Morgunblaðið - 11.07.1981, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ1981
17
Sendiboðar Kabúl-
stjórnar myrtir í
Paktia-héraði
Nýju Delí, Moskvu, 10. júli. AP.
TILRAUN stjórnvalda i Kabúl til að kaupa sér frið i Kunar-héraði
mistókst nýlega, þegar uppreisnarmenn tóku við mútufé, en skutu
síðan til bana sendiboða stjórnarinnar. Einn fulltrúi úr 10 manna
sendinefnd fékk að snúa aftur til Kabúl. Þar sagði hann, að mennirnir
hefðu verið myrtir, af þvi að uppreisnarmennirnir álitu þá
„Moskvuleppa“ og sendiboða Marxistaflokksins, sem stjórnar Afgan-
istan. Svipaður atburður átti sér stað i Paktia-héraði i september.
Víða er barist í Afganistan, en
uppreisnarmönnum gengur best
baráttan á móti sovéskum og
afgönskum hersveitum í Kunduz-
héraði. Þar hefur héraðsstjórinn
þurft að flytja stjórnarskrifstofur
100 km leið til Poli-Chomri. Þar
hafa Sovétmenn komið á fót
meiriháttar herstöð og borgin
þess vegna talin „öruggur staður"
fyrir stuðningsmenn stjórnarinn-
ar.
Sovésk blöð sögðu á föstudag, að
ákvörðun Bandaríkjamanna að
senda 21 milljón dollara til viðbót-
ar fyrri styrkjum til afganskra
flóttamanna í Pakistan, vseri
hættuleg og myndi kynda undir
bardögum í Afganistan. Banda-
ríkjamenn hafa nú sent um 81
milljón dollara til Pakistan, þar
sem um 2 milljónir afganskra
flóttamanna halda til.
Andrei Gromyko, utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna, átti í dag
fund með Habib Mangal, sendi-
herra Afganistan í Sovétríkjun-
um. Gromyko sagði, að tillögur
EBE um lausn deilunnar í Afgan-
istan væru „óraunsæjar og óað-
gengilegar". Bretar, sem sömdu
tillöguna um samningafund nokk-
urra þjóða um ástandið í Afgan-
istan, halda enn í vonina um, að
sovétmenn eigi eftir að ganga að
tillögunum, þrátt fyrir kaldar
viðtökur, sem þær hafa fengið til
þessa.
Gæzlu-
sveitir
á Sínaí-
skaga
Kairó. 10. júlí. AP.
EGYPTALAND, ísrael og
Bandaríkin hafa komizt að sam-
komulagi um stofnun hersveita
til að annast gæzlu á Sinai-
skaga, eftir að ísraelsmenn
hverfa á braut og láta Egyptum
skagann eftir. Egypska utanrík-
isráðuneytið skýrði frá þessu i
Kairó i dag. Samningaviðræður
um stofnun hersveita þjóðanna
þriggja hafa staðið yfir í um sex
mánaða skeið.
ísraelsmenn hernámu Sínaí-
skaga i sex daga stríðinu árið
1967. Þeir hafa þegar afhent
Egyptum stærsta hluta skagans.
Heimildir segja, að í herliðinu
verði ekki fleiri en 2300 hermenn.
Þeim verður skipt í þrjú herfylki.
Ríkin þrjú munu skipta kostnaði
af gæzlusveitunum jafnt á milli
sin. Bandaríkin munu leggja til
um 800 hermenn í gæzlusveitirn-
ar. Þá segja heimildir í Kairó, að
samkomulagið verði undirritað
innan fárra daga en staður hefur
ekki verið ákveðinn; aðeins að
samkomulagið verði undirritað í
Evrópu.
Jimmy Carter, fyrrum forseti
Bandaríkjanna, hét að beita sér
fyrir stofnun hersveita til að
annast gæzlu á Sínaískaga þegar
Camp David-samkomulagið var
undirritað í Washington 1979.
Veður
víða um heim
Akureyri 11 skýjaó
Amsterdam 27 skýjaó
Aþena 33 heiöskírt
Barcelona 25 alskýjað
Berlín 30 skýjaö
Briissel 24 skýjað
Chicago 30 heiöskírt
Denpasar 30 rigning
Dublin vantar
Feneyjar 27 heióskírt
Frankfurt 30 heióskírt
Færeyjar vantar
Genf 29 skýjaó
Helsinki 25 heióskírt
Hong Kong 31 heiöskírt
Jerúsalem 25 heióskírt
Jóhannesarborg 12 heiðskirt
Kairó 30 heióskírt
Kaupmannahöfn 26 heióskírt
Las Palmas 23 hálfskýjaö
Lissabon 23 heióskírt
London 26 rigning
Los Angeles 28 skýjað
Madrid 29 heióskírt
Malaga 31 léttskýjaó
Mallorka 24 skýjaó
Mexicoborg 22 heióskírt
Míami 30 heiöskírt
Moskva 26 heiðskírt
Nýja Dehlí 35 heiöskírt
New York 31 heióskírt
Osló 25 heióskírt
París 31 skýjaö
Perth 17 heiöskírt
Reykjavík 14 léttskýjaö
Ríó de Janeíro 24 heiðskírt
Rómaborg 30 heiðskírt
San Francísco 18 heiöskírt
Stokkhólmur 24 heiðskírt
Sydney 14 skýjað
Tel Aviv 30 heiðskírt
Tókýó 33 heiðskírt
Vancouver 19 skýjaó
Vínarborg 23 heiðskírt
Reagan hittir Trudeau
WashinKton. 10. júli! AP.
PIERRE Trudeau, forsætisráðherra Kanada, átti í dag
fund með Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta. Trudeau
hafði hug á að spyrja Reagan um stefnu hans í
efnahagsmálum og hvenær hann teldi líklegt, að hún
færi að bera árangur. Háir vextir í Bandaríkjunum hafa
valdið öðrum iðnaðarþjóðum áhyggjum undanfarið.
Trudeau sagði áður en hann fór til Washington frá
Ottawa, að vextir í Bandaríkjunum væru „alltof háir“.
Trudeau er í Washington til
að undirbúa árlega efnahags-
ráðstefnu leiðtoga sjö stærstu
lýðræðis-iðnríkjanna, sem verð-
ur í Ottawa dagana 20,—21. júlí.
Hann hefur átt fundi með
leiðtogunum undanfarið til að
tryggja að fundurinn fari frið-
samlega fram, þrátt fyrir
óánægju Evrópumanna með sí-
felldar vaxtahækkanir í Banda-
ríkjunum.
Lögreglan á Bretlandi hefur ekkert nema hjálminn og plastskjöld sér til varnar gegn óeirðaseggjum
í stórborgum landsins.
Breskir lögregluþjónar
ekki búnir undir óeirðir
London. 10. júlí. AP.
BRESKA lögreglan, sem hef-
ur aldrei þótt sérstaklega víga-
leg, var illa búin undir óeirðirn-
ar. sem hafa átt sér stað i
cnskum borgum undanfarið.
Ilún fór til móts við óeirða-
rseggina aðeins búin sinum vel
kunnu hjálmum og plastskjöld-
um. Að öðru leyti var hún
óvopnuð. Hundruð lögreglu-
manna hafa slasast i ólátunum.
en aðeins nokkrir tugir ungu
uppreisnarmannanna.
I öðrum löndum Evrópu er
lögreglan yfirleitt undir átök
búin. Á Bretlandi hefur þess þótt
lítil þörf, þangað til ólæti brut-
ust út í London fyrir þremur
mánuðum. Ólætin nú í vikunni í
London, Liverpool og Manchest-
er hafa sýnt enn betur að
vígalegri útbúnaðar er þörf.
„Okkur hefur ávallt verið mikið í
mun að breyta ekki hugmynd
fólks um bresku lögregluna,"
sagði formaður lögreglufor-
ingjasamtakanna. „En nú bendir
allt til þess, að ekki verði hjá því
komist lengur."
Óeirðaseggirnir, sem eru að
mestu hvitir og svartir ungl-
ingar, telja lögregluna í hópi
þeirra, sem hafa dæmt þá til
eymdar og volæðis. Þeir hafa
ráðist gegn lögreglunni með
skóflum, múrsteinum, flðskum
og járnbútum. Þeir spörkuðu í
marga lögregluþjóna, þegar þeir
voru fallnir, og sumir þeirra
munu aldrei geta unnið á ný.
Á sunnudag greip lögreglan til
þess örþrifaráðs að nota táragas
sér til varnar. Það bar tilskilinn
árangur og strax næsta dag fóru
þingmenn fram á það í þinginu,
að lögreglan yrði almennilega úr
garði gerð gegn óeirðaseggjun-
um. William Whitelaw, innan-
ríkisráðherra, kunngerði þá, að
lögreglan muni á næstunni fá
sérstaka hjálma og eldvarnar-
klæði. Hann sagði, að lögreglan
kynni einnig að skjóta plastkúl-
um til að sundra óeirðahópum í
framtíðinni.
Þetta var áður National Westminster-bankinn í Liverpool. Hann
var eyðilagður í óeirðunum í Liverpool 6. júlí.
Guatemala:
Hermenn drápu 14 skæruliða
GuatemalaborK, 10. júli. AP.
Stjórnarhermenn börð-
ust í þrjár klukkustundir
við hóp vinstrisinna og
sögðust hafa fellt fjórtán
manns í húsi nokkru, sem
var sagt vera skæruliða-
hreiður og sprengjuverk-
smiðja. Eftir að skothríðin
var um garð gengin var
húsið nánast í rústum.
Björgunarmenn og slökkvi-
liðsmenn lokuðu svæðinu
meðan þessi ósköp stóðu
yfir.