Morgunblaðið - 11.07.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.07.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ1981 3 Hvað segja þeir eftir talningu atkvæða í biskupskjöri? Séra Arngrimur Jónsson sókn- arprestur i Háteigssókn. Sr. Arngrímur Jónsson: Þakklátur fyrir vinsemd og traust ÉG ER mjög þakklátur fyrir þá vinsemd og traust, sem mér hefur verið sýnt með þeim atkvæðum, sem ég fékk, sagði sr. Arngrímur Jónsson, sókn- arprestur í Háteigssókn, í sam- tali við Mbl. Sr. Arngrímur Jónsson, sem fékk 23 atkvæði í kosningunni, kvaðst aðspurður ekki treysta sér til að svara því hvernig gera mætti ráð fyrir að siðari umferðin færi, ekki væri hægt að gera sér grein fyrir hvernig vindurinn blési. Séra ólafur Skúlason, dómprófastur Sr. Ólafur Skúlason: Fagna þess- um mikla stuðningi ÉG VIL láta í ljós þakklæti mitt og fagna þessum mikla stuðningi, sagði séra Ólafur Skúlason dómprófastur, prestur í Bústaða- sókn, í samtali við Mbl., en hann fékk flest atkvæði við biskups- kjörið. — Þótt hrein úrslit hafi ekki fengist nú er atkvæðafjöldi minn meiri en samanlagt fylgi þeirra tveggja, sem næst á eftir mér koma og ég er mjög þakklátur prestum og leikmönnum fyrir það traust sem þeir hafa sýnt mér í þessu kjöri, sagði sr. Ólafur Skúlason og sagði að nú yrði að bíða þar til síðari hluta ágúst- mánaðar eftir endanlegum úrslit- Séra Pétur Sigurgeirsson, vigslubiskup Sr. Pétur Sigurgeirsson: Stuðningur- inn er okkur mikils virði NÚ ÞEGAR úrslitin eru kunn vil ég þakka þeim er greitt hafa mér atkvæði sitt og þannig látið í ljós hug sinn við mig, sagði sr. Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup á Ak- ureyri, er Mbl. ræddi við hann í gær. — Mér og okkur hjónunum er þessi stuðningur mikils virði. Reyndar bjóst ég við heldur fleiri atkvæðum, en þessar tölur tala sínu máli og greinilegt er að sr. Ólafur hefur langflest atkvæðin, sagði sr. Pétur einnig. Aðspurður kvaðst hann ekki vilja segja hvað gerst gæti í síðari umferðinni, það yrði að koma í ljós. Fornleifarannsóknirnar að Skarði: „ÞEGAR grafið var fyrir undir- stöðum kirkjunnar að Skaröi, komu í ljós kistuleifar undir altarinu, við austurgaflinn. Við fórum frá Þjóðminjasafninu og höfum grafið frá þessu og komið hefur i ljós að þarna er kista,“ sagði Guðmundur ólafsson forn- leifafræðingur í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann var spurður um rannsóknir á gröf undir kirkjunni á Skarði á Skarðsströnd sem gerðar voru í gær. „Það hafa engin bein fundist í kistunni, þau eru orðin að engu, en kistan sjálf hefur varðveist sæmi- lega. Botninn og hliðarnar eru alveg heilar, en lokið hefur hrunið ofan í kistuna. Það hafa engir munir fundist í sjálfri kistunni, en ljóst er að ýmislegt smádót hefur verið ofan á kistunni og þarna í kring. Til dæmis fannst einn lítill prjónn undir kirkjunni, en þar er önnur gröf, og hefur hann senni- lega verið ithári eða húfu. Þá fannst lítil perla yfir kistunni og nokkrir aðrir hlutir hafa komið upp sem við höfum ekki getað borið kennsl á ennþá," sagði Guð- mundur. v Guðmundur sagði að ekki væri hægt að sjá af munum þeim sem fundist hefðu hvort þarna hefði kona verið jörðuð eða maður, en munnmæli hermdu að þarna væri gröf Ólafar ríku. „Við höfum ekki fundið neitt sem bendir til ákveð- ins manns eða konu,“ sagði Guð- mundur. Guðmundur gat þess að prjónn- inn sem fundist hefði væri úr annarri gröf en þeirri sem kistan var í, undir kirkjugólfinu, en ekki stæði til að rannsaka hana. Ekki sagði Guðmundur að hægt væri að segja til um aldur grafanna, en ýmislegt benti þó til þess að þær væru nokkuð gamlar. Guðmundur kvað ástæðuna fyrir því að ekki ætti að rannsaka hina gröfina, væri sú að erfitt væri um vik, t.d. væri grjótgrunn- ur af eldri kirkju undir kirkjunni sem nú er að Skarði og væri grunnurinn um einn metri að þykkt, og því þyrfti að fjarlægja mikið af grjóti. Þess má geta að í Morgunblað- inu á morgun verður grein um skriftamál Ólafar ríku, sem byggð er á bók Magnúsar Stefánssonar lektors í Björgvin. Fulltrúar Samstöðu í Póllandi heims^ekja ísland í boði ASÍ ALÞÝÐUSAMBAND íslands hef- ur ákveðið að bjóða hingað til lands þremur fulltrúum Samstöðu í Póllandi. Ráðgert er að heim- sóknin standi yfir dagana 7. til 14. ágúst næstkomandi. Að sögn Hauks Más Haraldsson- ar, blaðafulltrúa ASÍ, óskaði Al- þýðusambandið sérstaklega eftir því í boðsbréfinu til Samstöðu að Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, yrði með í förinni, en hann sá sér ekki fært að koma vegna anna. Hins vegar er vitað að þeir sem koma eru úr Landsnefnd Samstöðu og eru því í hópi æðstu yfirmanna hreyfingarinnar. Haukur Már sagði ennfremur að ASÍ hefði áhuga fyrir að taka upp samstarf við Samstöðu í Póllandi og væri tilgangurinn með boðinu fyrst og fremst að ræða með hvaða hætti slíkt samstarf gæti verið. Varnarliðsþyrla sótti veikan mann á haf út Hvorki bein né mun- ir fundist í kistunni SLYSAVARNARFÉLAGI ís- lands barst aðstoðarbeiðni kl. 21.45 i fyrrakvöld frá danska vöruflutningaskipinu Grönland, en óskað var eftir þvi að sóttur yrði með þyrlu, alvarlega veikur maður um borð i skipið, sam- kvæmt upplýsingum sem Morgun- hlaðið fékk hjá Hannesi Hafstein framkvæmdastjóra Slysavarnar- félagsins. Sagði Hannes að skipið hafi verið statt um 100 sjómílur suður af Stokksnesi og 170 sjómílur austsuðaustur af Vestmannaeyj- um. Bryti skipsins var alvarlega veikur, og sagði Hannes að skip- stjórinn heföi haft samband við lækni í Þórshöfn í Færeyjum og hefði hann bent á að koma ætti manninum á sjúkrahús til rann- sóknar sem fyrst. Hannes sagði að strax hefði samband verið haft við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og beðið um þyrlu til flugsins og var það auðsótt mál. Jafnframt var óskaö eftir því að læknir frá sjúkrahús- inu á KeflavíkurflugVelli færi með þyrlunni. Veðrið var ágætt, hæg- viðri og lágskýjað, lítil alda, skyggni 12 km og fór batnandi. Klukkan 22.55 fór þyrlan í loftið ásamt eldsneytisvél af Hercules- gerð, og héldu vélarnar til móts við skipið. Um klukkan 00.42 var þyrlan yfir skipinu og rúmum hálftíma síðar var sjúklingurinn kominn um borð í þyrluna. Þyrlan fékk eldsneyti frá Hercules-vélinni. tvisvar á leiðinni, en til Reykjavík- ur var komið 02.45 og lenti þyrlan á þyrlupallinum við Borgarspítal- Atlantshafsflugið: Luxemborg- arar kanna málið nánar RÍKISSTJÓRN Luxemborgar fjall- aði í gær um áframhaldandi aðstoð við rekstur Flugleiða á leiðinni yfir Norður-Atlantshaf, en ákvörðun var ekki tekin um afgreiðslu máls- ins. Verner forsætisráðherra Luxem- borgar sagði í gær að loknum ríkisstjórnarfundi að endanleg ákvörðun yrði tekin fyrir lok mánað- arins, en Verner kvaðst telja æski- legast að nokkur flugfélög sameinuð- ust um rekstur flugs á þessari leið. Líkur benda til að ríkisstjórn Luxemborgar sé reiðubúin að styrkja áfram rekstur á þessari flugleið, en hvort það verður á sama hátt og sl. ár eða með öðru móti, er ekki ljóst ennþá. Þyrlan á þyrlupallinum við Borgarspítalann. Hannes Iiafstein á tali við flugmann þyrlunnar. Ljdsm. Mhi. Rax Yiðskiptakjör batna stöð- ugt með styrkingu dollars Veldur hins vegar samkeppnis- og útflutningsiðnaði miklum búsifjum FYRIR íslenzkt efnahagslif i heild hefur gengisþróunin sið- ustu sex mánuði verið mjög hagstæð. Gengi Bandaríkjadoll- ars hefur hækkað um nálægt 20%, en um tveir þriðju hlutar allra viðskipta landsmanna við útlönd eru i dollurum. Gengi flestra helztu Evrópugjaldmiðla hefur á sama tíma lækkað nokk- uð, eða á bilinu 3—6%, sem hefur valdið hinum hefðbundna útflutningsiðnaði og samkeppn- isiðnaði verulegum erfiðleikum. Það verður þó ekki litið fram hjá þeirri staðreynd, að svo mikil röskun á gengi gjaldmiðla, sem raun ber vitni undanfarna mán- uði, leiðir til ákveðins óróa í alþjóðaviðskiptum og jafnvel til erfiðleika í ákveðnum greinum. Það væri mun æskilegra, að þessi þróun gengi hægar fyrir sig, en tæki ekki stökk. Þjóðhagsstofnun gerði saman- burð á gengisbreytingum fyrstu fimm mánuði ársins, og voru þær vegnar með innflutnings- og út- flutningssamsetningu í huga. Þar kom í ljós um 3,5% bati á viskiptakjörum. Talið er þó, að batinn hafi verið eitthvað minni, þar sem gengisbreytingar geta haft áhrif á markaðsverð afurða Viðskiptakjör batna því stöðugt með styrkingu dollarans. Sem dæmi um áhrifin á mark- aðsverð hefur markaðsverð á afurðum eins og lýsi og mjöli staðið í stað eða hreinlega lækkað með stöðugri styrkingu dollarans. Það eru sem sagt ýmsir markað- ir, sem ekki telja sig geta borið þetta síhækkandi verð og því verður ekki hjá því komizt að gera ákveðnar lagfæringar. Þá má nefna, að mikið hefur verið talað um lækkandi verð á olíu. Olíuverð hefur að meðaltali lækkað um 15% frá áramótum, en öll olíuviðskipti landsmanna eru gerð í dollurum. Dollarinn hefur styrkzt um nærri 20%, þannig, að verð á olíuvörum hefur í íslenzkum krónum farið upp á við síðan um áramót. Stóra spurningin í dag er því, hversu lengi dollarinn heldur sínu striki og heldur áfram að styrkjast. Hann hefur styrkzt mun meira í tíð Reagans Banda- ríkjaforseta, en bjartsýnustu menn þorðu að vona, sérstaklega síðustu tvo mánuði, en í maí töldu flestir sérfræðingar, að þá færi að hægjast um. Það hefur hins vegar ekki gerzt og dollarinn styrkist enn og ekkert lát virðist vera á því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.