Morgunblaðið - 11.07.1981, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ1981 2 7
Áslaugur Ingibjörn
Stefánsson - Minning
sveitungum sínum sýndi hann
einnig hug sinn á merkisdögum í
lífi þeirra og kom þá ýmsu til
leiðar, svo þeim yrði verðugur
sómi sýndur. Hann missti föður
sinn ungur og fluttist þá með
móður sinni af Vatnsleysuströnd-
inni til Reykjavíkur, en tryggð
sinni hélt hann alltaf við þessar
slóðir.
Egill varð snemma að fara að
vinna fyrir sér og mun hafa
byrjað sem unglingur í vöruhús-
inu í Reykjavík, en síðar varð
hann svo afgreiðslumaður í versl-
uninni Breiðablik í Lækjargötu. Á
þeim árum sem hann vann þar
kynntist hann mörgum nemend-
um í Menntaskólanum, en þeir
lögðu á þeim tíma margir leið sína
í þá verslun. Margir urðu þessir
nemendur Menntaskólans kunn-
ingjar hans og vinir upp frá því,
enda hafði Egill það til að bera,
sem þessum ungu mönnum eins og
öðrum, sem kynntust honum, hefir
fallið vel og tekið fljótt eftir, en
það var gamansemi hans og hin
létta lund, ásamt sérstakri frá-
sagnargáfu, sem hann hafði til að
bera og fáum er gefin að því
marki, sem honum hafði hlotnast.
Hann kunni það flestum betur,
þegar honum tókst vel upp að gera
frásögn sína lifandi, á góðu máli
og án hiks, af því að honum yrði
orðs vant, því hann hafði gott vald
á íslensku og hún lá honum létt á
tungu og frásögn hans öll var
skipuleg og hnitmiðuð.
Það var því ekki tilviljun, að
hann dáði þau íslensk ljóðskáld,
sem fegurst hafa ort á íslens'ka
tungu og stórbrotnast, t.d. Einar
Benediktsson og Davíð Stefáns-
son, en eftir þá kunni hann fjölda
af ljóðum utanbókar og kunni auk
þess góð skil á skáldskap þeirra.
Ekki get ég varist þeirri hugsun
að Egill hefði, á þeim tíma sér-
staklega, er hann hafði mest
samneyti við nemendur úr
Menntaskólanum vegna starfs
síns, getað hugsað sér að vera í
þeirra sporum og ganga þá braut,
sem beið þeirra, því öruggt er að
hugur hans var alla tíð mjög
bundinn þeim sviðum, sem hin
æðri menntun opnar leiðina til. Og
þar hefði hann að mínu mati getað
náð langt á fleiri en einu sviði. Til
þess hafði hann hæfileikana. En
aðstæður þeirra tíma leyfðu það
ekki.
Egill hafði ákveðnar skoðanir á
þeim hlutum, sem hann hafði
áhuga á, og um dagana hafði hann
lifandi áhuga á mörgu, sem hann
kynnti sér og íhugaði rækilega,
bæði menn og málefni. Hann var
mikill vinur vina sinna og var í því
efni ekki eitt í dag og annað á
morgun. Hann lét sér annt um hag
þeirra og fylgdist vel með þeim og
gladdist af óeigingirni og einlægni
yfir velgengni þeirra. Slíkt lét
hann í ljós af þeirri hreinskilni,
sem honum var gefin. Slíka vin-
áttu getur enginn, sem hún er
veitt, metið til fjár eða fullþakkað.
Eins og Egill var mikill vinur
vina sinna, þá átti hann bágt með
að gleyma því, sem honum var
misgert um dagana, enda stál-
minnugur. En auk þess var hann
viðkvæmur og auðsærður, eins og
margir þeir, er hafa næma list-
ræna æð.
í stjórnmálum hafði hann
ákveðna afstöðu. Hann var þar
eins og í öðru heill og óskiptur og
fylgdi Sjálfstæðisflokknum að
málum alla tíð og vann honum vel
og lengi, þegar til hans var leitað.
Egill var trúmaður og hafði
áhuga á hinu þýðingarmikla starfi
kirkjunnar. Hjartalag hans og
hugsun öll var í anda þess boð-
skapar, sem kirkjan flytur og átti
hann því góða samleið með kirkj-
unni og sýndi það í verki. Hann
var yfirlætislaus drengskapar-
maður og hreykti sér ekki.
Frá árinu 1943 rak Egill sína
eigin umboðs- og heildverzlun og
þar réðu hinu sömu sjónarmið,
sem á öðrum sviðum í lífi hans,
þ.e. heiðarleiki og hreinskiptni.
Hann fer því áreiðanlega með
hreinan skjöld frá því starfi sem
og öðru, sem hann tók sér fyrir
hendur um dagana.
Egill var kvæntur hinni ágæt-
ustu konu, Margréti Briem, og
voru þau ákaflega samhent og
samrýmd hjón. Foreldrar hennar
voru hin mætu hjón, ólafur
Briem, sem var skrifstofustjóri
Sölusamb. ísl. fiskframleiðenda,
og konu hans.
Það verður því skarð fyrir skildi
hjá henni nú, þegar Egill er
horfinn af sjónarsviðinu eftir
langt og hamingjusamt hjóna-
band. Þau áttu tvo syni, Ólaf
sendiherra í utanríkisráðuneyt-
inu, og Kristján flugmann, form.
FÍA og á hún þar tvær styrkar
stoðir.
Þeim öllum og öðrum nánustu
ættingjum og aðstandendum vott-
um við hjónin hér með einlæga
samúð okkar og samhryggð.
Eg kveð vin minn Egil Krist-
jánsson að leiðarlokum og þakka
honum heilshugar alla hans vin-
áttu í minn garð. Vináttu, sem
aldrei bar hinn minnsta skugga á.
Páll Þorgeirsson
Við andlát Egils Kristjánssonar
stórkaupmanns rifjast upp fjöl-
mörg atvik frá liðnum árum. Egill
var aldavinur föður míns og fjöl-
skyldu allrar og bernskuminn-
ingar okkar systkinanna eru
margar tengdar samvistum við
þennan hlýlega og gamansama
heiðursmann og fjölskyldu hans.
Um nokkurt skeið rak Egill
Efnagerðina Herco með frænd-
fólki mínu. Það flutti síðar norður
í land, en rómar ætíð samstarfið
við Egil og tryggð hans við sig.
Egill hafði yndi af skrítlum og
margar græskulausar gamansög-
ur, sem til urðu í smiðju hans, eru
nú orðnar hluti af þjóðsagnaarfi
okkar. Þannig er t.d. um söguna af
skeytinu til Grímseyinga, sem átti
að hafa brenglast frá því að
hljóða: „Lengið frestinn, fiskur" í
„Hengið prestinn, biskup." Slíkar
skrítlur sagði hann til þess að
skemmta vinum sínum, en þær
voru ævinlega áreitnislausar og
meiddu engan.
í öllum viðskiptum var hann
þekktur fyrir nákvæmni og reglu-
semi í hvívetna. Þótt viðskipta-
sambönd hans gæfu e.t.v. tækifæri
til mikilla umsvifa, þá nýtti hann
ekki þau tækifæri. Höfuðmarkmið
hans var að bregðast aldrei
trausti viðskiptavinanna og fær-
ast eigi meira í fang, en hann með
fyllsta öryggi gæti staðið við.
Egill var maður margfróður og
hann fylgdist vel með samtíma-
viðburðum. Oft var hann manna
fyrstur að fá fréttir af minnis-
verðum atburðum og hringdi þá
gjarna í vini sína og skýrði frá
þeim. Hann var ráðhollur og grun
hef ég um að oft hafi hann komið
góðum málum til leiðar með
ráðgjöf sinni við ýmsa þá, sem í
aðstöðu voru til þess að hrinda
þeim í framkvæmd.
Að leiðarlokum bið ég Guð að
blessa minningu Egils Kristjáns-
sonar um leið og fjölskylda mín
þakkar honum samfylgdina og
sendir eiginkonu hans, systur,
sonum og fjölskyldum þeirra sínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Björn Friðfinnsson
Fæddur 22. júní 1899.
Dáinn 1. júli 1981.
Þeim fækkar óðum sem stigu
fyrstu skrefin aldamótaárið, og
um leið fækkar þeim, sem muna
gamla timann, gamla bændaþjóð-
félagið, þetta eldskírða samfélag
fólks, sem á frumstæðan hátt
færði björg í bú og varð að hafa
nægjusemina í öndvegi.
Þeir, sem leiddu lítil börn um
aldamótin, voru mótaðir af þröng-
um kosti. Þeir þekktu sultinn,
vissu þann vágest á næstu grösum
og því var stritað myrkranna á
milli og öllu fórnað til að reyna að
afla matfanga.
Ef bátskel var hrundið úr vör,
fylgdust konurnar vel með land-
töku og settu upp vonarvatnið í
tæka tíð, því að oft biðu svangir
munnar heima.
Eitt barnanna frá aldamótun-
um hefur nú nýlega kvatt þennan
heim.
Áslaugur var fæddur í Hraun-
gerði í Álftaveri þann 22. júní
1899, sonur hjónanna Guðlaugar
Einarsdóttur og Stefáns Jónsson-
ar. Hraungerði var rýr jörð, en
þau hjónin komust samt sæmilega
af með tvo syni sína, Ásiaug og
Stefán, tveimur árum eldri.
En svo barði vágestur að dyrum.
Árið 1903 veiktist Stefán bóndi af
holdsveiki og fór á spítala í
Reykjavík þar sem hann andaðist
árið 1905.
Þá stóð Guðlaug ein uppi með
tvo litla drengi og sagðist Áslaug-
ur muna það að mamma þeirra
hefði stundum sagt: „Jæja strákar
mínir. Ég skal flóa mjólkina þá
verður hún saðsamari." Og þegar
þrengst var í búi var skammtur-
inn einn og hálfur bolli af mjólk
og hálf flatkaka.
Nokkrum árum síður giftist
móðir þeirra Helga Brynjólfssyni,
bónda í Holti, og eignuðust þau
fjögur börn, tvær dætur og tvo
syni, sem öll eru á lífi.
Áslaugur lærði fljótt að taka til
hendinni. Hann var heima í
Skaftafellssýslu, oftast í Álfta-
veri, fram undir tvítugt og vann
að landbúnaði en hugur hans
hneigðist fljótt til sjósóknar og
um tvítugsaldur fluttist hann til
Vestmannaeyja. Nokkru síðar fer
hann að róa á Austfjörðum á
ýmsum stöðum, sem lýkur með því
að hann rær 27 sumarvertíðir frá
Bakkafirði.
Áslaugur var sannur fulltrúi
þeirra þrautseigu íslendinga, sem
á litlum bátskeljum fluttu björg í
bú öld eftir öld og reyndu þannig
að bjarga þjóðinni frá sulti.
Hann fórnaði kröftum sínum
við fiskvinnslu og sjósókn á lítilli
trillu, oftast við annan mann.
Hann kvæntist aldrei, en tók
tryggð við þá staði sem hann
helgaði krafta sína lengst, Vest-
mannaeyjar og Bakkafirði, og þar
átti hann góða vini. Hann átti
lengi heima í húsinu Mandal í
Vestmannaeyjum, og allir þar
þekktu hann undir nafninu Laugi í
Mandal.
Ég kynntist Áslaugi fyrst eftir
að hann fór að dvelja á sumrin á
æskustöðvum mínum á Bakkafirði
og svo vildi til að konan mín,
Selma, hafði áður kynnzt bróður
hans, Stefáni, er hún dvaldi. um
tíma sem ung stúlka í Vík í
Mýrdal. Við höfum því til mjög
margra ára átt þessa bræður að
vinum, og þeir hafa oft heimsótt
okkur.
Áslaugur átti marga þá eðlis-
kosti, sem mest prýða góða menn:
IryKglyndi, glaðværð og nægju-
semi. Hann kom á æskustöðvar
mínar á vorin á svipuðum tíma og
farfuglarnir. Hann kom með létt-
an mal en það fylgdi honum hlýr
andvari. Hann ýtti úr vör litlu
trillunni sinni, oftast við annan
mann og hann dró björg í bú.
Alltaf náði hann landi án sigling-
artækja og hann kvaddi á haustin
á svipuðum tíma og farfuglarnir.
Aldrei hitti ég hann svo að ekki
bærist talið að Bakkafirði og
dvölinni þar og síðast þegar við
hjónin hittum hann á dvalarheim-
ili aldraðra í Vestmannaeyjum á
síðastliðnu sumri þá var rætt um
æskustöðvar mínar.
Vestmanneyjar sýndu honum
hlýhug og þar átti hann marga
góða vini enda hafði hann slitið
kröftum sínum þar. Það fór mjög
vel um hann á dvalarheimilinu og
síðustu vikurnar var hann á
sjúkrahúsinu. Þar dó hann 1. júlí
og hvílir nú í kirkjugarðinum í
Vestmannaeyjum.
Hann var hættur að geta fylgt
farfuglunum austur en hugur
hans fylgdi þeim. Og nú hefur
hann lagt frá landi í síðasta sinn
og ég er viss um að hann nær höfn.
Við Selma vottum Stefáni og
hálfsystkinum hans innilega sam-
úð og við kveðjum góðan vin okkar
hjóna og æskustöðva minna.
Blessuð sé minning hans.
Jón Gunnlaugsson
Ódýr garð-húsgögn w%
sumarbústaða-húsgögn GRAFELDUR HE
ÞINGHOLTSSTR/ETI 2
t
Jaröarför bróöur okkar,
BJÖRGVINS GUÐMUNDSSONAR,
bankafulltrúa,
Hlíöarvegi 45, Kópavogi,
fer fram frá Kópavogskirkju þriöjudaginn 14. júlí kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlega afbeöin, en þeim sem vllja mlnnast hans er
bent á Knattspyrnudeild Breiöabliks í Kópavogs.
Rakel Guömundsdóttir,
Friöbjörn H. Guömundsson,
Ingvi Guömundsson,
Kristvin Kristinsson.