Morgunblaðið - 11.07.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ1981
15
Lokunarmál og
neytendaþjónusta
eftir Arndísi
Björnsdóttur
Undanfarið hafa fjölmiðlar
fjallað um opnunartíma verzlana í
Reykjavík vegna yfirstandandi
laugardagslokunar. Eins og við
mátti búast í svo viðkvæmu máli,
hefur ekki alltaf verið farið rétt
með.
Vilji kaupmanna
Sem kaupmanni langar mig til
að leggja nokkur orð í belg. Það er
mikill misskilningur, að kaup-
menn vilji ekki hafa opið á
laugardögum. Tel ég sjálfsagt
réttlætismál, að verzlanir fái að
ráða þar um.
I nágrannalöndum okkar er alls
staðar nema í Svíþjóð löggjöf eða
reglugerð um opnunartíma og er
miðað við vissan hámarkstíma-
fjölda sem verzlun getur haft opið.
I Danmörku hafa verzlanir opið
frá kl. 9—17.30 á virkum dögum og
á laugardögum frá kl. 9—14. I
V-Þýzkalandi er jafnan opið frá
kl. 9—18 fyrsta laugardag hvers
mánaðar, en aðra laugardaga frá
kl. 9—14. Laugardagurinn er
semsé valdagur, en verzlanir ekki
skyldugar til þeirra opnunar, telji
þær sér ekki hag í því.
Ég tel, að islenzkir kaupmenn
vilji opnunartíma verzlana eitt-
hvað í þessa átt. Hins vegar er ég
algerlega andvíg því, að einungis
eigandinn sjálfur og fjölskylda
hans megi starfa á laugardögum.
Hvers vegna má kaupmaðurinn
ekki hafa fólk í vinnu á þessum
tíma, ef hann vill og getur?
En kaupmenn eru
líka fólk og neytend-
ur. Ef þeir eiga að
vinna lengur en aðrir,
verður að ætla þeim
laun í samræmi við
það. Aðrar stéttir fá
nætur- og helgidaga-
taxta og er sjálfsagt.
Þetta er svipað og
með nýju fötin keisar-
ans: allir sjá maðkinn
í mysunni, en enginn
þorir að viðurkenna
það.
Vilji og stefna VR
Mergur málsins er hins vegar
sá, að VR hefur knúið fram í
kjarasamningum bann á laugar-
dagsvinnu félaga sinna. VR hefur
líka á stefnuskrá laugardagslokun
verzlana allt árið. Ef friður á að
nást, verður VR að samþykkja
valfrelsi sinna eigin félagsmanna
og get ég persónulega ekki skilið,
hvers vegna VR fólk má ekki
vinna á laugardögum, ef það
hentar fólkinu og verzluninni. Það
sé þá samningsatriði milli laun-
þegans og atvinnurekandans að á
móti komi frí á öðrum tíma,
þannig að ekki sé um óhóflegt
vinnuálag að ræða.
En það er ekki hægt að krefjast
hömlulausrar opnunar án þess að
á móti komi hækkað vöruverð.
Almennt er fólk svo vel upplýst,
að það skilur samhengið milli
þessara þátta. Það mætti hugsa
sér neyðarverzlun á einum stað,
þar sem opið væri þann tíma er
allar aðrar verzlanir væru lokað-
ar. Myndu þá neytendur greiða
fast afgreiðslugjald án tillits til
innkaupa, þar sem þeir væru að
kaupa dýrari þjónustu.
Kröfur kaupmanna
Kaupmenn eiga að rísa gegn því,
að þeir einir skuli mega vinna í
verzlun sinni á laugardögum og
um helgar. Þeir vilja veita þjón-
ustu, en þá langar etv. einhvern
tímann í frí og hafa aðkeypt
vinnuafl á þessum tíma. Kaup-
menn eru engin þrælastétt í landi,
þar sem í öllum samningum er
krafa um hærri laun og færri
vinnustundir. Kaupmenn eru líka
neytendur og launþegar. Þeim ber
skylda til að standa saman og
krefjast þess, að álagning á vörum
standi undir kostnaði við rekstur-
inn.
Kaupmenn hafa látið ganga svo
á rétt sinn af hálfu ríkisvaldsins,
að með eindæmum er. Verzlanir
eru skattpíndar eins og hægt er,
sífellt lagðar á þær nýjar álögur
til að halda uppi bákninu. Kaup-
menn sætta sig við að selja
landbúnaðarvörur nær álagn-
ingarlaust til að hjálpa hinu
opinbera í vísitölusvindlinu. Það
er liður til að halda uppi úreltu og
spilltu kerfi, en ekkert má gera í
réttlætisátt fyrir skattgreiðendur
af ótta við atkvæðin.
Arndís Björnsdóttir
Hvers vegna erum við að deila
um keisarans skegg? Af hverju
ráðumst við ekki gegn þessu og
krefjust sanngjarnra launa fyrir
þau störf, sem við innum af hendi
fyrir ríkisvaldið? Verzlunin greið-
ir skatta og skyldur, hún greiðir
tolla og önnur gjöld, innheimtir
söluskatt og margt fleira, því rikið
þarf ekki lítið. En er hið opinbera
fullt þjónustulundar, ef verzlunin
á í hlut?
Kröfur kaupmanna
«K annarra neytenda um
bætta þjónustu
Sem kaupmanni og neytenda er
mér spurn: hvers vegna hafa
opinberar stofnanir ekki sveigjan-
legan opnunartíma til að mæta
þörfum hinna vinnandi stétta,
sem nú þurfa að taka sér frí í
vinnunni til að njóta gleðinnar af
að greiða gjöldin sín? Hvers vegna
hafa opinberar innheimtustofnan-
ir ekki opið a.m.k. eitt kvöld í viku
frá kl. 19—22? Hvernig stendur
t.d. á því, að það er með engu móti
hægt að fá afgreiddan erlendan
gjaldeyri frá kl. 16 á föstudögum
fram á næsta mánudag. Það getur
komið upp sú staða, að fólk þurfi
skyndilega að fara úr landi og
íslenzka krónan er ekki beinlínis
til að státa af erlendis.
Svona mætti endalaust spyrja
og taka mýmörg dæmi. Stefnan í
málefnum launþega er sú, bæði
hjá „frjálsum" atvinnurekstri og
ríkisstofnunum, að stytta vinnu-
tímann og hafa að sjálfsögðu frí
allar helgar. Kröfugerðin er öll á
þá hliðina.
En kaupmenn eru líka fólk^og
neytendur. Ef þeir eiga að vinna
lengur en aðrir, verður að ætla
þeim laun í samræmi við það.
Aðrar stéttir fá nætur- og helgi-
dagataxta og er sjálfsagt.
Þetta er svipað og með nýju
fötin keisarans: allir sjá maðkinn í
mysunni, en enginn þorir að viður-
kenna það.
Kaupmenn standi saman
Verzlun á íslandi býr við ánauð
hins opinbera og á í vök að verjast.
Undirrót erfiðleika verzlunarinn-
ar er furðurleg hræðsla stjórn-
valda á öllum tímum við að veita
henni frelsi. Á þessu hafa allir
landsmenn tapað. Kaupmenn eiga
því að snúa bökum saman, standa
fast um samtök sín, en skemmta
ekki andstæðingum sínum með því
að sundrast innbyrðis í máli, sem
er lítilfjörlegt í samanburði við
verkefnin, sem framundan eru.
Neytendur verða að skilja, að
þeim verður ekki tryggt lægst
vöruverð, nema kaupmenn fái
starfsfrelsi.
Kaupmenn eiga að njóta sama
réttar og aðrir launþegar. Lands-
menn skilja þetta og átta sig á, að
eina eðlilega þjóðfélagsmyndin er
frelsi að öllu leyti: frelsi til að
hafa fólk í vinnu, frelsi til að reka
verzlunina þannig að hún standi
undir sér og frelsi til að hafna
opinberri íhlutun. Með samstöðu í
þessu máli fæst friður í lokunar-
málinu, en fyrr ekki.
Látum af hræsninni og gerum
okkur ljóst, að ef svo heldur áfram
sem nú horfir, verða ekki margar
„frjálsar" verzlanir á Islandi inn-
an tíðar.
Erlendar
_____baekur_______
Jóhanna Kristjónsdóttir
The Fate of Mary Rose
eftir Caroline
Blackwood
Undarleg bók nokkuð og ljós
og íöl kápumyndin stingur i
stúf við það sem koma skal
þegar byrjað er að lesa bókina.
Sagnfræðingurinn Rowan
Anderson segir söguna. Hann
hefur glæpzt á það að ganga að
eiga stúlkuna Cressidu vegna
þess að hann gerði henni barn
á sínum tíma, telpuna Mary
Rose. Siðan kaupir hann handa
þeim lítið hús í þorpi langt frá
London hvar hann stundar
sína vinnu og af skyldurækni
fer hann og vitjar þeirra
mæðgna öðru hverju.
Lýsingar höfundar á þeim
heimsóknum eru öldungis frá-
bærar, en lesandi skynjar ein-
hverja annarlega fjarlægð
sögumanns frá bæði konu og
dóttur sinni — sem hann í
reynd hefur jafnmikla andúð á
og á móður hennar — og það er
THE FATE
OF MARY ROSE
Caroline Blackwood
líkast því að honum sé fyrir-
munað að ná tengslum við
annað fólk. Venjulega enda
þessar heimsóknir með að hann
fer á blindafyllerí út úr leiðind-
um og andstyggð á konu sinni
og dóttur og man þá ekki alltaf
hvað hann gerir. Eina helgina
hverfur lítil telpa úr þorpinu og
hvarf hannar fær mjög á
Cressidu og það svo að Rowan
þykir nóg um; einhverra hluta
vegna vill hann leiða það mál
hjá sér. Ástkona hans í mörg ár
Gloria, verður af undarlegum
ástæðum mög snortin af barns-
hvarfinu og þegar barnið finnst
myrt kemur til uppgjörs milli
þeirra Rowans og Gloriu, hún
getur ekki sætt sig við að hann
sýnir engin vibrögð, finnur ekki
til með neinum og lesandi er um
þær mundir löngu búinn að
gera sér ljóst að þessi ágæti
sagnfræðingur er fjarskalega
frosinn tilfinningalega. En
ástæðan fyrir andúð hans á að
ræða barnshvarfið skyldi þó
ekki vera að hann sé valdur að
dauða þess, hafi framið ódæðið
þá væntanlega til að fá útrás
fyrir þann hug sem hann ber til
dóttur sinnar.
Ég kalla þessa sögu ekki
glæpasögu, þaðan af síður reyf-
ara þótt þráðurinn í henni
hneigist í áttina. En hún snýst
um miklu fleira, hún snýst um
mannlega tilfinningar eða til-
finningaleysi og höfundi tekst
vel upp. Mannlýsingar eru dá-
lítið athygsliverðar, einkum og
sér í lagi Cressidu — mér
fannst á stundum hún minna
mig á Uu Laxness — kannski er
hún til og kannski ekki.
Laugardalsvöllur
Aðalleikvangur
Bikarkeppni K.S.I.
Fram — KR
í dag kl. 14
RÁÐAST ÚRSLIT MEÐ VÍTASPYRNUKEPPNI?