Morgunblaðið - 11.07.1981, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LA.UGARDAGUR 11. JÚLÍ 1981
DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta
kl. 11 árdegis. Séra Þórir Steph-
ensen. Dómkórinn syngur,
organisti Marteinn H. Friðriks-
son. Kl. 6 síðdegis, orgeltónleik-
ar, ókeypis aðgangur. Organleik-
ari Marteinn H. Friðriksson.
ÁRBÆJARFRESTAKALL:
Guðsþjónusta í Safnaðarheimil-
inu kl. 11 árdegis. Síðasta messa
fyrir sumarleyfi. Séra Guð-
mundur Þorsteinsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL:
Utiguðsþjónusta í garðinum við
Aspar- og Æsufell kl. 11 árdegis.
Hljómsveit aðstoðar. Séra Lárus
Halldórsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11 f.h. Organisti Guðni
Þ. Guðmundsson. Séra Ólafur
Skúlason.
ELLIHEIMILIÐ GRUND:
Guðsþjónusta kl. 10 árdegis.
Séra Lárus Halldórsson.
FELLA- OG HÓLAPRESTA-
KALL: Guðsþjónusta í garðin-
um við Aspar- og Æsufell kl. 11
árdegis. Séra Hreinn Hjartar-
son.
IIALLGRÍMSKIRKJA: Messa
kl. 11 árdegis. Séra Ragnar
Fjalar Lárusson. Þriðjudagur 14.
júlí: Fyrirbænaguðsþjónusta kl.
10.30 f.h. Beðið fyrir sjúkum.
Landsspítalinn: Messa kl. 10
GUÐSPJALL DAGSINS:
Lúk. 6.: Verið miskunn-
samir.
árdegis. Séra Karl Sigurbjörns-
son.
FIÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11
árdegis. Séra Tómas Sveinsson.
KÓPAVOGSKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 11 árdegis.
Séra Þorbergur Kristjánsson.
LANGHOLTSKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 11 árdegis.
Organisti Jón Stefánsson. Prest-
ur séra Sigurður Haukur Guð-
jónsson. Sóknarnefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Messa
kl. 11 árdegis. Bænaguðsþjón-
usta þriðjudag kl. 6 e.h. Sókn-
arprestur.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11 árdegis. Séra Frank M. Hall-
dórsson.
SELJASÓKN: Guðsþjónusta í
Ölduselsskóla kl. 11 árdegis.
Sóknarprestur.
FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK:
Messa fellur niður vegna sumar-
ferðar safnaðarins. Safnaðar-
prestur.
FRÍLADELFÍUKIRKJAN: Al-
menn guðsþjónusta kl. 10.30 árd.
og kl. 8 síðdegis. Ræðumaður er
Rolf Karlsson.
DÓMKIRKJA KRISTS kon-
ungs Landakoti: Lágmessa kl.
8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd.
Lágmessa kl. 2 síðd. Alla rúm-
helga daga er lágmessa kl. 6
síðd. nema á laugardögum, þá kl.
2 síðd.
FELLAHELLIR: Kaþólsk
messa kl. 11 árd.
KFUM & KFUM, Amtmanns-
stig 2B: Samkoma kl. 20.30.
Guðlaugur Gunnarsson, guð-
fræðinemi talar.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Helg-
unarsamkoma kl. 11 árd. (Sam-
komunni verður útvarpað). Úti-
samkoma á Lækjartorgi kl. 16.
Bæn kl. 20 og hjálpræðissam-
koma kl. 20.30. Commandör Sol-
haug og frú, brigadier Óskar
Jónsson og margir aðrir gestir
taka þátt í samkomunni.
GARÐAKIRKJA: Fermingar-
guðsþjónusta kl. 14. Fermdir
verða Valdimar Óskarsson og
Hilmar Jensson, Hofslundi 8,
Garðabæ. Sóknarprestur.
KAPELLA St. Jósefssystra
Garðabæ: Hámessa kl. 2 síðd.
VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjón-
usta kl. 11 árd. Sr. Sigurður H.
Guðmundsson.
KAPELLAN St. Jósefsspítala:
Messa kl. 10 árd.
KARMELKLAUSTUR: Há-
messa kl. 8.30 árd. Rúmhelga
daga er messa kl. 8 árd.
KEFLAVÍKURKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 11 árd. Kórar
Njarðvíkurkirkna syngja, organ-
isti Helgi Bragason. Sr. Þorvald-
ur Karl Helgason.
GRINDAVIKURKIRKJA:
Messa kl. 11 árd. Sóknarprestur.
HALLGRÍMSKIRKJA i Saur-
bæ: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Jón
Einarsson.
STRANDARKIRKJA, Selvogi:
Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur.
ÞINGVALLAKIRKJA: Messa
kl. 2 síðd. Organisti Oddur And-
résson, Hálsi. Sóknarprestur.
Frá Orkuþingi
Gylfi Þ. Gíslason, prófessor:
Krossgötur í
^tvinnusögu
Islendinga
Orkuiðnaður, menning og sjálfstæði
Iðnhyltingin barst til Islands um
sl. aldamót, um 150 árum eftir að
hún hafði gerhreytt efnahagslífi
V-Evrópu og N-Ámeríku, sagði
Gylfi Þ. Gíslason. fyrrverandi ráð-
herra. í erindi sinu á Orkuþingi:
„Frá útvegi til orkuiðnaðar“. Ilún
hófst með kaupum á vélbátum og
hotnvorpunum. sem síðan leiddu til
þeirrar þróunar i veiðum og
vinnslu er i kjölfarið fylgdi. For-
senda þeirrar geysiöru þróunar,
sem þá hófst i islenzkum atvinnu-
málum var. að samtimis var komið
á fót hanka. er gaf út gulltryggða
íslenzka seðla. Þjóðin eignaðist
þannig peningakerfi, sem studdi
öra þróun atvinnu- og efnahags i
skjóli heimastjórnar sem fékkst
árið 1904.
Iðnhyltingin sem hér hófst um sl.
aldamót hefur ekki reynzt hafa
falið í sér hættur fyrir islenzka
menningu. ekki orðið eflingu henn-
ar fjötur um fót. íslenzkt þjótðfélag
er í dag annarsvegar hagsaddar-
þjóðfélag. vegna tækniþróunar at-
vinnulífsins. og hinsvegar islenzkt
menningarsamfélag. sem stendur á
meira en 1000 ára gömlum merg,
sagði Gylfi.
l»joA á krosKgötum
Gylfi Þ. Gíslason sagði augljóst,
að í atvinnumálum standi Islend-
ingar nú á krossgötum. Alllangt sé
nú síðan fiskifræðingar tóku að vara
við of mikilli sókn í nytjastofna.
Þegar árið 1972 komst alþjóðleg
nefnd fiskifræðinga að þeirri niður-
stöðu að sókn í þorskstofninn á
N-Atlantshafi væri alltof mikil og
minnkun sóknarinnar um helming
myndi skila óbreyttum afla. Þótt
íslendingar hafi nú öðlazt yfirráða-
rétt yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu
og erlendir veiðiflotar gerðir útlægir
af íslandsmiðum þarf mikillar að-
gátar við til að ganga ekki á
höfuðstóla nytjategunda heldur
byKRja þá upp í hámark arðsemi.
Þegar svipazt er um eftir nýjum
skilyrðum til að auka þjóðarfram-
leiðslu beinist athyglin fyrst og
fremst að þeim möguleikum sem
tengjast fallvötnum og jarðvarma.
Sérfræðingar segja, að sú orka, sem
hægt sé að framleiða með vatnsafli,
nemi um 30 tetravatnsstundum á
ári, og öðru eins orkumagni megi ná
úr jarðvarma. Nú er aðeins fram-
leiddur litill hluti þessarar mögu-
legu orku. Það er því ekkert eðlilegra
en að hugleitt sé, hvern veg Islend-
ingar geti haldið áfram þeirri göngu,
sem þeir gengu frá einhæfu bænda-
þjóðfélagi til sjávarútvegssamfélags
í upphafi þessarar aldar, og nú er
hægt að halda áfram til þjóðfélags,
sem bætir orkustoðinni undir af-
komuöryggi sitt. „I mínum augum er
einsýnt," sagði Gylfi, „að nýsköpun í
ísienzku atvinnulífi eigi á næstu
áratugum fyrst og fremst að vera
fólgin í uppbyggingu iðnfyrirtækja,
sem hagnýti orku úr falivötnum
landsins og jarðhita. Uppbygging
orkuiðnaðar kallar hinsvegar á
lausn margvíslegra vandamála. Is-
lendinga skortir fjármagn til þess að
koma slíkum iðnaði á fót af eigin
rammleik. Þeir búa ekki heldur yfir
þeirri tækniþekkingu, sem til þess er
nauðsynleg, þó þar séum við í mikilli
sókn. Sala á slíkum varningi á
heimsmarkaði, sem og trygging
nauðsynlegra aðfanga, er bæði
vandasöm og áhættusöm og krefst
reynslu, sem vart er við að búast að
sé til staðar við upphaf slíkrar
þróunar.
Allt veldur þetta því að samvinna
við erlenda aðila er nauðsynleg að
ákveðnu marki meðan þjóðin hazlar
sér völl á þessum vettvangi."
MenninR otí sjálístæði
Gylfi Þ. Gíslason vék síðan að ugg
ýmissa um framtíð þjóðlegrar menn-
ingar í kjölfar víðtækrar iðnvæð-
ingar á íslandi. Ekkert er fjær mér,
sagði hann, en að segja eitthvað eða
gera eitthvað, sem stuðlað gæti að
andvaraleysi um varðveizlu íslenzkr-
ar menningar. En fyrst þjóðinni
tókst að varðveita sál sína í þeirri
allsherjar atvinnubyltingu, sem átt
hefur sér stað á þessari öld, ætti ekki
að reynaast erfitt að gæta hennar
innan um nýjar vélar.
Þær raddir eru þó mun sterkari,
sagði hann, sem láta í Ijós ótta við að
sjálfstæði þjóðarinnar sé hætta bú-
in, ef of langt er gengið til samstarfs
við erlenda aðila við uppbyggingu
slíks iðnaðar, sem hér er um að
ræða. Auðvitað má ekki loka augum
fyrir því að of mikil erlend ítök í
atvinnulífi smáþjóðar eru varasöm.
Af þessum sökum er þó fjarstæða að
telja hóflegt samstarf við erlenda
aðiia af hinu illa. Ekki aðeins
Islendingar, heldur fjölmargar aðrar
smáþjóðir ættu að hafa orðið reynsl-
unni ríkari á sl. áratugum í margs-
konar fjölþjóðlegu samstarfi, bæði á
sviði viðskiptamála og stjórnmála.
Samstarfi sem hefur reynzt hag-
kvæmt, án þess að rýra þjóðlega
menningu þátttakenda. Smáríki
skipa mörg hver sess sinn í alþjóða-
málum með sóma og njóta góðs af
þeim árangri, sem aukin alþjóða-
samvinna hefur í för með sér.
I sambandi við eflingu orkuiðnað-
ar á íslandi, sem ég tel sjálfsögðustu
leiðina til áframhaldandi uppbygg-
ingar íslenzkra atvinnuvega, ber ég
ekki kvíðboga fyrir því, að íslenzkri
menningu verði hætta búin né að
ekki sé unnt að standa nægilega
traustan vörð um íslenzkt sjálfstæði,
þótt samstarf sé haft við erlenda
aðila. En eigi slík atvinnuuppbygg-
ing að takast með hagkvæmum og
traustum hætti þurfa Islendingar að
takast á við ýmis vandamál, sem eru
annars eðils og eingöngu mál þeirra
sjálfra, vandamál, sem luta að
ákvarðanatöku hér innanlands.
FjárfestinRarþáttur
I uppbyggingu orkuiðnaðar felst
mikið fjárfesting. Augljóst er að hún
yrði svo mikil að ekki yrði unnt að
kosta hana með því einu að draga úr
neyzlu eða minnka aðra fjárfestingu
hérlendis. Þessvegna er jafnframt
rætt um erlendar lántökur eða
eignaraðild erlends fjármagns. Eng-
inn virðist mæla með því að kosta
hana einvörðungu með erlendri eign-
araðild. Hinsvegar er um það rætt
að kosta hana eingöngu með erlend-
um lánum. í því felst í raun og veru
að láta næstu kynslóð greiða veru-
legan hluta kostnaðarins. Hafa
menn gert það upp við sig, hvort hér
sé um siðfræðilega rétt sjónarmið að
ræða?
Líklega eru flestir þeirrar skoðun-
ar, að við, sem nú erum vinnufær,
eigum að eiga nokkra aðild að
framlaginu til þeirrar fjárfestingar,
sem nauðsynlegt er, til að þjóðar-
framleiðslan geti aukizt á næstu
áratugum. En okkar framlag getur
ekki verið fólgið í öðru en gera annað
hvort: minnka neyzlu eða draga úr
annarri fjárfestingu. Höfum við eða
stjórnvöld spurt okkur þeirrar
spurningar, hvort við séum reiðubú-
in til slíks? Hvaða neyzlu á að draga
saman? Hvaða aðra fjárfestingar
eiga að bíða?
Ef tekin verður ákvörðun um að
greiða mikla, nýja fjárfestingu að
verulegu leyti með erlendum lánum,
er Ijóst, að verið er að velta miklum
kostnaði yfir á komandi kynslóð. En
það er misskilningur að þar með sé
áhrifum hinnar nýju fjárfestingar á
þjóðarbúið lokið. Breyta verður
einnig hagnýtingu innlendra fram-
leiðsluþátta og þá fyrst og fremst
innlends vinuafls. Höfum við spurt
okkur þeirrar spurningar, hvar til-
færsla vinnuafls skuli vera? Miðað
við að full atvinna sé til staðar nú
má sem sé gera ráð fyrir að einhver
starfsemi sem fyrir er þurfi að draga
saman seglin. Verður það ekki helzt
þar sem framleiðni er minnst nú?
Hér er margbrotið mál á ferð, sem
brjóta þarf til mergjar.
Þýðing Rengisskráningar
Um ofangreint efni sagði Gylfi Þ.
Gislason orðrétt:
„Mikilvægasta atriði í því sam-
bandi, sem hér er um að ræða, er
samt ónefnt enn, en það er þýðing
gengisskráningarinnar, þegar upp-
byging nýrrar atvinnugreinar, svo
sem orkuiðnaðar, er rædd. Það er
kunnara en frá þurfi að segja, að
gengisskráning krónunnar hefur
fram til þessa fyrst og fremst tekið
mið af hag sjávarútvegsins. Sú
staðreynd hefur reynzt vexti ís-
lenzks iðnaðar til trafala. Sveiflur í
sjávarútvegi, sem fyrr eða síðar hafa
verið jafnaðar með breyttri geng-
isskráningu, hafa reynzt iðnaðinum
þyngri í skauti en almennt virftist
hafa verið viðurkennt. En hér er um
að ræða mál, sem hefur grundvallar-
þýðingu fyrir alla hagstjórn í land-
inu og verður ekki sízt að taka tillit
til, þegar um er að ræða uppbygg-
ingu nýrra útflutningsgreina.
Sé gengisskráning að jafnaði við
það miðuð, að tekjur útflutnings-
greina sjávarútvegs nægi til greiðslu
innlends kostnaðar, en ekki gert ráð
fyrir því, að sjávarútvegurinn í heild
greiði neitt gjald fyrir hagnýtingu
þeirra auðlinda, sem eru sameign
allrar þjóðarinnar, þ.e. fiskimið-
anna, þá er framleiðslukostnaður
hans, séður frá sjónarmiði þjóðar-
heildarinnar, í raun og veru van-
reiknaður. Allur annar útflutningur,
útflutningur iðnaðarvöru, landbún-
aðarvöru og hvers konar þjónustu,
verður að greiða fyrir afnot allra
þeirra framleiðsluþátta, sem þessir
atvinnuvegir hafa not af. Sjávarút-
vegurinn þarf hins vegar ekkert að
greiða fyrir þann fisk, sem hann
veiðir í sjónum. Meðan gengisskrán-
ing er við það miðuð að tekjur verði
nægar til þess að greiða framleiðslu-
kostnað sjávarútvegsins, þannig
reiknaðan, hlýtur sú gengisskráning
að vera óhagstæð öðrum útflutningi
og þá fyrst og fremst útflutningi
iðnaðarvarnings, þar eð framleiðslu-
kostnaður hans er ekki reiknaður á
sama grundvelli. Þetta er megin-
röksemdin fyrir því, að sjávarútveg-
urinn eigi fyrir afnot fiskimiðanna
að greiða gjald í sameiginlegan sjóð,
annað hvort sjóð þjóðarheildarinnar
eða sjóð , sem hann mæfti eiga
sjálfur, ef hann væri notaður t.d. til
þess að auðvelda honum að leggja
niður útgerð óarðbærra fiskiskipa.
Starfsskilyrði og vaxtarskilyrði
hvers konar iðnaðar á Islandi verða
ekki metin rétt, nema miðað sé við
önnur sjónarmið við gengisskrán-
ingu en hingað til hafa ráðið. Þau
sjónarmið, sem nú ríkja, yrðu upp-
bygging orkuiðnaðar fjötur um fót.
Hin nýju sjónarmið gera það nauð-
synlegt, að sjávarútvegurinn greiði
fyrir hagnýtingu fiskimiðanna, eins
og allir aðrir atvinnuvegir greiða
fyrir hagnýtingu þeirra auðlinda,
sem þeir nota. Hér dugar ekki að
vitna til þess, að ekki sé gert ráð
fyrir því, að greitt verði gjald fyrir
hagnýtingu aflsins í fallvötnum eða
jarðhita. Meðan fiskveiði var ekki
meiri en svo, að fiskistofnanir héldu
áfram að vaxa, var ekki heldur nein
ástæða til þess frá efnahagslegu
sjónarmiði, að greitt væri gjald fyrir
hagnýtinguna. En þegar stofnar eru
hagnýttir að fullu og veiði rýrir
auðlindina, veldur hún kostnaði.
Þegar að því kemur, að vatnsföllin
hér á landi verði fullnýtt, veður að
reikna verð fyrir orkuna úr þeim, ef
tryggja á, að hún verði ekki notuð
með óhagkvæmari hætti en hægt
væri að nota hana, í samanburði við
kostnað við aðra orkuframleiðslu."
Lokaorð
Gylfi ræddi ýmsar fleiri hliðar,
sem snerta þetta mál: mannfjölda-
þróuo næstu áratugina; þörfina fyrir
ný atvinnutækifæri; þörfina fyrir
verðmætaaukningu í þjóðarbú-
skapnum, ef tryggja á jákvæða
lífskjaraþróunn o.fl., en lagði í lokin
áherzlu á þá meginniðurstöðu, sem
íslendingum er á höndum á þeim
krossgötum er þeir standi á í
atvinnumálum, að hvorki menningu
né sjálfstæði sé hætta búin vegna
þeirra breyttu atvinnuhátta, sem að
hans dómi eru forsenda þess, að hér
verði búið við velsæld og framfarir.
,Eigi um næstu aldamót að vera til á
íslandi nýjar atvinnugreinar, sem
stuðlað geti að því, að lífskjör verði
þá mun betri en þau eru í dag, þá er
orkuiðnaðurinn tvímælalaust bezti
kosturinn."