Morgunblaðið - 11.07.1981, Síða 32

Morgunblaðið - 11.07.1981, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ1981 (|T/*LAÐU EKKIVIOMIG í MElMSÓKMAf?- timanum. Konan mi'n heldor A€> ÉG SÉ RÆNULAUS." Með morgunkaffínu l'art er enKÍnn Ijósatími á sumr- in. bróðir! Engar tröppur í sundlaugum Glísabet Jónsdóttir skrifar: Ég er ein af því fólki sem stundar sundlaugar daglega yfir sumartímann. Mest hef ég farið í Sundlaug Vesturbæjar og hef ver- ið mjög ánægð með hana, nema tröppurnar í búningsklefana. Eitt kvöldið fór ég í laugina að loknum vinnudegi og kvöldmat heima hjá mér og þá var ég svo óheppin að hrasa í tröppunum sem eru úr búningsklefa og sturtunum og niður til að komast út í laug. Afleiðingarnar voru mikill sárs- auki svo ég sat í hnipri góða stund í neðstu tröppunni meðan ég var að jafna mig og auðvitað gengu allir framhjá og létu sem þeir sæju mig ekki. Eg herti mig upp fór út í laug og synti og síðan í heitu pottana enda dofin, sársauk- inn kom ekki fyrr en ég ætlaði að fara að sofa. Afleiðingarnar af þessu eru mjög stórir og litríkir marblettir og bólgur á síðu og læri, ég var heppin að brjóta mig ekki. Það hafa margir dottið þarna á undan mér og ég hef verið að velta því fyrir mér, hvort fólk þurfi að missa af sér höfuðið og heilinn liggi á gólfinu, svo eitthvað sé gert svona föllum til varnar. Það er nefnilega ekki nóg að hálsbrotna, þá er maður bara settur á sjúkra- hús og lappað upp á það sem hægt er og svo er hægt að fá hjólastól og ef vel gengur farið inn á stofnun og verið þar sem eftir er ævinnar. Það á auðvitað alls ekki að hafa tröppur á sundstöðum og ég undra mig á þeirri breytingu sem gerð var á Sundlaug Vestur- bæjar fyrir fáum árum. Þá voru búnar til þessar tröppur í bún- ingsklefana. Eru ekki sundlaug- arnar fyrir alla? Nei, þær eru það ekki, því þær eru ekki ætlaðar hreyfihömluðu fólki í hjólastólum og hvað með mæðurnar með litlu börnin, sem verður að bera á handleggnum upp og niður tröpp- urnar, hvernig eiga þær að halda sér í handriðið og varast að detta? Ég telst ófötluð en datt samt. Hvar eru yfirvöidin núna og arki- tektarnir og hvernig er með heila- búið í þeim? Ég ætla þeim ekki að þeir séu vondir menn, en þeir mættu hugsa meira. Það er nóg landrými á íslandi og þess vegna hægt að byggja sundlaugar á einni hæð. Þetta er ekki heldur alltaf dýrt. Það er líka dýrt að vera fatlaður, sem maður getur orðið eftir sundlaugaslys, bæði dýrt fyrir samfélagið og þann sem er fatlaður. Það er líka dýrt að byggja tröppur. HÖGNI HREKKVtSI Ofnotkun á orðinu fötlun Gestur skrifar: Mikið og margt hefur verið ritað um málefni fatlaðra og mörgum er nú ljósara en áður hver kjör þeirra eru. En fötlun sem slíka getur enginn upplif- að né skilið í raun nema að fatlast sjálfur. Þetta er grundvallaratriði sem engum má yfirsjást. Það breytist í engu né gerir lítið úr þeim kærleika og fórnfýsi sem svo margir hafa sýnt þessu mál- efni beint og óbeint í gegnum árin. Margar hildir hafa verið háðar í baráttumálum fatl- aðra en nú er auðsætt til allrar hamingju að málefni þeirra eru á margan hátt í betri og farsælli farvegi en áður var. Merkir áfangar hafa náðst á ári fatlaðra og það er von allra að málefni þeirra njóti skilnings og tillits borg- aranna. Réttindi, mér liggur við að segja og skrifa mann- réttindi, fatlaðra mega ekki og verða aldrei fyrir borð borin. Eitt er þó það atriði sem mér hefur fallið illa í skrifum þeim sem fram hafa farið um þessi mál, en það er ofnotkun á orðinu fötlun. Þetta er miður og hefur leitt til þess að fullgild orð íslenzk hafa vikið fyrir fáránlegustu orðsmíð. í þessu sambandi vil ég benda á orðskrípið „hugfötlun". Hvað er athugavert við orðin „geð- og taugasjúkdómar", „Geð- og taugasjúklingur"? Nær væri að hefja upplýsingu hvað þennan málaflokk snertir, sem svo allt of lengi hefur verið litið á sem eitthvert feimnis- mál, heldur en stunda fátæk- legar orðsmíðar á borð við þær sem ég hef hér bent á. Þessir hringdu . . . Ferm- ingarsystkin frá 1925 Heiga Skaftfeld, óðinsgötu 13, hringdi: Helga bað Velvakanda fyrir skilaboð til þeirra „barna“, sem fermdust í Útskálakirkju árið 1925. Hún fermdist þá sjálf þar hjá sr. Friðriki J. Rafnar, sem seinna fór til Akureyrar, og nokkur fermingarsystkini frá þessum tíma hittust í vor, en nú langar Helgu að heyra frá fleir- um og safna hópnum saman. Síminn hennar er 23997. Helga sagðist minnast ferm- ingarinnar með mikilli ánægju. Hún á enn fermingargjöfina sína. Hver var hún? Sálmabók, sem foreldrar hennar gáfu henni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.