Morgunblaðið - 11.07.1981, Side 1
36 SÍÐUR OG LESBÓK
©r^ttttXiIab tS>
152. tbl. 68. árg.
LAUGARDAGUR 11. JtJLÍ 1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Gierek sviptur
heiðursmerkjum
Varsjá. 10. iiili. AP.
MIÐSTJORN pólska kommúnistaflokksins, sem nú situr á
fundum í Varsjá, steig í dag fyrstu skrefin í þá átt að reka
Edward Gierek, fyrrum flokksleiðtoga, úr kommúnistaflokkn-
um. Miðstjórnin, en í henni eru 143 menn, mælti með þvi, að
flokksaðild Giereks verði endurskoðuð, svo og aðild nokkurra
annarra valdamikilla flokksleiðtoga á valdaferli Giereks. Meðal
þeirra er Edward Babiuch, fyrrum forsætisráðherra, en
ákvörðun stjórnar hans um verðhækkun á kjöti varð kveikjan að
verkföllunum i Gdansk, sem leiddu af sér stofnun Samstöðu,
hinna óháðu verkalýðsfélaga í Póllandi.
Þá mælti miðstjórnin með því
að Gierek, Babiuch og nokkrir
áhrifamenn frá valdatíð Giereks,
verði sviptir heiðursmerkjum, sem
þeir voru sæmdir. Að sögn
fréttaskýrenda, er markmið
brottvísunar Giereks og félaga
gerð i því augnamiði að koma í veg
fyrir umræður á þingi flokksins
um mistök Giereks.
Miklar umræður eru í Póllandi
um væntanlegt þing kommúnista-
flokksins, sem hefst eftir þrjá
daga. Fastlega er reiknað með að
þingið muni leggja blessun sína
yfir þær félagslegu og efnahags-
legu umbætur, sem stjórnvöld
hafa samið um við Samstöðu.
Starfsmenn LOT, hins ríkis-
rekna pólska flugfélags, höfnuðu í
dag skipan nýs framkvæmda-
stjóra félagsins. Starfsmenn fóru í
gær í fjögurra klukkustunda langt
verkfall til að leggja áherzlu á
kröfur sínar um, að þeir öðlist
vald til að eiga hlut að máli um
skipan framkvæmdastjóra.
Verkamenn í Bydgoszcz fengu
því framgengt í dag, að starfsmað-
ur kommúnistaflokksins, sem þeir
höfðu ásakað um spillingu, yrði
settur af og virðist deilum í
borginni lokið, um sinn að
minnsta kosti.
Indland:
Fjöldi manns lézt er
verksmiðja hrundi
Nýju I)elhi, 10. júlí. AP.
í KVÖLD var enn óljóst, hversu
margir hefðu beðið bana i ind-
verska bænum Surat fyrir norð-
an Bombay, þegar ketilsprenging
varð í silkiverksmiðju og bygg-
ingin hrundi eins og spilaborg.
Staðfest hefur verið að 27 séu
fundnir látnir. en óttast að sú
tala eigi eftir að hækka. Um eitt
hundrað eru slasaðir, þar af
margir alvarlega, og enn eru
margir grafnir í rústunum og
ekki vitað um afdrif þeirra. Alls
voru fjögur hundruð starfsmenn
í verksmiðjunni, þegar þetta
gerðist því að vaktaskipti voru að
fara fram og því fleiri á staðnum
en endranær.
Björgunarsveitum hefur tekizt
að bjarga þó nokkrum og aðrir
komust upp af eigin rammleik. En
eins og fyrr segir er óttazt að
fjöldi særðra og látinna sé grafinn
í rústunum. Ástvinir þeirra sem
saknað er þustu á staðinn eftir að
spurðist út um slysið og átti
lögregla í erfiðleikum um hríð
með að hafa hemil á harmþrungnu
og skelfdu fólki.
I fyrstu komust á kreik sögu-
sagnir um að skemmdarverk hafi
valdið þessari sprengingu, en tals-
maður lögreglunnar í Bombay
segir það vera fleipur eitt.
Isabel komin til Spánar
Isabel Peron, fyrrverandi forseti Argentínu, sést hér við komuna
til flugvallarins í Madrid i gær, föstudag. Hún var látin laus úr
stofufangelsi, sem hún hefur mátt dúsa i siðustu fimm ár, á
mánudag. Hún neitaði að ræða nokkuð um framtiðaráform sin við
blaðamenn og er ekki vitað hvort hún hyggst setjast að i húsi þvi
sem hún og Peron bjuggu i, áður en þau héldu til Argentinu á ný á
sínum tíma. Mikið fjölmenni var á vellinum. hrifnir aðdáendur
Perons hrópuðu til hennar og buðu hana velkomna en einnig var
hópur manna sem lét i ljósi andúð á þvi að hún væri komin til
Spánar og kallaði til hennar ýmis ókvæðisorð.
Tyrkland:
Stjórn-
lagaþing
komi sam-
an í haust
Ankara. Istanhul. 10. júlí. AP.
HERSTJÓRNIN í Tyrklandi
kunngerði i dag að langþráð
stjórnlagaþing myndi koma
saman til fyrsta fundar þann 23.
október. í tilkynningu ráðsins
sagði að aldursforseti myndi
stjórna þingstörfum unz forseti
hefði verið kjörinn. Vestrænir
fréttamenn í Tyrklandi telja að
þar með hafi verið stigið fyrsta
skrefið til endurreisnar þing-
ræðis í Tyrklandi. og að starf-
semi stjórnmálaflokka verði
leyfð að nýju. bað er Kenan
Evren sem er forseti Þjóðarráð-
sins og mun það tilnefna 40
fulltrúa á stjórnlagaþingið en
120 verða kjörnir í 67 kjördæm-
um Tyrklands. Ráðið mun hafa
neitunarvald varðandi öll laga-
frumvörp sem koma fyrir þing-
ið.
Meginverkefni stjórnlagaþings-
ins er að semja nýja stjórnarskrá
fyrir landið eins og orðið gefur
raunar til kynna.
Saksóknari herdómstóls Istan-
bul hefur krafizt dauðadóms yfir
40 mönnum fyrir meinta aðild að
þremur ólöglegum vinstri samtök-
um og eru mennirnir bornir þeim
sökum að hafa ætlað að koma á
kommúnísku stjórnskipulagi í
Tyrklandi.
Þá segir og í fréttum að látinn
hafi nú verið laus úr fangelsi
Hikmet Cetinkaya, einn af rit-
stjórum Cumhuryiets sem er eitt
helzta málgagn vinstrimanna í
Tyrklandi. Hann hefur verið í
fangelsi og yfirheyrslum síðustu
17 daga.
Hersveitir kynnu að verða
sendar inn í breskar borgir
I/ondon, 10. júli. AP.
TIL UPPÞÓTA kom i Brixton i
Suður-London i dag, en þar dró
fyrst til óeirða fyrir þremur
mánuðum. Undanfarið hefur allt
verið með kyrrum kjörum i
Brixton. Nú börðust um 400
svartir unglingar við lögregluna
í klukkustund. Múrsteinum og
flöskum var kastað að lögregl-
unni og kveikt var i bifreið. brir
lögreglumenn slösuðust.
Japanir efla landvarnir
- vegna aukinnar ógnunar frá Sovétríkjunum
Tókýó. 10. júli. AP.
JAPANSKA stjórnin er á sama
máli og rikisstjórn Bandaríkj-
anna um vaxandi hernaðarhættu
sem stafi frá Sovétrikjunum og
hefur ákveðið að gera „meirihátt-
ar átak“ til að efla og bæta varnir
sinar. að þvi er opinberar heimild-
ir létu hafa eftir sér i dag.
Kyodo-fréttastofan japanska
sagði að fulltrúi ríkisstjórnarinnar
hefði sagt fréttamönnum frá því að
ákvörðun hefði verið tekin um að
binda endi á þann ágreining sem
hefur verið varðandi þetta mál
milli stjórnanna í Tókíó og Wash-
ington, en Bandaríkjamenn hafa
hvatt Japani til að leggja meira fé
af mörkum til varnarmála, og bent
á að fuli ástæða væri til þess vegna
aukinna umsvifa Sovétríkjanna, en
Japanir hafa verið tregir til þar til
nú.
Fulltrúi ríkisstjórnarinnar vitn-
aði til ríkisstjórnarsamþykktar frá
1976, þar sem ákveðið er að til
varnarmála sé varið innan við sem
svari einu prósenti þjóðartekna.
Þrátt fyrir „andvígbúnaðarstefnu"
sína hefur Japan á að skipa
áttunda fjölmennasta herliði heims
og árið 1981 var áætlað að Japanir
verðu til hermála um 11 milljörð-
um dollara.
Ekki var skýrt í hverju efling
varna landsins myndi falin, en sagt
að stjórnin hefði tekið þessa
ákvörðun eftir að hafa kannað
skýrslu varnarmálaráðherra lands-
ins sem kom í dag heim frá
Washington. Þar átti varnarmála-
ráðherrann viðræður við banda-
rískan starfsbróður sinn svo og
Alexander Haig utanríkisráðherra.
Maður, sem var vitni að upphafi
uppþotanna, sagði, að til þeirra
hefði komið, þegar lögreglan
stöðvaði bíl, sem hún taldi að væri
stolinn, og handtók skömmu
seinna verslunarmann í hverfinu,
sem kom þar að. Hópur unglinga
safnaðist saman á nokkrum mín-
útum og byrjaði fljótt að kasta
lausum hlutum að lögreglunni.
Fólk í verslunarerindum flúði
staðinn og verslunareigendur lok-
uðu verslunum.
William Whitelaw, innanríkis-
ráðherra, sagði skömmu áður en
til ólátanna kom, að ekki væri
hægt að útiloka, að hersveitir yrðu
sendar lögregluliðum í Liverpool,
Manchester og London til aðstoð-
ar, ef uppþotin héldu áfram. Hann
sagðist þó vera mótfallinn því og
reynslan í Norður-írlandi hefði
sýnt, að erfitt væri að kalla herlið
aftur frá ófriðarstöðum, þegar það
hefði einu sinni verið sent þangað.
Margaret Thatcher, forsætis-
ráðherra, heimsótti í dag Southall
í London, þar sem óeirðirnar
hófust fyrir viku. Hún sagðist
hafa átt „vinsamlegar" viðræður
við leiðtoga í hverfinu. Óstaðfest-
ar fréttir hermdu í dag, að hún
myndi heimsækja Manchester ein-
hverh næstu daga, en Whitelaw
fór þangað í dag.
Skila millj-
arði dollara
WashinKton 10. júli. AP.
BANDARÍSKIR bankar afhentu
i dag. fulltrúum bandariskra
stjórnvalda. rösklega tvo millj-
arða dollara. sem hafa verið í
eigu írana og íranskra fyrir-
tækja. en hafa verið frystir frá
þvi bandariska sendiráðið i Te-
heran var tekið. Eins og alkunna
er, samdi bandariska stjórnin um
það að láta ákveðna upphæð af
hendi þegar gislarnir hefðu verið
látnir lausir.
Um helmingur fjárins verður
síðan sendur til Irans eftir nokkra
daga.