Morgunblaðið - 11.07.1981, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 11.07.1981, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1981 29 félk í fréttum + Þessi stúlka heitir Liza Todd og er dóttir Elísabetar Taylor og Mike Todd. Hún er 23 ára gömul og stundar nám viö myndlistaskóla og hún hefur sérstakan áhuga á að gera styttur úr bronsi. Hún hefur alltaf haft listræna hæfileika, segir móðir hennar sem er mjög stolt af henni, og ég gleðst yfir góðum árangri hennar. Liza hefur aldrei komið nálægt Hollywood eöa haft áhuga á litríku stjörnulífi móður sinnar, sem hefur líka leyft henni að ráða sínu lífi sjálf og aldrei reynt aö fá hana út á leiklistarbrautina. Á meðfylgjandi mynd er Liza með styttu sem hún gerði af eftirlætishesti móður sinnar. Óþekktarapi + Þessi litli api heitir Samson og er 7 ára. Hann flúði fyrir skömmu frá eiganda sínum sem verslar meö dýr og lenti í ýmsum ævintýrum áöur en hann náöist aftur tæpri viku seinna. Hann hélt sig upp í trjám og liföi á mat sem ókunnugt fólk kastaði til hans en foröaöist alla einkennis- klædda menn meö háfa í höndunum. Þaö sem svo varö honum eins og mörgum öðrum aö falli var drykkju- skapur. Samson flæktist nefnilega upp á svalir fyrir utan krá og tókst einum þjóninum að lokka hann inn. Samson geröi sér lítiö fyrir og stökk upp á eitt boröið á kránni þar sem sátu nokkrar konur og sötruðu hvítvín. Þær stukku að sjálfsögöou frá boröinu skelfingu lostnar en Samson tók að sér að klára víniö. Þjónninn færði honum þá meira og þegar apinn var oröinn vel slompaö- ur og tekinn aö róast hringdi hann á lögregluna sem færði hann í hendur eiganda síns. Eigandinn tók honum vel þótt þaö kæmi í hans hlut að borga reikning- inn fyrir víndrykkjuna sem Samson virtist ekki verða meint af ef undan er skilinn smá höfuöverkur. Hefur eigandinn nú ákveöið að útvega apanum maka og vonar aö fjöl- skyldulífiö hafi róandi áhrif á greyiö. + Já, þeir í Sovétríkjunum eru farnir aö hjóla og þaö upp á viö. Á þessari mynd sjáum viö nýupp- fundiö vinnutæki frá Sovét, það er ætlaö til aö ferðast upp og niöur staura og á þaö aö auð- velda rafvirkjum vinnu sína og minnka slysahættu. Kæru ættingjar og vinir. Ég þakka ykkur hlýjar kveðjur, heimsóknir og gjafir á níræöisafmæli mínu, 20. júní sl., og geróu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Gíslína Siffurdardóttir. Lokað vegna sumarleyfa frá 20. júlí til 5. ágúst. Bygging sf., Skeifunni 3, Reykjavík. Til sölu 70 he. Zetor, árg. 1979. Ekin aöeins 300 vinnustundir. Upplýsingar í síma 95-1954. Sjúkrahús á Blönduósi Tilboö óskast í jarövinnu og steypingu sökkla undir sjúkrahúss- og heilsugæslustöðvarbyggingu sem reisa á viö Sjúkrahúsiö á Blönduósi. Grunnflötur byggingarinnar er um 620 fm. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri gegn 500.- kr. skilatryggingu. Tilboð veröa opnuð á sama staö þriöjudaginn 28. júlí 1981, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 EIN ALVEG EINSTÖK og verðið er ótrúlegt aðeins f rá , v kr. 750.00li I & Sprautukönnur Remaco hf. Skeifan 5. Sími 37711.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.