Morgunblaðið - 11.07.1981, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ1981
Ummæli þýskra
blaöa um söng
Hamrahlíðarkórsins
„Hvað liður lanxur tími. þar til
okkur xefst færi á að sjá og hlýða
á eitthvað sambærilejít i Alten-
kirchen?u Með þessari spurninRu
hefst fráso«n biaðsins Rheinische
Post af tónleikum Hamrahliðar-
kórsins undir stjórn Þorgerðar
InKÓlfsdóttur i Christuskirche i
þýska bænum Aitenkirchen
skammt frá Köln. Yfirskrift
Kreinar blaðsins um heimsókn
kórsins var þessi: „Hjórtun slá
hraðar við sönx islensks kórs —
áheyrendur i Christuskirche
djúpt snortnir.“
Laíið tekið á tröppum sendiráðs
íslands i Bonn, fremst á
myndinni við hlið Þorgerðar
Ingólfsdóttur söngstjóra er
Pétur Eggerz sendiherra.
Ljósm. Agnar Óskarsson.
þar á Möller við verkið Örvænt-
ingu eftir Hauk Tómasson, en
tónlistina samdi hann við ljóð
kórsystur sinnar, Bergþóru Ing-
ólfsdóttur.
Um útitónleikana í Bonn segir í
þýskum blöðum, að kórinn hafi átt
betra veður skilið, þegar hann
kom fram. Kuldi hafi valdið því,
að alltof margir fóru á mis við
listrænan flutning kórsins. Yfir
mynd af kórnum stendur þessi
fyrirsögn, „Kórinn, sem kom úr
kuldanunf".
„Forystusöngsveit úr norðri“
Hamrahlíðarkórinn fór í söng-
för til Vestur-Þýskalands dagana
7. til 20. júní og kom fram á
tónleikum í Altenkirchen, Halver,
Essen, Wuppertal, Dússeldorf,
Rheydt, Langenfeld, Leichlingen
og Bonn. Aðaltónleikar ferðarinn-
ar voru í Jóhannesarkirkjunni í
Dússeldorf í tónleikaröð, sem
þarlendir kalla „Internationale
Chöre zu Gast“. í Bonn efndi
Hamrahlíðarkórinn til útitónleika
á vegum listahátíðarinnar Bonner
Sommer og hinn 17. júní söng
hann í sendiráðí íslands í Bonn.
í ferðinni flutti kórinn jafnt
veraldlega sem andlega tónlist. Er
í blaðinu Rheinische Post farið
lofsamlegum orðum um breiddina
í verkefnavali kórsins, sem spanni
tónbókmenntirnar frá gregorísk-
um söng til verka fyrir tvo kóra
frá 16. öld og nái jafnt til Bachs
sem franska nútímatónskáldsins
Messiaen auk margra íslenskra
tónverka. Segir blaðið, að athygli
hafi vakið, hve auðveldlega kórn-
um tókst að hverfa frá angurvær-
um ijóðum og syngja af léttleika
gleðilög. Er í blaðinu sérstaklega
minnst á lögin Móðir mín í kví,
kví, íslenskt þjóðlag í útsetningu
Wilhelm Lanzky-Otto og Abba-
labba-Iá eftir Friðrik Bjarnason
þessu til staðfestingar. Segir frá
því, að áheyrendur hafi klappað
lengi og innilega á eftir laginu
Abba-labba-lá.
Þá er því lýst, að tónleikunum í
Altenkirchen hafi lokið á frum-
flutningi verks eftir Þorkel Sigur-
björnsson, sem hafi gert sér ferð
frá París til að vera viðstaddur.
Hafi verið svo mikil hrifning í
kirkjunni, þegar kórinn gekk
syngjandi út úr henni, að á
kirkjuhlaðinu hafi kórfélagar enn
orðið að taka lagið og þá jafn-
framt stigið dans. Segir Rhein-
ische Post, að Elisabeth Schubart
organleikari við Christuskirche í
Altenkirchen hafi stuðlað að
komu kórsins og hafi hún leikið á
orgel á tónleikunum.
I blaðið Allgemeiner Anzeiger
skrifar Herbert Möller um komu
kórsins til Halver og lætur þess
getið, að þar hafi Harald Falk
formaður Tónlistarfélagsins boðið
kórinn velkominn með ræðu og
einnig borgarstjórinn, Gúnther
Vahlefeld. Hrósar Möller fram-
komu kórsins og fer fögrum orð-
um um íslenska búninginn, sem
söngfólkið klæddist og kynningu
stjórnandans á efni hinna íslensku
verka.
Herbert Möller segir, að kórinn
hafi á valdi sinu margar stílteg-
undir og verk frá mörgum löndum.
Hann fylgi stjórnanda sínum af
einbeitni og næmleika — í andlit-
um söngfólskins speglist með
sjaldséðum hætti svipbrigði
stjórnandans. Raddtækni kórsins
sé mjög lifandi og blæbrigðarík,
áhrifamáttur söngsins sé ekki síst
mikill, þegar lágt sé sungið. Nefn-
ir hann sérstaklega verk Páls
Pampichler Pálssonar við limruna
Öld hraðans eftir Þorstein Valdi-
marsson og segir, að þar hafi
„glissandó" endað nákvæmlega á
einum tóni og náð listavel að líkja
eftir hvin í nútímaþotu. Um ís-
lensku nútímaverkin segir Her-
bert Möller, að þau hafi vakið
mikla athygli, en sum tónverk
samtímatónskáldanna íslensku
hafi verið samin sérstaklega fyrir
kórinn, þar á meðal hljómfagurt
verk tveggja ungra kórfélaga. En
Arnd Richter skrifar í West-
deutsche Zeitung um tónleika
Hamrahlíðarkórsins í Wuppertal
undir fyrirsögninni „Forystu-
söngsveit úr norðri“. Segir hann,
að kórinn hafi að mestu flutt
tónlist frá heimalandi sínu. Er
gagnrýnandinn undrandi yfir því,
hve lítið hin norræna tónlist sé
frábrugðin tónlist Mið-Evrópu sé
tekið mið af innri gerð og hljóm-
hrifum. í fíngerðum tónlínum
hinna marghljóma laga hafi ekki
gætt neinna áhrifa frá viðhafn-
armiklum stíl Griegs og Síbelíus-
ar, aðeins stöku sinnum hafi
stuttar yfirdrifnar lagfléttur rofið
sérkenni hinnar íslensku tónlist-
ar.
Richter fer lofsamlegum orðum
um söng kórsins, sem hann segir,
að hafi verið óvenju hreinn, vel
Að hafa
eitthvað
að segja
Frelsið 1. árgangur 1980
Utgefandi:
Félag frjálshyggjumanna
Ritstjóri:
ílannes Hólmsteinn Gissurarson
Frelsið, tímarit Félags frjáls-
hyggjumanna, hefur nú komið út í
rúmlega eitt ár og dafnar vel. Það
er vandað að öllum ytra búnaði,
pappír góður, myndir skýrar og
letur læsilegt, og efnið, sem birzt
hefur á þessu fyrsta ári, hefur átt
erindi til lesenda, að því er bezt
verður séð. Málfar er vandað, lítið
um prentvillur, og ekkert efni
sýnist mér vera sett í tímaritið
fyrir þá sök eina að það þurfi að
fyila upp, auka síðufjölda ritsins.
Ritstjórinn, Hannes Hólmsteinn
Gissurarson, hefur þvi, ásamt
Félagi frjálshyggjumanna, unnið
þarft verk, þegar hann hleypti
þessu tímariti af stokkunum. Til
þess var rík ástæða til mótvægis
við þau tímarit, sem út eru gefin
og fjalla um stjórnmál, því þau
sigla flest undir fánum samhyggju
af einhverju tæi. Frelsið er kjör-
inn vettvangur allra þeirra, sem
hneigjast til að trúa því, að
lýðræði og vestræn menning séu
þess virði að vera varin.
Efni ritsins má skipta í tvennt.
Ritdóma um innlendar og erlend-
ar bækur og annað efni. Um
ritdómana verður ekki fjallað hér.
Frjálshyggja hefur átt verulegu
fylgi að fagna á síðari árum meðal
borgaralegra stjórnmálamanna og
menntamanna. Þótt þetta sé stað-
hæft, þá þýðir það ekki að allir
hafi gerzt fylgisménn frjáls-
hyggju, öðru nær. En það er
athyglisvert við viðbrögð sósíal-
ista á íslandi, að enginn þeirra
hefur færzt í fang að færa fram
rök fyrir því, að frjálshyggjumenn
hafi á röngu að standa. Það ætti
varla að standa á því, svo umdeild-
ar, sem kenningar frjálshyggju-
manna eru. Það einasta, sem
maður heyrir, er nöldur í greinum
í dagblöðum eða fögnuður yfir
fylgi andstæðinga frjálshyggjunn-
ar. En fylgi við skoðun er afar
vondur mælikvarði á réttmæti
hennar. Viðbrögðin við Frelsinu
hafa aðallega verið illskiljanlegur
taugatitringur og upphrópanir hjá
þeim, sem telja sig hafa einhverju
að tapa, verði þegnarnir sem
frjálsastir gerða sinna.
En hver er frjálshyggjan, sú
skoðun, sem fer í taugarnar á
sósíalistum og veldur stundum
fjaðrafoki meðal borgaralegra
manna? Það er ekki einfalt að
gera grein fyrir henni í stuttu
máli, en hér skal það þó reynt.
Eitt megineinkenni frjálshyggj-
unnar er sú skoðun, að beint
samband sé á milli frelsis ein-
staklinga og valds ríkisins. Ef
ríkisvald er aukið, dregur úr frelsi
einstaklinganna og öfugt, aukist
frelsi einstaklinganna, minnkar
vald ríkisins. Þriðji kosturinn, að
auka frelsi einstaklinganna og
efla um leið vald ríkisins, eða
minnka frelsi einstaklinganna og
takmarka völd ríkisins, er ekki
hugsanlegur. Ef menn telja sér trú
um, að svo sé, þá eru þeir að
blekkja sjálfan sig og skilja ekki
eðli málsins. Þetta er ein höfuð-
ástæða til árása frjálshyggju-
manna á velferðarríkið, eins og
það hefur verið framkvæmt á
síðustu áratugum á Vesturlönd-
um. Önnur er sú, að kostnaður,
sem af því leiði, komi í veg fyrir
hagvöxt, sem veldur því, að lífs-
kjör versna. Þriðju ástæðuna
nefnir Hayek í fyrirlestri sínum,
sem birtur er í fyr^ta árganginum.
Annað einkenni hennar er að
telja, að eðlilegasta leið sem
flestra efnahagslegra samskipta
manna, sem stjórnast af hags-
munum hvers og eins, sé frjáls
markaður. Til þess hníga þrenn
rök. í fyrsta lagi er frjáls markað-
ur grundvöllur þess, hve lífskjör
alls almennings hafa batnað sið-
ustu hundrað árin eða rúmlega
það. I öðru lagi er frjáls markaður
eina leiðin, sem er fær í slíkum
samskiptum, ef mann vilja á
annað borð varðveita mannrétt-
indi. Þriðju rökin fyrir því, að
frjáls markaður stjórni öllum
efnahagslegum samskiptum
manna, eru þau, að hann leiðir til
réttlátastrar skipanar mannfé-
lagsins. Nú þykir sumum eflaust
fullfast að orði kveðið, en þá ber
að hafa það í huga, að ftjáls
markaður leiðir ekki til „hins
bezta heims allra heima", eins og
Birtingur myndi orða það. Sú
samfélagsskipan, sem leiðir af
frjálsum markaði er skást af því,
sem við eigum ^öl á, þótt ekki sé
hún algóð. Hún er skást vegna
þess, að hver og einn hefur
möguleika á að móta þá skipan
sem hann býr við, að nokkru leyti
eftir sínu höfði óttalaust.
Nú er það stundum sett fram í
andmælaskyni við frjálsan mark-
að, að það hljóti að leiða til
ófarnaðar og ringulreiðar, en ekki
til þess að allir hljóti hag af, láti
þeir stjórnast af eiginhagsmunum
einum saman. Adam Smith
skýrði, með hinni ósýnilegu hönd,
að sú skipan leiddi til hins mesta
velfarnaðar. Sá, sem léti stjórnast
af eiginhagsmunum, ýnni miklu
betur að almannaheill en sá, sem
segðist stefna að henni og bæri
fyrir sig óeigingjarnar hvatir og
göfug markmið. Ég hef grun um,
að sumum mönnum finnist það
nánast ósiðlegt, að grundvöllur
hins frjálsa markaðar sé að sinna
eigin hagsmunum.
Þess er að geta um þessi and-
mæli við frjálsan markað, að það
er ekkert í hugtakinu eigin hags-
munir, sem segir, að ringulreið
skapist, láti allir stjórnast af
þeim. Og reynslan bendir ekki til,
að svo sé heldur. Auk þess þá er