi verið, hafa passíusálm-
arnir verið betur lesnir en nú
á síðustu föstu í útvarpinu.
Passíusálmarnir minna á
svo margt. Ekki sízt versin,
sem við áttum að læra utan
að.
Nú er tízkan, að börn læri
sem minnst utan að. Allt slíkt
er fordæmt með fyrirlitningu
af mörgum og kallað þululær-
dómur og þeir prestar vinsæl-
astir, sem láta börn læra sem
minnst í fermingarfræðslu
sinni.
Þau eiga sem sagt að til-
einka sér efni og fegurð fræða
og ljóða, án þess erfiðis og
tíma, sem „utanað“-lærdómur
hefur í för með sér fyrir þau.
En sannleikurinn er sá, að
efni, sem hefur verið lært með
vandvirkni orði til orðs og
síðan útskýrt til fullkomins
skilnings er hið fullkomnasta
stig þekkingar sem mannssál
getur náð.
Það verður þannig grunnur
vitrænnar menntunar í víð-
tækustu merkingu, ef slík
þekking nær tökum á tilfinn-
ingu og vilja.
Satt bezt að segja, þá er
ekki unnt að læra neitt vel án
þess að læra það utan að orði
til orðs að meira eða minna
leyti. Enda er sá orðaforði,
sem nemandi nær á sitt vald,
miklu meiri með slíku námi.
Færni hans, geta og þroski
til að tjá sig og vald hans yfir
málinu og umhverfi sínu öllu
verður að bezta veganesti,
eykur sjálfstraust og öryggi,
hvert sem spor liggja í fram-
tíð.
Þetta gildir ekki sízt með
listræn efni, ljóð og sálma,
sem snerta tilfinningar, ást og
trú.
Hve mörg ljóðkorn og
sálmavers, sem lærð voru í
bernsku, hafa einmitt þannig
orðið perlur og gull í minja-
safni vitundar og vits, gæti
enginn fullmetið.
Gersemar, sem þá ljómuðu
skærast, þegar dimmast var
og kaldast, urðu mestur auður
og dýrmætastur, þegar allt um
þraut í sárustu örbirgð og
örvæni lífsbaráttunnar.
Versin, stökurnar, sem ís-
lenzkan er svo auðug af, verð-
ur að teljast meðal þess menn-
ingarauðs, sem mótað hefur
styrk þjóðarinnar, víðsýni,
drenglund og dug á stærstu og
örlagaríkustu úrslitastundum
einstaklinga og heildar.
Þess vegna þarf að læra þau
af mestu nákvæmni og sam-
vizkusemi.
Jafnvel smááherzla getur
gjörbreytt efni þeirra og blæ,
anda þeirra og snilli.
Þess vegna má hvorki
brengla þau né brjóta, heldur
umgangast þau með auðmýkt
og lotningu sem andleg djásn
og dýrgripi, eilífa helgidóma.
Heill þeirri móður og fóstru,
kennara og presti, sem veitir
barni og nemanda slíkt vega-
nesti.
Vart gæti bjartara leiðar-
ljós í gleði og sorg. Fátt á
fermingarbarn fegra en „vers-
in sín. “
Sú náms- eða fræðslustefna
sem gleymir íslenzkum sálm-
um eða gengur fram hjá þeim
í skólum sínum, heimilum og
kirkjum, er á villuvegum,
hversu vísindaleg og tæknileg,
sem hún kynni annars að vera.
Þeir hafa öldum saman ver-
ið siðræn og trúarleg upp-
spretta hjartahlýju og hug-
arljósa hjá þessari fámennu
menningarþjóð.
Vart gæti skólum orðið
raunalegri örlög en vanrækja
þar hið bezta, sem jafnvel
vesælustu heimili gátu veitt á
fyrri árum.
Takmark skólanna er ein-
mitt að varðveita og veita hið
við
gluggann
eftirsr. Arelius Níelsson
bezta, sem heimilin gátu gefið
og bæta bar við enn meiri
þekkingu eftir föngum og lær-
dómi.
Islenzku skólarnir hafa
þarna of mjög gleymt og
vanmetið gersemar þjóðar-
arfs, gull andlegs auðs.
Þarna þarf að snúa við, leita
hins týnda og gefa því aftur
gildi. Þetta gull er æðra öllum
„Torfum" og „Grjótaþorpum",
þótt gott sé.
Við „utanað“-lærðu versin
verður kennarinn og skólinn
síðar sveipaðir sælum ljóma
minningalands í vitund góðs
nemanda, ekki sízt ef lögin
voru lærð um leið og sungin
inn á strengi hjartans.
Og á fjölbreyttum vettvangi
starfs úti og inni, á landi og
sjó, í sorg og gleði, verða
Ijóðbrot lærð í bernsku líkt og
blómstur, sem eiga sér eilíft
vor og blæ til að veita ilm
víðsýni, vizku, áminningu, feg-
urð, von og trú.
En til þess verður „að
kunna" þessi ljóð. Annars
hljóðnar bergmál þeirra, deyr
ilmur þeirra og áhrif.
Það sem við höfum á tak-
teinum sem hluta eigin vit-
undar er eilífðar eign í æðst-
um skilningi.
Ljóðblómstur, sem opnast í
huga eða hjarta, hljómar á
vörum, verður þannig lykill að
æðri og fegri veröld, likt og
perla við sólgullna svanatjörn
minninganna, sem bergmálar
skærast í auðn heiðarinnar og
hrauni einsemdar og rauna.
Þannig varða „versin mín“
veginn til vorlanda gæfunnar.