Morgunblaðið - 11.07.1981, Side 34

Morgunblaðið - 11.07.1981, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ1981 3. flokkur KR hársbreidd frá sigri í Partille keppninni - tap í úrslitaleik eftir framlengingu endur KR búnir að sjá í hendi sér auðveldari leiki í fjórðungsúrslit- unum ef KR hafnaði í 2. sæti. I fjórðungsúrslitum lék KR fyrst gegn danska liðinu Holm- beck og sigraði 10—9. Síðan var mótherjinn landslið Kuwait og enn sigraði KR, nú 8—7. Var KR nú komið í undanúrslit og þurfi þar að mæta Cliff öðru sinni. Og eins og fyrri daginn sigraði KR, nú 10—9 og sigurgangan orðin æði glæsileg. I úrslitum var mótherj- inn gamall kunningi, HP Warta, eina liðið sem hafði sigrað KR í keppninni fram að því. Leikurinn var æsispennandi, en eftir venju- legan leiktíma var staðan jöfn, 12—12. Framlengingin fór þannig fram, að dómarinn lét knöttinn skoppa á vallarmiðjunni, bæði lið reyndu að ná honum, því aðeins var leikið upp á eitt mark. KR-ingar festu klærnar í knött- inn, en fengu dæmdan á sig ruðning. Svíarnir náðu knettinum og skoruðu sigurmarkið, markið sem færði þeim sigur í 3. flokki. 3. flokkur KR lék 10 leiki í keppninni, sigraði átta sinnum, en tapaði- tvívegis. Markatalan var 133-96. Fleiri íslensk lið voru þarna meðal keppenda og náði 3. flokkur Víkingskvenna besta árangrinum, komst í undanúrslit í sínum flokki. 3. flokkur HK í karlaflokki hafnaði í fimmta sætinu í sínum flokki, tapaði lykilleikjum fyrir HP Warta, sem var íslensku liðunum erfiður ljár í þúfu, og tékkneska liðinu Bohemians Prag. 2. flokkur karla frá Þór Vest- mannaeyjum, sami aidursflokkur Þórs í kvennaflokki og 5. flokkur karla frá HK unnu þau afrek að komast í framhaldskeppni. íslensk lið hafa tekið þátt í Partille-Cup síðustu árin og hafa staðið sig veí. 3. flokkur KR I handknattleik stóð sig fráhærlega í hinni um- fangsmiklu Partille-keppni i handknattleik. sem haldin er árlega á Norðurlöndum. Að þessu sinni i Gautaborg i Sviþjóð. 3. flokkur vesturbæjarliðsins gerði sér litið fyrir og komst i úrslit i sínum flokki og tapaði þar ekki fyrr en eftir nýstárlega fram- lengingu. 13 lið frá Sviþj(>ð, Noregi, Danmörku, Vestur- Þýskalandi, Tékkóslóvakiu, Kuwait. Sviss, Póllandi. Spáni, Júgóslavíu. ítaliu, írak og Frakklandi auk íslands kepptu i þessum aldursflokki. en um 320 lið allt i allt i öllum flokkum. • Hinn glæsilegi bikar sem ivii hreppti. KR byrjaði keppnina á því að sigra danska liðið Mejdal með miklum yfirburðum, 23—5, þá sænska liðið Cliff 10—6 og loks norska liðið Stabeck 14—8. Vann KR sinn riðil þannig með miklum yfirburðum, því hin liðin reyttu stigin hvert af öðru og fengu mest 3 stig, KR hins vegar 6 stig. Með þessum sigri komst KR áfram í framhaldsriðil og mætti þá þýsku liðunum Duvo 08 og Itzehove, einnig sænska liðinu HP Warta. KR sigraði Duvo 17—10 og Itze- hove 18—12, en tapaði 12—18 fyrir Warta. Gegn sænska liðinu var litið tekið á, enda voru aðstand- Pressuleikur í knattspyrnu á mánudagskvöldið • 3. flokkur KR. Standandi frá vinstri: Helgi Ilelgason, Davið Jóhannsson, Einar Axelsson, ólafur Danielsson, Einar Sigurðsson, Stefán Erlendsson og Þorvarður Höskuldsson þjálfari. Miðröð f.v.: Pétur Stefánsson fararstjóri, Bjarni ólafsson, Hlynur Sævarsson, Hoskuldur Þ. Höskuldsson, Steinar Jóhannsson, Guðjón Bragason og Guðlaugur Einarsson. Sitjandi f.v.: Skúli Skúlason, Hinrik Þráinsson, Stefán Pétursson fyrirliði, Sævar Bjarnason og Hannes Jóhannsson. Jordan til AC Mílanó? PRESSULEIKUR í knattspyrnu fer fram á mánudagskvöldið og hefst hann klukkan 20.00. Mæt- ast þar flestir ef ekki allir sterkustu leikmenn islensku knattspyrnunnar. Búið er að velja 16-manna hóp sem skipa á landsliðið og íþróttafréttamenn hafa einnig slegið saman beina- Knattspyrnuskóli Fram hefur nú starfað af krafti frá 1. júni. öll námskeið hafa til þessa verið yfirfull, en nokkur pláss eru laus á námskeiðunum, sem hefjast eiga mánudaginn 13. júli og mánudaginn 27. júlí. Eldri hópur (f. 1969, 1970 og 1971) er frá kl. 9—12, en yngri hópur (f. 1972, 1973, 1974 og 1975) frá kl. 13—16. Námskeiðin eru að sjálfsögðu opin drengjum og stúlkum. Kennarar á námskeiðunum eru Agúst Hauksson og Guðmundur B. Ólafsson, en skólastjóri er hinn grind leikmanna sem þcir ætla að byggja lið sitt á. Ekki þykir þó rétt að birta nöfn leikmanna enn sem komið er, þar sem óvist er hverjir geta gefið kost á sér og hverjir ekki. En leikurinn fer fram, svo mikið er víst. Forleikur verður, en verður innihaldi hans haldið leyndu fyrst um sinn. kunni knattspyrnuþjálfari Jó- hannes Atlason. Landsliðsmenn- irnir Marteinn Geirsson og Trausti Haraldsson koma í heim- sókn í skólann. Það skal skýrt tekið fram, að þátttaka í námskeiðum þessum er ekki bundin við að viðkomandi sé félagi í Fram, heldur er öllum frjálst að taka þátt án þess að binda sig á nokkurn hátt hjá Fram. Innritun fer fram í Félagsheim- ili Fram við Safamýri alla virka daga frá kl. 9—21. • Stefán Erlendsson skorar i úrslitaleiknum. Tveir leikir TVEIR mikilvægir leikir fara fram í knattspyrnunni á heima- miðum um helgina. í dag leiða saman hesta sina Fram og KR og fer leikurinn fram á Laugardals- vellinum klukkan 14.00. Er hér um aukaleik félaganna að ræða í bikarkeppni KSI, en þau skildu jöfn, 1 — 1, í fyrri viðureign sinni. Þá fer fram á Akureyri annað kvöld leikur KA og ÍBV, leikur sem varð að fresta fyrr í sumar. Er um 1. deildar leik að ræða og hefst hann klukkan 20.00. SKOSKI landsliðsmiðherjinn i knattspyrnu, Manchester Utd.- leikmaðurinn Joe Jordan er nú staddur i Mílanó, þar sem gangið verður frá samningi milli hans, United og AC Milanó á næstunni. Fréttaskeyti AP höfðu eftir Ron Atkinson framkvæmdastjóra United, að þetta væri gifurlegt áfall fyrir United, „samningur hans rann út i vor, en ég hafði gert mér góðar vonir um að halda BÚIÐ er að raða niður leikjum i 1. deild íslandsmótsins i hand- knattleik fyrir komandi keppn- istimabil, en það hefst i október. Óhætt er að segja að það hefjist með hamagangi og látum, þvi fyrsti leikurinn er einmitt viður- eign Víkings og Þróttar, en i hann. En þegar erlend félög grípa inn í eigum við enga möguleika. við getum engan veg- in boðið leikmönnum okkar sömu laun og erlendu risarnir,“ sagði Atkinson. Jordan hefur leikið 40 landsleiki fyrir Skotland og þyk- ir frábær miðherji, hann hefur verið markakóngur United tvö síðustu keppnistimabilin. Jordan er metin á rúma milljón sterl- ingspunda. félögin voru alger yfirburðalið i handknattleiknum á siðasta keppnistimabili og skiptu með sér þeim verðlaunum sem keppt var um, Vikingur varð íslands- meistari, en Þróttur bikarmeist- ari. Knattspyrnuskóli Fram Meistararnir mæta bikarmeisturunum — í fyrsta leik íslandsmótsins í handbolta N

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.