Morgunblaðið - 11.07.1981, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ1981
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA?
MYNDLIST
Ljósmyndasýning í Djúpinu
Nú stondur yfir sýninK ú verkum
Jay W. Shoots i galleri Djúpinu.
A henni eru 50 ljósmyndir
flestar í svart hvítu og eru allar
teknar á 35 mm Leica M2.
Jay W. Shoots er fæddur í
Winter Park, Florida árið 1957.
Hann byrjaði að fást við ljós-
myndun 14 ára gamall og sl. 5 ár
hefur hann eingöngu unnið við
ljósmyndun sem listform. Hann
stundaði nám við New England
School of Photography í Boston.
Sýningin er opin daglega frá 11
til 23 og stendur til 22. júlí.
TÓNLEIKAR
Kvartett l
Norrœna húsinu
Á morgun klukkan 17.00 mun
kvartettinn „Quatuor via nova“
halda tónleika i Norræna húsinu.
Á efnisskrá eru Kvartett opus
41, no. 3 eftir Robert Schumann,
Kvartett nr. 1 (næturmyndanir)
eftir Gyorgy Ligeti og kvartett
(L903) eftir Maurice Ravel.
Kvartettinn var stofnaður árið
1968 og hefur hann hlotið m.a. „Le
Grand prix du Disque Francais le
Prix de 1 academie Charles Cros."
Nú mun kvartettinn hefja tón-
leikaferð sína um Norðurlönd í
Reykjavík, en að því loknu mun
hann halda til Stokkhólms og
Helsinki þar sem hann tekur þátt
í listahátíð Helsinkiborgar.
TÓNLIST
Orgeltón-
leikar
í Dóm-
kirkjunni
Á morgun klukkan 18
verða orgeltónleikar í
Dómkirkjunni, en eins og
undanfarin ár verður leikið
í 30 til 40 mínútur á orgel á
hverjum sunnudegi fram í
ágústlok.
CiwCo fcTU2
mjf.* ———————
Skuggi i landslagi, performance eftir Nan Hoover, sem var gerður undir áhrifum frá islensku
landslagi.
MYNDLIST
Myndlistarhátíð um helgina
Nú um helgina verður i Ný-
listasafninu myndlistarhátið á
vegum Nýlistasafnsins og í
samvinnu við Wies Smalls for-
stjóra Gallerie De Apple í Amst-
erdam. Nefnist þessi myndlist-
arhátíð „Samtímalist frá Hol-
landi“ og byggist á verkum sex
þarlendra listamanna.
Á dagskránni eru m.a. Video-
sýningar, performance, kvik-
myndir, fyrirlestrar og fleira.
í dag klukkan 13.15. mun
Cristine Koenigs flytja stuttan
fyrirlestur og sýna nýlegar kvik-
myndir eftir sig í Regnboganum
c. sal. Hefur hún gert margar
kvikmyndir og verk í formi
ljósmynda.
Klukkan 16.00 í dag heldur
Wies Smalls fyrirlestur í Nýlist-
asafninu um performance og
kemur með stutt dæmi af Video-
spólum.
Að síðustu mun Harry De
Kroon flytja performance sinn í
Nýlistasafninu.
Á morgun mun Krijn Gizen
opna installationverksýningu
utanhúss hjá Nýlistasafninu
klukkan 16.00. Þess má geta að
Krijn vinnur oft með lífræn efni.
Annað kvöld klukkan 20.00
opnar svo Nicolaus Urban In-
stallation í Nýlistasafninu.
Árni Garðar
sýnir í
Þrastalundi
Árni Garðar er með mál-
verkasýningu í Þrastalundi
nú um þessar mundir. Sextán
myndir eru á sýningunni sem
unnar eru með vatnslitum.
núpastel. olíupastel og bland-
aðri tækni.
Árni Garðar hefur áður
haldið einkasýningar og tekið
þátt í samsýningum.
Myndirnar eru flestar til
sölu og er sýningin opin til 20.
júlí. Hægt er að njóta veitinga
meðan sýningin er skoðuð.
Ofeigur Olafsson í Eden
Sýningu Ófeigs Ólafssonar í Eden í Hveragerði lýkur
annað kvöld, en hún er opin í dag og á morgun.
SYNINGAR
Flugminjasýning
í Arhœjarsafni
Nú stendur yfir sýning á flugminjum í Árbæjarsafni. Sýning þessi er
gerð í samvinnu við íslenska flugsögufélagið, Flugmálafélag Islands og
Svifflugfélag Akureyrar. Á sýningunni er m.a. nýuppgerð flugvél
Flugmálafélags íslands TF-SUX, TF-ÖGN, sem íslenska Flugsögufélag-
ið er að endurbyggja og hlutar úr öðrum flugvélum. Sýningin er opin til
fyrsta september.
til ——M—iM——M—MiM———M