Morgunblaðið - 11.07.1981, Page 19
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ1981
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ1981
19
fHtfgtmltfftfttfe
Otgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
StyrrrHr Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 80 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö.
Þolinmæði á þrotum
Frá því kjördæmaskipan var síðast breytt, 1959, hefur orðið mikil
breyting á búsetu fólks í landinu. Jafnræðið milli einstaklinga og
byggðarlaga, sem að var stefnt með breytingunni, er nú fjær en
nokkru sinni. Rétturinn til að hafa áhrif á skipan og stefnumótun
löggjafarvaldsins er einn af hornsteinum almennra mannréttinda —
og hver einstaklingur á kröfu á jafnræði á sviði þegnréttar. Erfitt
kann að reynast að tryggja til fulls slíkt jafnræði áhrifa, en þegar
vægi atkvæða er fjórfalt meira í einu kjördæmi en öðru er ranglætið
orðið svo himinhrópandi að ekki verður við unað.
Stjórnarskrárnefnd bar að skila tillögum varðandi viðfangsefni sitt,
þar á meðal tillögum til jöfnunar á vægi atkvæða, fyrir 1. desember sl.
Það gerði hún ekki. í þess stað sendu hún gagnasafn sitt til þingflokka,
án beinnar tillögugerðar, sem sýnist hafa sett málið í biðstöðu.
Þingflokkar munu misjafnlega hafa sinnt erindi stjórnarskrár-
nefndar, en þingflokkur sjálfstæðismanna hefur þegar fyrir nokkru
sett fram stefnumótun sína. Ólafur G. Einarsson, formaður
þingflokksins, segir hana felast í þremur meginatriðum: 1) Að jafna
vægi atkvæða milli kjördæma, 2) Að tryggja jafnræði milli
stjórnmálaflokka og 3) Að skapa kjósendum kost á persónulegri
kosningu en nú er. í greinargerð eru einmenningskjördæmi viðruð sem
Ieið að persónulegra vali kjósenda, sagði þingflokksformaðurinn, en
þar sem ekki er líklegt að samstaða náist um hana, er samtímis bent á
aðrar leiðir m.a. til að rétta hlut Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæma.
Þolinmæði fólks, sem harðast verður úti vegna ranglætis þess er nú
viðgengst, er á þrotum, enda líður nú ört á kjörtímabil þingsins án
þess að sjáist fyrir endan á leiðréttingu. Ríkisstjórnin sýnist ekkert
frumvæði ætla að hafa í málinu. En stjórnmálamönnum verður ekki
liðið að velta þessum vanda óleystum á undan sér — eins og þeir hafa
gert í áravís. Ýmislegt ójafnræði, sem strjálbýlisfólk býr við vegna
fjarlægðar frá helzta þéttbýlissvæði landsins og staðbundinna
aðstæðna, verður að leysa með öðrum hætti en svo grófri mismunun í
mannréttindum sem hér ríkir varðandi einstaklingsbundinn kosn-
ingarétt. Það eru ýmsar leiðir til að brúa bil slíks aðstöðumunar, svo
sem um skattalög og verðjöfnun. Og stjórnvöld gætu til að mynda sýnt
smá lit með því að hætta að auka á flutningskostnað nauðsynja til
strjálbýlis með því bæta 23xh% söluskatti ofan á þann kostnað.
„Nú er lag“
Olafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalags-
ins, sagði nýlega í Þjóðviljanum: „Efnahagsstefna ríkisstjórnar-
innar ber mjög svipmót þeirrar afstöðu, sem Alþýðubandalagið hefur
haft síðan 1978.“ „Hér ratast Ólafi satt á munn,“ segir Lárus Jónsson,
alþingismaður, í grein hér í blaðinu í gær. „Á Islandi ríkir nú í
efnahagsmálum afturhaldsstefna kommúnista með stuningi afvega-
leiddra lýðræðisafla," segir Lárus ennfremur. Meðal einkenna
þessarar stefnu segir Lárus vera: Illvíg verðlagshöft sem m.a. valda
því að ríkisrekin sementsverksmiðja á ekki fyrir olíu nema með
höppum og glöppum. Landsvirkjun og hitaveitur e'ru reknar með
stórtapi. Sama máli gegni um flest atvinnufyrirtæki m.a. vegna þess
að kostnaðarhækkanir útflutningsatvinnuvega fáist ekki viðurkennd-
ar í gengisskráningu. Skattahækkanir hrjá bæði fólk og fyrirtæki,
erlendar lántökur vaxa hraðfara og ríkisafskipti og umsvif aukast. Þá
hefur afnám verðlagsbóta á laun, sem áður hét „kauprán" en nú „slétt
skipti“, ásamt grófgerðum vísitöluleik stjórnvalds, verið eitt megin-
einkenni efnahagsstefnu stjórnvalda eftir að Alþýðubandalagið var
borið inn í stjórnarráðið.
Lárus Jónsson segir í grein sinni að efnahagsstefna Bandaríkjafor-
seta, sem m.a. hafi þýtt að íslenzkir útflutningsatvinnuvegir fái nú
19% fleiri krónur fyrir hvern dal, sem sölusamningar eru yfirleitt
miðaðir við, hafi dregið úr því heljarstökki í atvinnu- og efnahagslífi
okkar, sem stjórnarstefnan á heimavettvangi hefði ella leitt til.
Verðþróun fiskafurða okkar í Bandaríkjunum hafi virkað til sömu
"“lttar.
Þessir utanaðkomandi búhnykkir og vaxandi góðæri ættu að
auðvelda stjónvöldum viðureigninga við verðbólguna og verndun
kaupmáttar. Svo er þó ekki. Ríkisstjórnin tók við um 42%
verðbólguhraða og situr í henni enn. Og kaupmáttur kauptaxta hefur
minnkað jafnt og þétt allan feril hennar, þrátt fyrir viðskiptakjara-
bata.
„Leiðin til bættra lífskjara er el^ki sú að svelta atvinnuvegina og
drepa þá í dróma hafta og ríkisafskipta," sagði Lárus. Nú er lag Meiri
góðærissveifla en oftast áður er í uppsiglingu. Þetta lag á að nýta til að
gerbreyta efnahagsstefnunni, taka strax ákvarðanir um stórvirkjanir
og stóriðju og efla hefðbundna atvinnuvegi. Slík jákvæð efnahags-
stefna hefði í för með sér stórbætt lífskjör og svigrúm til að hemja
verðbólguna á tiltölulega skömmum tíma. Pólitísk forsenda hennar er
að eyða áhrifum kommúnista á sem flestum sviðum þjóðlífsins og losa
þá úr ríkisstjórn. Um þá stefnu og pólitíska ákvörðun ættu
lýðræðisöflin nú að sameinast.
Samgönguráðherra frestar fram-
kvæmdum við Hafnarfjarðarveg
að beiðni félagsmálaráðherra
SAMGÖNGURÁÐHERRA Steingrímur Hermannsson til-
kynnti i gær, að hann hefði ákveðið að breikkun Hafnarfjarð-
arvegar sunnan Hraunsholtslækjar að Engidal verði frestað
til 1. september 1981. Ákvörðun þessi er tekin, segir í
fréttatilkynningu frá samgönguráðuneytinu, vegna tilmæla
félagsmálaráðuneytisins „svo svigrúm skapist fyrir það
ráðuneyti til að taka afstöðu til skipulagslegra atriða og
umkvartana varðandi ákvörðun um legu vegarins, en talið
hefur verið að vafi leiki á að ákvæða skipulagslaga hafi veri
nægilega gætt“, eins og segir orðrétt í fréttatilkynningunni.
Hafnarfjarðarvegarmál þetta hefur verið mikið pólitiskt
deilumál í Garðabæ siðustu árin og kvörtunin, eða kæran, sem
greint er frá hér að ofan, og barst til félagsmálaráðuneytisins
var frá minnihluta bæjarstjórnar Garðabæjar.
Þess er skemmst að minnast, að nokkrir ibúar Garðabæjar
fóru fram á við fógeta Garðakaupstaðar að lögbann yrði sett á
framkvæmdir Vegagerðarinnar við breikkun vegarins neðan
Silfurtúns og i úrskurðarorði fógeta, Einars Ingimundarson-
ar, um þá lögbannsbeiðni segir: „Án þess að bein afstaða sé
tekin til þess hér, hvort á allan hátt hafi verið rétt að
undirbúningi þeirra framkvæmda staðið sem hér um ræðir, en
gerðarbeiðendur hafa haldið þvi á lofti i málflutningi sinum
að svo hafi ekki verið, verður þó til þess að lita að i
framkvæmdina þ.e.a.s. í breikkun vegarins, var ráðist af þar
til bærum aðilum, þ.e. skv. meðmælum Skipulagsstjórnar
rikisins og með samþykki bæjarstjórnar Garðakaupstaðar eða
meiri hluta hennar. Ómótmælt er einnig að það land, sem
undir breikkun vegarins fer er eign Garðakaupstaðar og
verður því að lita svo á að með áðurnefndu samþykki
bæjarstjórnar kaupstaðarins hafi einnig verið samþykkt að
láta landið af hendi i þessu skyni.
Verður því ekki séð að framkvæmd sú, sem hér ræðir um og
lögbanns er krafist til stöðvunar á, sé i sjálfu sér ólögmæt.
Ekki verður heldur á það fallist að „skipulagsóreiða“ sem
gerðarbeiðendur telja í beiðni sinni að verið sé að leiða yfir
kaupstaðinn og ibúa hans með þessum „handahófsaðgerðum“
eins og þeir orða það i beiðninni, og er þá af hálfu réttarins
engin afstaða tekin til þess hvort slik „skipulagsóreiða“ sé
fyrir hendi eða ekki, sé á svo háu stigi að helgi lögbannsað-
gerðir eftir kröfu gerðarbeiðenda, enda hvergi nærri talið
sannað, að „slík óreiða“, ef fyrir hendi er, raski eða muni
raska rétti þeirra með ólögmætum hætti.
Með tilliti til alls þessa sem hér að framan segir verður að
telja að skilyrði til lögbanns sé ekki fyrir hendi i þessu tilviki
og beri því að synja um framgang umbeðinnar gerðar. Rétt
þykir að málskostnaður falli niður.
Því úrskurðast: Hin umbeðna lögbannsgerð skal ekki fara
fram. Málskostnaður fellur niður.“ Undir þetta ritar Einar
Ingimundarson bæjarfógeti Garðakaupstaðar.
I tilefni þessa ræddi Mbl. við Steingrim Hermannsson
samgönguráðherra, Svavar Gestsson félagsmálaráðherra,
Zophonias Pálsson skipulagsstjóra og Helga Hallgrimsson
sem gegnir starfi vegamálastjóra i fjarveru Snæbjörns
Jónassonar. Fara viðtölin við þá hér á eftir:
Steingrímur
Hermannsson
samgönguráðherra:
Eg fresta þessu
eingöngu að ósk
félagsmálaráðherra
„ÉG OEF gefið Vegagerðinni
fyrirmæli um, að framkvæmdir
við syðri hlutann hefjist ekki
fyrr en 1. september tii þess að
skapa skipulagsyfirvöldum svig-
rúm til þess að koma sinum
málum i lag. Féiagsmálaráð-
herra hefur óskað eftir þvi, að
bæjarstjórn og skipulagsstjórn
Garðabæjar hugi nú þegar að
nýju skipulagi i kringum veginn
og þær þurfa að hafa nokkurt
svigrúm til þess. Ég get ekki
frestað veginum fram yfir þetta
ár, nema það komi þá úrskurður
félagsmálaráðherra,“ sagði
Steingrimur Hermannsson sam-
gönguráðherra.
— Telur þú þetta rétta af-
greiðslu af félagsmálaráðherra að
senda þér málið til úrlausnar, en
taka ekki sjálfur afstöðu til kær-
unnar?
„Ég tek enga afstöðu til þess.
Það verður þú að spyrja félags-
málaráðherra um. Ég fresta þessu
eingöngu að ósk félagsmálaráð-
herra. Það er ekkert sem segir að
þessi framkvæmd skuli gerð í júlí,
ágúst eða september. Hún á að
gerast á þessu ári.“
— Hvað með samþykktir bæjar-
stjórna Garðabæjar og Hafnar-
fjarðar, Skipulagsstjórnar og Al-
þingis?
„Álþingi tekur enga afstöðu til
þess, hvort formsatriði eru í lagi.
Alþingi samþykkir fjárveitingar í
veginn, enda séu formsatriði í lagi.
En þú skalt tala um þetta við
félagsmálaráðherra. Ég hef bara
orðið við þessari ósk hans.“
— Skýtur ekki skökku við að
vera að fresta framkvæmdum við
vegarkafla sem alltaf hefur verið
samstaða um?
„Það var samkomulag um hinn
veginn, enda hæfist þá einnig
vinna við sjávarbraut, en þetta er
allt annað, sem nú er verið að
gera. Það er ekki samkomulag um
seinni hlutann, verði vegurinn
allur svona.
— Reiknar þú með að frestur-
inn renni út 1. sept. eða að um
frekari frestun verði að ræða?
„Ef það kemur ekki annað hvort
úrskurður félagsmálaráðherra eða
skipulagsyfirvöld önnur ákveða
annað skipulag þá verður það
framkvæmt."
— Hvað verður þá framkvæmt?
„Þetta sem ég er að fresta núna.
Ef þar til hæf yfirvöld úrskurða
þetta ólögmætt, þá verður náttúr-
lega ekkert framkvæmt."
— Telur þú ekki að hæf yfirvöld
hafi úrskurðað um lögmæti þess-
arar framkvæmdar?
„Nei þau hafa ekki úrskurðað
neitt í málinu. Æðsta yfirvald er
félagsmálaráðuneytið og það get-
ur úrskurðað. Það er búið að leita
úrskurðar félagsmálaráðherra og
hann hefur óskað að úrskurða ekki
núna í þeirri von að aðilar setjist
niður og reyni að leysa málin
skipulagslega og til þess er veittur
nokkur frestur."
— Hvað kostar þetta skatt-
borgara?
„Það kostar ekkert meira.
Framkvæmdir eru ekki stöðvaðar.
Útboðsgögn eru ekki tilbúin. Stað-
reyndin er sú, að framkvæmdir
geta í fyrsta lagi hafist um miðjan
ágúst eða um 20. ágúst, að mati
Vegagerðarinnar."
ur verið allt of mjór fyrir þessa
umferð en það er náttúrulega
hægt að leysa með því að gera
veginn virkilega vel úr garði."
Aðspurður um hans álit á frest-
uninni sagði hann: „Það sem ég sé
mest^ kostinn í því að fresta
þessum kafla yfir Hraunsholti er
að vegurinn þarf að breikka upp
frá Lyngási og niður i Engidal yfir
nokkra hæð og í brekkunum hafa
oft orðið árekstrar í hálku. Það
mætti endurskoða skipulagið og
fella veginn niður í landið og fá
brú yfir á láréttu, hvort sem það
yrði akstursbrú eða göngubrú. Ég
hef rætt þetta við formann skipu-
lagsnefndar Garðabæjar, Ágúst
Þorsteinsson, og við erum sam-
mála um að þetta sé mjög góð
lausn. Með frestun, til dæmis í eitt
ár, yrði eflaust meiri möguleikar
til að fá þetta í gegn, heldur en
rokið væri til nú og vegurinn
breikkaður."
Zophonías sagði í lokin: „En ég
vil að það komi fram í lokin að ég
vil einnig að byrjað verði nú á
Reykjanesbrautinni sem bráðligg-
ur á að gera. Það myndi bæta
endanleg þetta mál allt. Með
frestun þessa vegarkafla mætti
nýta þá peninga sem áttu að fara í
hann til að byrja á Reykjanes-
braut í Kaplakrika."
Helgi Hallgrímsson yfirverk-
fræðingur:
Ljóst að ráðherrarnir
haf a valdið til að ákveða
„VIÐ ERUM engir samþykktar-
aðilar i þessu. Það er ljóst, að
ráðherrarnir hafa valdið til að
ákveða. Það er réttara að orða
það þannig, að þetta sé gert i
samráði við okkur,“ sagði Ilelgi
Hallgrímsson yfirverkfræðingur
Vegagerðar rikisins. er Mbl.
spurði hann, hvort Vegagerðin
hefði samþykkt frestun fram-
kvæmda við Iiafnarfjarðarveg.
Helgi sagði einnig: „Ég hef nú
ekki séð ákvörðun samgönguráð-
herra á prenti, þannig að ég á
erfitt með að tjá mig um málið. Ef
sú frestun sem hér um ræðir er til
1. september er enn þá möguleiki á
að koma þessari breytingu í gagn-
ið í haust, en þá verður að hefjast
handa strax 1. september. Það er
okkar álit“.
— Hvað gerist ef frestuninni
verður framlengt 1. september?
„Við höfum látið það koma
fram, að það má ekki byrja mikið
seinna heldur en þarna er gert ráð
fyrir, ef þessu á örugglega að ljúka
í haust, eða um það leyti.“
Zophonías Pálsson skipulags-
stjóri rikisins:
Efa að sjávarbraut komi
fyrr en eftir aldamót
gefið samþykki þitt fyrir þessari
vegagerð, þrátt fyrir að skipulagið
var ekki fullfrágengið?
„Það sem skipulagsstjórn tók af
skarið með var að í tillögu sem
bæjarstjórn Garðabæjar lét gera
var Hafnarfjarðarvegur tekinn í
sundur og lagður af á partinum
við Arnarneslæk. Það var það sem
skipulagsstjórn gaf yfirlýsingu
um, að hún teldi ekki raunhæft að
leggja Hafnarfjarðarveginn niður
á þessum kafia, því það getur
orðið langt í land að leggja þessa
ágætu sjávarbraut. Ég efa að hún
komi fyrr en eftir aldamót, ef hún
þá kemur nokkurn tíma.
Hins vegar hefur verið trassað
að ganga almennilega frá Hafnar-
fjarðarveginum árum saman og
hávaðinn sem verið hefur í Garða-
bæ út af þesum malum stafar af
því að Hafnafjarðarvegurinn hef-
Séð niður i Engidal, Reykjanesbraut á hægri hönd, Bessastaðavegur á vinstri. Kaflinn úr Engidal yfir Hofsstaðahæð að gatnamótum Lyngáss í
Garðabæ er framundan en það er vegarkaflinn sem samgönguráðherra. Steingrímur Hermannsson, hefur ákveðið að fresta skuli
framkvæmdum við breikkun á fram til 1. september nk. Ljósm. Mbi. Guðjón.
„ÞAÐ ER nú búið að framkvæma
það sem mesta deilan var um, það
er kaflann sunnan við Arnarnes-
læk og að Vífilsstaðavegi. Það er
búið og gert og eiginlega er
ágreiningurinn úr sögunni,“
sagði Zophonias Pálsson skipu-
lagsstjóri rikisins.
— Nú hafði Skipulagsstjórn
samþykkt þessa vegagerð og
þvert ofan í þá ákvörðun ykkar
er sett á frestun. Hvað viltu segja
um það?
„Ég held að það sé ekki hægt að
tala um neina stöðvun. Mér finnst
allt í lagi að fresta þessu um eitt
ár. Það liggur miklu víðar á
vegabótum en á kaflanum þarna
fyrir sunnan Vífilsstaðaafleggjar-
ann. Það er eiginlega Engidalur
sem er erfiðastur, það er á gatna-
mótum Keflavíkurvegar. Við vor-
um einmitt að ræða það, ég og
vegamálastjóri í dag, og kom
saman um að á Engidal ætti að
leggja höfuðáherzluna."
Svavar Gestsson félags-
málaráðherra:
Við úrskurðum ekkert
„MÁLIÐ var kært hingað til
okkar og beðið var um úrskurð.
Það höfum við ekki gert, heidur
höfum við einungis sent sam-
gönguráðuneytinu tilmæii og far-
ið fram á að það taki sérstaklega
á þessu máli, sem það hefur gert
með frestun þessara fram-
kvæmda fram til 1. september,“
sagði Svavar Gestsson félags-
málaráðherra.
Svavar sagði að kæra minni-
hluta bæjarstjórnar í Garðabæ
hefði verið til umræðu í ráðuneyt-
inu og að hann hefði sent bæjaryf-
irvöldum í Garðabæ og skipulags-
stjóra ríkisins tilmæli um að sjá
til þess, að aðalskipulagi Garða-
bæjar verði hraðað svo sem kostur
er, og einnig hefði hann sent
samgönguráðherra beiðni um að
framkvæmdum yrði frestað um
sinn á meðan unnið væri að
skipulagsmálunum.
Aðspurður hvort og hvenær
félagsmálaráðuneytið úrskurðaði í
málinu sagði hann: „Við úrskurð-
um ekkert í þessu máli. Þessi
tilmæli okkar til samgönguráð-
herra eru okkar orð í málinu.
— Ertu þá að yfirfæra vanda-
málið á samgönguráðherra?
„Nei, þetta er mál sem við
Steingrímur höfum komist að
samkomulagi um.“
— Er ekki hætta á að í fram-
haldi af þessu komi fjölmargar
álíka kærur frá minnihlutum
bæja- og sveitastjórna af öllu
landinu?
„Ég veit það ekki. Þetta er alveg
sérstaklega umdeilt mál. Það er
ekki minnihlutinn í sjálfu sér sem
veldur því heldur íbúarnir. Íbúar í
Garðabæ mótmæltu harðlega
þessari breikkun Hafnarfjarðar-
vegar árið 1978 og þá samþykkti
bæjarstjórnin að leggja þetta til
hliðar.“
— Var það ekki gerð hrað-
brautar sem þá var verið að
mótmæla, en ekki breikkun vegar-
ins?
„Jæja, jú, þetta er mun minni
framkvæmd. Hins vegar hefur
þetta skipulag ekki verið hengt
upp eins og venja er með skipulag
og það hefur ekki verið lokið við
gerð aðalskipulags í tengslum við
það. Okkur þótti því rétt að fara
fram á þetta við samgönguráðu-
neytið og ég legg áherslu á, að
þetta voru tilmæli af okkar hálfu.“
— Þú segir, að ekki hafi verið
rétt að þessu staðið, það vanti
þarna samþykkt. Bæjarstjórn
Garðabæjar og bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar hafa samþykkt þessa
vegagerð, einnig Skipulagsstjórn
ríkisis, eins Alþingi með fjárveit-
ingum til verksins?
„Alþingi hefur sett í þessa
vegagerð fjárveitingar en Alþingi
hefur ekki tekið neina afstöðu til
einstakra útfærslna skipulagsins.
En varðandi það sem þú nefndir
þá er það rétt, — en ég hef haft
um þetta mál gott samstarf við
skipulagsstjóra og varðandi efnis-
atriði og forsendur málsins þá
vísa ég bara á hann, Zophonías
Pálsson."
— Það var haldinn fundur með
þingmönnum kjördæmisins á
þriðjudag og þar Iýstu þingmenn
allir yfir, samkvæmt heimildum
Mbl., að þessari vegagerð ætti að
halda áfram í núverandi mynd.
Breytir það engu?
„Ég held að það sé ofsagt, að
þeir hafi allir verið sammála, en
það er bezt að þú spyrjir þá sjálfa.
Eg held að það sé ofsagt."
— Hvað kostar þessi frestun?
„Frestunin kostar i raun og veru
ekkert vegna þess að þarna er um
að ræða frestun til að athuga
málin, hún breytir engu fjárhags-
lega.“
Svavar Gestsson sagði að lok-
um: „Ráðuneytið mun ekki fella
úrskurð í þessu máli. Ráðuneytið
hefur reynt að vinna að málinu
með samkomulagi við alla aðila,
það er að segja Vegagerðina,
samgönguráðuneytið og skipu-
lagsstjóra. Það hefur tekist. Þessi
niðurstaða er í samkomulagi við
þessa aðila og þeir munu vinna að
þessu máli á næstu vikum. Vega-
gerðin er heldur ekki tilbúin með
þetta til útboðs og verður það
sennilega ekki fyrr en um næstu
mánaðarmót þannig að hér er ekki
um stóran mun að ræða á tíma-
setningu, — ef menn vilja fara
þessa leið á annað borð að hafa
veginn „akkúrat" þarna."
Þá sagði skipulagsstjóri: „Ég
hef lagt til, að Garðabær fengi
frest til að ganga frá aðalskipu-
laginu til næsta sumars. Það er
ekki hrist fram úr erminni. Það er
svo margt sem taka þarf tillit til,
svo sem skólamál og annað. Svo
þarf að auglýsa þetta og hafa
almenningi til sýnis. Það liggur
miklu víðar á vegabótum en á
kaflanum þarna fyrir sunnan Víf-
i lsstaðaaf leggj arann.“
— Þú hafðir samt sem áður