Morgunblaðið - 11.07.1981, Side 5

Morgunblaðið - 11.07.1981, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ1981 5 F.v. Sr. Frank M. Halldórsson, formaður Prestafélags Suðurlands, sr. Sigurður Pálsson, vigslubiskup, frú Stefania Gissurardóttir og sr. Þorbergur Kristinsson, formaður Prestafélags íslands. Séra Siaurður Pálsson heiðraður í Skálholti í FYRRADAG var séra Sigurð- ur Pálsson, vígslubiskup, heiðr- aður í Skálholti í tilefni af áttræðisafmæli hans. Séra Frank M. Halldórsson, formaður Prestafélags Suður- lands, flutti sr. Sigurði kveðju félagsins og færði honum að gjöf frá því hina nýju útgáfu Skarðs- bókar. Séra Þorbergur Krist- insson, formaður Prestafélags íslands, flutti kveðju Prestafé- lags íslands og færði vígslubisk- upi að gjöf frá félaginu veglegan pappírshníf með áletrun. Aðalfundur ísleifsreglunnar, félags áhugamanna um gregor- ískan kirkjusöng, stóð yfir í Skálholti dagana 7.-9. júlí og flutti séra Sigmar Torfason séra Sigurði kveðjur og gjöf frá ísleifsreglunni. Þá flutti séra Eiríkur Eiríksson, prófastur, kveðjur presta í Árnesprófasts- dæmi, en séra Sigurður Pálsson var prófastur þar um skeið. Alþýðuflokkurinn um kjarnorkuvopnalaust svæði: Einhliða yfirlýs- ing tilgangslaus Morgunblaðinu barst í gær eftir- farandi fréttatilkynnig frá for- manni Alþýðuflokksins: „Að marggefnu tilefni skal eftir- farandi tekið fram: Afstaða Alþýðuflokksins til kjarnorkuvopnaleysis á Norður- löndum er sú, að Island eigi að verá reiðubúið til þess að taka þátt í yfirlýsingu um að Norður- löndin verði áfram kjarnorku- vopnalaust svæði, svo framarlega sem það sé liður í kjarnaafvopnun í Evrópu í víðara samhengi. Ein- hliða yfirlýsingu án samhengis við stöðu afvopnunar í Evrópu telur flokkurinn tilgangslausa. Þetta er jafnframt stefna hinna jafnaðarmannaflokkanna á Norð- urlöndum. Alþýðuflokkurinn hef- ur tekið fullan þátt í sameiginlegri stefnumörkun jafnaðarmanna- flokkanna á Norðurlöndum í þessa veru og undirbjó ásamt bræðra- flokkunum og samþykkti yfirlýs- ingu um þetta efni, sem tekin var til umfjöllunar í Bommersvik í Svíþjóð. Sá hluti yfirlýsingarinnar, sem fjallar um þetta efni. er þannig: „Norðurlöndin hafa stuðlað að jafnvægi og slökun í allri Evrópu með því að láta ógert að afla sér kjarnorkuvopna eða láta önnur lönd staðsetja slík vopn á lands- svæði sem þau ráða yfir á friðar- tímum. Norðurlöndin ættu að ákveða hvaða sameiginlegur grundvöllur sé fyrir því að koma á varanlegu kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum sem lið í því að vinna að kjarnaafvopnun í víðara evrópsku samhengi." Það er þannig sameiginleg stefna Alþýðuflokksins og bræð- raflokka hans á Norðurlöndum að vera reiðubúnir til yfirlýsingar um áframhaldandi varanlegt kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum, ef það má verða heimsafvopnun að gagni og þá í samhengi við aðra afvopnun í Evrópu. Einhliða yfirlýsingar án samhengis við umhverfið er hins vegar ekki til umræðu." F.h. Alþýðuflokksins, Kjartan Jóhannsson Heilsugæslustöðin á Dalvík: Kvenfélög safna fé til tækjakaupa __ Dalvík. 10. júlí. Á ÞVÍ hálfa ári frá því starfscmi hófst í hinni nýju heilsugæslustöð á Dalvik, hafa orðið mikil um- skipti í heilbrigðisþjónustu fyrir íbúa þessa læknishéraðs. Eins og áður hefur fram komið í fréttum er ekki búið að taka í notkun allt húsnæðið en unnið er að að fullgera 2. áfanga bygg- ingarinnar og standa vonir til að því ljúki áður en langt um líður. Fékk líkan um f rægu í Starfsmenn Landhelgisgæsl- unnar og aðrir samstarfsmenn Péturs Sigurðssonar, forstjóra Landhelgisgæzlunnar, afhentu Pétri fyrir skömmu góðar afmæl- isgjafir i tilefni af sjötugsafmæli hans i sumar. Var það gestabók með útskorn- um útlínum varðskipsins Ægis á Þrátt fyrir þetta mikla og góða húsnæði er stöðin ekki fullbúin tækjum, en mikill vilji er meðal íbúa að vel sé að stöðinni búið. Nú er í gangi fjáröflun til kaupa á blóðrannsóknartækjum í heilsu- gæslustöðina og standa fyrir því kvenfélögin í læknishéraðinu, þ.e. Vaka á Dalvík, Tilraun í Svarfað- ardai, Hvöt á Árskógsströnd og Kvenfélag Hríseyjar. Að sögn formanns Vöku, Ragnheiðar Sig- valdadóttur, hafa undirtektir hér verið mjög góðar, en kostnaður við tækjakaupin er um kr. 45.000. Tollar og önnur gjöld fást niður- felld. Eins og áður vinna kvenfé- lögin gott og mikið starf í iíknar- og menningarmálum í sínum sveitarfélögum, enda þótt þeirra sé ekki oft getið í fjölmiðlum. Svarfdælir hafa ekki farið var- hluta af starfsemi kvenfélaganna Vöku og Tilraunar því framlag þeirra til uppbyggingar Dalbæjar, dvalarheimilis aldraðra, verður seint fullmetið. — Fréttaritarar. af klippun- afmælisgjöf forsíðu, en myndina gerði Ásgeir Torfason. Þá var honum gefið líkan af klippunum frægu, sem áttu svo mikinn þátt í sigri okkar í Þorskastríðinu síðasta og voru að mestu hugmynd Péturs. Líkanið gerði Jens Guðjónsson gullsmiður og er það úr silfri og gulli og stendur á íslenzkri grásteinshellu. Bautinn breytir um svip á 10 ára afmælinu GAGNGERAR breytingar hafa verið gerðar á veitingastaðnum Bautanum á Akureyri í tilefni af 10 ára afmæli hans i vor. Staðnum hefur verið skipt í tvo sali, efri sal, þar sem er öll almenn þjónusta og neðri sal, sem er eingöngu fyrir matargesti. Þá hafa einnig verið teknir í notkun nýir matseðlar í tilefni afmælis- ins. Bautinn leigir út tvo sali, 15 og 30 manna. Veitingastaðurinn Smiðjan, sem rekinn er af sömu aðilum, býður í sumar upp á nýjung. Um helgar milli klukkan 22 og 24 er boðið upp á létta máltíð og Hermann Arason skemmtir undir borðum. Annars telst Smiðjan til hinna „fínni" staða og þar er boðið upp á dinnermúsík með meiru. Manstu þegar hægt varaó boróa fynr£150 askcmmtile í London? Þaó er hægt ennþá! • 1 • r Sumir hlutir breytast aldrei. Þannig er því varið með ensku bjórstofurnar, pöbbana vinsælu. Það er varla hægt að segja að þeir hafi breyst nokkuð í áratugi. íslendingar, sem ferðast til London hafa kunnað að meta bjórstofurnar og hið sérkennilega andrúmsloft þeirra. Margur ferðalangurinn hefur notfært sér staðgóðan og ódýran mat, sem fæst á hverri bjórstofu í há- deginu. Pub lunch getur verið allt frá ítölskum kjúklingarétti til enskrar pylsu og bakaðra bauna - auðvitað með tilheyrandi bjórkollu. Verðið er nánast hlægilegt, - eitt og hálft i sterlingspund eralgengt verð. Bjórstofurnar ensku eru einn af þægilegustu þáttum heimsóknar þinnar til London. Ódýr og góður matur, enskur bjór og sérkennilegt umhverfi gerir sitt til þess að heim- sókn þín til London verði eftirminn- anleg. Eitt geturðu bókað. Gamla, góða London breytist stöðugt með tíman- um en hún heldur samt áfram að vera töfrandi borg, sem býður upp á góðan ,,Pub Lunch“ á hagstæðu verði. Apex fargjaldið til London með Flugleiðum kostaraðeins kr. 2.465.- FLUGLEIDIR Traust fotk hjá góóu felagi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.