Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ1981
7
Umsjónarmaöur Gísli Jónsson______________110. þáttur
Að reiða upp sæng merkti
það sem nú er kallað að búa
um rúm. Sæng var að fornu
haft um hvíluna alla. Karl og
kona gengu í eina sæng. Að
sjá sína sæng upp reidda
merkti þá fyrr meir að sjá
rúmið sitt upp búið, en það
var tákn þess að leggjast
skyldi í það. Orðtakið fær því
merkinguna, að maður eigi
engan annan kost en ganga
til sængur (og deyja). Allt er
búið að vera, menn verða að
gjöra svo vel að leggja upp
laupana.
Merking orðsins sæng tek-
ur breytingu. Nú þýðir það
hluta af rekkjubúnaðinum,
ver með dúni eða ull, og er
bæði til undirsæng og yfir-
sæng. Orðasambandið að
reiða upp sæng verður
sjaldgæft, og síðan kemur
vanþekking og misheyrn til
sögunnar. Að sjá sína sæng
upp reidda breytist í að sjá
sína sæng útbreidda. Og var
það kannski svo bölvað? Að
breiða út sængina minnti á
að breiða út faðminn, reiðu-
búinn að taka við einhverj-
um og sýna honum blíðuhót.
Svo mikið er víst, að nú
merkir þetta afbakaða orð-
tak, að sjá sina sæng út-
hreidda, að sjá sér gott færi
á einhverju. Eg heyrði dæmi
af þessu tagi í sögu sem lesin
var í útvarpið af fanga, sem
taldi sig sjá gott flóttafæri,
og ég hef (þó ekki nýlega sem
betur fer) séð þetta í lýsing-
um á knattleikjum og þá haft
um það, er skotmaður kemst
í gott færi. Hann sér sína
sæng útbreidda. Vonandi sér
þetta afkáralega málfar senn
sína sæng upp reidda.
Spurður var ég um það
fyrir skemmstu, hvað lurgur
væri í orðasambandinu, að
taka í lurginn á einhverjum,
sama sem refsa honum eða
veita honum ráðningu. Mig
minnti að lurgur merkti hár-
lubbi, og það reyndist rétt. í
orðabók Menningarsjóðs er
reyndar einnig gefin forn-
merkingin máttleysi. Lurgur
í merkingunni hárlubbi er
tvímynd eða yngri mynd
orðsins lyrgur, og finnast
fremur dæmi af því orði sem
í fornum bókum. í Fornald-
arsögum Norðurlanda segir
að maður tók lyrg af öðrum
manni og lét hann skurka út.
Að taka einhverjum lyrg
merkir að þrífa í hárlubbann
á honum.
Atviksorðið ofan er oft
haft í sambandi við lurginn.
Að taka (ofan) í lurginn á
einhverjum, segja menn og
þá í fyrrgreindri merkingu:
refsa. Prófessor Halldór
Halldórsson telur í hinu
mikla verki sínu um íslensk
orðtök, að þetta tal sé kunn-
ugt frá 19. öld og síðar, og
dæmi þau, sem hann tekur,
sýna, að merking orðtaksins
er stundum mjög yfirfærð. í
Skírni 1879 segir til dæmis:
„Þreif ráðherra í lurg hans
báðum höndum." Halldór
hyggur að lurgur sé til orðið
(með yfirkringingu) úr lyrg-
ur á sama hátt og drykkur
getur breyst í drukkur.
Jóhanna Lúðvíksdóttir og
Jóhanna Gunnarsdóttir í
Reykjavík senda mér klippu
úr Dagblaðinu, en þar er
þessi fyrirsögn: „Ollu meira
tjóni en þeir vildu komast
hjá“. Þær spyrja að vonum
hvað þetta merki, og því get
ég ekki svarað fyrir víst.
Alkunna er að í fyrirsögnum
blaða er oft meira um mál-
villpr en í meginmáli, og
liggja til þess kunnar ástæð-
ur. I þessu dæmi, ætla ég, að
reynt sé að segja menn, sem
lent hafa í hrakningum á sjó,
hafa valdið meiri fyrirhöfn
en þeir gerðu ráð fyrir eða
grunaði að yrði. Um þessa
menn segir líka að þeir hefðu
sparað mikið tilstand. ef þeir
hefðu skotið blysi á loft. Við
þetta orðalag gera nöfnurnar
athugasemd, en mér finnst
alveg réttmætt að nota orðið
tilstand í merkingunni ann-
ríki eða fyrirhöfn.
Enn skal reynt að leið-
beina nokkuð um rétta notk-
un fornafna, svo sem sinn,
hvor, hver, annar. Virðist
þörfin rík í þessu efni. Dæmi
um ranga notkun eru tekin
úr bréfi Páls til mín IV, 1—9:
1) „Sér til hægri verka hafa
þeir sitthvorn hljóðnemann
til að tala í.“ Svo sem fyrr
var sagt, eigum við að reyna
að láta hvert fornafn fylgja
sínu fallorði og laga sig eftir
því. Bærileg gæti þessi
klausa orðið: „Sér til hag-
ræðis hafa þeir hvor sinn
hljóðnemann til að tala í.
2) „Við ólumst því upp sín
hvors vegar við sundið." Lag-
fært: Við ólumst því upp
hvor sínu megin (hvor síns
vegar) við sundin.
3) ... að þau hjón beri enn
mikla ást í brjósti hvors til
annars.“ Lagfært: ... að þau
hjón beri enn mikla ást í
brjósti hvort til annars.
4) „Og menn dreif að, sem
síðan leiddu okkur út í sitt
hvort hornið." Lagfært: Og
menn dreif að, þá sem leiddu
okkur sinn út í hvort hornið
(hvorn út í sitt hornið).
5) „Byrjunarsamningar
munu vera komnir svo langt,
að það er erfitt fyrir hvorug-
an að snúa við úr þessu." Hér
er vitleysan annars eðlis.
Annaðhvort er erfitt fyrir
báða að snúa við eða ekki
auðvelt fyrir hvorugan.
6) „Yfirleitt viðhafa tenorar
ekki miklar lofgerðir um
hvor aðra.“ Gæti verið:
Flestir tenorar gera lítið að
því að hrósa hvor öðrum.
Úr Pálsbréfi IV, 5 er hér
svo að lokum ein tilvitnun í
viðbót: „... sem gefur fólki
möguleika á því að fá gott
rennsli í mjög flötum brekk-
um.“
Umsjónarmaður hefur að
vísu aldrei séð mjög flata
brekku, hvað þá rennt sér við
svo erfiðar aðstæður, en
minnist að vísu orða Tómas-
ar:
Því hversu nýög sem mönnum finnast
fjöllin há, ber hins að minnast,
sem vitur maður mælti forðum
og mótaði í þessum orðum,
að eiginlega er ekkert bratt,
aðeins mismunandi flatt.
sölu
er þessi skemmtibátur árg.
’80, flugfiskur 2200, 22 fet,
innréttaöur á þessu ári.
Upplýsingar gefa:
Halldór Þórólfsson, s. 94-3028,
Marselíus Sveinbjörnsson, s. 94-3521,
Halldór Sveinbjörnsson, s. 94-4101.
í Kaupmonnahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
Innilegar þakkirfyrir afmælisgrein, heimsóknir, gjafir,
skeyti og aörar ámaöaróskir á sjötugsafmæli mínu 1S.
júlí sL
ViÖ hjónin þökkum bömum okkar, tengdabömum og
bamabömum vinnu þeirra, gjafir og hjálp viö aö gera
daginn sem ánægjulegastan.
Guö blessi ykkur ölL
ÁSGRÍMUR HARTMANNSSON,
ÓLAFSFIRÐI.
Kærar kveöjur til allra þeirra sem sýndu mér vináttu
og viröingu meö skeytum, blómum og gjöfum á 80 ára
afmæli mínu þ. 16. júll
Lifiö heil!
Guido Bernhöft
Ég þakka ykkur öllum, sem geröuö mig svo ríkidega
varan viö vinarþel ykkar í sambandi viö afmæli mitt.
GóÖur Guö blessi ykkur.
Sigurbjöm Einarsson.
ÖKULEIKNI '81
Keppni i ökuieikni ’81 verdur
haldin vid Kársnesskóla Kópa-
vogi þridjudaginn 28. júlí n.k. og hefst
kl. 20.30.
Skráning keppenda fer fram
í síma 83533 og á keppnisstaö.
Þátttökugjald kr. 50.
Umferöarspurningar — hæfnissakstur
— verölaun.
Allir velkomnir til þátttöku.
mm^mmmmBindindisfélag ökumannam
GENGI VERÐBRÉFA 26. JÚLÍ 1981
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJÓÐS:
Kaupgengi
pr. kr. 100.-
VERÐTRYGGÐ
HAPPDRÆTTISLÁN
RÍKISSJÓÐS
1969 1. flokkur 6.875.30
1970 1. flokkur 6.367.49
1970 2. flokkur 4.659,12
1971 1. flokkur 4.188.08
1972 1. flokkur 3.634.27
1972 2. flokkur 3 091.84
1973 1. flokkur A 2.293.96
1973 2. flokkur 2.113.30
1974 1. flokkur 1.458,71
1975 1. flokkur 1.193.83
1975 2. flokkur 899,15
1976 1. flokkur 851,78
1976 2. flokkur 688,73
1977 1. flokkur 639.64
1977 2. flokkur 535,77
1978 1. flokkur 436,65
1978 2. flokkur 344,62
1979 1. flokkur 291.42
1979 2. flokkur 226,10
1980 1. flokkur 175,13
1980 2. flokkur 138.12
1981 1. flokkur 121,54
Medalávöxtun spariskírteina umfram verö-
tryggingu er 3,25—6%.
A — 1972
B — 1973
C — 1973
D — 1974
E — 1974
F — 1974
G — 1975
H — 1976
I — 1976
J — 1977
Kaupgangi
pr. kr. 100.-
2.297,12
1.891.86
1.616,54
1.377,08
948.23
948.23
635,07
607.07
464,84
433,93
Ofanskráö gangi ar m.v. 4% ávöxtun
p.á. umfram verötryggingu auk vinn-
ingsvonar. Happdrasttisbréfin aru gaf-
in út á handhafa.
HLUTABRÉF
Tollvöru-
gaymslan hf.
Skeljungur hf.
Fjárfastingarf.
íslands hf.
Kauptilboö
óskast
Sölutilboö óskast
Sölutilboö
óskast.
VEÐSKULDABRÉF VEDSKULDABREF
MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU: ÓVERDTRYGGÐ:
Kaupgengi m.v. nafnvexti Ávöxtun Kaupgangi m.v. nafnvexti
2V»% (HLV) umfram (HLV)
1 afb./ári 2 afb./ári varótr. 12% 14% 16% 18% 20% 40%
1 ár 97,62 98,23 5% 1 ár 68 69 70 72 73 86
2 ár 96,49 97,10 5% 2 ár 57 59 60 62 63 80
3 ár 95,39 96,00 5% 3 ár 49 51 53 54 56 76
4 ár 94,32 94,94 5% 4 ár 43 45 47 49 51 72
5 ár 92,04 92,75 5%% 5 ár 38 40 42 44 46 69
6 ár 89,47 90,28 6%
7 ár 86,68 87,57 6%%
8 ár 83,70 84,67 7%
9 ar okj.do oi.oo /•/»7» .. .
10 ár 77,38 78,48 8% TÖKUM OFANSKRÁO VERÐ-
15 ár 69.47 70^53 8%% BRÉF í UMBOÐSSÖLU
MhmrnncMdiM iiumor hs
VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R.
Iðnaðarbankahúsinu. Sími 28566.
Opiö alla virka daga frá kl. 9.30—16.